Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 26
1811 „Læt segja mér það þrem sinmim“ — segir Dagný Kristjánsdóttir, lektor í Osló og annar frummœlenda á fundi Félags áhuga- manna um bókmenntir, sem haldinn veröur á laugardaginn. Á laugardag, 26. mars, kl. 2 heldur Félag áhugamanna um bókmenntir fund í Tjarnarbíói, þar sem Svava Jak- obsdóttir rithöfundur og Dagný Kristjánsdóttir bók- menntafræðingur flytja erindi og ræða nýjasta skáldverk Svövu, Guönlaðar sögu. Svava ætlar að tala um tilurð og heimildaöfhin sögunnar og nefnir erindi sitt: „Goðsagan um Gunnloðu". s* $£ EFTIR SOFFÍU AUÐI BIRGISDÓTTUR ------------'14------------------------------------------------- Dagný Kristjánsdóttir hefur verið starfandi bókíienntafræðingur um árabil og hefuroft vakið athygli fyrir nýstáriega túlkun sína á bókmennt- um, t.d. mætti nefna túikun hennar á tveimur smásögum Ástu Sigurðar- dóttur: Dýrasögu (Tímarits Máls og menningar 2 / 1986) og Drauminum (sem birtist í bók sem gefin var út í tengslum við ráðstefnu um kvenna- rannsóknir sem haldin var í Háskóla íslands 1985). Einnig vakti athygli nýstárleg greining hennar og túlkun á Gerplu Halldórs Laxness, en Dagný flutti fyrirlestur um Gerplu á Laxness-þingi sem Félag áhuga- manna um bókmenntir hélt síðast- liðið sumar. Dagný starfar sem lektor í ís- lensku máli og bókmenntum við Oslóarháskóla og kemur hingað heim gagngert til að flytja fyrirlest- urinn um Gunnlaöar sögu. Helgarpóstinum lék forvitni á að vita um efni og efnistök fyrirlestrar Dagnýjar, ekki síst vegna þess að Svava Jakobsdóttir hefur nýverið, í viðtali við tímaritið Heimsmynd, frábeðið sér (of)túlkun bókmennta- fræðinga á verki sínu, og hefur hún sérstaklega beðist undan því að saga hennar sé skoðuð í Ijósi kvennapólitískra kenninga. Við slógum því á þráðinn til Dagnýjar í Osló og spurðum hana fyrst um hennar skoðun á orðum Svövu í fyrrnefndu viðtali. „Ég hef ekki séð þetta viðtal, en eftir því sem þú segir virðist mér sem Svava sé þarna á sömu nótum og í viðtali sem ég tók sjálf við hana fyrir útvarpið árið 1981. Ef ég man þetta rétt, þá var hún þar að tala um hversu erfitt það hefði verið fyrir hana að skrifa við hliðina á nýju kvennahreyfingunni, því að fulltrú- ar hennar hefðu ætíð lesið sína hug- myndafræði inn í verk hennar. Og ég viðurkenni fúslega að það gerð- um við, hún var „okkar skáld“ ef einhver var það. Ég get vel skilið að þetta geti verið þvingandi fyrir rit- höfund, spennitreyja, því auðvitað er aldrei hrein og klár „ídeólógía" í listaverki. Hins vegar eru bækur Svövu vissulega innlegg í jafnréttis- umræðuna, t.d. Leigjandinn og margar smásagnanna... já flest hennar verk.“ Huaö finnst þér þá um þau orö Svöuu ad hún uiti ekki til þess aö hún hafi nokkru sinni skrifaö urn baráttu kynjanna, og að hún sé ekki „feministi"? Já, ég sgi nú bara eins og Njáll á Bergþórshvoli: „Ég læt segja mér þetta þrem sinnum!" Huernig nálgast þú Gunniaöar sögu? Eg les Gunnlaöar sögu að sjálf- sögðu sem bók um valdabaráttu og þá m.a. um baráttu kynjanna. En ég vil vekja athygli á því að sú barátta leiöir ekki neitt. Það er valdabarátta sem enginn getur unnið og því leiðir höfundur okkur burt frá henni, til annars, til skáldskaparins, það er meginatriðið í sögunni að mínu mati. Auk þess ætla ég að tala um ástina. Þetta er bók full af ást, en mér dettur samt ekki í hug að halda því fram að ástin sé eitthvert suar við valdabaráttunni, né hatrið sé út í það farið.