Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 29
A Egilsstöðum henda menn gaman að mannaráðningum hjá Pósti og síma á staðnum. Hafa menn sett upp eftirfarandi spurn- ingaleik með meðfylgjandi svörum: Hver er umdæmisstjóri Pósts og síma á Egilsstöðum. Svar: Reynir Sigurþórsson. Hver er fulltrúi umdæmisstjóra á Egilsstöðum? Svar: Eiginkona Reynis umdæmis- stjóra. Hver er stöðvarstjóri Pósts og síma á Egilsstöðum? Svar: Þór Reynisson, sonur umdæmisstjóra. Hver er fulltrúi stöðvarstjóra á Egils- stöðum? Svar: Kona Þórs og tengda- dóttir Reynis umdæmisstjóra og full- trúa umdæmisstjóra. Sannkallað fjölskylduveldi sem þarna hefur verið byggt upp. . . Frá því var greint hér í Helgar- póstinum að tónlistardeild RÚV hefði orðið að hætta rekstri Stór- sveitarinnar vegna fjárhagsörðug- leika. Nú heyrast hins vegar þær fréttir að starfsmönnum deildarinn- ar hafi tekist að öngla saman nægi- legu fé þannig að sveitin getur starf- að a.m.k. í tvo mánuði á þessu ári. Að auki hefur HP hlerað að til standi að fá einkaaðila til að styrkja rekst- ur sveitarinnr og standa starfsmenn tónlistardeildarinnar í bréfaskrift- um um þessar mundir, þar sem leit- að er eftir stuðningi fyrirtækja og einstaklinga svo hægt verði að standa straum af kostnaði við sveit- ina. Þetta mun vera fyrsta tilraun sinnar tegundar innan stofnunar- innar... u mferðarlögin nýju taka sem kunnugt er gildi 1. mars og er mörg nýmæli að f inna í þessum ítar- lega 118 greina lagabálki. Höfundar laganna hafa greinilega vandað mjög til verka, en á hinn bóginn vekur verðskuldaða athygli hversu oft er vísað á dómsmálaráðherra um nánari fyrirmæli í reglugerðum og öðru slíku. Þannig er alls 27 sinn- um að finna setningarnar „dóms- málaráðherra setur..." og 26 sinnum að ráðherrann „geti sett“ reglur. Alls 16 sinnum segir ráðherrann „ákveður" eða „getur ákveðið" hitt og þetta og 10 sinnum er honum gert að „skipa" eitthvað eða að hann geti Ieyft, fyrirskipað eða und- anþágur... Þ ingmenn Vestfjarðakjör- dæmis héldu í síðustu viku fund vestra með forsvarsmönnum í fisk- iðnaði vegna bágrar fjárhagsstöðu í greininni. Virtust þeir síðarnefndu hafa gert ráð fyrir gengisfellingu þegar „hlutaskiptasamningarn- ir“ voru samþykktir ekki alls fyrir löngu, jafnvel gengisfellingu upp á á annan tug prósentustiga. Munu þessar tilbúnu forsendur forráða- mannanna hafa farið heldur fyrir brjóstið á þingmönnunum, m.a. Matthiasi Bjarnasyni og Sighvati Björgvinssyni. Forráðamennirnir, sem höfðu jafnvel í huga að hóta að stöðva húsin, ef ekki kæmi til um- talsverð gengislækkun, hafa nú dregið eitthvað í land og búast við „leiðréttingu gengis krónunnar" og hliðarráðstöfunum. Það er ágætt að semja upp á gengisfellingu, eða hvað. . . Nýr metsöliM með fimm ára ábyigð. Hyundai (borið fram hondæ) er í dag einn mest vaxandi bílaíf amleiðandi heims og sel- ur nú bíla í 65 þjóðlöndum. Hyundai Excel heíur verið mest seldi innflutti bíllinn, bæði í Bandaríkjunum og Kanada, síðustu 18 mán- uði.* Þennan árangur má þakka þeirri einföldu staðreynd að Hyundai er rétt byggður og rétt verðlagður. Hyundai Excel er fyrsti bíllinn á íslenskum markaði með 5 ára ábyrgð**. Hann er gerð- ur til að endast, viðhaldið er í lágmarki og þú getur verið áhyggjulaus í 5 ár. Excel er sterkbyggður og hannaður til að þola rysjótt veðurfar og misgóða vegi. Einnig heíur verið séð til þess að bílarnir séu aðlagaðir viðkomandi markaði, t.d. eru allir bílarnir sem seldir eru hér á landi búnir styrktu rafkerfi og með sérstakri ryðvörn. Excel er með framhjóladrifi og sjálfstæðri fjöðrun á hverju hjóli, 1,5 lítra kraftmikilli vél og hægt er að velja um 4 eða 5 gíra bein- skiptingu eða 3 stiga sjálfskiptingu. Öryggi farþeganna gleymist heldur ekki. Hyundai Excel er með styrktarbitum í hurðum og öryggisstuðurum. Hyundai Excel kostar frá 428 þúsund krónum og er betur búinn en gengur og ger- ist með bíla í sama flokki. Excel er bíll fyrir skynsamt fólk sem vill eiga vel hannaðan, öruggan og endingargóðan bíl, án þess að þurfa að kosta allt of miklu til. ‘Wards Automativc Repons ' Kynnið ykkur ábyrgðarskilmála Iscan hf. HYunoni í Framtíð við Skeifuna. Sími 685100. BÍLBELH ERU SKYNSAMLEG. Gód f erð — Örugg ferð — Odýr f erð H 1 ‘Ueriól§ur VESTMANNAEYJUM SÍMI 98-1792 & 1433 REYKJAVÍK SÍMI 91-686464 —FERJA FYRIR ÞIG HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.