Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 28
MYNDLIST Keltneskir sniglar Um sýningu Daöa Guöbjörnssonar Það sprettur litrík paletta undan palettulitum Daða Guðbjörnssonar þegar rauðspretturnar hætta að sprikla og fara að spila á hörpu í pottinum. Það er ábyggilega engin tilviljun að eldhúsinnréttingarnar hjá rauðhærðu fólki líkjast helst kuðungum sem maður þarf að snigl- ast um. Húsmunir og híbýli hinna rauðhærðu feðra okkar, Kelta, voru nefnilega sneisafull af þesskonar bugðum sem bjuggu yfir lífrænni hrynjandi og hrundu ekki. Einsog til að undirstrika hárlitinn spennir Daði boga sinn og setur kuðung á streng. Líkt og Vilhjálmur Tell stillir hann upp epli, en Daði er hagsýnn þó skotglaður sé, og málar eplið í fullri líkamsstærð. Risaeplið var stærsta og dýrasta myndin á sýning- unni í Galleríi Borg, en jafnframt sú ljótasta. Má vera að Daði Guðbjörns- son sé bara að ástunda edengarðs- mannrækt og benda á hve freisting- ar geta verið dýrkeyptar. Hann virð- ist eiga það sameiginlegt með hin- um fornu skrautgerðarmeisturum að takast þeim mun betur upp eftir því sem viðfangsefnið verður smærra. Bóklýsingar og útskurður Kelta voru svo nostursöm að sam- líkingar var helst að leita í býzönsk- um kirkjuskipum. Raunar hefur margsinnis verið bent á tengsl Keita og norrænna víkinga við hina gulli slegnu Býzans á meðan myrk- ur hleypidóma og fáfræði grúfði yfir Evrópu miðaldanna. Selma heitin Jónsdóttir, fyrrum forstöðumaður Listasafns íslands, sýndi t.a.m. fram á í doktorsriti sínu að útskornar veggfjalir sem varðveittar eru í Þjóðminjasafninu væru hluti úr út- skorinni veggmynd í býzönskum stíl. Halldór Laxness hefur þetta að segja í myndlistarritgerð sinni „Sjálfsagðir hlutir": „Þjóðsagna- fræðíngar og Iærðir menn í bók- mentum kunna að rekja uppruna ýmissa norrænna efna, sagna og fyrirmynda til Austurlanda, jafnvel alla leið til lndlands og eru sum það gömul að þau eru fráleitt komin yfir Vestur-Evrópu." Og um austurlensk áhrif í handverki segir Halldór: „Að- ferðir og skraut ýmisskonar í silfur- smíð hjá Noregsmönnum og íslend- íngum virðist standa í beinum teingslum við austræn vinnubrögð. Indverskt víravirki er nær hinu ís- lenska en bæði norskt og ítalskt, í rauninni sama vinna, sama form...“ Trausti Valsson arkitekt ritaði fróð- lega grein um hinar býzans-keltn- esku rætur íslendinga í fyrsta tölu- blaði tímaritsins Hönnun — hús- gögn og innréttingar. Þar bendir hann á hina augljósu staðreynd að skandinavísk-þýsk meinlætastefna sé á góðri leið með að drepa alla sköpunargleði hérlendra í dróma. Því til áréttingar bendir Trausti á að hönnunarsamkeppnir fyrir Islend- inga séu nær alltaf takmarkaðar við Norðurlönd. Þessutan sé skandinav- ísk sýn boðuð í Myndlista- og hand- íðaskólanum með bókinni Heimslist — heimalist eftir Broby-Johansen. í kaflanum um býzanska list í þeirri bók er hneykslast á skreytilist: „List- in, sem flæmd hafði verið frá túlkun mannslíkamans tii ytri umbúnaðar hans, varð nú að myndlausu flúri.“ Um slíka listsýn hafði Halldór Laxness þessi orð í myndlistarrit- gerð sinni: „Náttúrustefnan ann því mjög að ímynda sér djúp staðfest milli þessa tvenns (listar og skraut- listar). Ef natúralistar hefðu ekki tvo mælikvarða yrðu þeir að dæma mestalla list heimsins ógilda, svo- kallaða skrautlist afsaka þeir sem annars flokks list sem eigi sæti á óæðri bekk.