Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 8
1A ■*{•*«*>: ^adaifundi Sameinaöra verktaku og Dverghamra myndaöist bidröc þegar 24 rnilljónum króna var útdeilt — aö mestu til aöila af höfuö borgarsvœöinu. HP upplýsir lesendur um gang mála og skiptingu arösins — þrátt fyrir þykkan leyndarhjúp. Frá aðalfundi Sameinaðra verktaka og Dverghamra. Til málamynda var farið í gegnum venjuleg aöalfundarstörf, allt samþykkt og stjórn endurkjörin. Síðan myndaðist biðröðin eftir arðinum. GIILLKISTA HINNA 1 Á sameiginlegum adalfundi hlutafélagsins Samein- aðra verktaka og sameignarfélagsins Dverghamra á Hótel Sögu sl. föstudag var 24 milljónum króna útdeilt í arbgreibslur. Sameinabir verktakar (SV) eru sem kunn- ugt er eigendur íslenskra adalverktaka (ÍA) ab hálfu og Dverghamrar eru e.k. ,,byggingardeild‘‘ Sameinabra verktaka og eru í undirverktöku hjá íslenskum abalverk- tökum. Pótt starfsemi þessara félaga tengist Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli nœr eingöngu renna milljónirnar áburnefndu ab 96% hluta til einstaklinga og félaga á höfubborgarsvœbinu. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND JIM SMART Þegar HP reyndi að afla upplýs- inga um aðalfundinn, hag fyrirtæk- isins og önnur málefni þess hjá stjórnarmönnum og einstökum hluthöfum var undantekningarlaust vísað á Thor Ó. Thors, fram- kvæmdastjóra ÍA og SV og stjórnar- mann í báðum fyrirtækjum. Thor, sem nýlega lýsti því yfir í dagbiaði, að engin leynd hvíldi yfir starfsemi ÍA, þverneitaði hins vegar að ræða við Helgarpóstinn og bar fyrir sig óánægju með fyrri skrif blaðsins, nánar tiltekið 8—9 ára gamla frétt HP um fjárhagsleg tengsl ÍA og SV við stjórnmálaflokka. Ekki náðist í Halldór H. Jónsson, stjórnarfor- mann þessara fyrirtækja. REGINN ER STÆRSTUR Engu að síður liggur fyrir að á 8 HELGARPÓSTURINN aðalfundi SV var greiddur 18 millj- óna króna arður til hluthafa í sam- ræmi við eignarhlutfall þeirra. Mið- að við 10% arð hljóðar hlutafé fyrir- tækisins þá upp á 180 milljónir króna. Hins vegar greina aðrar heimildir frá því að hlutaféð sé 90 milljónir og hefur greiddur arður þá verið 20%. Dverghamrar eru sam- eignarfélag sömu aðila og eiga um 77% í SV og fengu því 3 af hverjum 4 hluthöfum í SV tvær ávísanir. Af Dverghömrum voru greiddar 6 milljónir króna. Hjá firmaskrá sýslu- mannsins syðra var engar upplýs- ingar að finna um heildarframlag aðila sameignarfélagsins Dverg- hamra. Hluthafar í Sameinuðum verktök- um eru rúmlega 140 einstaklingar og fyrirtæki. Þar af er Reginn hf. stærsti einstaki eignaraðilinn með 7,46% hlut, en þetta er sem kunnugt er athafnalaust eignarfélag SÍS. Fyr- ir hönd Regins situr í stjórn SV Axel Gtslason. Næststærsti hluthafinn er Félag uatnsvirkja hf., með 7% hlut, en hluthafar þar eru alls 24, þeirra á meðal Bergur Haraldsson, stjórnar- maður í SV. BYGGINGARFÉLÖG í DÁSVEFNI Því næst koma þrjú afar forvitni- leg byggingarfélög með 4,48% hlut hvert. Brú hf. er fyrirtæki Þorbjörns Jóhannessonar kaupmanns í kjöt- búðinni Borg. Þetta fyrirtæki var stofnað 1943. Stjórnarkjör fór þar síðast fram 1965, enda var það úr- skurðað gjaldþrota 20. september 1967. Þrotabúið hefur