Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 24
UM HELGINA í kvöld, fimmtudagskvöld, verða haldnir síðustu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands og eru þeir að venju í Háskólabíói og hefjast kl. 20.30. Þrjú verk verða á efnisskránni, Ríma eftir Þorkel Sig- urbjörnsson, Pianókonsert í c-moll eftir Mozart og Sinfónia nr. 1 eftir Sjostakovits. Einleikari á tónleik- unum verður Anna Guðny Guð- mundsdóttir píanóleikari og stjórn- andi Póll P. Pálsson. Þetta er í fýrsta sinn sem Anna Guðný kemur fram með Sinfó, en hún hefur á undan- förnum árum vakið athygli fyrir píanóleik sinn á mörgum „smærri" konsertum. Páll P. Pálsson er eins og kunnugt er fastráðinn stjórnandi Sinfó og þarf ekki að kynna hann nánar, enda hefur hann verið hér á landi siðan 1971 og tekið drjúgan þátt í íslensku tónlistarlífi. Á laugardaginn opnar Guðbjartur Gunnarsson sýningu á svokallaðri fótógrafík i Listasafni ASÍ. Guð- bjartur hefur unnið lengi að undir- búningi þessarar sýningar, filmu- vinnan staðið yfir í nokkur ár en sjálf þrykkivinnan í tæpt ár, enda aðeins unnið á kvöldin og um helgar. Mynd- irnar eru óvenjulegar að ýmsu leyti, fyrir það fyrsta eru þær þrykktar á mismunandi litan pappír og sumar einnig handmálaðar með pastellit- um. Sýningunni lýkur 10. april. í Þjóðleikhúsinu, leikhúsi allrar þjóðarinnar ef marka má nafn þess, verður söngleikurinn Vesalingarnir sýndur alla helgina, þ.e. á föstu- og laugardagskvöldið. Þetta er ein vin- sælasta sýning sem nú erá fjölunum og best að tryggja sér miða í tíma, en nú stendur yfir miðasala á sýningar fram að 1. maí. Annað í Þjóðleikhús- inu er sýningin Hugarburður, verk eftir Bandaríkjamanninn Sam Shepard i leikstjórn þjóðleikhús- stjórans, Gísla Alfreðssonar. Verkið er sýnt í kvöld, fimmtudagskvöld, og afturásunnudagskvöldið. Þetta verk er tiltölulega nýtt á fjölunum en sömu sögu er ekki að seaja af Bíla- verkstæði Badda eftir Olaf Hauk Símonarson. Sýningar á því verki á Litla sviðinu eru nú orðnar fleiri en áttatíu og gætu sennilegast orðið miklu fleiri en af ýmsum orsökum verður að hætta þeim innan tíðar svo fáar sýningar eru eftir. Bílaverk- stæðið er sýnt fimmtudagskvöld, laugardaginn kl. 16.00, sunnudags- kvöldið og þriöjudagskvöldið. Bíla- verkstæðið hefur þótt vel heppnað enda undir öruggri leikstjórn Þór- hails Sigurðssonar og margír leikar- ar fara á kostum, svo sem Sigurður Sigurjónsson og Bessi Bjarnason. Hér er eitthvað fyrir yngstu leik- húsgestina. Á sunnudögum er verið að sýna brúðuleikhús og er það verkið Smjörbitasaga sem sýnt er á Fríkirkjuvegi 11. Sýningar hefjast klukkan 15.00 og eru á vegum Sögu- svuntunnar undir forsæti Hallveigar Thorlacius. Þessi sýning hefur farið víða um dagheimili og leikskóla borgarinnar við miklar vinsældir en stöðugt bætast nýjar sögur við hjá Sögusvuntunni og nú eru þar vafalit- ið persónur sem krakkarnir hafa ekkí áður kynnst. Meira fyrir yngstu kynslóðina úr leikhúsinu. Reviuleikhúsið sýnir nefnilega leikritið Sætabrauðskall- inn í hinu nýja Félagsheimili Kópa- vogs. Revíuleikhúsið sýndi Sæta- brauðskallinn fyrir síðustu áramót i Gamla bíói og vakti það mikla lukku meðal barna. Næstu sýningar á Sætabrauðskallinum verða á