Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 18
Hann er diplómat og drekkur vatn. Hefur starfaö í utanríkisþjónustunni um aldarfjóröung og kallar hlut- verk eiginkvenna þar „hetjuhlutverk“. Einar Benediktsson sendiherra segir í fróölegu opnuviötali Helgarpóstsins frá lífi sínu og störfum. Unglingurinn sem byggöi brýr í Borgarfirdi er nú sendiherra þjódarinnar í Brussel. Mjálu betur" þá get ég lesid „Ég skal koma í opnuviötal næst þegar ég kem heim — í mars,“ sagði hann þegar ég falaðist eftir viðtali við hann um jólin. Satt að segja datt mér ekki í hug að hann hefði möguleika á að standa við orð sín, sérstaklega þegar haft var í huga að marsferðin var þriggja daga fundaferð. En Einar Bene- diktsson sendiherra er maður sem stendur við orð sín. Þess vegna stóð hann á tröppunum hjá mér kaldan marsdag. Kominn til að efna loforðið. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND JIM SMART Það væri ósatt að segja að ég þekkti manninn ekki af fyrri kynnum. En þau eru allt annars eðl- is en þau kynni sem margir aðrir hafa af honum, sem sendiherra og starfsmanni utanríkisþjón- ustunnar í fjölda ára. Einar Benediklsson hefur lengst af búið eriendis undanfarna áratugi. Þeg- ar hann á frí er hann í fríi. Það er kannski þess vegna sem ég var ekkert síður forvitin en aðrir að vita meira um störf hans í þágu þjóðarinnar erlendis. „MERKILEGT HVAÐ ÆTLAR AÐ RÆTAST ÚR OKKUR!" Hann er alinn upp í Vesturbænum og segist alltaf hafa talið sig til „þess flokks sem Vestur- bæingar svo sannarlega eru” segir hann. Æsku- minningar sínar segir hann að miklu leyti. bundnar við Hringbrautina, þar sem fjölskyldan bjó í húsi sem þá var númer 45 en hefur nú miklu hærri húsatöiu. Þau voru fimm systkinin, tveir bræður og þrjár systur, og er Einar elstur í hópnum. Hann hóf skólagöngu í Landakots- skólanum og fór síðar í Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga og Menntaskólann í Reykjavík: „Mér hefur fundist síðar í lífinu, að menntunin sem ég fékk, allt frá barnaskólaárunum og til þess tíma að ég varð stúdent, hafi orðið mér mjög gagnleg. Sérstaklega tel ég þó, að það sem mér var lagt til í máladeiid Menntaskólans hafi komið mér að mjög góðum notum. Þess minnist ég svo sannarlega með þakklæti nú, þótt það hafi kannski ekki verið efst í huga mér eða bekkjarsystkina minna þegar við puðuðum við námið. Bekkjarbróðir minn, Matthías Jo- hannesen, ritstjóri Morgunblaðins, sagði eitt sinn við mig: „Það er nú annars mesta furða, Einar, hvað ætlar að rætast úr okkur, þessum blessaða meðalbekk." Sá hópur sem útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1950 hefur annars verið býsna samheldinn og þó ég hafi ekki nærri alltaf getað verið með á árlegum samkomum bekkjarsystk- inanna hef ég þó getað sýnt mig meir í seinni tíð. Við áttum 35 ára stúdentsafmæli á þeim tíma er ég var sendiherra í London, og þá komu mörg bekkjarsystkinanna og makar þeirra í heimsókn til London. Það er reyndar ein hlýjasta endur- minning mín af skólasystkinum mínum úr menntaskóla, sem eru mér vissulega kær." VIÐ BRÚARSMÍÐI Á SUMRIN Einar missti föður sinn, Stefán Má Benedikts- son, son skáldsins Einars Benediktssonar, þegar hann var á mörkum barna- og gagnfræðaskóla. Móðir hans, Sigríður Oddsdóttir, kom þó öllum börnum sínum til mennta, en eðlilega lögðu þau sitt af mörkum til heimilisins: „Eg hafði verið í sveit í mörg surour uppi í Borgarfirði, á Ferjubakka hjá Guðmundi Magn- ússyni bónda