Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 15
KLIPPINGAR, PERMANENT, LITUN KREDITKORTAÞJÓNUSTA HARSNYRTISTOFAN Dóróthea Magnúsdóttir Torfi Geirmundsson Laugavegi 24 l|. hæð 101 Reykjavík, S17144 Þótt margir beri virðingu fyrir dugnaði bræðranna eru ekki allir sammála um ágæti þeirra. í þáttunum „Spitting Image" eru þeir kallaðir fégráðugir tæki- færissinnar. þegar orðinn hæstlaunaði auglýs- ingamaður Lundúnaborgar. Maurice lauk hins vegar glæsilegu prófi frá London School of Econom- ics og saman eru þeir kjarninn í ein- hverju best rekna auglýsingafyrir- tæki heims. Um svipað leyti og þeir bræður settu fyrirtæki sitt á stofn byrjaði Charles, ásamt Doris, bandarískri eiginkonu sinni, að safna listaverk- um. f dag eiga þau hjónin eitt stærsta samtímalistasafn veraldar í einkaeign, og svo voldugt er Saatchi-nafnið, að fái bræðurnir leið á ákveðnum listamanni hrapar verð á verkum þess manns umsvifalaust niður úr öllu valdi. Verðmæti munanna sem safnið á hljóðar upp á milljónir dollara, en aðeins nokkr- um hinna 800 merku muna er stillt upp í safninu í einu. Hinir eru ýmist í láni hjá söfnum víða um heim eða í geymslu í stórri vöruskemmu í austurhluta Lundúnaborgar. HUGMYNDIR FREMUR EN UPPLÝSINGAR Ólafur Stephensen segir það ein- kennandi fyrir auglýsingarnar frá Saatchi-stofunum, hversu mikil áhersla er lögð á að auglýsingarnar séu fremur byggðar upp á hug- myndum en upplýsingum og til- kynningum. Dæmigerð auglýsing frá þeim bræðrum er af „barnshaf- andi“ karlmanni og slagorðið var: „Værir þú varkárari ef það værir þú sem yrðir barnshafandi?" „Þetta er klassísk auglýsing og nokkuð langt síðan hún var gerð,“ segir Ólafur. Hann segir þá bræður nokkuð hafa verið við að hanna persónuímynd (image design) og einnig blandað sér mikið í pólitískt útbreiðslustarf og auglýsingagerð, jafnt í Bretlandi sem Frakklandi. Einhver sterkasta auglýsingaherferð þeirra í Bretlandi var fyrir íhaldsflokkinn árið 1979, sem þá var undir stjórn nýs leiðtoga, Sjónvarpsauglýsing um skothelt gler, sem unnin var af auglýsingastofu Saatchi-bræöranna, hlaut verðlaun fyrir fagleg vinnu- brögö og góða hugmynd. Margaret Thathcher. Sú auglýsinga- herferð þótti herská á mælikvarða Bretanna, en skilaði sér í atkvæða- seðlum, eftir því sem Newsweek fullyrðir: „Ég held það sé fullmikið sagt að fylgisaukningin hafi verið auglýsingunum að þakka," segir Ólafur Stephensen, „en auglýsing- arnar voru sláandi góðar og vöktu mikla athygli í þessari kosningabar- áttu.“ TÆKIFÆRISSINNAÐIR OG FÉGRÁÐUGIR? Þótt þeir Saatchi-bræður séu mikils virtir af starfsbræðrum sínum um víða veröld eru ekki allir jafn- hrifnir af þeim. í þáttunum „Spitting lmage“, sem m.a. hafa verið sýndir á Stöð 2, er bræðrunum nánast sýnd fyrirlitning og þeir kallaðir „tæki- færissinnaðir og gráðugir ræningj- ar". Þeir sem eru þeim hliðhollir segja aftur á móti að það séu hvorki tilviljanir né ágirnd sem stjórni vel- gengninni: „Þeir eru snöggir og skarpir. Þeir þurfa ekki að líta á aug- lýsingu nema einu sinni til að sjá hvort hún gengur. Hafi verið gerð mistök taka Saatchi-bræðurnir eftir þeim umsvifalaust." Saatchi & Saatchi vita líka að þótt þeir augiýsi sömu neysluvöruna víða um heim gagnar ekki að bjóða alls staðar upp á sömu auglýsinguna, og þá er það ekki síst kímnigáfan sem verður að hafa í huga. „Fólkið sem vinnur hjá okkur er vel þjálfað, vel gefið og fær vel borgað. Fólkið sem við vinnum fyrir er eins,“ segja þeir bræðurnir. Hingað til hafa þeir ekki brugðist viðskiptavinum sínum og þótt ein- hverjir spái því að þeir geti ekki endalaust uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til þeirra segja hinir sömu, að vildi breska kóngafjöl- skyldan breyta ímynd sinni út á við leitaði hún ekkert annað en til Saatchi-bræðranna. Anna Kristine Magnúsdóttir. (Byggt á Newsweek, Frankfurter Allgemeine Zeitung o.fl.) I I I HANDMENNTASKÓLI ÍSLANDS SÉmi 27644 box 1464 121 Reykjavík Handmenntaskóli íslands hefur kennt yfir 1250 íslending- um bæöi heima og erlendis á síðastliðnum sex árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameðferð og skrautskrift - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólafomi. Þú færð send verkfæri frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. Þeim, sem minni tíma hafa, bjóðum við uppá stutt hæfileikapróf á þessum sviðum. - Biddu um kynningu skólans með því að snda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeið- anna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess aö læra teiknun og skrautskrift á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú getur þetta líka. IÉG ÓSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT HMÍ MÉR AÐ KOSTNADARLAUSU NAFN I I I HEIMILISF. _ KÉRASIASE 'FRÁ L’ORÉAL PARÍS ÁTT ÞÚ í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ. LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU- MEISTARANUM. SPURÐU HANN UM KERASTASE. FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.