Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 23
GUNNAR ORMSLEV tenór- saxófón- kóngur Islands Gunnar Ormslev hefði orðid sextugur síðasta þriðju- dag, en hann lést þann 20. apríl 1981. Með honum féll í valinn fremsti djassleikari er íslandssagan greinir frá. Hann flutti hingað átján ára frá kóngsins Kaupmanna- höfn og bar með sér ferska strauma. „Gunni var alveg ótrúlegur,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, einn af hafnfirsku strákunum sem spiluðu með hinum unga Ormslev. „Hann kunni In the Mood með Glenn Miller, sólóana og allt! Hafði Basie á hreinu og kunni hljómana í fjölda standarda. Hann kenndi okkur mikið.“ EFTIR VERNHARÐ LINNET Gunnar átti danskan föður en ís- lenska móður og hér fór hann að læra tannsmíðar hjá frænda sínum Jóni Hafstein. í Danmörku hafði hann blásið í altósaxófón og hér fór hann í tíma hjá Poul Klementsen. Poul sagði eftir fyrsta tímann: ,,Þú getur aldrei lært þetta." Fimmtán ár- um síðar hittust þeir aftur. ,,Þá var ég búinn að læra þetta," sagði Gunni. í fyrstu átti Gunnar í erfiðleikum með að fá vinnu þar sem hann var ekki í FÍH og í kosningum Jazz- blaðsins 1948 var hann strikaður út þó hann fengi langflest atkvæði sem tenórsaxófónleikari af því hann hafði ekki íslenskan ríkisborgara- rétt. Arið eftir hafði öllu verið kippt í iag og Gunnar krýndur tenórsaxó- fónkóngur íslands og það var hann meðan aldur entist. Gunnar hætti að blása í altósaxó- fón er hann réðst til KK-sextettsins, enda var það hljóðfæri Kristjáns Kristjánssonar. Lengst af lék Gunn- ar þó með hljómsveit Björns R. Einarssonar og með honum hljóð- ritaði hann margt. Nýlega afhenti Björn R. Ríkisútvarpinu lakkplötur með leik hljómsveitar sinnar á Ormslev-árunum og þar eru margar perlurnar. Vonandi verður hægt að hreinsa þessar upptökur og gefa þær bestu út á hljómplötu — gæðadjass er nefnilega ekkert nýtt fyrirbrigði á íslandi. Það er gaman að renna gegnum blaðagagnrýni frá þeim árum er Gunnar lék með KK og Bjössa R. í Jazzblaðinu skrifar Svavar Gests um músíkkabarett í Gamla bíói 26. október 1984: „Gunnar Ormslev tenórsaxófónleikari var annar saxófón-sólistinn. Tónn hans er ekki beint fallegur, en maður afsakar það jafnvel, er maður heyrir hina hug- myndaauðugu og vel uppbyggðu sólóa hans. Þó átti hann erfitt með að yfirgnæfa hina saxófónana, þeg- ar þeir léku undir sólóum hans. Þar vantaði kröftugri og fyllri tón.“ 1951 skrifar Svavar Gests-í Jazz- blaðið: „Gunnar er líklega sá hljóð- færaleikarinn, sem mestum og best- um framförum hefur tekið hér á landi undanfarin ár. Frá því að mað- ur heyrði í litla altó-saxófónleikar- anum með góðar hugmyndir og slæma tóninn fyrir rúmum fjórum árum hefur Gunnar breytzt í af- burða tenór-saxófónsólóista með ennþá fjölbreyttari hugmyndir og miklu betri tón. Fyrir utan að á þess- um tíma hefur honum tekizt að yfir- stíga hindrun flestra þeirra, sem orðið hafa að Iæra á hljóðfæri hjá sjálfum sér: Hann les nótur við- stöðulaust." Gunnar Ormslev skrifaði nokkuð í Jazzblaðið, bæði um djass á Norð- urlöndum og tenórsaxófónleikara. Það fer ekki milli mála þegar hlust- að er á elstu upptökur sem til eru með Gunnari að Charlie Ventura og Flip Phillips auk Dons Byas hafa haft mikil áhrif á hann. í grein um tenórsaxófónleikara í Jazzblaðinu 1949 segir hann m.a. um Ventura: „Margir hafa heyrt leik hans á fjölda V-disc-pIatna, sem hingað bárust í stríðinu, en þar getur að heyra hina ótrúlegustu tækni og dásamlegan tón, sem svo margir blásarar eiga erfitt með að sameina. Platan „Dark Eyes" með Gene Krupa er skínandi dæmi um snilli Charlies." Og Krupa-trióið varð fyrirmynd að GAG-tríóinu, þar sem Gunnar leik með Árna Elfar píanóleikara og Guðmundi R. Einarssyni trommara og hefur a.m.k. ein upptaka varð- veist með tríóinu: Hallelujah sem finna má á skífunni Gunnar Orm- slev: Jazz í 30 ár (Jazzvakning). Um Don Byas segir Gunnar: „Hann var mun snjallari tenóristi en Lester (Young), hafði alveg einstak- lega mýkt í tóninum og tókst afar vel upp í hægum lögum, svo sem „Gloomy Sunday" og öðrum slíkum. Tækni hans var einnig mun skemmtilegri en hjá fyrirrennara hans, og var hann síðar meir einn af fyrstu be-bop-leikurunum.