og hans ágætu fjölskyldu, en þeg- ar fór að togna úr mér var ég við brúar- og vega- vinnu víða um hérað í Borgarfirði. Mér líkaði sú vinna vel, útiiífið og það að búa í tjöldum heilu sumrin. Einu sinni dróst vinnan að vísu á lang- inn hjá okkur og var komið langt fram á haust er brúarsmíðinni lauk. Þá var orðið býsna kalt á heiðinni og frost í jörð, þannig að ég var feginn þegar þeirri sumarvinnu lauk. Ég tengdist sveitalífinu í Borgarfirði ekkert síður en borgar- lífinu í Reykjavík." Hann segist alltaf hafa verið ákveðinn í að ganga menntaveginn: „Já, ég var staðráðinn í því, eins og reyndar flestir í Menntaskólanum þá, að fara til háskólanáms. Helst hafði ég hug á því á menntaskólaárunum að læra lögfræði við Háskóla íslands en þegar Scandinavian American Foundation auglýsti námsstyrk ákvað ég að sækja um hann í þeirri von að ég gæti bætt við enskukunnáttu mína með ársdvöl í Bandaríkjunum. Þennan styrk fékk ég, en fé- lagið sem veitti hann réð hins vegar skólavist- inni og ég var sendur á lítinn háskóla í New York-fylki. Þegar til kom líkaði mér ágætlega þar og það varð úr að þar var ég við hagfræði- nám næstu þrjú árin og lauk þaðan BA-prófi.“ Þá þegar var löngun til starfa við utanríkis- þjónustuna farin að biunda með Einari: „Já ég hafði það mjög í huga að gerast starfsmaður ut- anríkisþjónustunnar og ekki síður á því að vinna í alþjóðastofnun, annaðhvort í Evrópu eða hjá Sameinuðu þjóðunum. Ég sótti því um náms- styrk til að nema við skóla í Boston sem heitir Fletcher School of Law and Diplomacy, og er, eins og nafnið bendir til, ætlaður til þjálfunar fyrir fólk sem fer í utanríkisþjónustu eða í störf á alþjóðlegu sviði. Það nám fjármagnaði ég líkt og áður með bandarískum styrkjum og einnig með sumarvinnu." SUMARVINNA í BANDARÍKJUNUM Einar starfaði í Bandaríkjunum á sumrin og kom ekki heim í þau fjögur ár sem hann var við nám þar, utan eitt sinn að hausti: „Ég byrjaði mína sumarvinnu í byggingavinnu, eitt mikið hitasumar. Hafði verið í erfiðisvinnu heima áð- ur, en það reyndist öðruvísi í þessum miklu hit- um. Næsta sumar á eftir íhugaði ég því að fá mér auðveldara starf og það átti fyrir mér að liggja að verða bæði þjónn og barþjónn. Þá lærði ég að blanda kokkteila... Eg starfaði meðal annars á ágætis sumarhóteli á Cape Cod í Massachuss- etts og þaðan á ég mjög góðar endurminningar. Ekki aðeins endurminningar, heldur reyndar einnig vinfengi við hjónin sem áttu og ráku hótelið, þótt nú sé komið á fjórða áratug síðan ég starfaði þar. Við skiptumst enn á jólakortum, börn þeirra komu í heimsókn til okkar í París og við Elsa höfum einu sinni verið á hótelinu þeirra góða — The Lighthouse lnn.“ Einar lauk mastersprófi frá Fletcher vorið 1954 og kom þá heim til íslands. Það átti þó ekki eftir að liggja fyrir honum að dveljast langtím- um í heimalandinu: „Ég fór til námsdvalar í Bretlandi og starfaði um skeið í hagdeild Framkvæmdabankans árið 1955, þeirri ágætu stofnun, sem dr. Benjamín Eiríksson stýrði. Ég hafði þá augastað á því að fá vinnu í alþjóðastofnun og naut þar góðra ráða, svo sem ævinlega síðar í lífinu, vinar míns, Þórhalls Ásgeirssonar ráðuneytisstjóra. Á þeim tíma var ekki um að ræða ráðningar í utanríkis- þjónustuna en ég sótti um starf hjá OEEC, Efna- hagssamvinnustofnun Evrópu, sem var undan- fari OECD. Meðan ég beið eftir að sú staða losn- aði fór ég til hálfs árs námsdvalar á Torino á Italíu, en mér hafði boðist styrkur til náms þar fyrir