Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 38
ÍÞRÖTTIR Handknattleiksvertíöinni aö Ijúka HVERJIR VERÐA MEISTARAR? — Vinnur sirkuslid FH eöa heföbundnara Hlíöarendaliö? — Vinnur Héöinn á 6-0-vörninni eöa skipta hornamenn Vals sköpum? Um miðja næstu viku lýkur spennandi Isl&ndsmóti í handknatt- leik með viðureign Vals og FH í íþróttahúsi Vals við Hlíðarenda. Þegar þetta er skrifað eiga bæði lið- in eftir að leika einn leik auk þessa innbyrðis leiks sem að öllum líkind- um verður hreinn úrslitaleikur mótsins. Valsmenn spila við Stjörn- una og FH við Víking á miðviku- dagskvöldið (í gær). Urslit þessara leikja geta skipt sköpum fyrir úrslit- in í mótinu en að fenginni reynslu á þessu Islandsmóti má búast við að bæði Valur og FH beri sigur úr být- um í þessum viðureignum. Þannig verður viðureign liðanna í næstu viku trúlegast úrslitaleikur og beðið er eftir henni með mikill eftirvænt- ingu. Fyrri leik liðanna, sem var með afbrigðum skemmtilegur, lauk með jafntefli fyrir troðfullu húsi í Hafnar- firði, en þar sluppu Valsmenn með skrekkinn þrátt fyrir að hafa byrjað leikinn mun betur. Hvað verður upp á teningnum í Valsheimilinu er ekki gott að segja, en víst er að spennan verður veruieg. SKEMMTILEGT ÍSLANDSMÓT Áður en að ég sný mér að því að gera smáúttekt á liðum FH og Vals er rétt að líta yfir það íslandsmót sem nú er að Ijúka. Það verður ekki skafið af því að þetta mót er búið að vera með allra skemmtilegustu mót- um í handknattleik um langan tíma. Margt kemur þar til. T.d. má nefna að þrír af okkar skæðustu hand- knattleiksmönnum sneru heim frá atvinnumennsku erlendis (Atli, Sig- urður Gunn og Einar Þorvarðar) og margir mjög efnilegir handknatt- leiksmenn komu fram á sjónarsviðið svo um munar á þessum vetri (t.d. Héðinn, Hrafn, Konráð, Einar o.fl., o.fl.). Mótið var þar að auki spilað mjög þétt í tveimur ,,hollum“, sem virkilega hjálpaði því frá smástopp- unum veturinn áður. Þá er það sem auðvitað mestu máli skiptir, að handknattleikurinn í vetur hefur verið vel spilaður og dómgæsla í ágætu lagi þrátt fyrir misjafnar undirtektir sumra. Áð lokum má ekki gleyma þeim þætti sem veru- lega hjálpar upp á skemmtilegan handknattleik og mót, en það er þáttur áhorfenda. Þeir létu sig ekki vanta og þá sérstaklega ekki á fyrri hluta mótsins, en troðfullt hús hefur verið á mörgum leikjum og áhang- endur verið iðnir við að láta í sér heyra og hvetja sína menn. Einn þáttur sem einnig hefur hjálpað handknattleiknum er gífurleg um- fjöllun í fjölmiðlum, hvort sem það er sjónvarp, útvarp eða blöð. Vel- gengni landsliðsins á þarna hlut að máli svo og frekar lítill áhugi á öðr- um inniíþróttum, svo sem blaki og körfuknattleik. Handboltinn er númer 1,2, og 3 á íslandi yfir vetrar- tímann og víst er að á næsta ári má búast við ekki síðra móti vegna heimkomu nokkurra af okkar allra sterkustu handknattleiksmönnum og vegna þess að landsliðið verður sennilega ekki eins á milli varana á fólki nema um stórkostlega frammi- stöðu á ÓL í Seoul verði að ræða. BESTU LIÐIN Þrátt fyrir afar skemmtilegt mót fer ekki á milli mála að Valur og FH hafa verið með