Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 32
* Utvegsbankinn SKODANIR SKIPTA MILUÓNUM Skýrsla matsnefndar kynnt Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra mun í dag kynna niðurstöðu matsnefndar þeirrar sem skipuð var til að meta eiginfjárstöðu Útvegsbanka fslands miðað við 30. apríl 1987. í sem stystu máli má benda á 10. tölublað Helgarpóstsins frá 10. þessa mánaðar þar sem helstu nið- urstöður eru raktar, auk athugasemda sem við þær eru gerðar. Eigið fé bankans samkvæmt niðurstöðu mats- nefndar er neikvætt um 384.264.136 kr. Þessa upphæð verður ríkissjóður að greiða Útvegsbankanum hf. í sam- ræmi við tilmæli laga nr. 7/1987. Þá kemur fram að sér- stakar afskriftir lána, þ.e.a.s. lán sem talin eru töpuð, nema 438 milljónum króna. Matsnefndin eyðir miklu plássi í að gera grein fyrir svokölluðu skattalegu hagræði sem fylgir yfirtöku Útvegsbankans hf. á gamla bankan- um og viðurkennir að þær forsendur sem hún gaf sér við það mat verði seint taldar einhlítar. EFTIR PÁL HANNESSON Bankinn sem kostaði skattgreiðendur miiljarð. Bankinn sem átti að selja en þegar loksins komu tilboð var ekki hægt að selja hann af því fleiri en einn aðili buðu í hann. Bankinn sem talið er að eigi að geta skiiað hagnaði, en ríkið verður samt að greiða með honum tæpar 400 milljónir vegna nei- kvæðrar eiginfjárstöðu. Matsnefndin skiptir verki sínu í fjóra meginþætti; fasteignir og lausafé, afskriftir útlána bankans, skattaiegt hagræði sem fylgir bankanum og loks skuldbindingar vegna lífeyrisréttinda bankastjóra. MAT Á FASTEIGNUM OG LAUSAFE Við mat á fyrsta lið er stuðst við mat sem Almenna verkfræðistofan hf. gerði og miðaðist við 1. janúar 1987. Gerir matsnefnd smávægileg- ar breytingar við það mat, sem felur í sér þá niðurstöðu að fasteignir og lausafé Útvegsbankans gamla séu tæplega 550 milijóna króna virði. Hér er reiknað hvert hugsanlegt markaðsvirði þessara eigna er, allra eigna Útvegsbankans, aðalbanka og útibúa. Fasteignir með sérhæfð- um bankabúnaði, þ.e. innréttingum, bankahólfum, öryggiskerfi o.fl., auk lausafjár, þar sem meðtalin eru fjar- skiptakerfi, húsbúnaður, skrifstofu- áhöld, tölvur og hugbúnaður, mál- verk og listmunir, mynt og seðla- safn, bifreiðir og vararafstöð. Til við- miðunar má benda á að áætlað er að bygging hringsnúandi veitinga- húss í Öskjuhlíð muni kosta 508 milljónir króna og er þar um frum- kostnaðaráætlun að ræða. AFSKRIFTIR ÚTLÁNA Afskriftir útlána bankans eru ann- ar kafli. Þar segir að sérstök athug- un hafi verið gerð á öllum lánþeg- um með yfir 10 milljónir króna í heildarskuldbindingar. Þar er um að ræða ríflega hundrað lánþega, en skuldir þeirra nema um 75% af heildarskuldbindingum allra lán- þega bankans. Voru hinir ,,slæmu viðskiptavinir" bankans færðir á sérstakan viðskiptareikning hjá Útvegsbankanum hf. og námu skuldbindingar þeirra samtals um 1500 milljónum. Sumir þessara skuldara eru þegar gjaldþrota og flestir aðrir á barmi gjaldþrots og taldi matsnefndin því rétt að afskrifa samtals 438 milljónir króna þess