Helgarpósturinn - 25.02.1988, Side 35

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Side 35
Frjálsræðið í fiskútflutningnum, hátt verð á uppboðsmörkuðum heima og erlendis, misgengi dollars og Evrópu- gjaldmiðla hafa leitt i Ijós djúpstæða kreppu í frystiiðnaðinum, sem gengisfelling leysir ekki nema að litlu leyti. ER UPPSTOKKUN? ekki samkeppnishæfur að gefnu óbreyttu fyrirkomulagi á uppbygg- ingu frystiiðnaðarins. Þar er vikið að því að fyrir því megi færa rök, að frystihúsin séu of mörg, allt eins og fiskiskipaflotinn sé of stór. Við þetta mætti bæta, að þau séu ekki nógu sérhæfð til að ná besta árangri í að framleiða jafnan úrvalsvöru. Síðan víkur Morgunblaðið að kvótakerf- inu og segir það ekki geta staðið til frambúðar. Sjávarútvegurinn í heild sinni kunni þannig að eiga við grundvallarvanda að stríða. Það, sem Morgunblaðið er með þessu að segja, mundi á tæpi- tungulausu máli hljóða eitthvað á þessa leið: í stað þess að lögfesta nú- verandi ástand með höftum, bönn- um, kvótum og miðstýrðum verð- ákvörðunum eigum við að láta fyr- irtækin njóta eða gjalda þess árang- urs, sem þau ná á mörkuðunum og með hagræðingu í sínum rekstri. Af þessu getur leitt byggðavandamál, en yrði það nokkuð erfiðara að leysa en með núverandi fyrirkomu- lagi, þar sem fjölda fyrirtækja er haldið uppi með óreglulegum fjár- magnsinnspýtingum, sem þó aldrei nægja til að koma þeim á réttan kjöl og lífskjör þjóðarinnar eru einfald- lega lækkuð þar til þau nægja til að fleyta slakari helmingi fyrirtækj- anna gegnum stundarerfiðleika? Raunar tengist þetta þeirri um- ræðu, sem nú er að fara í gang um að ná fríverslunarsamningum við Evrópubandalagið eða Bandaríkin eða hvortveggja. Það gæti opnað möguleika á stóraukinni fullvinnslu sjávarafurða okkar og þá jafnframt aukinni sérhæfingu og verkaskipt- ingu milli fyrirtækja og staða. Það hlýtur að vera tímabært að líta á þessi mál frá nýjum sjónarhóli og ræða þau síðan til botns hispurs- iaust og tæpitungulaust. En spá min er sú, að nú um sinn verði látið nægja að gera einhverjar kákráð- stafanir, sem duga til að fleyta út- flutningsatvinnuvegunum yfir næsta sker. Þeir hagsmunir, sem nú þegar eru festir í Sovétkerfi sjávarút- vegsins, munu ekki kæra sig um neinar umræður eða efasemdir um að núverandi kerfi sé það besta af öllum mögulegum. Vísindamenn geta ekki útskýrt þá, þjóðar- leiðtogar líta ekki framhjá þeim, almenningur um allan heim les þá og við ættum alls ekki að láta undir höfuð leggjast að líta í þá, því í spádómum um nánustu framtíð mannkyns kemur lítil eyja í Norður- höfum og merkur leiðtogi þaðan mjög við sögu. Framtíðarsýnir sjáenda Franska stjórnarbyltingin, Adolf Hitler og nasisminn, kjarnorkuárásir á Japan, morðið á Olof Palme, útbreiðsla alnæmis. Nostradamus sagði fyrir um þessa atburði. Og hann spáir að lítil eyja í Norðurhöfum muni gegna veigamiklu hlutverki á erfiðum tímum mannkynsins og lýsir merkum leið- toga sem þaðan kemur. Jafnframt segir frá ævafornum spádóm- um Hópi-indíána, spádómum Gamla testa- mentisins um Eldeyjuna í vestri, kínversk- um spádómi um íslendinga og hvernig spá- dómar Pýramídans mikla vísa á ísland. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.