Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 6
Tölvumál lánasjóds námsmanna Mikil átök hafa átt sér stað innan stjórnar Lánasjóds ís- lenskra námsmanna (LÍN) undanfarnar vikur og mánuði um framtíðarstefnu sjóðsins í tölvumálum. Sjóðsstjórnin hefur annars vegar tekist á um hvort halda eigi áfram vinnslusamstarfi við Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíku- borgar (SKÝRR) eða kaupa tölvur og vélbúnað til að sjá um vinnsluna í eigin herbúðum. Um leið hefur verið tek- ist á um það, ef síðari kosturinn yrði fyrir valinu, við hvaða aðila ætti að semja, með eða án útboðs. Fyrir ligg- ur að formaður sjóðsins, Sigurbjörn Magnásson, frjáls- hyggjumaður og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, hefur ítrekað leitast við að samið yrði beint við IBM og Tölvuþjónustuna í Reykjavík (TÍR) og beitt sér fyrir falli tillagna um almennt útboð. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON ÁSAMT JÓNI GEIR ÞORMAR MYND JIM SMART Sigurbjörn Magnússon vildi keyra í gegn samninga viö IBM og lét fella tillögur um útboö. Sprengjutilboö frá Kristjáni O. Skagfjörö kom í veg fyrir 12 milljóna króna samning Sigurbjörns og félaga hans, Friöriks Friörikssonar hjá IBM. Þó liggur fyrir ítarleg „kröfulýs- ing“ eða þarfagreining frá Verk- og kerfisfrœdisloíunni hf. (VKS), sem beinlínis skyldi vera grunnur að út- boðum, ef til þess kæmi. Um leið liggur fyrir stjórninni tilboð frá öðr- um aðila, sem er 20% lægra en til- boð IBM. Þegar Sigurbjörn sá, að röksemdir hans fyrir samningum við IBM voru að hruni komnar og fylgjendur hans í sjóðsstjórninni að fyllast efasemdum, sá hann þá eina lausn færa að láta sérstaka tölvu- kaupanefnd ríkisins taka af sér hinn beiska kaleik. KOSNINGASTJÓRINN MÆTTURI Harkalega framgöngu Sigur- björns fyrir einhliða kaupum á bún- aði frá IBM og þjónustusamningi við TÍR er erfitt að skilja, hvað þá ítrek- að fall tillagna um útboð, að hans frumkvæði. Eru þessi vinnubrögð í hróplegri andstöðu við hugmynda- fræði frjálshyggjumanna. Hann seg- ist sjálfur sannfærður um að sú stefna hafi verið rétt. Aðrir benda á pað sem mun líklegri ástæðu, að sölu- og markaðsstjóri IBM er Fridrik Fridriksson, hugsjónabróðir Sigurbjörns í Félagi frjálshyggju- manna og kosningastjóri hans í bar- áttunni við Árna Sigfússon um for- mannsembættið í Sambandi ungra sjálfstœdismanna — sem Sigurbjörn reyndar tapaði. Um leið hefur vaknað spurningin hvers vegna ákveðið var að hætta við ráðgjöf hjá VKS en leita þess í stað til TÍR. Hafa heimildarmenn HP bent í þessu sambandi á, að skriflegur samstarfssamningur er á milli TIR og IBM. ÚTBOÐSGRUNNUR FYRIR HENDI Forsögu þessa máls má rekja til síðasta árs. í júní var lögð fram nið- urstaða forathugunar Verk- og kerf- isfræðistofunnar um tölvumál LÍN. í ágúst lögðu Árdís Þórdardóttir, ann- ar fulltrúi menntamálaráðherra, og Steingrímur Ari Arason, fulltrúi fjár- málaráðherra, til að í ljósi forathug- unarinnar yrði Þorbirni Guöjóns- syni, framkvæmdastjóra sjóðsins, falið að láta gera kröfulýsingu (þarfagreiningu) fyrir sjóðinn, enda vélvæðingu upplýsinga sjóðsins ábótavant. Framkvæmdastjórinn fól VKS að greina kostina ef ákveðið yrði að hætta vinnslu hjá SKÝRR. VKS skilaði verki sínu af sér 26. nóv- ember og var gert ráð fyrir því að nota mætti hina 200 blaðsíðna skýrslu „sem grunn að útboðsgögn- um ef til útboðs kæmi". Að sögn Ara Arnalds hjá VKS var hvorki tekin af- staða til einstakra kosta né kom fram forgangsröðun á nokkurn hátt. í upphafi desember var Stein- grími Ara og Þorbirni falið að ræða við forsvarsmenn SKÝRR og á stjórnarfundi um miðjan desember, þegar viðbrögð SKÝRR lágu fyrir, var skipuð tölvunefnd LÍN um fram- haldið. í hana voru skipaðir Stein- grímur, Þorbjörn og Sólmundur Jónsson, kerfisfræðingur og starfs- maður TÍR. Á meðan nefndin starf- aði gerðist það, að Árdís hætti í stjórninni, og tók við af henni Sigrídur Arnbjarnardóttir. Á stjórnarfundi í upphafi febrúar tekur Sigurbjörn Magnússon við sem stjórnarformaður, en hann er annar fulltrúi menntamálaráðherra. Tölvunefndin skilaði um leið af sér og taldi tvo kosti jafngóða í stöð- unni: Að kaupa eigin búnað er gæti unnið í sama „umhverfi” og SKYRR er eða að halda áfram vinnslusam- starfi við SKÝRR. Nefndin mælti þó með síðari kostinum og skrifuðu all- ir nefndarmennirnir undir þetta, en samkvæmt heimildum HP mun Sól- mundur þó hafa verið hlynntari fyrri kostinum og hafa ráðlagt við- skipti við IBM. ODDAATKVÆÐIÐ MEÐ IBM Á stjórnarfundi viku síðar gerðust hins vegar þau undur og stórmerki að Sigurbjörn lagði fram tillögu um að sér og Þorbirni framkvæmda- stjóra yrði falið að hefja samninga- viðræður við IBM um kaup á tölvu- búnaði fyrir LIN og að kanna hug- búnaðarsamstarf við einkaaðila. Tillagan kom sem þruma úr heið- skíru lofti og var felld tillaga fulltrúa námsmanna um að fresta málinu og tímaskorti borið við í því sambandi. Tillaga Sigurbjörns var síðan sam- þykkt með atkvæðum Sigurbjörns, Sigríðar og Svanhildar Bogadóttur, fulltrúa Sambands íslenskra náms- manna erlendis (SÍNE), en sú síðast- nefnda mun hafa horn í síðu SKÝRR og telja þjónustuna þar slaka, eins og reyndar fleiri. Á móti var Stein- grimur Ari, fuiltrúi fjármálaráð- láni 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.