Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 27
STÓLL HÚSTRÚ ÞÓRUNNAR Einn af kjörgripum Pjódminjasafnsins Þjódminjasafn íslands er uppfullt af munum sem bera sjálfum sér og eigendum sínum merkilegt vitni. Um leiö hafa þeir víöari skírskotun sem söguheimild um menningu ís- lensku þjóöarinnar um árhundruö. Þú reikar um sali safnsins og fellur í dularfulla leiöslu fortíöar. Saga ís- lands rifjast upp í óreglu með óvæntum tengingum og atburöum og þú þreifar á þúsund ára sögu þjóöarinnar um leiö og hún þreifar á þér. Hún og þú eruð eitt. Skarkali bíl- anna og nútímans er víðs fjarri um stund, t þögninni nær hvísl hlutanna eyrum þínum. Þeir hafa allir líf. Heimasæta sækir gullin sín í kistil sem afi situr á og saumar skinn und- ir sokkana á meðan bróður hennar sárverkjar í góminn í næsta sal af því að hann var að fikta með hrífu- skaftið uppi í sér þegar einhver renndi sér óvænt að honum eftir safngólfinu. Þór Magnússon þjóðminjavörður leiðir okkur um salina. Stóllinn var í eigu Þórunnar dóttur Jóns biskups Arasonar. Hann er því frá árunum fyrir 1550. Stóllinn segir til sín sjáif- ur því á stólbakinu er áletrun þar sem stendur: „Hústrú Þórunn á stól- inn, Benedikt Narfason .. .“ svo endar áletrunin, en hefur vafalaust átt að vera „Benedikt Narfason gerði“. Stóllinn er kominn frá Grund í Eyjafirði og hústrú Þórunn er með fullri vissu þessi landfræga Þórunn Jónsdóttir Arasonar biskups. Sams konar stóll er til sem vafalaust var í eigu Ara lögmanns, bróður hennar. Hann er einnig úr Grundarkirkju. Upphafsstafir Ara eru framan á þeim stól. Þriðji stóllinn sem vitað er um samkvæmt eignaskrám kirkj- unnar er ekki lengur til. Safnið á reyndar stólbaksbút sem þugsan- lega eru leifar glataða stólsins úr Grundarkirkju. GATIÐ Á SETUNNI Þórunnarstóllinn er úr íslensku birki og mjög fallega skorinn. Hann er einn af bestu gripum íslensks myndskurðar. Uppistaða hans er dýramyndir; vængjaður dreki, fugl- ar og skógardýr. Síðan eru öll mán- Nautsmerkið, Tvíburarnir og Krabbinn sjást mjög greinilega á stól Þórunnar á Grund. aðarmerkin skorin út í stólinn og rúnaletur með til skýringar. Þarna á milli er falleg mynd af lúðurþeytara úti í skógi og síðan dæmigerður „akantur" sem fylgt hefur íslensk- um myndskurði, vefnaði og reyndar einnig myndskreytingu vefnaðar. Maðurinn sem situr á drekahöfðinu til hægri er mjög skemmtilegur, en hann sést víða á útskornum íslensk- um munum. Tilgangur hans er hins vegar ekki kunnur. Maður getur ímyndað sér hann sem eins konar verndara gripsins, því svo haglega útskorinn gripur var auðvitað verð- mæt prýði eiganda síns. Drekarnir og fuglarnir fylgja kirkjuskreyting- um frá miðöldum. Stóllinn er dálítið merkilegur að því leyti að ef maður lyftir setunni er geymslukista undir. Það er líklegt að kistan hafi geymt ullarhnykla, þeg- ar Þórunn sat og prjónaði, þó það sé í það fyrsta að fólk hafi verið farið að prjóna hér á íslandi svo snemma á sextándu öld. En það er gat á set- unni og maður sér ekki betur en það sé til þess ætlað að ullarþráðurinn liggi þar upp til hagræðingar. Leður- sessan hefur varla fylgt stólnum frá upphafi, en verið bætt við síðar. Stóllinn er í rómönskum stíi, þó hann sé töluvert yngri en sá stíll gef- ur til kynna. Tíska og liststefnur voru væntanlega eilítið langlífari þá en nú og að auki lengur að berast. SVEIGJURNAR Það sem einkennir stól sem þenn- an eru sveigjurnar í viðnum, sem sýna glöggt úr hvers konar efnivið smiðurinn og tréskurðarmeistarinn urðu að vinna. íslenska birkið hefur þá sem nú verið kræklótt og stóllinn ber sterkan svip þess. Menn gátu hvorki hefiað né sagað til. Með sveigjunum verður stóllinn miklu meira lifandi og persónulegri. Hann er eins fjarri þráðbeina nútímastóln- um og hugsast getur, sem að auki er fjöldaframleiddur. Stóll Þórunnar á að sjálfsögðu engan sinn líka. Stóll- inn er ein mesta gersemi Þjóðminja- safnsins. Hann