Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 30
blæstri og hreinni þörf, en hafi enga eirð í sér til að móta efnið frekar og verkin fóru beint úr ritvélinni í æf- ingu“. Þetta segir Shepard sjálfur. Ekki veit ég hvort leikstjórinn las þessi orð en það eru til mörg fræg dæmi í sögu bókmenntanna þar sem rithöfundurinn skrifar verk á mjög skömmum tíma af ótrúlegri nákvæmni og snilld. Vill einhver skýra fyrir mér hvernig innblástur leikskálds tengist hraða sýningar? Ég sé engin rök fyrir þessum hraða í leikritinu sjálfu og það var augljóst að sumir leikararnir höfðu enga stjórn á honum. Mikið var um mismæli og stam og sumu sleppt þegar reynt var að anda milli orða. Það er erfitt að lýsa nákvæmlega því sem Shepard gerir, en eitt er víst — aðalhæfileiki hans er að búa til galdur úr raunveruleikanum og breyta hversdagslegum hlutum í drauma eða martraðir, einmitt með því að teygja veruleikann og sveigja. Þannig verður augnablikið enda- laust. Það sem sárvantar í þessa sýningu er að áhorfandanum sé gefinn tími til að íhuga; ef hann nær því ekki á sýningunni getur hann það tæpast þegar hann er kominn heim. Ég vitna aftur í Bonnie Marranca úr leikskránni: „Leikhúsreynslan lifir í rýminu á milli þess sem er á leik- sviðinu og þess sem ekki er þar. Krafturinn í leikritum Shepards er fólginn í því sem er utan við atburð- arásina, í því svigrúmi sem hann gefur hugarflugi áhorfenda til að leika sér í." Þetta finnst mér mjög góð iýsing á því sem Shepard gerir í verkum sín- um og mig grunar að það að hann er sjálfur ekki hrifinn af leikhúsinu (það hefur hann sjálfur sagt) sé vegna þess að þetta svigrúm er oft- ast ekki til staðar. Krafturinn í flest- um sýningum um þessar mundir hverfur einmitt vegna þess að leik- stjórar sjá ekkert nema orð og persónur og reyna að miða allt við raunveruleikann. Sú stefna mun alltaf framkalla realisma, jafnvel þó það sé ekki hugmynd höfundar. Það sem vantar á þessari sýningu, og má einnig segja að vanti í margar aðrar sem hafa verið sýndar undanfarna mánuði, er „leikhúsgaldur". Áhorf- endur fá ekki að taka þátt í sýning- unni, því þetta svigrúm er ekki til staðar. Þeir fá ekki að gefa hugar- fluginu lausan taum heldur er ailt rígneglt niður af leikstjórum. Handhseg >4 eo.f 1 tommu litasjónvorp tyrir ungiingana. Viíð26^970. meö innbyggðu [Verð 20.880. Jo MIÐAST V® STAPGRBÐSLU/ .kr|NOLUNNI,S:691540 ,5:691515 ÓSamtág**' PHlUPS stflUr ■ teHningarSjj?1 Mörgum þótti Gísli Halldórsson og Sigríður Þorvaldsdóttir-'serlé'ga góð sem gömlu hjónin. Erfitt er að neita því að þessum tveimur tókst að skemmta okkur vel og það var mikill húmor í þeim, en það mætti einnig bæta við að að þessar tvær persónur á ekki að taka út úr. Leik- ritið í heild skiptir meira máli en stundum breytist það í léttan farsa og einmitt þar sem efnið er hvað viðkvæmast. Þar sem Shepard not- ar farsa er hann eldsnöggur að bíta frá sér og breyta honum í martröð. Það er synd að segja frá því að sýningin er enn á æfingastigi. Það er neikvætt að því leyti að hún ætti að vera tilbúin. Hins vegar kannski jákvætt að því leyti að hún gæti batnað með tímanum. Eins og mörg önnur leikrit eftir Shepard á síðustu árum er Hugarburður tragísk ástar- saga, saga um ást sem er drepin með ástríðum. Síðasta línan í leikrit- inu: „Það er eldur í snjónum, getur það verið?" er tákn fyrir þennan undarlega atburð. En líkt og Shep- ard, sem sér allt í tviræðu ljósi, lýsir þessa lína einnig ást gömlu hjón- anna sem lifnar við þegar hennar er hvergi von. Hvort sem áhorfandinn velur björtu hliðina eða þá dökku verður hann að vera snortinn þegar hann yfirgefur leikhúsið. Þessi sýn- ing bauð ekki upp á þann mögu- leika. Martin Regal Athugasemd Til ritstjóra Helgarpóstsins. í Helgarpóstinum í dag er sagt frá því, að gert hafi verið ráð fyrir, að sendiherra Islands í Osló, Niels P. Sigurðsson, tæki á móti verðlauna- hafanum Thor Vilhjálmssyni við komuna til Osló, en sendiherrann hafi „klúðrað því". Síðan er sagt, að Thor hafi „kvitt- að fyrir sig“ með því að mæta ekki í móttöku í sendiherrabústaðnum. Vegna þessarar fréttar vil ég upp- lýsa, að ekki var gert ráð fyrir, að sendiherra íslands tæki á móti bekkjarbróður sínum, Thor Vil- hjálmssyni, við komuna til Osló. Varðandi fjarveru Thors í mót- tökunni í sendiherrabústaðnum er það að segja, að Thor hafði fyrir- fram ráðstafað þeim tíma í annað. Vinsamlegast, með bestu kveðju. Niels P. Sigurðsson. Helgarpósturinn stendur við fyrri frétt sína um afskipti sendi- herra af verðlaunahafanum í bókmenntum í Osló. Furðu sæt- ir, að sendiherra skuli ekki hafa tekið á móti Thor Vilhjálmssyni með viðhöfn, sérstaklega þar sem um gamlan skólabróður er að ræða, nema sendiherra hafi „fyrirfram ráðstafað tíma sínum í annað“. Ritstj. BÍLALEIGA Útibú í kríngum landið REYKJAVÍK:.91-31815/686915 AKUREYRI:...96-21715/23515 BORGARNES:.........93-7618 •BLÖNDUÓS:.....95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR: ....96-71489 HÚSAVÍK:....96-41940/41594 EGILSSTAfMR:.......97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.97-3145/3121 FÁSKRÚDSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..97-8303 interRent Fiyst |yjg|gra2nmctí FEFSKT OG LJÚFFENGT! 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.