Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 16
Kuennaframbod — kvennapólitík — kuennalisti — þetta er bara bóla, sem hjaönar fljótt. Ekki er hœgt aö byggja upp stjórnmálastefnu og stjórnmálahreyfingu á þuí, huernig fólk er skapaö? Konur hljóta að uera jafn- sundurleitur hópur og karlmenn, þegar til pólitískra kasta kemur. Þær hljóta að uerða að taka afstöðu til hagsmuna — og þá sundrast þœr. Huaða samleið á uerkakonan með menntakonu í hástéttaraölinum eða atuinnurekanda? Nei, konur eiga samleið með körlum í pólitík, samleið með sinni stétt, sínum hagsmunahópi. Þœr getur ekki skipt nokkru máli, huort pólitískur full- trái þeirra er karl eða kona, hæfnin ein hlýtur að ráða huerjir ueljast til framboðs, og þeir rœkja skyldur sínar, sem fulltrúar hagsmuna- og hugsjónahópa, án tillits til kynjaskiptingar. EFTIR ÓLAF HANNIBAISSON Kvennalistmn er einsleitari og sam- stæðari stéttarflokkur en aöntlu flokkarnir. Veroa stofnuð ný stétt- arsamtök kvenna? Þessar staðhæfingar og spurning- ar koma oftast fljótlega fram, þegar talið berst að kvennapólitík og Kvennalista. Þær byggjast á göml- um og rótgrónum hugsunarhætti um það, hvað pólitík er. En stenst slíkur hugsunarháttur í dag — jafn- vel á sínum eigin forsendum? MIÐSTÉTT í ÖRUM VEXTI Ein allra athyglisverðasta stað- reynd síðustu ára er breytt staða og hagur kvenna um allan heim. Þessi þróun hefur gerst mjög hratt á Vest- urlöndum og er sennilega lengst komin í Bandaríkjunum. Konur eru eini miðstéttarhópurinn þar, sem er í örum vexti. Á næstu 15—20 árum er gert ráð fyrir að konur gegni meira en helmingi allra fastra há- skólaprófessorsembætta. Hvað fjölda snertir er hin nýja tækni- og sérmenntunarstétt dæmigerð kvennastétt. Konur hafa fyllt 80% allra nýrra starfa í þeirri stétt, sem hafa komið til síðan 1980. Sam- kvæmt nýjustu hagtölum er bókstaf- lega öll hin nýja miðstétt ein sam- felld kvennahreyfing. Þessi staðreynd, sem fáir hafa leitt hugann að, gefur merkilegar vís- bendingar um þjóðfélag framtíðar- innar og þá hlutdeild, sem konur munu eiga í því. Æ fleiri konur munu eiga æ meira undir því að vel- ferðarþættir þjóðfélagsins séu virk- ir, til þess að þær geti sinnt störfum utan heimilis. Þjónusta eins og barnagæsla og dagvistir hljóta að byggjast á opinberum fjárveitingum eða stofnunum, sem ekki eru rekn- ar í ábataskyni. Og konurnar sjálfar vinna að langmestu leyti við opin- berar og arðlausar stofnanir. Sama þróun hefur átt sér stað hér á landi. 1 lok kvennaáratugar mátti víða sjá og heyra í viðtölum við kon- ur að þeim fannst eftirtekjan rýr og lítið hafa þokast í jafnréttisátt, eink- um á sviði launa og tekna. En þó höfðu gífurlegar breytingar verið að eiga sér stað rétt við nefið á okkur. Konur voru orðnar meira en helm- ingur útskrifaðra stúdenta og fóru að nálgast helming stúdenta í há- skólanámi. Þjónustugreinarnar þöndust út og bæði i opinbera geir- anum og einkageiranum þyrptust konur á vettvang og nálega lögðu undir sig þessar stéttir. Konur eru langsamlega í meirihluta í heil- brigðisstéttunum, fræðslu- og upp- eldiskerfinu, bönkunum, skrifstof- um og verslunum. Innan þessara greina eru karlarnir