vegna. Þessa upphæð telur mats- nefndin bankanum tapaða þar sem tryggingar séu ekki fyrir hendi. Að auki eru afskrifuð samkvæmt al- mennri afskriftareglu lán að upp- hæð 95 milljónir, samtals 533 millj- ónir króna. Svo sem bent var á í fyrri grein HP tekur hlutafélags- bankinn þessi lán yfir, telji hann sér hag í því, og nái hann inn einhverj- um hluta þeirrar upphæðar sem af- skrifuð hefur verið telst það hreinn gróði fyrir hann. Að öðrum kosti fær bankinn einstakt tækifæri til að losna við erfiða viðskiptavini á kostnað ríkisins. SKATTALEGT HAGRÆÐI Um meðferð þessa liðar segir í skýrslu matsnefndar: „Niðurstaða nefndarinnar um virði tapsins er byggð á forsendum, sem vafalaust eru ekki einhlítar.” Er bent á að út- reikningar þessir séu mjög vanda- samt verk, „enda byggjast útreikn- ingar á spám um það sem framtíðin ber í skauti sér“. Ymsir vafapunktar eru hér á ferðinni og segir í skýrsl- unni að það sé „skoðun” nefndar- innar að sérstakar afskriftir útlána geti samrýmst fyrirmælum skatta- laga. Samkvæmt skattalögum má ekki færa viðskiptakröfur til frá- dráttar skattskyldum tekjum „fyrr en sannanlega liggi fyrir að krafan sé töpuð". Viðurkennir matsnefndin að það sé „auðvitað túlkunaratriði, hvenær krafa er sannanlega talin töpuð." Byggt á ofangreindri „skoðun" nefndarinnar er þó talið réttmætt að gjaldfæra hinar sér- stöku afskriftir í skattalegu tilliti. Af- skriftirnar nema sem áður segir 438 milljónum króna. Matsnefndin telur yfirfæranlegt tap bankans vera um 913 milljónir króna, en þarf að taka ákvörðun um fjöida túlkunaratriða við mat á því hversu mikils virði þetta skattalega hagræði er Útvegsbankanum nýja. Niðurstaða hennar er að milljónirn- ar 913 skuli metnar Útvegsbankan- um gamla til 190 miiljóna króna tekna, jafnvel þó svo að 913 milljón- irnar séu verðtryggðar og nýtist hlutafélagsbankanum um ókomna framtíð. Við þetta mat miðar mats- nefndin þá skoðun sína, að „það virðist a.m.k. hafa verið markmið löggjafans, að bankanum væru búin skilyrði til arðvænlegs rekstrar, þar sem bankinn á t.d. ekki að sitja eftir með vafasön lán frá ríkisbankanum; þau ber matsnefndinni að færa nið- ur í þá fjárhæð, sem gefur hæfilega bankaávöxtun”. Hér hefur mats- nefndin komist að sömu skoðun og HP um að það sé pólitísk ákvörðun ríkisvaldsins að meta niður Útvegs- bankann gamla svo hægt sé að hygla Útvegsbankanum nýja og gengur nefndin út frá þessari óbeinu tilskipun í starfi sínu. Lífeyrissjóðsréttindi bankastjóra Útvegsbanka íslands eru metin á 221,7 milljónir króna. Um meðferð þessa máls segir í skýrslu mats- nefndar: „í raun ber ríkissjóður kostnaðinn af öllum þessum lífeyris- greiðslum, en nýja bankanum er hins vegar falið að annast greiðslur til lífeyrisþega .. . Rétt er að benda á, að það kemur út af fyrir sig vel til greina, að ríkissjóður taki þessar skuldbindingar beint til sín á sama hátt og skuldbindingar bankans við eftirlaunasjóð starfsmanna.” Hér er matsnefndin að ýja að því sem bent var á í grein HP á sínum tíma, að það er óeðlilegt að ríkið skuli greiða