Helgarpósturinn - 25.02.1988, Page 30
PEWIWGAR & MARKAÐUR
KREPPA Á ÍSLAWDI ER
Kreppur á íslandi eru með einkennilegustu fyrirbær-
um á jarðríki. Á sama tíma og sultur og seyra eru hlut-
skipti þorra fólks — ef trúa á fjölmiðlum — vex bílainn-
flutningur jafnt og þétt, sólarlandaferðir og aðrar utan-
farir eru svo almennar, að segja má að aðeins séu það
börn, gamalmenni og unglingar, sem halda uppi aðalat-
vinnuvegum þjóðarinnar í landi yfir sumartímann,
myndlyklaeign vex hér þrisvar sinnum hraðar en gerst
hefur í öðrum löndum, farsíminn breiðist út eins og eldur
í sinu, og sprengir kerfið örar en Póstur og sími hefur við
að flytja inn stöðvar, nýir skemmtistaðir þjóta upp, og
þótt þeir séu stærri en annars staðar á Norðurlöndum ná
þeir þó ekki að þurrka upp biðraðirnar, sem við þá mynd-
ast um hverja helgi.
Var ekki komin kreppa fyrir jól?
Ekkert virtist það draga úr jólakaup-
sýslunni. Tísku- og lúxusvörubúðir
18 HELGARPÓSTURINN
skjóta upp kollinum eins og gorkúl-
ur og eru á hverju strái. Dansskólar
og fyrirsætuskólar fyllast hverja
önn og geta ekki annað eftirspurn.
Einkaskólar, tölvuskólar og -nám-
skeið, sjálfstraustsskólar, vaxtar-
ræktarstofnanir, hugleiðinga- og
jóganámskeið, öldungadeildir og
námsflokkar virðast ekki vera í
neinum vandræðum með að draga
að sér nemendur og það eins þótt
námsgjöld séu veruleg og oft óvíst
um gagn eða starfsfrömun. Samt
linnir ekki tali um svívirðilega
vinnuþrælkun, óhóflega yfirvinnu,
fólk í tveimur og þremur störfum
samtímis til að sjá sér farborða. Var
það ekki í síðustu kreppu, sem
forsætisráðherrann gaf sína frægu
uppskrift að grjónagraut á sama
tíma og þutu upp matsölustaðir um
þvera og endilanga Reykjavíkur-
borg og alla stærri kaupstaði lands-
ins, líklega til að skapa mönnum
huggulegt athvarf til að ræða hung-
ur náungans yfir Ijúffengum máls-
verði og tilheyrandi eðalvíni? Pað
heyrist talað um einhvern samdrátt
á þessu sviði núna, en er það nokk-
uð nema eðlileg aðlögun viðskipta-
legrar tískusveiflu að veruleika
markaðarins?
Það eru fluttir inn nokkur hundr-
uð tjónabílar og seljast eins og heit-
ar lummur með óverulegum af-
slætti, svo að Norðmenn hafa varla
undan að þurrka úr þeim sjóinn til
að koma þeim í hendur óþreyju-
fullra íslendinga.
Þjóðin er á þriggja milljarða
króna happdrættis- og bingófylleríi
árlega. Hún byggir sumarbústaði út
um allar trissur. Hún er með stærsta
húsnæði á mann á norðurhveli jarð-
ar. Hún fyllir það húsnæði af fleiri
heimilistækjum og dýrari húsgögn-
um en nokkur þjóð önnur. Hún er
með eitt dýrasta og virkasta heil-
brigðiskerfi í veröldinni. Hún er
með dýrt og viðamikið skólakerfi,
þótt deila megi um, hversu virkt það
sé til menningar- og efnahagslegs
árangurs. Hún er með næsthæstu
meðaltekjur á mann í heiminum á
síðastliðnu ári. — Og í landinu er
ekkert atvinnuleysi, heldur skortur
á fólki til starfa nálega hvert sem lit-
ið er.
Samt heyrum við daglega í fjöl-
miðlum, að ef — það er talið mjög
vafasamt — hér hafi ríkt góðæri sl.
hálft annað ár — þá hafi það farið
framhjá þorra vinnandi fólks. Samt
hefur meðaltalskaupmáttur fólks
hækkað meira nú í þessu góðæri en
nokkru sinni fyrr á svipuðu tíma-
skeiði. Nú segja sumir verkalýðsfor-
ingjar, að þetta sé haugalygi. Meðal-
tölin Ijúga segir Gudmundur J. og