“ Geturðu sagt okkur eitthuaö um þá aöferöafrœöi sem þú beitir á sög- una? Nú hefuröu mikiö beitt sál- greiningu... „Já og geri enn. Ég ætla að hafa kenningar Juliu Kristevu til hlið- sjónar greiningu minni og túlkun. Hún er búlgarskur fræðimaður; málvísinda- og bókmenntamann- eskja og sálgreinandi.” Nafn hennar hefur reyndar veriö áberandi t íslenskri bókmenntaum- rœðu upp á síökastið. „Já, mér hefur skilist að það opni varla bókmenntafræðingur munn- inn heima án þess að minnast á Kristevu. Og kannski fer hver að verða síðastur með það því mér skilst að margir álíti að bók hennar Astarsögur (Histoires d’amour) sem kom út 1983 sé síðasta áhrifamikla, dýnamíska verkið sem vænta megi frá henni. Þessi skoðun mun vera byggð á því að síðasta bók Kristevu, Svört sól (fjallar sérstaklega um þunglyndi; „depressjón" og „melan- kólíu"), þyki slök með afbrigðum. Hún hefur a.m.k. valdið gífurlegum vonbrigðum, er jafnvel talað um að þar sé hún farin að fjarlægjast í grundvallaratriðum sínar eldri rót- tæku kenningar um kvenleikann. Ég segi reyndar frá þessu með þeim fyrirvara að ég hef ekki lesið bókina sjálf, það er ekki búið að þýða hana úr frönsku ennþá, en ég hef lesið umsagnir og greinar um hana. m.a. eftir norska fræðimanninn Toril Moi (sem hefur verið ein af helstu fylgj- endum kenninga Kristevu (SAB)) og er gagnrýni á bókina víðast hvar á sömu þungu nótunum." En þú styöst uiö kenningar henn- ar uiö lesturinn á Gunnlaöar sögu? „Já, mér finnst reyndar Kristeva og Svava hugsa dálítið líkt, skal ég segja þér, en það kem ég betur inn á í fyrirlestrinum." Huernig staðsetur þú Gunnlaðar sögu í höfundaruerki Suöuu? „Að mínu viti er hægt að tala um tvö afgerandi hvörf í höfundarverki Svövu. Það fyrra við útkomu smá- sagnasafnsins Veislu undir grjót- vegg (1967). í þeim sögum er Svava búin að finna sinn sérstæða persónulega stíl, sem oft er kenndur við fáránleika. Síðari hvörfin verða svo með leikritinu Lokaœfingu. Það verk finnst mér stórbrotið listaverk, margrætt og magnað verk sem ger- ist á mörgum plönum. Þar vekur Svava m.a. upp spurningar sem leiða okkur út í heimspekina og ég tel Gunnlaöar sögu vera að mörgu leyti í framhaldi af Lokaœfingu. Samt eru þetta mjög ólik verk og í Gunnlaöar sögu er kominn nýr tónn í hörpu Svövu, svo ég tali í klisju- kenndum stíl, og það er lýríkin, ljóð- rænan. Þetta er svo fallegur texti, heimspekilegur og mjög djúpur.“ Þú ert sem sagt mjög hrifin afbók- inni? „Já, svo sannarlega, mér finnst hún vera mikill viðburður, framlag til heimsbókmenntanna og það kæmi mér ekki á óvart þótt Islend- ingar hirtu bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs aftur að ári.“ Að lokum Dagný huað er á dag- skrá hjá þér á nœstunni? „í sumar mun ég flytja fyrirlestur um Jónas Hallgrimsson á ráðstefnu um rómantík sem haldin verður í Sviss. En annars er framtíðin lítt ráðin, ég verð að öllum líkindum hér í Osló næstu tvö árin. Að þeim loknum verður mér sparkað héðan út og þá kem ég heim í atvinnuleit, svo ef þú veist um laust starf handa bókmenntafræðingi þá...“ RUNNI 6rr)/ on /W/tt cr ýbúswc/ .</' rt s> U /77 q / tt er fr // Sm/u/sn /7 / ra. ífa / se/n /6 aéf e.r i/j sf /> es / cl/ S/ o /ö \r<3. tjossf, 6r unorr? q/ i/fr/yá S/ n rr? <L/ / /r//// 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.