Útvegsbankanum hf. út 221 milljón króna vegna komandi lífeyrisskuld- bindinga, í stað þess að ríkissjóður ávaxtaði þetta fé sjálfur og borg- aði út eftir þörfum. Hefði öðru- vísi verið staðið að málum hefði út- koman hæglega getað orðið jákvæð fyrir Útvegsbankann gamla og hlutafélagsbankinn þurft að greiða ríkinu sem því nam. Þess í stað er skuldinni skellt á gamla bankann og ríkið býr i haginn fyrir einkabanka framtíðarinnar. Staögreiöslukerfiö •• AUKNAR ALOG- UR Á ALDRAÐA Það er ekki óalgengt að menn sem hafa greitt í verð- tryggða lífeyrissjóði af launum sínum hugsi sér gott til glóðarinnar þegar að því kemur að þeir hætti störfum. Þá er kominnn tími til þess að njóta afrakstursins af því sem lagt var til hliðar með áralöngum greiðslum í sjóð- ina. Raunveruleikinn vill þó verða annar. Nú er svo kom- ið að oft skiptir sáralitlu máli hvort menn hafa öðlast líf- eyrisréttindi, vegna þeirrar tilhneigingar kerfisins að jafna greiðslur til fólks, óháð því hvort dregið var af því í lífeyri, auk mjög óeðlilegrar tvísköttunar lífeyris- greiðslna í hinu nýja staðgreiðslukerfi skatta. EFTIRJÓNGEIR ÞORMAR w LIFEYRIS^JOOUU ELLILIFEYRIR C ELLILlrEYRIR 231-7 ú102fc8-2t;02í.8 47.641 0,5950 2 LAUN UG AÖRA* GREIöSLUR SAMIALS ° STAOGREIOSLA SKATTA 28.346 25.546 56.137 56.137 * TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI 114 REVKJAVIK- SIHI 19300 TILKYNNING UM INNBORGUN ellilifeyrir tekjutrygging UPPBOT 8.706,00 17.241,00 9.852,00 19.399,00 13.721,00 23.608,00 Samtais 32.279,00 60.248,00 „/ þessum heimi getur maöur ekki gengid aö neinu vísu nema dauöanum og sköttunum.“ Benjamín Franklín 1789 Til þess að skýra þetta mál betur skal tekið raunverulegt dæmi sem barst HP í hendur. Þar er um að ræða mann sem sem vann í áratugi hjá Reykjavíkurborg, greiddi jafnan í lífeyrissjóö borgarstarfsmanna og öðlaðist því rétt á uerdtryggdum líf- eyri. Hann er kominn á eftirlaun, dvelur á elliheimilinu Grund og fær núna 28.346 kr. á mánuði í ellilífeyri frá lífeyrissjóðnum. Auk þess fær hann 32.279 kr. frá Tryggingastofn- un ríkisins, en sú greiðsla saman- stendur af ellilífeyri kr. 8.706, tekju- tryggingu kr. 9.852 og uppbót kr. 13.721. Samanlagt fær maðurinn því greiddar kr. 60.625 á mánuði. Af þeirri upphæð fara 44.947 beint til Grundar, til þess að greiða fyrir dvölina þar, sem þýðir að þá á hann eftir kr. 15.678 til eigin afnota á mánuði. Ef við hugsum okkur einstakling sem aldrei hefur greitt í sérstakan lífeyrissjóð þá fær hann bara greiðsl- ur frá Tryggingastofnuninni. Ef hann dvelur á Grund fer öll sú upp- hæð beint til þess að greiða fyrir uppihaldið þar og ríkið borgar með honum að auki rúmlega 12.500 kr„ þ.e. mismuninn á uppihaldskostnað- inum á Grund og þeirri upphæð sem greidd er úr Tryggingastofnun ríkis- ins. Að auki fær þessi ímyndaði aðili greidda vasapeninga til daglegra nota frá ríkinu að upphæð 6.500 kr„ en það fær sá sem áðan var rætt um ekki. Svona liti dæmið út ef gamla skattkerfið væri enn við lýði (þó að í samanburðinum séu notaðar séu tölur frá þessu