“ Það er dálítið merkilegt að Gunn- ar skyldi ekki meta Lester Young meira á þessum árum, en trúlega hefur lítið verið fáanlegt af Lester- skífum á íslandi. Helstu nemendur Lesters Young, Stan Getz og Zoot Sims, urðu síðar fyrirmyndir Gunn- ars og um hljóðritun hans frá 1952: Frá Vermalandi (í Getz-stíl), segir Gunnar Reynir Sveinsson: „Eitt númer á hljómplötu breytti samt hljómblæ íslandsjazzins svo að ekk- ert var eins og áður, en það var ein- mitt „Vermalandið" leikið spá- mannlega af Gunnari Ormslev..." „Ég hætti með Bjössa árið 1951 og svo skeði ekkert fyrr en ég fór til Svíþjóðar til að leika með hljóm- sveit Simons Brehms." Þetta sagði Gunnar í viðtali við Jazzmál 1967. Og það var engin smáfrétt að einn helsti hljómsveitarstjóri Norður- landa hefði ráðið íslending til sín. Meira að segja sænsku blöðin birtu fyrirsagnir eins og: lslánning till Simon — Islándsk sax hit! — Islándsk tenor fin behállning. í einu blaðanna stóð: „ísland og djass virð- ast eiga fátt sameiginlegt, en þegar maður heyrir í íslenska tenórsaxó- fónleikaranum Ormslev verður annað upp á teningnum." „Hug- myndaríkur leikur íslendingsins Ormslev var hápunktur ópussins." Svo kom Gunnar heim og byrjaði með eigin hljómsveit sem hélt til Moskvu 1957. Þar var Heimsmót æskunnar og sveitin vann gullverð laun fyrir djassleik. „Þetta voru dýrðlegir dagar, við lékum á kon- sertum, í sjónvarpi og í kvikmynd. Það var alls staðar troðfullt þar sem við komum fram og eitt sinn lékum við fyrir 65 þúsund manns. Það var í Gorkí-garðinum. Þar lékum við á stærsta leiksviði er ég hef augum litið.“ Þannig lýsti Gunnar Moskvu- ævintýrinu í Jazzmálum. Með hon- um var Viðar Alfreðsson á trompet, Árni Elfar á píanó, Sigurbjörn Ing- þórsson á bassa, Guðjón Ingi á trommur og Haukur Morthens söng. Og enn segir Gunnar: „Eftir heimkomuna frá Rússlandi lék ég með sömu hljómsveit í Tjarnar-café í eitt og hálft ár. Þá hljómsveit fór ég með til Svíþjóðar. Þar lékum við alls staðar frá norðri til suðurs. Við gát- um fengið nóga vinnu, en strákarnir vildu fara heim um haustið, það var gert þó mér þætti það helvíti hart. Eftir heimkomuna leystist hljóm- sveitin upp og ég fór til KK í Þórs- café. Það var hasafínt band." Og á KK-skífunni Gullárunum (Steinar) má heyra Gunnar blása með þeim sextett, There Will Never Be Another You. Seinna á ferlinum dvaldi Gunnar erlendis. Lék í Kaupmannahöfn og á Gotlandi, en það var ekki hinn sami eldhugi og ætlaði að leggja djass- heiminn að fótum sér á árum áður. „Það væri gaman að láta eitthvað gott eftir sig liggja," sagði Gunnar við mig þegar rætt var um að hljóð- rita ballöður með honum og bassa- leikaranum Bob Magnússyni. Auð- vitað liggur margt gott eftir Gunnar Ormslev og sumt af því það besta sem til er með íslenskum djassleik- ara. En hæfileikar hans fóru að mörgu leyti forgörðum. Það er gömul og ný saga að Islendingurinn á erfitt uppdráttar. Lega landsins og mannfæð eiga stóran þátt í því. En fleira kemur til. Hver er sinnar gæfu smiður og alltaf þarf að velja og hafna í lífinu. Það var þyngra en tár- um taki að Gunnar skyidi deyja í blóma lífsins og nú þegar íslenskur djass stendur með mestum blóma síðan Björn R. Einarsson og KK leiddu djasssveitir sínar dansglaðar væri stórkostlegt að hafa Gunnar Ormslev í hópnum. HELGARPÓSTURINN 23 Hór sést Gunnar ó sviðinu í Moskvu árið 1957 með kvintett sinum. „Dýrðlegir dagar í Moskvu," sagði Gunnar síðar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.