Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 17
Rflögreglumenn sem koma utan af landi og sækja lögregluskólann í Reykjavík fá greidda dagpeninga þá mánuði sem þeir eru í skólanum og er um að ræða 80.000 kr. á mánuði. Það er svo sem gott og blessað þegar menn koma frá Akur- eyri eða öðrum fjarlægum stöðum og verða að leigja sér herbergi hér fyrir sunnan. Aftur á móti gilda sömu reglur einnig fyrir þá sem eru af Suðurnesjunum og keyra til Reykjavíkur daglega, oftast fleiri saman í bíl. Það verður að kallast gott að fá 80.000 á mánuði fyrir að ferðast einu sinni á dag til Reykja- víkur og til baka, nálgast jafnvel að vera sóun á opinberu fé. Enda munu lögreglumenn á Suðurnesjunum sækja ákaft í skólann, nú eru 11 manns frá lögreglunni í Keflavík og Keflavíkurflugvelli i skólanum. Fyr- ir utan dagpeningagreiðslurnar fá lögregluþjónarnir svo greidd föst mánaðarlaun og svonefnda varð- skrárvinnu. . . Þ að eru oftast mikil læti þegar verið er að klára byggingar á síðustu stundu fyrir áður ákveðinn opnun- ardag. Sú varð t.d. raunin með Flug- stöðina, Kringluna og Hótel Is- land. Það virðist jafnvel hafa verið unnið heldur flausturslega þegar skemmtistaðurinn á Hótel Islandi var kláraður því nú berast fregnir af því að gólfteppi séu byrjuð að losna af gólfum og ljósakrónur hangi á raf- magnsvírunum einum saman. Um þverbak mun hafa keyrt um síðustu helgi þegar milliveggur féll og fólk átti fótum fjör að launa. Það mætti halda að húsið væri að hrunið komið... Þ að var lokað hjá embætti Húsameistara ríkisins síðasta föstu- dag. Lokunin stafaði ekki af því að skrif HP hefðu verið tekin bókstaf- lega og ákveðið að leggja embættið niður. Þvert á móti. Unnið var að stækkun og endurskipulagn- ingu á húsnæði embættisins. Þetta var nú svo sem eftir öðru á þeim bæ!. . . Berðu ekki við tímaleysi í umferðinni. r HEMIAHUJTIRI JAPANSKA BÍU • „Original" hemlahlutir í alla japanska bíla. • Innfluttir beint frá Japan. • Einstaklega hagstætt verö. @3 Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavík Simar 31340 & 689340 Góð ferð - Orugg ferð - Odýr ferð H Hcriólfur h4* VESTMANNAEYJUM SÍMI 98-1792 & 1433 REYKJAVÍK SÍMI 91-686464 —FERJA FYRIR ÞIG- 5% staðgreiðsluafsláttur í öllum deildum Opið laugardag frá kl. 9—16 Versliö þar sem úrvaliö er mest og kjörin best. V/SA JU KORT E ■■■ EunocAnn ■ A A A A A A Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 z: u _ _j IBHnilBllffliUtiÍ llllii HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.