var lengst af í eigu kirkjunn- ar, en árið 1843 sendir Olafur Briem timburmeistari, faðir séra Valdimars Briem á Stóra-Núpi, stólana ásamt fleiri gripum til Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn, sem var þá líka Þjóðminjasafn íslendinga. Dökkur blær stólsins er alls ekki uppruna- legur, heldur hafði hann ljósan og fallegan lit birkisins. Danir bæsuðu stólinn hins vegar með dökku efni til að verja hann fyrir trjámaðki sem lengi var plága í evrópskum söfn- um. Þetta hefur hins vegar aldrei verið vandamál hér. Ef þú sérð hlut á Þjóðminjasafninu sem er étinn af trjámaðki máttu bóka að hann hef- ur dvalið lengri eða skemmri tíma á Þjóðminjasafninu í Kaupmanna- höfn eða öðru erlendu safni og kom- ið síðan heim aftur. Á Alþingishátíð- inni 1930 afhentu Danir íslending- um stólinn til baka, sem gjöf, ásamt mörgum fleiri merkilegum gripum sem nú eru kjörgripir Þjóðminja- safns íslands. Það er þess virði að líta þangað inn reglulega. FÞ ÚTVARP Grímur í grasrótinni Á þessum vettvangi hefur áður verið vakin athygli á útvarpsstöð- inni Rót fyrir skemmtilega og at- hyglisverða þætti. Einn slíkur var á Rótinni sl. sunnudag. Þá spurðu sérfróðir áhugamenn um utanrík- ismál Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra um utanríkis- stefnu íslands og þróun alþjóða- mála. Þeir sem spurðu hafa smám saman verið settir út af landakorti fjölmiðlanna í landinu. Þegar mál- efni Suður-Ameríku, Mið- Ameríku, Mið-Austurlanda eða heimshluta ber á góma er venju- lega ekki leitað eftir áliti þessa áhugamannahóps. Ekki lengur. Skoðanir þeirra eru ekki „autoris- eraðar" innan rammans sem ljós- vakafjölmiðlarnir hafa búið sér til í samkeppni hver við annan. Þeir hafa kosið að styðjast við er- lend fréttaskeyti og myndir frá stórfyrirtækjum í vitundariðnað- inum og halda sig frá þekkingunni sem áhugamenn í landinu búa yf- ir. Þátturinn með Steingrími Hermannssyni á Rótinni sýndi hve mikill sjónarsviptir er að þessu fólki á opinberum skoðanavett- vangi. Utanríkisráðherra var spurður af mikilli þekkingu á við- komandi málaflokkum, enda spýtti hann úr sér hverri „frétt- inni" á fætur annarri í þessu við- tali, sem stóð hálfan annan klukkutíma. Er þetta ítarlegasta viðtal um utanríkismál sem birst hefur við íslenskan utanríkisráð- herra árum saman. Það hiýtur að vera umhugsunar- efni fyrir aðrar útvarpsstöðvar hvort ekki sé rétt að hverfa um stund frá poppinu, hinum mikla hraða og þeytingi og reyna að fá menn til að tala í útvarp um eitt- hvað sem skiptir máli. Bylgjan iagði t.a.m. niður prýðisgóðan kvöldþátt, Vökulok, og setti í stað- inn tónlist. Rótin sannar að það voru mistök að leggja þann þátt niður. Poppstöðvarnar geta lært ýmislegt af grasrótarútvarpinu. Helgi Már Arthursson SJÓNVARP Gríman Guðni Bragason er að fjöl- margra áliti athygliverðasti frétta- maður Ríkissjónvarpsins. Ég segi þetta ekki út í bláinn því ég gerði skyndikönnun meðal návistar- manna og þessi varð niðurstaðan. Guðni er skýrmæltur, yfirvegaður og jafn ágætlega að sér í Manila á Filippseyjum og í sjónvarpssal. Hann er hreinn og snyrtilegur, bindishnúturinn alltaf kórréttur og hann á auðvelt með að ná at- hygli áhorfenda. Innan veggja sjónvarpsins hefur hann verið uppnefndur „alfræðiorðabókin gangandi” og guðveithvað, svo vel er Guðni að sér í hvers kyns mál- efnum umheimsins, sem ekki er lítill kostur þegar um sjónvarps- fréttamann er að ræða. í stystu máli er Guðni Bragason fyrirmynd annarra fréttamanna. Þeir sem reglulega þurfa að koma fram fyrir alþjóð, eins og sjónvarpsfréttamenn, stjórnmála- menn og ýmiskonar skemmti- kraftar, koma sér iðulega upp ákveðinni ímynd eða grímu til að auðvelda sér starfið og framgöng- una og til að skilja á milli starfs og einkalífs. Fræg er gríman sem Groucho Marx gerði að vöru- merki sínu, kringlótt gleraugu áföst groddalegu nefi og svart yfir- varaskegg undir. Þessa grímu hafa fleiri