Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 35
1938—1988 „Fyrst Súpermann er svona klár af hverju er hann í nærbuxunum utanyfir?" TTmabær athugasemd. Þaö er staðreynd aö Súpermann er klár og þaö er líka staðreynd aö hann er í nærbuxunum utanyfir. Svo hefur verið frá því Jerome Siegel skellti öllum hetjunum sem hann þekkti í eina týpu, Tarsan og öllum hinum, og fékk skólafélaga sinn Joe Shuster til aö teikna hann með sér. Til varö bláhærður og stæltur aríi, í bláum aöskornum samfestingi án samskeyta og áfastur líkama hetjunnar, með rauða síða skikkju niður bakið, í rauðum sokkastígvélum og í rauð- um nærbuxum utanyfir og með gult belti. Rúsínan var síðan rautt ess í gulri hyrnu á brjóstkassan- um. Þegar Friedrich Nietzche setti fram hugmynd sína um ofur- mennið hafði hann í raun verið til um aldir í hugum fólks og þjóð- sögum. Dæmi um slík ofurmenni eru Sigurður Fáfnisbani og allir prinsarnir sem gert hafa hella- skrímsli og eldspúandi dreka út- dauða löngu fyrr en Friedrich fæddist. Með ofurmenninu er fólgin ósk manna um að yfirstíga eigin takmarkanir, líkamlegar sem andlegar, sigrast á veikleikum sín- um og nálgast guðdóminn, hver sem hann er á hverjum stað og tíma. Ég sé æsi til dæmis fyrir mér sem ósigrandi ofurmennagengi og allir innbyrðis skyldir meira eða minna. Jerome Siegel og Joe Shuster lögðu Súpermann fyrst fyrir út- gefendur í Bandaríkjunum árið 1938. Á kápu fyrsta Súpermanns- blaðsins, dagsett í júní 1938, sést ofurmennið með hvassar auga- brýr handleika bifreið bófaflokks eins og linan sundbolta á meðan skelkaðir samborgarar þjóta burt í allar áttir. Fyrstu viðbrögð útgef- endanna voru; „barnaleg hug- mynd", „gróft og fljótfærnislegt" eða jafnvel „fáránlegt". Félagarnir gáfust ekki upp og nokkru síðar voru þeir búnir að gera samning við útgáfufyrirtækið Action Comics. Súpermann náði fljótlega gífurlegri útbreiðslu uns hann velti sjálfum Tarsan úr sessi hvað vin- sældir snerti. Þegar Siegel var spurður um fæðingu hugmyndar- innar sagði hann meðal annars: „í skóla gat ég vel hugsað mér að verða blaðamaður. Eg var frekar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.