laugar- daginn og sunnudaginn og hefjast klukkan 14.00 Það ætlar að ganga erfiðlega hjá Grónufjelaginu að koma Endatafli Becketts á svið. Frumsýning var fyr- irhuguð síðastliöinn sunnudag en varð að fresta henni einn ganginn enn. Hún var síðan í gær og næstu BÍÖ Stjörnugjöf: O farðu ekki ★ sæmileg ★★ góð ★★★ ágæt ★★★★! Regnboginn Síðasti keisarinn (The Last Emperor) ★★★★ Morð í myrkri (Mord i mprke) ★★★ Vítiskvalir (Hellraiser) ★★ Háskólabíó Hættuleg kynni (Fatal Attraction) ★★★ Bióhöllin Spaceball ★★★ Nútímastefnumót (Can't buy me love) ★ Bíóborgin Nuts ★★ Wall Street ★★ Stjörnubíó Subway ★★★ Laugarásbíó Dragnet ★★ Allt látið flakka (Amazon Women on the Moon) 0 ENDATAFL Beckett í bakhúsi viö Laugaveginn sýningar verða i kvöld kl. 17.00, sunnudag kl. 16.00 og mánudag kl. 21.00. Sýnt er í bakhúsi við Laugaveg 32. Endalaus leiklist. Að þessu sinni Leikfélag Akureyrar, sem sýnir eins og kunnugt er Horft af brúnni eftir Arthur Miller og verða sýningar föstu- og laugardagskvöld klukkan 20.30. Sýningum fer nú fækkandi á verkinu enda verður að rýma sviðið svo hægt sé að koma lokaverki þessa leikárs á svið. Það er hinn þekkti söngleikur Fiðlarinn á þakinu og kemur hann á svið í iok apríl ef að líkum lætur. Enn meira um leikhús, en að þessu sinni er það útvarpsleikhús og aldrei þessu vant ekki á gömlu Gufunni. Heldur á Bylgjunni og heitir Með öörum morðum og er útvarpað eftir hádegið á sunnudögum. Það eru þeir grinarar Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sem skrifa handritið, leik- stýra, leika og gera allt annað sem til þarf nema vera tæknimenn. Þetta er svokallaö Svakamálaleikrit, fjallar um einkaspæjarann Harrí Rögn- valds og aðstoðarmann hans Heimi Schnitzel og segir frá ýmsum ævin- týrum þeirra. Þetta er náttúrulega tóm helvitis della og vitleysa frá upphafi til enda, en inn á milli koma góðir brandarar sem gætu orðið upphafið að einhverju öðru og betra i íslenskri gamanleikjamennsku. Þegar þessu lýkur á By Igjunni er ekki annað að gera en halda áfram að vera stilltur á þá stöð og hlusta á Örn Árnason, að (jessu sinni einan á ferð, fá til sín gesti á Hótel Sögu og spjalla við þá, gera grin og syngja og eitt- hvað meira sem tilheyrir þess konar þáttagerð. Að öðru leyti er Bylgjan hálfhallærisleg í eymd sinni um þessar mundir. Þó tveir Ijósir punkt- ar, Þorsteinn J. Vilhjálmsson á miðvikudagskvöldum og Július Brjánsson kaffibrúsakall á fimmtu- dagskvöldum. Og yfir í tónlistina. Eins og venju- lega er mikið um að vera og allra- handa tónleikar í gangi um borg og bý. Islenska operan sýnir t.d. Don Giovanni á föstudagskvöldið og aft- ur á laugardagskvöldið. Þetta er helj- armikil ópera, stundum kölluð ópera óperanna, og er eftir sjálfan Ama- deus Mozart. Það er Kristinn Sig- mundsson sem syngur aðalhlut- verkið og hefur hann fengið feikna- góða dóma fyrir söng sinn, enda okkar skærasta söngstjarna þessa dagana ef frá er talinn hetjutenórinn frá Akureyri sem syngur um þessar mundir ýmist í Monte Carlo eða Mílanó. Á laugardaginn verður síðan síöasta sýning íslensku óperunnar á barnaóperunni Litla sótaranum eftir Benjamin Britten. Þetta er fjörugt verk fyrir alla aldurshópa og menn geta sungið með ef þeirvilja, sem er