hins vegar enn ekki verið gert upp nú, tveimur áratugum síðar! f krafti eignaraðild- ar þessa gjaldþrota fyrirtækis situr Þorbjörn í stjórn SV. Aðspurður hafði hann enga skýringu á reiðum höndum um hvers vegna fyrirtækið Brú hf. hefði ekki verið gert upp. Annað byggingarfélag er Stoð hf., sem stofnað var 30. nóvember 1948. Síðan hefur akkúrat engin tilkynn- ing borist hlutafélagaskrá um hreyf- ingu á stjórn, hlutafé eða tilgangi fyrirtækisins, en stjórnarformaður er enn Haraldur B. Bjarnason bygg- ingarmeistari og fyrirtækið skráð á heimili hans. Þriðja byggingarfélag- ið er Gobi hf., þar sem engin hreyf- ing hefur verið skráð frá því 1978 og var þá stjórnarformaður Óskar Eyj- ólfsson. Ekki ber á öðru en að þessi merkilegu fyrirtæki séu aðeins til að nafninu til og kannski einmitt í þeim tilgangi einum að halda við eignar- hiut í SV. PAPPÍRSFYRIRTÆKI HALLDÓRS Þetta virðist reyndar gilda um fleiri fyrirtæki í SV. Fyrirtækið Ibn- samtök hf. er skráð fyrir 2,98% hlutabréfa í SV. Það var stofnað 1953 og stjórnarformaður kjörinn Jón Gubjónsson. 1972 er tilkynnt um útgáfu jöfnunarbréfa í fyrirtæk- inu, en ekkert hefur borist hlutafé- lagaskrá síðan. Fyrirtækið Múr hf. er 1983 skráð fyrir 0,9% hlut í SV, en fyrirtækið var afskráð 1986 eftir langan svefn. Þá er að nefna til sög- unnar Trésmibju Borgarfjarbar hf., til heimilis í Reykjavík, með 0,44% hlut í SV. Síðast barst tilkynning frá fyrirtæki þessu 1972, en stjórnarfor- maður er áðurnefndur Halldór H. Jónsson, margfrægur „stjórnakóng- ur“. Halldór situr reyndar í stjórn SV og er fulltrúi Byggingamibstöbvar- innar sf, sem er skráð fyrir 2,98% hlut í SV, og eiga því þessi tvö fyrir- tæki Halldórs alls 3,42%. Ekki er þessi byggingamiðstöð það mikið á lífi að Halldór hafi fyrir því að skrá hana í símaskrána, en til heimilis er hún á sama stað og fyrirtæki Hall- dórs Garbar Gíslason hf., sem að sönnu virðist í rekstri! SÉRDEILDIR í UNDIRVERKTÖKU Þrjú fyrirtæki innan SV kallast „sérdeildir" og hafa starfað sem sjálfstæð félög í undirverktöku hjá íslenskum aðalverktökum. Þetta eru Félag vatnsvirkja hf„ sem áður var getið, Rafvirkjadeildin hf. (alls 19 hluthafar með 3,6% hlut í SV) og Verktakafélag málarameistara sf. (alls 16 eigendur með 1,62% hlut í SV). Þessar „sérdeildir" og einstakl- ingar innan þeirra eiga samtals 12,22% hlut í SV. Sjálfir eiga Sam- einaðir verktakar að minnsta kosti 2,28% hlut í fyrirtækinu, en hiutur- inn hækkaði þegar Landssmibjan var seld og nýir eigendur þar á bæ seldu 1,08% hlut sinn í SV. Fyrir hönd SV sjálfra situr í stjórn þess Thor Ó. Thors, en persónulega á hann 0,9% hlut í SV. Fjöldi einstaklinga á síðan hlut í SV, frá 3% og niður úr. Áberandi í þess- um hópi eru iðnaðarmenn, ekkjur og dánarbú. Meðal þessara einstakl- inga eru t.d. Þorkelt Ingibergsson byggingarmeistari, Jón Bergsteins- son múrarameistari, Jón G. Hall- dórsson viðskiptafræðingur, Gissur Símonarson forstjóri, Gubmundur Einarsson verkfræðingur, Hrafnkell Ásgeirsson lögfræðingur, Ingólfur Finnbogason húsasmíðameistari, Karvel Ögmundsson útgerðarmað- ur og Snorri Tómasson hagfræð- ingur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.