Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 7
w D A HILLUNA herra, en þeir Kristinn Einarsson, fulltrúi Bandalags íslenskra sér- skólanema (BÍSN), og Ólafur Darri Andrason, fulltrúi stúdentaráds (SHÍ), sátu hjá. Hefði ekki dugað til hjá þeim tveimur að greiða gegn til- lögunni, því formaðurinn hefur oddaatkvœöi þegar leikar standa jafnir! Það var Sigurbjörn sem gekk í málið, enda mun Þorbjörn fram- kvæmdastjóri hafa verið mótfallinn þessum vinnubrögðum. Sigurbjörn mætti á stjórnarfund 25. febrúar með ítarleg samningsdrög um kaup á tölvu frá IBM, um kaup á hugbún- aði frá Softwear AG, pakka upp á 12 milljónir króna, og um þjónustu- samning við TÍR. Sigurbjörn lagði til að samþykkt yrði að ganga til samn- inga, en Halldór Árnason, varamað- ur Steingríms Ara, og fulltrúar námsmanna fengu það samþykkt gegn vilja Sigurbjörns og Sigríðar að málinu yrði frestað. SPRENGJUTILBOÐ SKAGFJÖRÐS Á fundi um síðustu mánaðamót er Sigurbjörn hins vegar mættur með ítrekaða og útfærða tillögu þessa efnis. Steingrímur Ari lagði þá fram tillögu um nýja kostnaðarreikninga og um útboð í ljósi þeirra. Tillaga Steingríms var felld en tillaga Sigur- björns samþykkt með atkvæðum hans sjálfs, Sigríðar og Svanhildar. En þá tóku hjólin að snúast svo um munar. Á stjórnarfundi aðeins tveimur dögum síðar er lagt fram til- boð frá Kristjáni Ó. Skagfjörd hf. (KÓS) um kaup á vél- og hugbúnaði og kom fram hjá Þorbirni fram- kvæmdastjóra að tilboðið væri 20% lægra en samsvarandi tilboð IBM. Samkvæmt heimildum HP munu notin og gæðin sambærileg í ljósi þess að tilboð KÓS byggist á kröfu- lýsingu VKS, sem taldist grunnur að útboðum! Eftir fjaðrafok og miklar umræður var samþykkt að fresta málinu og um leið tillögu fulltrúa BÍSN og SHÍ um að gangast fyrir út- boði. Bent var á það mat fram- kvæmdastjórans að ekki væri það tímaskortur sem skipti máli, því það tæki vart meira en 9—10 daga að fá tilboð og vinna úr þeim. A næsta fundi var útboðstillögunni enn frest- að en samþykkt að senda tölvumál LÍN til umsagnar rádgjafarnefndar Fjárlaga- og hagsýslustofnunarinn- ai (RFHS). HVAR VAR FRJÁLS- HYGGJAN? Niðurstaða RFHS átti að liggja fyr- ir á stjórnarfundi LÍN nú á þriðju- dag, en var ekki tilbúin. Annar fund- ur er í dag, fimmtudag, en óvíst hvort niðurstöður liggja þá fyrir. Nefnd þessi er aðeins 3—4 mánaða Lánasjóður íslenskra námsmanna Skyndilega birtist Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður sjóðsins, með drög að kaupsamningi við IBM. Um leið lét hann fella tillögur um almennt útböð. gömul og er þetta fyrsta verk henn- ar sem slíkrar. Það er höfuðverkefni nefndar þessarar að vera stefnu- markandi í tölvukaupum ríkisins. Telja heimildarmenn HP líklegast að hún mæli með áframhaldandi vinnslusamstarfi við SKÝRR, en ella að hún mæli með útboði — sem um leið myndi kollvarpa öllum rök- semdum og fyrirætlunum Sigur- björns og félaga. Ofangreind atburðarás sýnir Ijós- lega af hve miklu offorsi Sigurbjörn gekk í að tryggja IBM og TIR væna samninga við LÍN. Afskrifaður var sá möguleiki að halda áfram vinnslusamstarfi við SKÝRR þótt LÍN-nefndin hefði mælt með þeim kosti, af tveimur jafngóðum, kostn- aðarlega. ítrekað var hjólað yfir all- ar tilraunir til að efna til útboðs og hafa röksemdir um tímaskort verið hraktar. Útgönguleið Sigurbjörns var að vísa málinu í RFHS, þar sem fyrirætlanir hans munu að öllum lík- indum falla endanlega — þótt ríkis- valdið hafi vissulega fram að þessu beint viðskiptum sínum til IBM í miklum mæli. Viðurkennir Sigur- björn sjálfur að ef niðurstaða RFHS verður á þá lund að halda áfram samstarfinu við SKÝRR eða að efna til útboðs sé um leið búið að stað- festa að hann hafi haft rangt fyrir sér. Hann afneitar áhrifum kunn- ingjatengslanna við sölu- og mark- aðsstjóra IBM, en óneitanlega eru skýringar hans á einstefnunni hjá- róma við hliðina á ræðunum um gildi markaðshyggju frjálsrar