Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 5
Aöalfundur Eimskips í dag Gríöarlegur hagnaöur Níu manna stjórn fer meö 30% atkvœöa Hluthafar eru um 13 þúsund Aðalfundur Eimskipafélags íslands verður haldinn í dag á Hótel Sögu. Verður þar skýrt frá góðri afkomu fé- lagsins — hagnaður á síðasta ári nam 272 milljónum — sem og að félagið hyggst kaupa tvö ný skip, sem afhend- ast eiga í haust, annað 9 þúsund tonna og hitt fimm. Á móti selur félagið tvö skip til útlanda. Er talið að staða fé- lagsins hafi sjaldan verið sterkari en nú innan íslensks fjármálalífs og teygir það anga sína víða. Stjórnarmenn Eimskips sitja í mörgum af öðrum helstu fyrirtækjum landsins, auk þess sem Eimskip á beinan eignarhlut í ófáum fyrirtækjum. Núverandi stjórnendur Eimskips hafa þar á ofan mjög sterka stöðu innan fyrirtækisins, ekki að- eins í krafti stöðu sinnar sem stjórnendur heldur ekki síð- ur sem allstórir hluthafar í „óskabarni þjóðarinnar“. Hinir níu stjórnarmenn munu fara með a.m.k. 30% af at- kvæðamagni á komandi aðalfundi. Hluthafar í Eimskip eru hins vegar tæplega 13 þúsund að tölu. EFTIR PÁL HANNESSON Velta Eimskipafélagsins var á síð- asta ári 4.533 m.kr. og eigið fé er metið 1.857 milljónir króna. Til samanburðar má nefna að eigið fé Flugleiða í árslok var 1.184 milljónir, jafnvel þó það fyrirtæki velti tals- vert meiri fjármunum en Eimskip. Hagnaður Eimskips metinn sem hlutfall af eiginfé er um 20% og hlýt- ur að teljast góð útkoma. „Við telj- um að þessi niðurstaða sé viðun- andi," sagði Hörbur Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins, í samtali við HP. Lagði hann áherslu á að hag- ur félagsins væri spegilmynd þess sem gerðist í þjóðarbúinu og að flutningar til landsins og frá sveifl- uðust í takt við stöðu þjóðarbúsins á hverjum tíma. Af síðustu tíu árum hefði verið tap í sex ár, en hagnaður í fjögur. Þegar Eimskipafélag fslands var stofnað 1914 var það kallað óska- barn þjóðarinnar og átti að verða einn af hornsteinum sjálfstæðis hennar. Landsmenn voru hvattir til þess að gerast hluthafar og tóku margir vel í það kall. f dag ber félag- ið enn merki þessa áhuga þjóðar- innar á því og eru hluthafar tæplega þrettán þúsund talsins. Hins vegar eru þeir færri sem eru á einhvern hátt virkir sem hluthafar og hefur reyndin verið sú á undanförnum ár- um að eigendur og fulltrúar um 50% hlutafjár hafa mætt á aðalfundi félagsins. Það er aðalfundur sem kýs stjórnendur og endurspeglar sú kosning auðvitað hverjir hafa tögl og hagldir í félaginu á hverjum tíma. Talað er um „Eimskipafélagsklík- uná' sem sérstaka valda- og fjár- magnseiningu í íslensku þjóðfélagi og vilja margir meina að í dag sé hún sú valdamesta í íslensku fjár- málalífi. Áhrif þessara manna ná langt út fyrir Eimskipafélagið, en ýmsir vilja meina að Eimskip sé í dag „hornsteinninn" í íslenskum kapítalisma. STJÓRNARMEN N RÁÐA 30% ATKVÆÐA í dag sitja í stjórn Eimskipafélags- ins þeir HatldórH. Jónsson stjórnar- formaður, Pétur Sigurdsson, fyrrum forstjóri Landhelgisgæslunnar, Jón Ingvarsson og Jón H. Bergs. Auk þeirra eru í stjórn og koma nú til endurkjörs Indridi Ftílsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Benedikt Sveins- son, ThorR. Thors og Gunriar