bestu liðin í vetur. Þau hafa skipst á að hafa forystu í mótinu og ekkert lið hefur getað ógnað þeim að neinu ráði. En hvers vegna? Fyrir mótið var talið líklegt að lið eins og Víkingur, Stjarnan og Blikar ásamt Fram myndu veita þessum liðum harða keppni, en raunin varð önnur. Á meðan önnur iið hafa reytt stig hvert af öðru hafa Valur og FH farið í gegnum mótið nánast án taps og ekkert hefur get- að staðið í vegi fyrir Vals-vörninni og FH-sókninni, en það er að minnsta kosti almenna skýringin. Til að bera þessi lið saman er sennilega best að fara nokkuð kerf- isbundið yfir leikmenn liðanna, þ.e. byrjunarliðin, og líta síðan á aðra þætti sem koma þessum saman- burði við. Það er síðan ykkar, les- endur góðir, að bæta við þær skýr- ingar sem ég dreg fram og reyna þannig að móta ykkur skoðun fyrir leikinn mikilvæga næstkomandi miðvikudag. Við byrjum að sjálfsögðu á mark- vörðunum, enda var ég sjálfur markvörður á mínum yngri árum og fæ enn mikið „kikk" út úr því að sjá boltann smella í markverði. Mín- ir nánustu vinir eiga reyndar erfitt með að trúa því að ég hafi verið markvörður og benda í því sam- bandi á vaxtarlag mitt sem er með því „penna" sem gerist í mark- varða,,bisnessnum“. En markvörð- ur var ég og þokkalegur þó ég segi sjálfur frá. Það er sennilega ekki deilt mikið um það að Valsmenn hafa á að skipa betri markverði, þar sem er Einar Þorvarðarson, en önn- ur lið á landinu. Hann er jafnvel tal- inn vera með bestu markvörðum í heimi í dag. Bergsveinn, markvörð- ur FH, er virkilega góður leikmaður en hann á enn nokkuð í land með að ná þeim „klassa" sem Einar hefur. Hér er staðan nokkuð örugglega 1—0 fyrir Val. Um línumennina verður heldur ekki mikið deilt. Þorgils Óttar hefur vinninginn gegn Geir Sveinssyni og þá fyrst og fremst fyrir sóknarleik sinn og útsjónarsemi gegn varnar- hæfileikum Geirs. Þorgils er okkar fremsti iínumaður í dag, með af- burðatækni í sókninni, gífurlegan styrkleika í hraðaupphiaupum og ágætan varnarleik. Geir er fyrst og fremst varnarleikmaður, en hefur vaxið verulega í vetur í sóknarleik sínum. Hann er einn okkar fremsti varnarleikmaður, en það dugar ekki og FH hefur jafnað 1—1. Þá eru það hornamennirnir og þar hafa Valsmenn töluvert fram yf- ir FH-inga. Valdimar og Jakob eru báðir landsiiðsmenn og mjög góð- ir í sínum stöðum. Þeir búa þar að auki yfir mjög miklum hraða sem nýtist Valsliðinu verulega vel í hraðaupphlaupum, sérstaklega er Valdimar skæður er hann nær sér á strik. Hornamenn FH, þeir Gunnar Beinteinsson og Pétur Petersen, eru mjög ungir að árum og eiga vissu- lega framtíðina fyrir sér en eiga nokkuð í land með að ná Valda og Kobba. Það sem háir Vals-burunum helst er varnarleikurinn, sem er gloppóttur en samt betri en hjá FH- burunum. Staðan er skyndilega 3—1 fyrir Val og það mætti segja mér að þessir leikmenn skiptu sköp- um í viðureign liðanna — sjáum til. FH-ingar klóra verulega í bakk- ann þegar leikstjórnendur liðanna eru bornir saman. Guðjón Árnason og reyndar Óskar Ármannsson líka hafa að mínu mati — og við skulum ekki gleyma því að þetta er mitt mat — nokkuð framyfir Jón