Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 37
Sambönd Súpermanns viö konur hafa hingað tii veriö endaslepp. 'MWP 500«, UHOER THH ÖBfi, WE KiSSEO-AND THERE N£V£R WA&, CR éV'ER WIIL 6E,SUCM A S7(?ANÖE KIS& ASAi.N--TM£ PAREWgll SETvveHN A Sl/PéBMMAW A MSRMAIO.n— ^ :1p : A Daniels Ortega þar. Því hefur Súp- ermann í reynd sterka pólitíska afstöðu ekki síður en siðferðis- lega. Þetta tvennt er þó alls ekki það sama. Það má heldur ekki gleymast aö Clark Kent hefur bandarískan ríkisborgararétt, þó Súpermann sjálfur sé úr lögum við samfélagslegt skráningarkerfi og borgi ekki skatta. Súpermann birtist ætíð sem varðmaður samfélagsins, vörður laga og reglu og einnig vörður ríkj- andi skipulags. Þau öfl sem ógna jafnvægi samfélagsins fá á sig ómennskublæ, persónugervingar hins illa eru annaðhvort geðsjúkl- ingar, menn með rándýrseðli eða ómenni annars heims. Náttúran er líka ógnvaldur samfélagsins, Súpermann þarf líka að kljást við flóðbylgjur, jarðskjálfta og eldgos. Viðfangsefni Súpermanns er allt sem ógnar samfélagi manna og jafnvægi þess. Það hefur hins veg- ar vakið athygli fræðinga, sem rannsakað hafa Súpermann, hversu lesendur hans sætta sig við einfaldar lausnir. Hann þarf ekki annað en að afhenda lögregl- unni tröllvaxinn beljaka (útsend- ara myrkraaflanna) sem rétt á undan hafði brotið og bramlað heilu skrifstofuhverfin, til þess að vandinn sé úr sögunni. Þetta, segja margir, ýtir undir þá hug- mynd að samfélagið sem Súper- mann verndarstandi mjög höllum fæti og geti brotnað við minnsta mótlæti. Lesendur Súpermanns voru upphaflega börn og unglingar. Nú hefur aldurinn færst ofar og helstu aðdáendur hans eru á aldrinum 20 til 35. Vegna þessa hefur þurft að gera ákveðnar breytingar á lífs- venjum þeirra Clarks og Súper- manns. Meðal fræðinga er gjarna talað um að breytingarnar þýði að Súpermann hafi breyst úrSUPER- manni í súperMANN, þ.e. í stað þess að vera yfirnáttúrulegur með George Reeves lék Súpermann í sjónvarpi í sjö ár en glataði sjálfum sér vegna frægöarinnar og framdi sjálfsmorö. mannlega eiginleika, hefur hann þróast yfir í það að vera mannleg- ur með yfirnáttúrulega eiginleika. Súpermann og Clark hafa upp á síðkastið oft orðið ástfangnir upp fyrir haus, án þess að þeir geri nokkuð í málum, og nú sést Súpermann fara á klósettið, nokk- uð sem hann var áður laus við. Eftir afrek sín fer Súpermann nú í sturtu, og sést þá að mestu nakinn og líkamlega stæltur með tilheyr- andi kynferðisskírskotunum, en áður fór hann beint á skrifstofuna sem Clark Kent angandi af svita- lykt. Önnur nýjung er sú að Súper- mann þreytist og þarf að sofa. Og nú fer hann úr bláa búningnum eins og hverjum öðrum jogging- galla sem áður var samgróinn ofurmennislíkama hans og ekki jarðneskur að neinu leyti. Maður sér nú fyrir sér klæðaskáp fullan af Súpermannsgalla til skiptanna og rauöar skikkjur í klemmum á snúru. Allt þetta gerirSúpermann mannlegri en ella. Að auki er Clark Kent ekki eins mikil lumma og fyrst, hann er meira að segja orð- inn eftirsóttur hjá kvenþjóðinni og næmi hans, góðmennska og við- kvæmni, sem áður voru galli á karlmennsku hans, teljast nú kost- ir. Þeir færast því enn nær hvor öðrum Clark og Súpermann. ÓDAU0LE6IR Súpermann hefur þannig breyst töluvert í gegnum tíðina og haft þann nauðsynlega hæfileika að geta lagað sig að breyttum tím- um. Hann er orðinn fimmtugur, flughraði hans eykst með aldrin- um og infrarauða sjónin og geisl- arnir vinna betur en nokkru sinni. Hannerjafn unglegurog bláhærð- ur sem fyrr og vaxtarræktarlegur líkaminn ætlar ekki að láta á sjá. Hann hefur því alla burði til að verða eilífur á meðal okkar, burt- séð frá því hvort hann er í nærbux- unum utanyfir eða ekki. Christopher Reeve er þekktasti Súp- ermann bíómyndanna. CANON = GÆÐI TÝLI = ÞJÓNUSTA ÚTSÖLUSTAÐIR FÓKUS, Lækjargötu JAPIS, Kringlunni KASK, Hornafirði LEO-LITMYNpiR, ísafirði VÖRUHÚS K.Á, Selfossi NÝJA FILMUHÚSIÐ, Akureyri TÝLI, Austurstræti LÍTT'INN HJÁ ÓLA — Keflavík Einkaumboð á íslandi <•> Austurstræti 6 Sími10966 lylí H R»Ý*M»I»N»G»A»R S*A*L®A VIÐ RÝMUM FYRIR NÝJUM BIRGÐUM í ÁRMÚLANUM og að LYNGHÁLSI BOCH | SALERNI T Á KR. 6.900.- (ÁN SETU) f 20% | STAÐG REIÐSLUAFSLÁTTU R | áöðrum HREINLÆTIS og | BLÖNDUNARTÆKJUM j RÝMINGARSALAN stendur meðan BIRGÐIR ENDAST TILVALIÐ í SUMARBÚSTAÐINN OPIÐ í DAG LAUGARDAG TIL KL 16.00 V VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 ÉÉÉI LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.