“ Johansen finnst það stinga í stúf að býzanska turnlagið sé vinsælt í byggingum skemmti- staða einsog Tívolí og þýðanda bók- arinnar virðist mikið í mun að bæta inn dæmi úr Reykjavík: „í Reykjavík eru einnig dæmin svo sem „Næpan“ á Landshöfðingjahúsinu, sem trónir yfir sjálfu Menntamálaráði íslands!" Eitt er ljóst: íslendingar hafa greini- lega þegið meira í arf frá Keltum en jörp skeifunegld hross. Þar að lút- andi hefur Einar Pálsson prófessor ritað þykkan doðrant sem nefnist „Arfur Kelta". Það er enn til staðfest- ingar írskum grunntóni í myndlist Daða Guðbjörnssonar að honum hættir tii þess að mála huldukonur. Af þeim er urmull á írlandi en svotil ekkert í Skandinavíu. í heimslistar- bók sinni kaiiar Broby-Johansen súrrealismann keltneska listastefnu, en mörgum verður einmitt tíðrætt um súrrealisma í námunda við list Daða Guðbjörnssonar. Súrrealísk myndgerð er oftar en ekki flókin einsog skrautið til forna, en undirrit- uðum þótti samt sem áður þær myndir skemmtilegastar á sýningu Daða sem voru einfaldar og því sem næst samhverfar, t.d. „Skúlptúrinn með augun", „Ljósvefur" eða „Egg- persóna". í þeim verkum var hið ,, hneykslanlega" skrau t listartákn, snigilboginn, með fráleitt minna lífs- marki en augabrúnir gagnrýnanda. Ölafur Engilbertsson LEIKLIST * A œfingastigi Þjóöleikhúsiö Hugarburöur Höf: Sam Shepard Leikstj: Gísli Alfreösson Leikskráin sem fylgir sýningunni á Hugarburði eftir Sam Shepard hef- ur sinn skammt af ljóðum og heim- speki eins og margar aðrar leik- skrár. Það virðist vera stíllinn, a.m.k. hjá Þjóðleikhúsinu. Ef flett er sem snöggvast gegnum leikskrána lítur hún mjög huggulega út — nokkur orð um leikritið, um leik- skáldið og um hitt og þetta sem tengist sýningunni og efninu. Það má líta á hana bæði sem eins konar hugörvun fyrir verkið og svo líka eitthvað til að lesa í rólegheitum heima fyrir. Einmitt það sem ég gerði. En þessi glæsilega leikskrá virðist vera um allt aðra sýningu. Hvers konar mynd fæ ég af Shep- ard og leikritum hans þegar ég les þessa leikskrá? Það fyrsta sem ég rek augun í eru tvær setningar úr bók um hann eftir Bonnie nokkra Marranca: „Shepard skrifar af nautn og nýtur sérhvers augnabliks sjálfs þess vegna. Hann skrifar eins og morgundagurinn sé ekki til.“ Gott og vel, en þetta var ekki mín reynsla af þessari sýningu. Allt er flutt á svo miklum hraða að fáir hefðu getað greint eitt augnablik frá öðru. Ef Sam Shepard skrifar „eins og morgundagurinn sé ekki til“, hugsaði ég, hvernig getur hann þá verið á fleygiferð við að mæta hon- um? Meðan ég horfði á sýninguna sýndist mér að allir leikararnir væru að reyna að setja einhvers konar met, eða að þeir yrðu drepnir ef sýningin endaði ekki akkúrat klukk- an ellefu. Þeir voru svo æstir að ég fann ekki eitt einasta augnablik til að slappa af og hugsa um hvað var að gerast á sviðinu. Á næstu síðu í leikskránni fann ég ljóð eftir John Ashberry, eitt mesta Ijóðskáld Bandaríkjamanna á síð- asta áratug. Var það kannski skýr- ingin? Einhvers staðar er einhver á hamslausri ferð til þín, á ótrúlegum hraða, hvíldarlaust dag og nótt... Hjálpaði John Ashberry Sam Shepard að skrifa þetta leikrit og var aðalhugmynd þeirra að gera þetta allt á fleygiferð? Nei, reyndar ekki. En þó gæti það vel verið að Ashberry, sem er samtímamaður Shepards, hugsaði að ýmsu leyti á sama hátt, en samt er stór munur á ástföngnum manni sem er að flýta sér og leikritahöfundi sem er að skrifa „eins og morgundagurinn sé ekki til“. Ef ég skil Marranca rétt sér Shepard frekar gildi hvers augna- bliks og teygir það og framlengir til að koma í veg fyrir að morgundag- urinn birtist. Augnablikið er allt, framtíðin ekki til og sérstaklega þegar um ást er að ræða. Á þessari sýningu var aldrei tími til að láta sig dreyma. Seinna í leikskránni les ég að Shepard sé „fljótur að semja (að hann) skrifi af ofsafengnum inn- ■ í-æSr S: *■■< Mcdal annars, Jiskiinibtioir hvers konar, veidarfa ri til línti-, neta- oj> tofjveiba og Ijölbreytt tirval tœkja ojj áhaltla til fisk verkunar. I'.riim umbodsmenn j'yrir sjálfvirkar bindivélar, jiskjnottavélar, slieyinyarvélar og flokkunarvélarfvrir stltl, loönti og rtekju. SAMBAND ISL. SAMVINNUFELAGA Sjávarafurðadeild Umbúðirogveiöarfærí Sambandshusið Reykjavik Simi 6S8po- Toiex 2023 Vðruafgreiðslan Holtabakka Simar 631050 og 3466 Leitið riánarí upplýsinga* 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.