Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 31
EDDIE SKOLLER í STUTTU VIÐTALI VIÐ HP EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Eins og flestum mun kunnugt kemur hingað til lands um helgina danski listamaðurinn og skemmtikrafturinn Eddie Skoller. Skoller, sem nú nálgast hálf- fimmtugt, er líklegast þekktasti skemmtikraftur sinnar tegundar á Norðurlöndum sem stendur og hefur verið í eldlínunni í tvo ára- tugi. Hann er óborganlega fyndinn en um leið býr að baki alvarlegur tónn sem skilur milli listamannsins og skemmtarans. Það var á ofanverðum sjöunda áratugnum sem Eddie vakti fyrst athygli og eftir að hann hafði komið fram í Tivolí á lítilli krá byrjaði snjóboltinn, sem síðan hefur stöðugt stækkað, að velta. I stuttu viðtali við HP sagði Eddie að þetta hefði allt gengið miklu hraðar en hann bjóst við í upphafi. Upp úr 1970 sendi hann frá sér tvær plötur sem nutu almennrar hylli og um leið kom hann fram í fjöldanum öllum af revíum og söngleikjum. M.a. má þar nefna að hann söng aðalhlutverkið í Hárinu 1971 og árið eftir fór hann með stórt hlutverk í Jesus Christ Superstar, hvort tveggja sett upp í Kaupmannahöfn. Um miðjan áratuginn byrjaði hann með skemmtanir sem hann kallaði En aften med Eddie Skoller og þær tókust gríðarlega vel, svo vel að sjónvarpið sýndi honum mikinn áhuga, tók upp skemmtunina og fékk hann síðar til að vera með þætti í sjónvarpinu sem hétu Rundt om Eddie Skoller. Talið er að um 2,8 milljónir Dana hafi setið límdar fyrir framan skerminn þegar Skoller tróð upp, og það var og er áhorfendamet. í þennan þátt sinn fékk Eddie ýmsa góða gesti, bæði frá hinum Norðurlöndunum og sömuleiðis hinum enskumælandi heimi, og má þar m.a. nefna Cliff sjálfan Richard. Síðan þá hefur Eddie verið á stöðugri uppleið og náð viðurkenningu langt út fyrir Danmörku, enda hefur hann farið víða, bæði til Asíu og Sovétríkjanna auk þess sem hann hefur skemmt í Banda- ríkjunum. Reyndar var honum boðið að dvelja áfram í Bandaríkjunum og þarlendir vildu gera úr honum heims- stjörnu en Eddie hafnaði því til- boði þar sem það þýddi fjarvistir frá fjölskyldu og endalausar skemmtanir meðan beðið var eftir því að hann slægi í gegn. Eddie sagði reyndar að kannski hefði hann reynt fyrir sér hefði hann verið 25 éra. Og þeirri spumingu hvort allt hefði ekki gengið ótrúlega vel í gegnum tíðina svaraði Eddie: • „Jú, það hefur gert það, ég ætla svo sannarlega ekki að kvarta. Mér finnst ég njóta mikilla forréttinda að fá að vinna við það sem mig langar, lifi góðu lífi og sakna einskis. Ég hef verið mjög heppinn." En hvernig líf skyldi þetta vera, „one man show" og svo upp á hótelherbergið og bíða eftir flugi eða næstu skemmtun, alltaf til reiðu og alltaf klár og hress? „Það getur oft veríð einmanalegt að hafa náð sam- bandi við áhorfendur og svo er allt í einu allt búið og enginn til að tala við. Það má líta á þetta sem einskonar „antíklímax". Manni finnst maður hafa átt eitthvað sameiginlega með fólkinu í salnum en svo situr maður eftir og starir á sjálfan sig i spegli í búningsherbergi. Ef maður væri í hljómsveit eða með fleirum væri hægt að ræða um sýninguna og það sem miður fór, gera grín að náunganum o.s.frv. En oftast hitti ég fólk sem ég get spjallað við, þannig að ég ætla ekki að sitja hér og kvarta yfir því að vera skilinn útundan. Hins vegar verð ég