Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 40
Entek-manna er dottinn upp fyrir Svo sem sagt hefur verið frá hér í HP gerðu þeir Entek-menn, sem reka slðnguframleiðslufyrirtæki í Hveragerði, sér vonir um stóran samning við bandaríska fyrirtækið Karland á sínum tíma. Hljóðaði samningurinn upp á 4 milljónir Bandaríkjadala og átti að greiðast í bandarískum skuldabréfum. Þurftu þeir Entek-menn að leita til opin- berra fjármálastofnana hérlendis með fyrirgreiðslu til að breyta þess- um fjármunum í íslenskan gjaldeyri, þeir þurftu m.ö.o. lán. Eftir skoðun sem hefur staðið í fjölda mánaða kom loks afsvar. Viðskiptin þóttu ekki nægilega trygg og þó að skuldabréfin gætu staðið sem veð fyrir höfuðstól lánsins þótti óvíst með að Entek-menn gætu staðið undir vaxtabyrði og öðrum kostn- aði. Hiris vegar er ekki allur vindur úr fyrirtækinu, sem þykist hafa styrkst með inngöngu IBM-for- stjórans, Gunnars Hanssonar, auk þess sem nokkrir þungavigtar- menn úr íslensku atvínnulífi hafa bæst í hópinn og ætla að styrkja hlutafjárstöðu fyrirtækisins. . . m 9 9i ú nýverið var haldinn deildarfundur heimspekideildar Háskóla íslands. Þar var tekið fyr- ir mál Njarðar P. Njarðvík, en sam- kvæmt hinu nýja þrepakerfi fyrir kennara skólans hafði hann lagt inn umsókn um prófessorsstöðu innan íslenskudeildarinnar. Dómnefnd, sem í voru prófessorarnir Bjarni Guðnason og Álfrún Gunnlaugs- dóttir og að auki Jónas Kristjóns- son, hafði fellt dóm um hæfni Njarðar og farið um hann lofsamleg- um orðum. Fulltrúar nemenda á 40 HELGARPÓSTURINN fundinum brugðust hins vegar ókvæða við og komu á fundinn með Ijósrit af umsögn dómnefndar um hæfni Njarðar þegar hann sótti um dósentsstöðu fyrir allmörgum ár- um. í ljós kom að tveir þriðju hlutar dómnefndarálitsins voru teknir orð- rétt upp úr eldra álitinu og þótti fundarmönnum, þegar það varð ljóst, sem vinnubrögð dómnefndar- innar væru varla við hæfi. Eftir nokkurt þref og allmiklar umræður um álitið og forsendur þess, þar sem m.a. erlendir sendikennarar fóru hörðum orðum um dómnefndina og einnig Njörð, var samþykkt að vísa málinu aftur til dómnefndar- innar og verður hún nú að endur- skoða álit sitt. Ljóst þykir að þetta mál getur haft talsverð eftirköst inn- an deildarinnar, m.a. haft áhrif á vilja manna til setu í dómnefndum og jafnvel einnig á framtíð Njarðar P. Njarðvík innan deildarinnar. Þrátt fyrir að nemendur þyki þarna hafa sýnt nokkra uppvöðlusemi var uppátæki þeirra vel tekið af kennur- um innan deildarinnar, enda mál manna að deildin hefði að öðrum kosti sett verulega ofan. . . u 9 ^9 ú stendur fyrir dyrum nýr kafli í sögu Nesco-ævintýrisins. Munu bústjórar og skiptaráðendur þrotabús Nesco-Manufacturing hafa tekið ákvörðun um að öllum þeim fyrirtækjum sem ÓIi Anton Bieltvedt kom á laggirnar í kjölfar gjaldþrotsins verði slitið. Verður myndun Nesco-Kringlunnar hf. og Nesco-Laugavegar hf. sem og Nesco-Xenon-iðnfyrirtækis hf. rift. Óli Anton er stjórnarformaður í öllum þessum fyrirtækjum. Þykir einsýnt að fyrirtækin hafi einvörð- ungu verið stofnuð til þess að koma fjármunum undan gjaldþroti Nesco- Manufacturing og verður Óla Antoni gerður sá kostur að slíta öllum þess- um fyrirtækjum, að öðrum kosti verði farið í málaferli sem endi að öllum líkindum fyrir Hæstarétti. Gjaldþrot „Nesco — með öllu" mun ekki vera undir 200 milljónum. Mun það einsdæmi í íslenskri gjaldþrota- sögu að fyrirtækjum sem hafa verið svo lengi í rekstri sé slitið af þessum orsökum . . . llEins og flestum er kunnugt kemur Eddie Skoller hingað til lands á vegum Lionsklúbbsins Njarðar og skemmtir í íslensku óperunni sunnudags- og mánudags- kvöld. Nú þegar mun vera uppselt á báðar þessar skemmtanir og hefur verið ákveðið að Skoller hafi auka- skemmtun á þriðjudagskvöldið á sama stað. . . Tillaga þeirra Alberts Guð- mundssonar, Guðmundar G. Þórarinssonar og Steingríms J. Sigfússonar um að skattleggja handhafa krítarkorta hefur mælst illa fyrir og á ekkert skylt við af- stöðu manna til Skáksambands íslands sem átti að njóta góðs af þessum sérstaka skatti. Það sem kemur einna mest á óvart í sam- bandi við tillögu þessa er það, að með tillögunni gera flutningsmenn ráð fyrir því að greiðslukortafyrir- tækin EURO og VISA verði lögfest í þjóðlífinu. Þykir undrun sæta að jafnreyndir þingmenn skuli ganga svo langt í tilraun sinni til að láta á sér bera, en hvað gera menn ekki til að lenda í brennipunkti fjölmiðl- anna. . . AD DRAUMABÍLNUM ER BINGÓSPJALDIÐ Þin lÓNVARPS^jg SJÓNVARPSBINGÓ Á STÖÐ 2 Aðalvinningur á hverju mánudagskvöldi er VOLVO 740 GL frá VELTI að verðmæti kr. 1.100.000.- Sannkaliaður draumabíli Aukavinningareru 10 talsins: hljómflutningstæki frá HLJÓMBÆ, PIONEER XZL, hvert að verðmætí kr. 50.000,- Heildarverðmæti vinninga í hverri viku er því 1.600.000 KRÓNUR Spilaðar eru 2 umferðir i hverjum Bingóþætti: FYRRI UMFERÐ: Spiluð er ein lárétt lina um 10 aukavinninga SEINNI UMFERÐ: Spiiaðar eru 3 láréttar línur (eitt spjald) um bilinn. Þú þarft ekki lykil að STÖÐ 2 því dagskráin er send út ótrufluð. Allt sem þú þarft er BINGÓSPJALD, og það færð þú keypt á aðeins 250 krónur í sölutumum víðsvegar um land. fllj ”1 UPPLÝSINGASiMAR ERU 673560 OG 673561 AILTAF Á MÁNUDÖGUM KL. 20.30 í ÓTRUFLAÐRI DAGSKRÁ ÁSTÖÐ2 UPPLAG BINGÓSPJALDA ER TAKMARKAÐ, AÐEINS 20.000 SPJÖLD VINNINGAR ERU SKATTFRJÁLSIR OG BER AÐ VITJA ÞEIRRA INNAN MÁNAÐAR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.