ári), þ.e. sá sem ætti uppsöfnuð lífeyrisréttindi hefði 15.678 kr. til ráðstöfunar á mánuði en hinn 6.500 krónurnar sem hann fær í vasapeninga. Það sem gerist, þegar staðgreiðsla skatta er tekin upp um síðustu ára- mót, er að sá sem fær 60.625 á mán- uði og greiddi enga skatta skv. gamla skattakerfinu lendir yfir skattleysismörkum í staðgreiðslu- kerfinu og þarf að borga 5.094 kr. á mánuði í skatta. Hér er hreinlega um að ræða auknar álögur á ellilíf- eyrisþega. Það þýðir að hann hefur úr 10.584 kr. að spila en ekki rúm- lega 15.000eins ogáður. M.ö.o.: Fólk sem ekki hefur unnið sér inn nein lífeyrisréttindi um ævina fær 6.500 kr.í vasapeninga frá ríkinu en okkar maður hefur úr 10.000 kr. að spila af þessum 30.000 sem hann fær frá líf- eyrissjóði borgarstarfsmanna. Mis- munurinn er um 4.000 kr„ en það þýðir að ekki munar nema 4.000 kr. á mánuði milli þessara manna í greiðsium úr opinberum sjóðum þó að annar þeirra hafi greitt áratugum saman af launum sínum í verð- tryggðan lífeyrissjóð. Það er þess vegna ekki að furða þótt því hafi verið haldið fram að litlu skipti hvort menn hafi borgað í lífeyris- sjóð, ríkið hafi hvort sem er tilhneig- ingu til þess að „fletja út“ greiðslur til manna. Athyglisverður punktur í þessu máli er sem sé tvísköttun lífeyris- sjóðsgreiðslna í skattakerfinu. Menn borga skatt af tekjum sínum og síð- an rennur ákveðið hlutfall af þeim í lífeyrissjóð. Þegar menn svo fá þennan lífeyri greiddan mörgum ár- um seinna er hann skattskyldur á nýjan leik eins og um væri að ræða almennar launagreiðslur eða gjald fyrir þjónustu. Ríkið er alltaf jafn „sniðugt" við að útvega sér tekjur. Það væri rangtúlkun að álíta að með þessum skrifum væri verið að mælast til þess að ríkið aðstoðaði ekki þau gamalmenni sem í raun þurfa á því að halda að ríkið borgi fyrir þau hluta af dvalarkostnaði á elliheimili og útvegi þeim vasapen- inga. Með þessari umfjöllun er ein- ungis ætlunin að benda á það órétt- læti sem ríkir í garð þeirra sem lagt hafa fé til hliðar um árabil í lífeyris- sjóðunum og njóta aldrei þeirra fjár- muna, samanborið við þá sem ekki söfnuðu til „mögru áranna" í gegn- um lífeyrissjóðina, heldur ávöxtuðu fé sitt sjálfir, því skv. ofangreindu dæmi virðast þessir aðilar sitja við svo til sama borð, frá hendi hins opinbera. Fyrst hér er á annað borð verið að ræða nýju skattalögin má nefna að fjöldi ellilífeyrisþega sem búa í eigin íbúð sem metin er á meira en 2 millj- ónir skv. fasteignamati hefur nú fengið senda tilkynningu um að á þá hafi verið lagður eignaskattur sem þeir þurfa að greiða. Þetta stafar af því að ónýttur persónuafsláttur nýt- ist ekki í nýja kerfinu til þess að greiða eignaskatt eins og áður var. Ef við hugsum okkur einstakling sem á íbúð metna á 2,5 milljónir þá þarf hann að greiða 5.000 kr. í eignaskatt af henni. Hérna er hrein- lega um auknar álögur að ræða á gamalmenni, sem einna síst mega við slíku. Það er eins og mönnum hafi yfirsést eitthvað í flýtinum við samningu laganna. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.