Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 12
innar til mótmæla við musteri Davíðs í Tjörninni. Aldrei hefur ver- ið amast við slíkum listum áður. Nú hefur æskulýðs- og íþróttaráð kveðið upp sinn Salómonsdóm: Sundstaðirnir eru vé borgaranna til hvíldar og hressingar. Þar má ekki raska ró þeirra og valda þeim geðs- hræringum með því að flytja inn fyrir véböndin umdeild mál. Bíða menn nú með eftirvæntingu eftir því, að þessu verði fylgt eftir með skilti ofan við heita pottinn með lista yfir leyfileg umræðuefni, sem ekki verða talin leiða til hækkaðs blóðþrýstings og líkamshita. Spurn- ing númer eitt: Verður leyfilegt að hæla Davíð?. . . I Í síðustu blöðum höfum við skýrt frá því, að Samtökin „Tjörnin lifi“ hugðust koma fyrir. undir- skriftalistum á sundstöðum borgar- síðustu.viku var haldinn aðal- fundur hjá arkitektafélaginu og kjörin ný stjórn. Nýr formaður fé- lagsins er Stefán Benediktsson, fyrrverandi alþingismaður og nú- verandi þjóðgarðsvörður í Skapta- felli. Stefán starfar þrátt fyrir það stóran hluta ársins í menntamála- ráðuneytinu. Aðrir í stjórn eru Stefán Örn Stefánsson ritari, Val- gerður Guðmundsdóttir gjaldkeri og fráfarandi formaður félagsins, Guðlaugur Gauti Jónsson. Það mun oft hafa verið betri aðkoma fyrir nýja stjórn því félagið á í tölu- verðum fjárhagsörðugleikum sem stafa m.a. af því að það hefur verið að gera upp hús sitt og halda ýmiskonar sýningar . . . Athugasemd í síðasta HP var sagt frá því að Valdimar Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Alþýðublaðsins, hefði sagt upp störfum. Ástæðan var sögð sú að innan stjórnar Blaðs hf. hefðu verið deildar meiningar um frammistöðu Valdimars. Þetta er ekki rétt. Valdimar tók við Alþýðu- blaðinu í mikilli skuld og sneri rekstrinum til hagnaðar svo sem þekkt er og enginn ágreiningur um árangursríkt starf hans við blaðið. Þá er það og rangt sem sagt var í HP, að samstarf við starfsfólk blaðsins hefði verið stirt. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á því sem rangt var í fréttinni. Ritstj. DAGBÓKIN HENNAR DÚLLU Kæra dagbók. Ég hélt nú aldrei að ég myndi lifa það að amma á Einimelnum færi að hringja á dyrabjöllum hjá fullt af ókunnugu fólki, en það getur greini- lega allt gerst í þessum heimi. Hún er að safna undirskriftum! Það fattar í raun og veru enginn hvernig þetta gat gerst. Ef einhver hefði spáð þessu fyrir nokkrum vikum hefði familían sko hlegið sig máttlausa. Núna göngum við með hauspoka. Þetta er samt eiginlega fyndið. Amma hefur nefnilega haldið svo rosa marga fyrirlestra í fjölskyldu- boðum og við önnur tækifæri um það hvernig maður eigi að haga sér. Hún hefur alltaf lagt ferlega áherslu á það, að fólk af Einimels-slektinni sé enginn „alrnúgi". Þetta er aðal- umræðuefnið, þegar hún er búin að drekka svona þrjú serríglös, og þá kemur undantekningarlaust hin gullvæga lífsregla: „Við erum aristó- kratar, Dúlla mín, með öllum þeim kostum og göllum, sem því fylgja. viu i rw 4 Frá því að Victor VPC kom á markaðinn hefur hún verið mest selda einmenningstölvan á ísl- andi. Á tímabilinu frá ágúst 1986 til ágúst 1987 hafa hátt á þriðja þúsund Victor tölvur verið teknar í notkun hér á landi. Það segir meira en flest orð um vinsældir, ágæti og fjölhæfni Victor tölvanna. VICTOR Snaggaraleg einmennings- töhra með afl hinna slóra - nú fáanleg með byHingar- kenndri nýjung! VictorVPC III er nýjasta einmenningstölvan í Victor fjölskyldunni. Hún er AT samhæfð og hentar því vel fyrirtækjum og stofnun- um. VPC III er með byltingarkenndri nýjung sem felur í sér möguleika á 30 mb færanlegum viðbótardiski, svokölluðum ADD-PACK, sem smellt er í tölvuna með einu handtaki. Sér- lega hagkvæmt við afritatöku og þegar færa þarf upplýsingar á milli tölva, s.s. fyrir endurskoðendur o.