tilstilli fransks vinar dr. Benjamíns.” UNG OG NÝGIFT I PARfS Hjá OEEC hóf Einar störf árið 1956, „og sama ár giftist ég þáverandi kærustu minni og núver- andi eiginkonu, Elsu. Við vorum í París næstu fjögur árin og urðum á næstu tíu árum sjö manna fjölskylda. Af fimm börnum okkar, eru öll nema eitt fædd erlendis. Áður hafði ég eign- ast soninn Trausta, sem síðar átti reyndar eftir að dvelja með okkur í París, er hann var við nám í Sorbonne-háskólanum." Þau hjónin voru 25 ára gömul þegar þau flutt- ust til Parísar. „Það var skemmtilegt og lær- dómsríkt að kynnast Frakkiandi á þeim tíma og að vera í París. Síðan hafa Parísarborg og Frakk- land breyst mjög mikið. Ég held það megi líta svo á að fyrstu árin eftir stríðið hafi Frakkland verið alllíkt því sem verið hafði fyrir fyrri heims- styrjöldina — allt annar bragur var á landinu en nú er. I Frakklandi urðu svo síðar afar stórstígar framkvæmdir og þetta nýtískulega iðnaðarþjóð- félag, sem þar hefur risið á valdatímum forset- anna De Gaulle, Pompidou og Giscard d’Estaing, er mjög ólíkt því sem við Elsa kynntumst fyrst." „Auðvitað vorum við, eins og yfirleitt allir út- lendingar, heilluð af Frakklandi og okkur þótti gott að vera þar. Starf mitt þar var mjög lær- dómsríkt og ég fékk góða starfsþjálfun fyrir seinni tíma og vann að verkefnum sem síðar hafa gengið áfram, ef svo má segja, í mínu starfi." PARÍS — REYKJAVÍK — PARÍS Einar segir að stofnun sú er hann vann hjá, OEEC, hafi fyrst komið til vegna Marshall-að- stoðar Bandaríkjanna, en henni hafi fylgt áætl- un um efnahags- og viðskiptalegt samstarf Evrópuríkjanna: „Það samstarf má segja að sé vagga þess nánara samstarfs sem síðar kom, Efnahagsbandalags Evrópu, nú Evrópubanda- lagsins, sem stofnað var með Rómarsamningn- um og tók gildi árið 1958. Þá hófust á vegum OEEC viðræður um fríverslunarsvæði í Evrópu, sem ekki leiddu til árangurs, en urðu hins vegar til þess að fríverslunarsamtökin EFTA voru stofnuð. Ég vann í hagdeild og síðar í sjávarút- vegsdeild þessarar stofnunar sem gerði ýmiss konar athuganir á þátttöku landanna í fríversl- un, og þar á meðal íslands. Sú reynsla sem ég fékk í starfi í París varð svo til þess að mér var boðið starf í ráðuneyti hér heima, sem að vísu lifði ekki lengi. Það var efnahagsmálaráðuneyt- ið, en það starf bauð mér Jónas H. Haralz, þáver- andi efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Síðar fór ég í viðskiptaráðuneytið, og það má segja að þau störf sem ég vann á þessum árum tilheyri nú því sem er starfsvettvangur utanríkisviðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Á íslands vegum hef ég því unnið störf af því tagi sem eru innan vébanda utanríkisráðuneytisins frá árinu 1960, en ég var skipaður deildarstjóri í utanríkis- þjónustunni árið 1964.“ Þá lá leiðin aftur til Parísar þar sem Einar var sendiráðunautur næstu fjögur árin, 1964—1968. Hann var jafnframt varafastafulltrúi við OECD og hafði með höndum verkefni gagnvart GATT, alþjóða tollasamvinnustofnuninni í Genf. Heim til Islands komu þau 1968, nú með fimmta barn- ið meðferðis. „Þá voru hafnar umræður um þátttöku okkar í EFTA, og ég hafði með höndum starf í sam- bandi við undirbúning þátttöku okkar í EFTA, sem síðar varð árið 1970. Þá fluttumst við til Genfar í Sviss og ég varð fastafulltrúi hjá al- þjóðastofnunum í Genf, en fyrst og fremst hjá EFTA, og hef síðan verið sendiherra erlendis." ,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.