óvenjulegt i leikhúsinu. Á sunnudag- inn verða síðan tónleikar í Hall- grímskirkju, orgeltónleikar, og þar leikur Ann Toril Lindstad verk m.a. eftir Böhm og Lúbeck. Þessir tónleikar hefjast klukkan 17.00 en um kvöldið verður danski grínistinn heimsfrægi Eddie Skoller í Gamia bíói með tón- leika og hann verður þar aftur kvöld- ið eftir og mun án efa hlægja land- ann. Bara að hann taki ekki upp á þeim óskunda að flytja efni sitt á ensku, því hann er þrisvar sinnum fyndnari á dönsku. Hér er einnig rétt að geta tónleika á vegum Tónskóla Sigursveins, nemendatónleika, sem haldnir verða í Gerðubergi á morg- un, föstudag, en þar koma fram þær hljómsveitir sem starfað hafa innan skólans í vetur. í Nýlistasafninu er að Ijúka sýn- ingu Einars Garibalda en hann hefur sýnt í safninu síðan 11. þessa mán- aðar. Þetta erfyrir margra hluta sakir athygliverð sýning hjá Einari en hann stundar um þessar mundir framhaldsnám i Mílanó. Sýningunni lýkur sumsé á sunnudagskvöldiö. Óg þegar við skrifum um athyglis- verðar sýningar sem eru að renna sitt skeið á enda er rétt að geta sýn- ingar sem efalaust verður talin til meiriháttar sýninga þegar árið 1988 verður gert upp; Hér er átt við sýn- ingu Sigurðar Örlygssonar á Kjar- valsstööum, en henni lýkur einmitt um helgina. Þessi sýning Sigurðar hefur vakið gífurlega athygli og ekki að ósekju, en Sigurður er jafnmikill óperuunnandi og hann er vinnu- þjarkur enda var hann með einka- sýningu síðastliðið haust í Gallerí Svörtu á hvítu og tók þátt í samsýn- ingu í Svíþjóð um svipað leyti. Sig- urður var reyndar mikill djassari á yngri árum en sveik lit eftir því sem djassskrifari HP segir og fór yfir í óperurnar. Um þessar mundir sýnir Helgi Sigurðsson svo teikningar sín- ar á Mokka og þar er tilvalið að tylla sér niður með kaffibolla og/eða kakó- bolla og hverfa inn í myndhejm mál- arans með rissblokkina. Helgi er einn af fáum myndlistarmönnum sem sérhæft hafa sig í teikningu og hefur vakið athygli fyrir teikningar sinar, ekki sist hér á síðum HP. Að sögn Helga hefur blýantsteikningin átt nokkuð undir högg að sækja að und- anförnu, enda hafa hér verið tímar málverksins. En mönnum gefst semsagt tækifæri á að skoða teikn- ingar Helga fram til páska og kaupa ef vilji er fyrir hendi og buddan nógu þykk. Örlítiö meira um myndlist. Ein stysta myndlistarsýning sem haldin hefur verið hér á landi, væntanlega, stendur yfir á laugardaginn milli 14.00 og 18.00 á laugardaginn í MHÍ. Þá ætla nemendur grafíkdeildar að sýna verk sem þeir hafa unnið undir handleiöslu Norðmannsíns Yngve Zakarias, sem hefur að undanförnu verið hér gistikennari. Þetta eru sér- kennileg verk sem sýnd verða, tré- ristur/tréþrykk má kalla þetta, og er alveg ný hlið á grafíkinni. Gránufjelagid sýnir nú leikritid Endataft (Endgame) eftir Samuel Beckett í bakhúsi á Laugavegi 32. Leikritið er frá árinu 1956 og þýð- ingu gerði Árni Ibsen. Leikritið kom út í safnbók Árna um Beckett fyrir síðustu jól sem heitir Sögur, leikrit, Ijód. Leikstjóri er Kári Halldór og með helstu hluverk fara Kári Hall- dór sjálfur sem Hamm, Hjálmar Hjálmarsson sem CIov, Barði Guð- mundsson leikur Nagg og Rósa Guðný Þórsdóttir Nell. Sviðið er autt herbergi með tveimur litlum