að viðurkenna að oft gæti ég hugsað mér að hafa einhvern stuðning, ekki síst til að gagnrýna sýninguna og þess háttar." Eddie er fæddur í Banda- ríkjunum, fluttist til Danmerkur þegar hann var sex ára, en hann er sænsk/rússnesk blanda að upplagi, faðirinn rússneskur gyðingur en móðirín sænsk. Eddie var ekki gamall þegar hann ákvað að það sem hann helst vildi gera væri að leika eða verða skemmtikraftur, en móðir hans var því mótfallin og vildi setja drenginn til mennta. Eddie segir sjálfur frá því að þegar hann var smástrákur hafi hann eitt sinn verið spurður að því hver hann helst vildi verða og hann hafi svarað: Victor Borge (heimsfrægur danskur skemmti- kraftur á árum áður). Þetta er skemmtilegt þegar litið er til þess að þessi æsku- hetja Eddies er sá skemmti- kraftur danskur sem honum er oftast líkt við og þeir hafa reyndar unnið nokkuð saman. Eddie sótti um inntöku í arkitektaskóla en var hafnað og hóf þá nám í viðskiptafræðum en kynntist skömmu síðar til- vonandi eiginkonu sinni, gerði henni barn og varð þá að hætta náminu. Nokkuð sem hann reyndar sér ekki eftir. Hann fékk vinnu en leiddist hún og hugsaði með sér: Ef fjallið kemur ekki til Múhameðs verður Múhameð að koma til fjallsins. I þeim anda blundaði draumurínn um skemmtikraftinn innra með honum. Þetta var 1969 og um voríð fékk hann leyfi hjá eiganda Vise-Verse huset í Tivolí til að koma og leyfa honum að heyra það sem hann hafði fram að færa. Eddie fékk vinnu hjá þessum manni og kom fram nokkur kvöld undir lok sumars á þessum stað. Áhorfendur hrifust og sex mánuðum síðar kom hann í fyrsta skipti fram i sjónvarpi og frá og með 1. sept. 1969 hefur hann haft atvinnu eingöngu af eigin Hann var ráðinn að hita upp fyrir Juliette Greco, franska heimsstjörnu, og segist aldrei gleyma því sem hún sagði við hann: Það er engin ástæða til að óska þér góðs gengis. Þú hefur þetta allt. Og nú er Skoller að koma til íslands. Hann er búinn að standa á sviðinu í mörgum löndum og við ýmis tækifæri í um tuttugu ár. Með u.þ.b. tveggja ára millibili fer hann í hljómleikaferðir. Og aðspurður um hvað drifi hann áfram segir hann: „Ég hef þörf fyrir að standa andspænis áhorfendum. Og ég veit að ef ég fer ekki á sviðið og mæti áskoruninni sem í því felst, þá á ég á hættu að staðna. En þetta verður stöðugt erfiðara. Mér finnst mjög gaman að koma fram og sömuleiðis finnst mér gaman að koma fólki til að hlæja, láta fólk upplifa eitthvað, hvort sem það er alvarlegt eða broslegt. Ég reyni að setja fram eitthvað úr hversdagslífinu en sýna það í öðru Ijósi og mér þykir það gott ef ég get bent á eitthvað sem að öðrum kosti færi fram hjá fólki." Eddie hefur nokkrum sinnum 1 látið hafa eftir sér að hann sé sjálfur hundleiðinlegur, utan sviðsins, og hann svarar spurningu um það hvort hann sé klofin persóna svona: „Ég get vel trúað því, já. Ef sálfræðingur sæi mig skemmta myndi hann án efa segja að ég fengi útrás fyrir ákveðna hluti á sviðinu sem ég væri of prúður til að láta koma fram þegar ég er ekki á sviðinu. Ég hef t.d. gert sérstaka persónu sem heitir Hugo og hann er svona persóna sem telur alla aðra vera heimskingja og sjálfan sig séní. í gervi svona fígúru getur maður stuðað fólk verulega. Þannig getur maður fengið útrás sem kannski væri ekki möguleg á annan hátt." HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.