víða sem þunnt lag ofan á í tekjuhæstu stöðunum, rétt eins og rjómi ofan á undan- rennu. Þvert á móti því, sem haldið hefur verið fram, eru konurnar sennilega orðnar eða í þann veginn að verða einsleitasta og samstæðasta stétt þessa þjóðfélags. Miðstétt að mennt- un, lágstétt í launum, undirstétt, sem alls staðar á í höggi við karla í hálaunuðum stjórnunarstörfum. Jafnframt á kvennastéttin það sam- eiginlegt með verkalýðsstéttinni í árdaga, að hún þarf að ryðja sér til rúms í þjóðfélaginu, feykja burt aldagömlum fordómum, sem synja 16 HELGARPÓSTURINN henni um jafnrétti í reynd hvað sem góðum vilja og lagaákvæðum líður. Jafnframt þarf hún að rækja þá hugsjón að ala upp nýja kynslóð karla, sem séu betur innréttaðir en við fyrirrennarar þeirra, og er það sennilega mesta verkið og það eina, sem gefur von um fullnaðarsigur í baráttunni. SÉRSTAKT PÓLITÍSKT AFL Allt krefst þetta þess, að konur séu skipulagðar sem sérstakt og sér- stætt pólitískt afl, þangað til jafnrétt- isbaráttan hefur náð svo langt, að konur þurfi að standa andspænis konum í gagnstæðri hagsmunabar- áttu, rétt eins og karlar þurfa að eiga í höggi við kynbræður sína í dag. Hversu stórt gæti slíkt afl orðið? Kvennalistinn hefur nú náð nær 30% í skoðanakönnunum og er þá stærsti flokkur þjóðarinnar. Flestir líta fyrst og fremst á þetta sem end- urspeglun óánægju með ríkisstjórn og hina stjórnarandstöðuflokkana. Á síðastliðnu kjörtímabili hafi Al- þýðubandalag og síðan Alþýðu- flokkur notið svipaðra uppsveiflna. Þetta sé því bóla sem hjaðni, áður en fólk gangi í kjörklefann næst. Hér gætu þó verið mikiu djúprætt- ari breytingar á ferðinni. Ekki er ólíklegt, að hin nýja einslita og sam- stæða kvennastétt sé orðin 30—40% kjósendafjöldans. Segja má, að þær konur sem nú sitja á þingi fyrir hina flokkana þjóni því hlutverki einu að sýna fram á hversu lítið erindi konur eiga inn í þá karlaklúbba, sem gömlu flokkarnir eru. Og láti kona eitthvað að sér kveða á Alþingi fer meira að segja að verða grunnt á kurteisinni hjá karlpeningnum, eins og Jóhanna Sigurðardóttir hefur þráfaldlega mátt reyna á þessum vetri, Guðrún Helgadóttir fyrr og síðar, og jafnvel þingkonur Sjálfstæðisflokksins hafi þær viljað stefna hærra en vera „puntidúkk- ur“. Það er því ekki út í hött að giska á, að Kvennalistinn eigi eftir að halda obbanum af þessari fylgis- aukningu og jafnvel bæta enn við sig. Spurningin er þá um það, hvort hin nýja miðstétt kvenna nær að taka saman höndum við verkakon- urnar í iðnaði og fiskvinnslu. Hér á árum áður voru verkakonur yfirleitt í sérstökum verkakvennafélögum og úr þeirra röðum komu margar konur, sem þjóðkunnar urðu í verkalýðshreyfingunni. Eftir að launajafnréttið var lögbundið þótti þessi skipan úrelt og flest verka- kvennafélaganna sameinuðust karlafélaginu á staðnum. í flestum tilfellum hefur komið í Ijós að við breytinguna hurfu áhrif kvenna eins og dögg fyrir sólu, og hefur gengið illa að punta upp á stjórnir þessara félaga með nokkrum konum til að sýna að þær séu með. Allar þær konur sem prýtt hafa stjórnir ASÍ og VMSÍ hafa komið úr sérstökum verkakvennafélögum. KONUR OG VERKFÖLL Verkfall BSRB 1984 er