Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 33
uðum áhyggjulaust ævikvðld“, en tekst þó til á ýmsa vegu. Á Egils- stððum hefur þetta tekist nokkuð þokkalega. Þar borga aldraðir 4.000 kr. á mánuði fyrir allstórar og rúm- góðar íbúðir. í sósíalismaparadísinni á Neskaupstað er okkur sagt að tekist hafi miður til. Þar þurfi menn að borga kr. 800.000 fyrir að komast inn og síðan kr. 28.000 mánaðar- lega. Egilsstaðaíbúðirnar séu þó stærri, betur búnar og rúmbetri. Eft- ir þessu að dæma eru það bara stór- eignamenn sem eignast geta „áhyggjulaust ævikvöld" á Nes- kaupstað og ellilaunin hrökkva skammt til að fjármagna elliárin. Kannski þeir þurfi perestrojku þarna austur frá? aðalfundur Iðnaðarbanka ís- lands. Hefur heyrst að rætt hafi ver- ið um að gera breytingar á stjórn bankans, m.a. að Davíð Scheving Thorsteinsson léti af starfi banka- ráðsformanns, en við tæki Víglund- ur Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri BM Vallár. Frá slíkri breytingu mun hins vegar hafa verið horfið, enda munu samkvæmt heimildum HP sterkir aðilar hafa lagt að Davíð að gefa áfram kost á sér til starf- ans. . . V ið skýrðum frá því fyrir nokkrum vikum að til stæði að stofna hagfræðiskor innan við- skiptafræðideildar Háskóla ís- lands fyrir þá menn sem ekki hefðu áhuga á reikningshaldsfögum held- ur eingöngu á fræðilegri hagfræði. Sl. föstudag samþykkti deildarráð viðskiptadeildar þessa skor fyrir sitt leyti með því að leggja til breytingu á reglugerð háskólans. Málið fer nú til háskólaráðs og menntamála- ráðuneytis en það mun víst nánast vera formsatriði. Áætlað er að kennsla til 3 ára BA-náms hefjist næsta haust. Ennfremur eru þegar uppi hugmyndir um mastersnám í framhaldi af BA-náminu, en það kemur þá væntanlega í ljós á næstu þremur árum. . . Þ, jóðleikhúsið sýnir nú leikrit- ið Hugarburð eftir Sam Shepard í leikstjórn Gísla Alfreðssonar Þjóðleikhússtjóra. Eitthvað eru gagnrýnendur ósáttir við uppfærsl- una og gengur hver fram fyrir ann- ars skjöldu í sífellt harðari gagnrýni. Þeir virðast flestir sammála um ágæti verksins, en segja jafnframt að eitthvað hljóti að hafa farið úr- skeiðis við leikstjórn þess eða að einhver grundvallarmisskilningur sé á ferðinni varðandi túlkun. Það vakti því óskipta athygli þegar Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri á Stöð tvö tók að sér að synda á móti straumnum og gefa leikstjórn verks- ins tvær stjörnur og jafnvel þrjár eft- ir smálagfæringar. Þess má til gam- ans geta að Jón Óttar er tilvonandi tengdasonur Þjóðleikhús- stjóra. .. Litið mun vera til af bensíni og olíu í landinu um þessar mundir, eða einhverjir erfiðleikar í olíuverslun, þrátt fyrir að venjan sé sú að í land- inu séu til 90 daga birgðir af olíu. Hafa a.m.k. tvö olíufélaganna verið að flytja olíu á milli staða og sagt er að Stapafellið hafi verið að snapa saman olíu á landsbyggðinni og færa á milli staða síðustu dagana. .. MEÐFÆRILEGT AKERFI Höfum fyrirliggjandi límtrésbita og dregara fyrir loftaundirslátt ásamt loftstoðum. Límtrésbitar/lengd: 3m og 4.20 m kr. 450 pr. Im. Loftstoðir/lengdir: 1,9-3,4 m kr. 1.313. 2,3—3,8 m kr. 1.424. 2,5-4,4 m kr. 1.571. Getum útvegað með stuttum fyrirvara: Þrífætur • Drodhead • U-járn Pallar hf. Vesturvör 7 Kópavogi Símar 42322-641020 VANIAR ÞIG DÝNU? E-HEILSUDÝNA Mýkir, loftræsir og vermir rúmið. Staðlaðar stærðir og eftir máli. Verð frá kr. 2.509,- LATEXDÝNA í stöðluðum stærðum og eftir máli. Verðdæmi: Stærð 75 x 200 x 12 kr. 6.750,- SVAMPDÝNUH í mörgum gæðaflokkum og öllum stærðum. Staðlaðar stærðir til afgreiðslu samdægurs. Verðdæmi: Stærð 75 x 200 + 12. Kr. 4.200,- m/veri. SPRINGDÝNA í stöðluðum stærðum og eftir máli. Verð frá kr. 8.100- PÉTUR SNÆLAND HF SKEIFUNNI 8 S:685588 HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.