notað, til dæmis foreldrar Woodys Allen þegar þau vildu ekki þekkjast í bíómyndinni Manhattan. Þessi gríma hefur líka orðið geysivinsæl á grímudans- leikjum. Ég hef að undanförnu skemmt mér yfir þeirri uppgötvun kunningja míns að Guðni Braga- son, sem auðvitað hefur líka kom- ið sér upp sinni sjónvarpsímynd, er á skjánum glettilega líkur Groucho Marx með grímuna. Guðni er að vísu ljósari yfirlitum en það skýrist af hnattstöðu hans. Hvort þarna er um tilviljun að ræða læt ég liggja milli hluta, einkamálefni Guðna koma mér ekkert við. Sjónvarpsgríma hans er allt sem ég hef. Freyr Þormóðsson TÖNLIST Musica Nova og Messiaen Það virðist ekkert gera til þó Sinfó og/eða Listahátíð heykist á að halda afmæli franska stórsnillings- ins Olivers Messiaen hátíðlegt, en á þessu ári verður hann áttræður og keppist gjörvallur músíkheimurinn um að hylla meistarann. Hér á landi tók ungt fólk málið í sínar hendur og flutti verk Messiaens: fyrst Sinfóníu- hijómsveit æskunnar, undir stjórn snillingsins Pauls Zukofski, en ný- lega mátti heyra eftirminnilegan flutning á Ég vænti upprisu dauðra og eilifs lífs, í fyrsta sinn á íslandi; og nú á sunnudaginn var stóð Musica Nova fyrir flutningi á píanóbálkin- um mikla Tuttugu ásýndir Jesú. Fred Kameny frá Bandaríkjunum flutti þetta tveggja stunda verk af mikilli snilld. Þetta verk Messiaens er með þeim mestu í samanlögðum píanóbók- menntum. Eitthvað í ætt við bindin tvö af Velstillta „klaverinu" eftir Bach, Diabelli-tiibrigði Beethovens, ásamt seinustu sónötum hans, h-mollsónötu Liszts, og svo mætti áfram telja. Messiaen er í hópi frum- legustu tónskálda sögunnar. Hann var alltaf nokkuð sér á báti, flokk- aðist hvorki undir nýklassík Strav- inskís né tólftónaaðferð Schön- bergs. Hann fann snemma sína eig- in tónsmíðaaðferð og gerði fræði- lega grein fyrir henni. Fann upp nýja tónstiga; nýðar aðferðir við að þróa ríþma, sem byggðar voru á ind- verskum tónlistaráhrifum; nýja stefjagerð, og notaði hann þar fugla- söng. Alls konar dulartákn talna notaði hann í formgerð verka sinna, og allt var þetta mótað af rammkaþ- ólskri trúarupplifun, og sérlega þeirri hlið hennar, sem snertir dul- hyggju. Samt spratt Messiaen úr mjög franskri hefð. Víða má greina áhrif og fyrirmyndir frá Debussy, semkannski var einn mesti umbylt- ingamaður tónlistarsögunnar. Svo var Messiaen kennari ágætur: Boulez, Stockhausen, Goyvaerts, Pousseur, Xenakis, þ.e. flestir þeir sem sterkast mótuðu tónlistarþróun síðan 1950, voru á einhvern hátt nemendur hans. Það eru hátt í þrjátíu ár síðan ég kynntist verkum hans, og hlýddi á fyrirlestraröð hans á sumarnám- skeiðunum í Darmstadt. Ég hreifst þá af verkum hans. En mig grunaði ekki að þau ættu eftir að endast svona vel. Sumt að því sem þá hreif mig meira hefur rykfallið. Flutningur Freds Kameny var, eins og áður var sagt, frábær og ein- staklega áhrifamikill. Ég hef aldrei heyrt þétta verk leikið áður í heild, og get ekki ímyndað mér að það verði betur gert. Atli Heimir Sveinsson Toto — The Seventh One Ég efast um að það séu margar hljómsveitir sem hafa fengið yfir sig fleiri fúkyrði frá gagnrýnendum í gegnum tíðina en einmitt hljóm- sveitin TOTO. Þó held ég að fáir efist um hæfni meðlima hennar sem hljóðfæraleikara. Þeir Porcaro- bræður, David Paich og Steve Lukather voru í hópi hæstlaunuðu „session-manna í Bandaríkjunum á siðasta áratug. En það dugði þeim ekki, því þeir vildu verða popp- stjörnur í eigin hljómsveit. Þeir hafa í gegnum árin átt vinsæl lög öðru hvoru og gefið út sjö stórar piötur og var sú nýjasta að koma út fyrir skömmu. Á þessari plötu, eins og raunar öllum hinum, er að finna dæmigert amerískt iðnaðarrokk og -popp. Hver tónn á réttum stað og ekkert sem mögulega getur komið á óvart. Sem sé eins og ávallt áður þegar TOTO hafa átt í hlut, hund- leiðinlegt. ★ Gunnlaugur Sigfússon HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.