gluggum ofarlega baksviðs og fyrir utan er líflaus eyði- mörk, heimurinn virðist ekki stærri en herbergið sem leikurinn gerist í. Leikurinn gæti eins gerst inni í tómri hauskúpu og gluggarnir þá augnatóftirnar. Aðalpersónan Hamm (hamar) er fastur við hjóla- stól og blindur. Aðstoðarmaður hans Clov (nagli á frönsku) ýtir hon- um til og segir tíðindi. Bakatil á svið- inu eru tvær tunnur, upp úr þeim standa fótalausir foreldrar Hamms, Nell og Nagg. Clov er sá eini sem getur hreyft sig, en hann er fótstýfð- ur og yfirgefur sviðið ekki þó hann hóti því. Hamm skipar honum að vera. Þau virðast öll bíða endalok- anna og á meðan tefla þau með orð- um, Hamm vill til dæmis helst vera á nákvæmlega miðju sviðinu þó blindum manni ætti vera sama. Hamm er kóngurinn, hin eru peðin, en Hamm er lélegur í tafli. Hann vill því helst halda sig sem næstu miðj- unni, þar er hættan minnst á að kró- ast af, þaðan getur hann stjórnað heiminum. Þarna er líka heimspeki Descartes á ferðinni um manninn sem miðju síns alheims. En um hvaða endatafl er að ræða? Við því fást ekki svör og persónurnar virð- ast jafn ófærar um að halda áfram og hætta. Fyrstu orð leiksins; Full- komnaö, þad er fullkomnað, nœst- um futlkomnad, hlýtur ad uera nœstum fullkomnaö... sem hugsan- iega eru tilvitnun í síðustu orð krists á krossinum, sýna andstígandi (anti- climax) verksins glöggt. Frá fyrsta orði fjarlægjast persónurnar enda- lokin, ef einhver eru, og leikritið sprengir upp hefðbundið form at- burðarásar og breytist í kyrrstöðu- ástand. Samt er hvergi dauður blett- ur, alltaf eitthvað að „gerast". Leik- ritið hefur mikið að segja um vald og valdbeitingu, en það fjallar líka um mannleg samskipti, og þá ekki síst samskipti þess sem stjórnar og þeirra sem stjórnað er. Það er hins vegar óljóst hvort hlutverkaskipt- ingin hefur í raun eitthvert gildi. Þeir eru óaðskiljanlegir, annar fær ekki þrifist án viðbragða hins. Hamm þarf Clov til að ýta sér til og segja sér frá „gangi mála“ og Clov þarf Hamm til að segja sér fyrir verkum og skapa tilvist sinni til- gang. Hamm skipar Clov að þegja þegar Clov segir; „Ég segi við sjálf- an mig — stundum: Clov, þú verður að læra að þjást betur en þetta ef þú vilt að þeir verði leiðir á að refsa þér — einhvern tíma. Ég segi við sjálfan mig — stundum: Clov, þú verður að vera þarna betur en þetta ef þú vilt að þeir leyfi þér að fara — einhvern tíma.“ Beckett tekst hér, eins og í þekkt- asta verki sínu Beöiö eftir Godot, að halda áhorfendum uppteknum og spenntum yfir endalausum leiðind- um og tilgangsleysi persóna sinna. Endatafl er sorglegt og örvænting- arfullt leikrit, en um leið óumræði- lega fyndið. Þau eru vægast sagt spaugileg hjónin Nell og Nagg þegar þau gægjast upp úr tunnunum og biðja um kex eins og strokuhundar. Um leið eru aðstæður þeirra dapur- legar. Þessar andstæður stækka verkið og gera það áhrifameira. Svo er texti verksins eyrnakonfekt. Endatafl er eitt af athygliverðustu leikritum Samuels Beckett, sem margir telja eitt áhrifamesta leik- skáld og jafnvel heimspeking líka, sem nú er uppi. Þetta er verk sem leikhúsunnendur skyldu fyrir allan mun reyna að missa ekki af. FÞ 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.