þ.h. Einnig fáanleg með 60 mb hörðum diski (samtals 90 mb með ADD-PACK). Victor tölvurnar eru nú í notkun í öll- um greinum atvinnulífsins og reynast einstaklega vel við erfiðar aðstæður. Helstu ástæður vinsældanna eru án efa afkastageta, stærra vinnslu- og geymsluminni, falleg hönnun, hag- stætt verð og síðast en ekki síst góð þjónusta. Bilanatíðnin er einhver sú lægsta sem þekkist, þrátt fyrir að Victor hafi rutt brautinameð fjölmarg- ar nýjungar. Og nú fylgir MS-Windows Write & Paint forritið öllum Victor tölvum sem eru með haróan disk. Þrjár gerðir Victor einmenningstölva eru nú fáanlegar: Victor VPC Ile, Victor V 286 og Victor VPCIII. Victor þjónar stofnunum og fyrirtækj- um í iðnaði, sjávarútvegi, landbúnaði, verslun, þjónustu sem og mennta- stofnunum, námsmönnum og ein- staklingum. Victor getur örugglega orðið þér að liði líka. Athugaðu málið og kynntu þér Victor örlítið betur - þú verður ekki svikinn af því! VICT* R EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33 Þess vegna verðum við að sýna gott fordæmi." Þetta blessaða fordæmi hefur tekið á sig alls konar myndir. T.d. ætlaði sú gamla alveg að tryllast í búð á Laugaveginum um daginn, af því að hún tók eftir gatinu á dún- úlpunni minni. Hún sagði, að fólk af okkar tagi gengi ekki í götóttum lörfum og var með svo mikið vesen að öll búðin starði á okkur. Ég hef aldrei á ævinni skammast mín jafn- mikið og það gerði bara illt verra að segja að mamma gleymdi alltaf að sauma þetta fyrir mig. Þá kom nefnilega ræða um hvað pabbi hefði „tekið niður fyrir sig“ og að Kvennalistakonur hefðu misskilið hlutverk veikara kynsins í lífinu. Sem betur fer fattaði amma fljótlega að það var ekki neinn ofboðslegur klassi yfir því að vekja svona mikið „opsikt" (eins og hún kallar það). Þess vegna dró hún mig bara út á gangstétt (sem hún kallar „fortó"), inn i einhverja ömurlega kellinga- búð og bað afgreiðslukonu með mellumálningu um „elegant" kápu á „þessa ungu dömu“! Mæ goooood.... Ég hefði sko frekar vilj- að vera stödd á jólaballi fyrir börn! En svo er þetta manneskjan, sem er farin að ganga í ókunnug hús í hverfinu með undirskriftalista. Glætan!!! Hún hugsar ekki neitt út í það hvað ég þarf að þjást út af þessu. Það líður ekki sá dagur að einhver í skólanum grínist ekki með það að amma mín hafi verið að ónáða fjölskyldur á matartíma, á meðan Eurovision-keppnin stóð sem hæst eða jafnvel eftir að allir voru farnir að hátta. Þetta er algjör bömmer fyrir mig. Ég vildi frekar vera með fimm göt á úlpunni. Svei mér þá... En kellingin er alveg á út- opnuðu í því að stoppa ráðhúsið og það getur enginn „sansað" hana. Megna ekki meira. Það er ekkert grín að láta geggjaða ömmu eyði- leggja á manni mannorðið. Eða þannig... Bless, Dúlla. PS. Aldrei þessu vant er mamma al- sæl með ömmu á Einimelnum, sem hún hefur nú ekki mátt svo mikið sem finna lyktina af hingað til. Mamma segir að ég eigi að vera hreykin af því að eiga svona kjarn- orkukvendi fyrir ömmu. Hún sé kona, sem berjist til síðasta blóð- dropa fyrir sannfæringu sinni! Glæt- an, maður. Mér er sko alveg sama hvað amma gerir við sína blóð- dropa, en það er verra, þegar hún er farin að fórna mínu blóði. (Æ, þetta er svona líkingamál. Það hljómar svo flott...) Krydd er kjarni fæöunnar ihiuB' SKIPHOLTI 1 SÍMAR 23737 OG 23738 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.