Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 39
FRjTTAPÖSTUR SKOÐAN AKÖNNUN Þau tímamót urðu nú um helgina í skoðanakönn- un DV um fylgi stjórnmálaflokkanna að Kvenna- listinn fékk mest fylgi allra flokka. 29,7% þeirra er afstöðu tóku kváðust styðja Kvennalistann. Þetta er í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins sem Sjálfstæð- isflokkurinn mælist ekki stærsti flokkur á land- inu, en hann hlaut 28,4% fylgi í könnuninni. Nið- urstöðurnar að öðru leyti urðu þær að Alþýðu- flokkur hlaut 9,3% fylgi þeirra sem afstöðu tóku, Framsóknarflokkur 17,6%, Alþýðubandalag 7,8%, Flokkur mannsins og Stefán Valgeirsson 0,8% hvor, Borgaraflokkur 4,7% og Þjóðarflokkur 1,6% fylgi. STEINGRÍMUR OG PLO Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra sagði á útvarpsstöðinni Eót á sunnudaginn að hann væri reiðubúinn til þess að hitta að máli hátt- setta menn innan PLO og að til greina kæmi að bjóða Yasser Arafat, leiðtoga samtakanna, til ís- lands. Viðræðurnar gætu orðið liður í því að draga úr tortryggni milli þjóða. Við þetta tækifæri sagði Elías Davíðsson, ritari félagsins Ísland-Palestína, að hann vissi til þess að háttsettir menn innan PLO hefðu áhuga á því að ræða við Steingrím. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra hefur lýst því yfir að slík- ar viðræður komi ekki til greina af hálfu ríkis- stjórnarinnar, íslendingar hafi víst við nóg vanda- mál að stríða, þó þeir fari ekki að blanda sér í deil- urnar fyrir botni Miðjarðarhafs. SAMNINGAMÁL Landssamband iðnverkafólks og Landssamband verslunarmanna undirrituðu nýjan kjarasamning við vinnuveitendur á mánudagsmorgun. í honum felst að lægstu laun munu hækka um 15,55% á samningstímabilinu en laun yfir 40.000 kr. á mán- uði hækka um 14,3%. Þau verkalýðsfélög innan Verkamannasambandsins sem enn eiga ósamið og fulltrúar Vinnuveitendasambandsins sitja þessa dagana á fundum á Akureyri. Samningum miðar hægt og enn er vart farið að ræða launaliði væntan- legra samninga. Menn eru hóflega bjartsýnir á að samningar náist fyrir páska. FRÉTTAPUNKTAR • Félagar í Kennarasambandi íslands hafa sam- þykkt að veita stjórn félagsins heimild til verkfalls- boðunar. Mikil þátttaka var í atkvæðagreiðslunni og rúm 60% þeirra, sem þátt tóku, greiddu heim- ildinni atkvæði. Ef verkfall verður boðað gæti það hafist 11. april. • Sverrir Stormsker sigraði í söngvakeppni Sjón- varpsins á mánudagskvöldið. Lag hans og ljóð, ,,Þú og þeir“, sigraði með yfirburðum, hlaut fullt hús stiga. Hvorki Skerið né söngvari lagsins, Stefán Hilmarsson, kváðu úrslitin hafa komið sér á óvart. Sverrir sagðist eftir keppnina vera öruggur um að ná minnst 10. sæti í úrslitakeppninni i Dyflinni. • Fyrsta islenska glasabarnið fæddist á fæðingar- deild Landspítalans sl. fimmtudag, en frjóvgunin fór fram í Englandi. Reyndist barnið vera 12 marka drengur. Bæði móður og barni heilsast vel. Fleiri islensk glasabörn munu vera á leiðinni. • Thor Vilhjálmsson, rithöfundur og bókmennta- verðlaunahafi Norðurlandaráðs, fer þann 25. mars í klaustur í Frakklandi. Thor dregur sig á þennan hátt út úr skarkala heimsins til þess að fá næði við ritstörf. Ekki er ákveðið hve lengi hann dvelur í klaustrinu. • Mælingar í Noregi hafa leitt í ljós þynningu óson- lags um 6—7% á síðustu 18 árum. Mælingar á ósonlagi yfir íslandi hafa verið gerðar frá því árið 1952, en lítið sem ekkert unnið úr þeim. Kenningar hafa verið settar fram um ,,gat“ í ósonlagið yfir norðurheimskautinu. • Sturlungasaga hefur verið gefin út í heild með nútímastafsetningu í fyrsta sinn. Sturlunga, sem rituð er á 13. öld, greinir frá valdabaráttu og ófriði á íslandi sem átti sinn þátt i hruni íslenska þjóð- veldisins. • Um helgina var hafin sala á ferðum islenskra verkalýðsfélaga til Kölnar í V-Þýskalandi með flug- félaginu Lion Air. Félögin höfðu um 2.000 miða til ráðstöfunar og á mánudagsmorguninn voru 500 enn óseldir. Einungis BSRB hafði selt alla sína miða og jafnvel fólk komið á biðlista hjá þeim. Hin félögin halda áfram að selja ferðir sinar út þessa viku en þá verður hugsanlegum afgangi ráðstafað til BSRB. • Arnór Benónýsson hefur verið ráðinn leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrar. Hann hefur verið leik- ari við Þjóðleikhúsið undanfarið en er ekki ókunn- ugur Leikfélagi Akureyrar, lék þar fyrr á ferli sin- um. • Fræðsluvarp Ríkissjónvarpsins tók formlega til starfa á laugardaginn. Hlutverk þess er nýta sjón- varpið sem kennslutæki. Dr. Sigrún Stefánsdóttir veitir Fræðsluvarpinu forstöðu. • Jóhann Hjartarson var einn í efsta sæti á alþjóð- lega skákmótinu sem haldið var á Akureyri. Hann hlaut 8 vinninga af 11 mögulegum. í öðru sæti var Sovétmaðurinn Polugajevskí með 7,5 vinninga og Margeir Pétursson í þriðja sæti með 7 vinninga. Heildarverðlaun á mótinu námu 400 þúsund krón- um og af þeim fékk Jóhann 120 þúsund fyrir sigur- inn. • íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur bannað samtökunum „Tjörnin lifi“ að láta undir- skriftalista gegn væntanlegri byggingu ráðhúss i Tjörninni liggja frammi á sundstöðum borgarinn- ar. Forsendur þessarar ákvörðunar meirihluta ráðsins eru þær að undirskriftasöfnunin sé af póli- tískum toga. • Álafoss hefur samið um sölu á treflum og peys- um til Sovétrikjanna fyrir um 80 milljónir króna. Að mati Álafossmanna er samningum ekki lokið, því ætlunin mun vera að semja um mun meiri sölu en þegar er orðin. \V mmmm Hámarksþœgindi fyrir lagmarksverð. Hann er loksins kominn stóllinn sem sameinar þessa tvo kosti. Pessi stóll styður vel við bakið og gœtir þess að þú siljir rétt. Hann er með léttri hœðastillingu, veltanlegu baki og fimm arma öryggisfœti. ^vpetto er gœðastóll ó góðu veiði. s ~\yy' .VjVv Þetta er góð fermingargjöf. C23nn Hallarmúla 2 Sími 83211 HVAÐ MEÐ ÞIG HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.