Kristjáns- son. Fyrir það fyrsta er Jón að spila í stöðu sem er honum kannski ekki eiginleg eins og hún er Guðjóni og Óskari. Jón er sennilega sterkari varnarmaður er Guðjón og Óskar, en í sókninni eru fáir sóknarstjórar sem geta spilað eins vel og kumpán- arnir hjá FH. Þeir eru sérstaklega lunknir skotmenn og óhræddir við að reyna að brjótast í gegn við hin ýmsu tækifæri. Þeir hafa þó þann galla að fá svokallaða skotræpu við og við og það getur komið sér illa fyrir liðið ef hún gengur illa. Þrátt fyrir þetta er Valur enn yfir, nú 3—2. Þá er komið að skyttunum tveim- ur. Annars vegar Héðni gegn Júlíusi og hins vegar Óskari gegn Einari (eða Þórði). í slag þeirra Héðins og Júlíusar verð ég að segja að þeir skilja sennilega jafnir. Héðinn hefur sýnt stórkostlegan leik við og við í vetur en dottið niður þess á milli. Hann er á góðum degi mun öflugri sóknarmaður en Júlli, en vörnin er á Júlla hlið. Það sem sennilega gerir þó gæfumuninn, ef einblínt er á við- ureign þessara liða í næstu viku, er að Héðinn fær mjög gott tækifæri gegn 6—0-vörn Valsmanna sem hann gæti nýtt sér vel eins og hann gerði í fyrri íeiknum. Júlíus verður í meiri vandræðum í sókninni vegna „indíánavarnar" FH, en hann bætir það upp með góðum varnarleik. Ég slæ þó á jafntefli milli þessara manna en gef Héðni + þar sem sóknin á eftir að reynast honum vel. Á hinum vængnum eru veikustu hlekkir beggja liða og þar er um nokkuð öruggt jafntefli að ræða. Óskar Helgason byrjaði vel i haust en hann hefur dalað og þeir Einar og Þórður eiga nokkuð í land með að teljast hörkuskyttur. Staðan eftir þessa upptalningu er því: Valur 4 en FH 3+. Jafnara getur það varla ver- ið. Skoðum nú aðra þætti sem geta skipt sköpum í viðureign þessara liða. Til að byrja með hefur það sýnt sig að FH-ingar hafa eitthvert mesta úthald af öllum liðum í deildinni. Liðið hefur æft gríðarlega vel undir strangri stjórn Viggós Sigurðssonar og komið mörgum liðum í opna skjöldu með því að stinga hreinlega af í seinni hluta leikja. Valsliðið er jafnara lið með mikið úthald en ekki eins mikinn sprengikraft og FH. Þarna kemur jafnframt til baráttu- gleði leikmanna eins óg Þorgils Ótt- ars, fyrirliða FH, sem dregur sína menn eins langt og hægt er. Nú, FH- liðið hefur yfir að ráða vopni sem það getur gripið til á árangurs- ríkan hátt en það eru aukaköstin sem vippað er til Héðins. Þau hafa gefið liðinu mörg mörkin. Valsmenn hafa líka sitthvað í pokahorninu en yfir höfuð er liðið hefðbundnara en FH-liðið og ekki eins mikill sirkus í gangi hjá þeim. Valsmenn stilla gjarnan vandlega upp en eru siðan þolinmóðir og leita að færum á meðan FH-liðið er, eins og ég sagði áðan, sprengikraftslið. Hvort slíkt dugar þeim gegn Valsvélinni er ekki gott að segja, en víst er að allir handknattleiksáhugamenn munu fylgjast með viðureign þessara liða af miklum áhuga á miðvikudaginn kemur og spá mín er sú að heima- völlurinn verði stærsta vopnið er upp er staðið og Valsmenn vinni tveggja marka sigur og hreppi þar með meistaratitilinn eftirsótta. 38 HELGARPÓSTURINN IEFTIR ÞÓRMUND BERGSSON

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.