eitthvert virkasta verkfall, sem háð hefur ver- ið hér á landi hin síðari ár. Og það voru kvennastéttirnar, sem báru hita þess og þunga. Karlarnir stjórn- uðu verkfalli og samningagerð, en á hverjum morgni streymdu konurn- ar þúsundum saman, hljóðlátar, hógværar, áreiðanlegar, til þess að standa verkfallsvörð, dreifa áróðri og upplýsingum og styrkja móral- inn með samvistum og fjöldaað- gerðum. Þegar karlarnir svo klúðr- uðu verkfallinu í lokin var gífurleg innibyrgð gremja meðal þessara kvenna. Sú gremja hefur verið að brjótast út innan BSRB með því að æ fleiri kvennastéttir hafa verið að knýja á með útgöngu, því að þeim er ljóst, að þær eiga ekki bara í höggi við karlana hinum megin við borðið, heldur líka karlana sömu megin. Sama er að eiga sér stað með fiskverkakonurnar innan ASÍ. Hvað skyldi þá vera því til fyrir- stöðu, að konurnar skipuleggi sig sem slétt þvert yfir þau karlavið- horf, sem aðskilið hafa BSRB og ASÍ? Menn segja: fiskverkakonan á ekki samleið með hálaunuðu menntakonunni. Staðreyndin er sú að yfirgnæfandi meirihluti kvenna er launafólk og því sömu megin við borðið. Launamunurinn er miklum mun minni meðal kvenna en karla. Kvennastéttin öll er í andstöðu við sömu öfl, aldarfar og úrelta þjóðfé- lagshætti. Þegar verkalýðsstéttin hóf baráttuna fyrir rétti sínum í þjóðfélaginu voru það mennta- menn af ýmsu tagi, sem tóku foryst- una bæði í faglegri og pólitískri hreyfingu. Sameiginleg hugsjón og barátta gegn þjóðfélagslegu rang- læti gerði meira en að brúa þann kjaramun, sem verið gat milli þess- ara hópa. Það sama gildir um kvennabaráttuna i dag. Því er það ekkert fráleitt, að konunum takist á næstu árum að brúa þann lífskjara- mun, sem vissulega er milli kvenna í dag, og sameina allar konur á vinnumarkaði í eitt stéttarsamband. Jafnframt ykju þær möguleikann á að Kvennalistinn yrði stærsti flokk- ur þjóðarinnar og þar með hin margþráða kjölfesta íslenskra stjórnmála, sem margir hafa sakn- að, síðan innviðir Sjálfstæðisflokks- ins trosnuðu sundur síðastliðið vor. HVERNIG ER FORMÚLAN? Kosningasigur Kvennalistans síðastliðið vor vakti gífurlega at- hygli víða um heim. Allar götur síð- an hefur legið hingað stöðugur straumur erlendra sjónvarpsfrétta- manna og blaðamanna til að reyna að grafast fyrir um hvað það sé, sem gerir að verkum að íslenskar konur hafa náð þessum einstæða árangri. Einnig hafa streymt til þeirra boð frá kvennasamtökum víða í heiminum að sækja þing og ráðstefnur og kynna Kvennalistann. Aðeins fá slík boð eru þegin vegna þeirrar stefnu að þiggja eingöngu boð þar sem all- ur kostnaður er greiddur (Kvenna- listinn hefur haldið fast við það að steypa sér ekki í skuldir). Fulltrúar þeirra hafa þegar verið á Spáni, Italíu, Grikklandi, Sovétríkjunum, írlandi, Danmörku, Noregi, Kanada, Bandaríkjunum. Hópur kvenna í Kanada er nú að semja um leiguflug til íslands í sumar. Hópur nemenda í svonefndum Womens Studies (kvennafræðum) í Banda- ríkjunum ráðgerir einnig slíka ferð í sumar. Er ekki líka kominn tími til að íslenskir fjölmiðlar fari að leita að formúlunni fyrir frábærum árangri þeirra?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.