sam- keppni! ÍWw'f'ífV,? nám*manna Áfgrerðsfa 9,15 ~ 16.00 E6 ER VINMARGIIR segir Sigurbjörn Sigurbjörn. Hvers vegna barst þú upp á stjórnarfundi LIN tillögu um einhliða kaupsamning við IBM? „Það er rétt, ég bar upp þessa til- 5gu. Það var ágreiningur í stjórn- inni. En mér þótti rétt að fá hjá ráð- gjafarnefnd Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar upplýsingar um málið og það er nú í biðstöðu. Við höfðum lát- ið gera kröfugreiningu hjá Verk- og kerfisfræðistofunni og þeir höfðu leitað lauslegra tilboða í vélbúnað- inn og fengið svör. Við könnuðum þetta áfram og þann möguleika að vera áfram hjá SKÝRR. Einnig að vera í sams konar umhverfi og aðrar ríkisstofnanir margar, hjá IBM. Aðr- ir möguleikar komu ekki upp á fyrr en löngu síðar, að viðbótarvitneskja barst þar um.“ Hvernig kom IBM í málið? „Þann stýribúnað sem okkar gögn eru keyrð á vildum við flytja yfir frá SKYRR og endurbæta án þess að þurfa að byrja á grunni. Þannig vildum við spara peninga. Þá þótti IBM valkosturinn koma til greina, að niðurstöðu tölvunefndar okkar, að eiga áfram viðamikil sam- skipti við SKÝRR." Mœlti sú nefnd ekki einmitt frekar með áframhaldandi vinnslusam- starfi við SKÝRR? „Jú, menn voru sammála um það, en hinn kosturinn var IBM. Síðar varð ágreiningur um þetta í stjórn- inni og titringur kom í málið. Krist- ján Ó. Skagfjörð kom með tilboð sem olli því að ég ákvað að hægja á þessu öllu, með þeim kostum og göllum sem því fylgdi fyrir sjóðinn, því ég taldi brýnt, ef farið væri í eig- in tölvuvæðingu, að nota sumarið til að vinna þetta upp." Sýnir ekki þetta síökomna tilboö aö þaö komu fleiri kostir til greina en IBM-kosturinn? „Það er álitamál og um það ætl- um við að fá faglega umsögn, hvort hægt sé að keyra þennan stýribún- að hjá okkur og hvort einhverjir möguleikar lokast. Ráðgjafarnefnd- in hefur þetta í hendi sér og mikil- vægt að ríkið hafi stefnu í þessum málum.“ Magnusson og segist sannfæröur um aö ákvöröun sín hafi veriö rétt. Hvaö sem öðru líður liggur fyrir aö þú hefur beitt þér fyrir því aö til- lögur um útboð hafa veriö felldar? „Um þetta mál, já. Við töldum í fyrsta lagi að þegar hefði verið leit- að óformlegra tilboða hjá VKS og um leið gerð verðkönnun, í öðru lagi var búið að sauma þannig að þessu að miðað við stöðu okkar og samskipti við SKÝRR og aðrar ríkis- stofnanir ættum við að vera í sama „batteríinu", sem er yfirgnæfandi IBM. í þriðja lagi var það spurningin um að nota timann, að brýnt væri að hraða málinu." Varla er það í anda frjálshyggju- sjónarmiöa þinna að útiloka út- boösmöguleikann á þennan hátt? „Auðvitað er ég hlynntur útboð- um og tel að rétt sé að fara þá leið þar sem það á við. Það getur verið að í sumum tilfellum verði menn að velja og taka ákvarðanir án þess að viðhafa útboð en auðvitað á að hafa útboð í sem flestum tilvikum. Ég er ekki að segja að ég hafi verið með réttu lausnina í þessu máli og er feg- inn að geta borið þetta undir tölvu- nefndina nýju. Slík nefnd á tvímæla- laust að vera til staðar." Ef niöurstaöa nefndarinnar verö- ur aö útboö fari fram, sem er ekki ólíklegt, er þá ekki um leiö búiö aö úrskuröa aö tillögurnar um ein- hliöa viöskipti viö IBM og aö hafna útboöi hafi veriö rangar? „Það segir sig sjálft. Þeir verða líka að taka afstöðu til þess hvort við eigum að vera áfram í samstarfi við SKÝRR. Fyrir mig var þetta bara sú ákvörðun sem ég var sannfærður um á þeim tíma sem hún iá fyrir. En ég lýsti því yfir að ég færi að sjálf- sögðu eftir tillögum nefndarinnar, þegar hún kom upp." Viö höfum leitaö skýringa á IBM- tillögum þínum og heyrt þá kenn- ingu aö þœr sé einkum að finna í því aö sölu- og markaösstjóri IBM er Friörik Friöriksson, félagi þinn og hugsjónabróöir? „Ég er ákaflega vinmargur maður og á stóra fjölskyldu, þannig að þræðir mínir liggja víða. Með þessu móti gætum við útilokað ansi marga." HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.