Ragn- ars. Forstjóri er Hörbur Sigurgests- son. Persónulega eiga þessir stjórn- armenn a.m.k. 18,5 milljónir króna í hlutabréfum, auk þess sem telja verður líklegt að þeir fari með um- boð fyrir aðra hluthafa sem þeir tengjast. Þannig keypti tryggingafé- lagið Sjóvá hlut ríkisins á sínum tíma og á um 22 milljónir í hluta- bréfum Eimskips, Benedikt Sveins- son, stjórnarmaður í Eimskip, er for- maður stjórnar Sjóvár. Sameinaðir verktakar eiga 5 milljónir í hlutafé og má telja líklegt að Halldór H. Jónsson fari með þau atkvæði á að- alfundinum, þar sem hann er stjórn- arformaður Sameinaðra verktaka. Séu ekki önnur tengsl rakin stýra stjórnarmeðlimir því hlutabréfum að virði rúmlega 46 milljóna. Sé gert ráð fyrir að eigendur um 56% af heildarhlutafé Eimskip mæti, sem talið er að fari mjög nærri lagi, hefur stjórnin um 30% atkvæðamagns á aðalfundi í sínum höndum. Það er því óhætt að segja að miðað við fjölda hluthafa hafi töluverð eigna- og valdasamþjöppun átt sér stað innan félagsins. ÍTÖK STJÓRNARMANNA f ÖÐRUM FYRIRTÆKJUM Flestir eiga stjórnarmenn Eim- skips stjórnunarleg ítök í öðrum fyr- irtækjum. Halldór H. Jónsson á sæti í stjórn fjölda fyrirtækja, t.d. Flug- leiba, Sameinabra verktaka, Is- lenskra abalverktaka, íslenska ál- félagsins, Garbars Gíslasonar og Skeljungs. Indribi Ftílsson er for- stjóri Skeljungs og nýr fulltrúi Eim- skips í stjórn Flugleiba. Jón Ingvars- son er einn svokallaðra Isbjarnar- brœbra og situr í stjórn Sölumib- stöbvar hrabfrystihúsanna, Arteks og Tryggingamibstöbvarinnar. Jón H. Bergs er forstjóri Sláturfélags Suburlands. Hjalti Geir Kristjánsson situr í stjórn SPRON, K. Siggeirssonar og hjá Almennum tryggingum. Áhrif og tengsl stjórnarmanna í Eimskip í fyrirtækjum og samtökum vinnuveitenda eru þó engan veginn fulltalin hér, en þetta verður þó látið duga svo nokkur hugmynd um þessi ítök fáist. EIGNARHLUTUR EIMSKIPS í ÖÐRUM FYRIRTÆKJUM Eimskip hefur á undanförnum ár- um fjárfest með hlutafjárkaupum í mörgum fyrirtækjum og nemur eignarhlutur félagsins samtals um 225 milljónum króna og er þá um að ræða bókfært verð en ekki nafn- verð. Á síðasta ári námu fjárfesting- ar Eimskips 337 milijónum króna, þar af 61 milljón sem fór til kaupa hlutabréfa. Eignarhlutdeild Eim- skips í öðrum fyrirtækjum er sem hér segir í árslok 1987: Það átti 23,6% hlutabréfa í Flugleiðum, þá samtals að virði 87,6 milljónir króna. Síðan hefur félagið keypt að auki um 4% hlutabréfa og á því um 27% hlutabréfa í Flugleiðum. Það á 5,9% hlut í Iðnaðarbanka að virði 31,8 m.kr. 5,8% í Verslunarbanka að virði 16,9 m.kr og á 10,4% hlutafjár í Fjárfestingafélaginu. Það á 20% í Ferðaskrifstofunni Úrvali, 22% í DNG og 16,4% í Árlaxi. Hlutur þess í Pólstækni er 35,6%, 33,3% í Tækni- þróun og 1,4% í Þróunarfélagi ís- lands. Það á 2,6% hlutafjár í Skelj- ungi, 2,4% í Slippstöðinni og 22,2% í Tollvörugeymslunni, þar sem Hörður Sigurgestsson situr í stjórn. Félagið á hlut í nokkrum smærri fyr- irtækjum til viðbótar og í einum þremur fyrirtækjum erlendis. Eimskipafélagið er með 17 skip í föstum rekstri og á sjálft 9 þeirra. Sem fyrr segir hyggst félagið kaupa tvö ný skip og eru þau væntanleg til félagsins í haust. HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.