Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 20
STERK OG SPARNEYTIN M.A.N. - D.E.M.R LJÓSAVÉLAR LJÓSAVÉLASAMSTÆÐUR TIL AFHENDINGAR AF LAGER EÐA MEÐ STUTTUM FYRIRVARA STÆRÐIR: 35KVA - 440 KVA Vdemp MAN-B&HÍ dísilvélar sf.______________________ BARÓNSSTlG 5 - SIMI 11280-11281 - 121 REYKJAVÍK PROPU LSION SYSTEMS STERKAR RÆTUR Á ÍSLANDI Frá þeim tíma hafa þau hjónin verið alveg búsett erlendis, í Genf fram til ársins 1976, í París frá ’76—^82, London frá '82—^86 og frá þeim tíma í Brussel. Einar segir þó að þeim hjónum og börnunum hafi alltaf tekist að „vera svolítil íslend- inganýlenda. Við erum stór fjöl- skylda og ég held að það hafi vissu- lega verið okkur ölium, börnum og foreldrum, til gæfu og gagns. Börnin gátu notið félagsskapar hvert ann- ars en vegna þess hversu mikið við höfum dvalið erlendis hafa þau ekki haft mikið barnaskólanám á Islandi, en þó öll eitthvert. Eldri dóttir okk- ar, Sigríður, hefur lokið námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands og elsti sonurinn, Kristján, er út- skrifaður úr Tækniskólanum, en þau höfðu bæði skólast í Sviss og Frakklandi. Yngri dóttirin, Katrín, sem hefur franskt stúdentspróf, er nú við nám í Háskóla Islands. Einar Már, næstelsti sonurinn, sem sömu- leiðis er franskur stúdent, hefur lok- ið háskólanámi í tölvufræði frá Bret- landi og starfar nú við sömu stofnun og ég gerði í gamla daga, OECD í París. Kristján, nú orðinn vélaverk- fræðingur, er í framhaldsnámi í þeirri grein í Bretlandi og yngsti sonurinn, Pétur, lauk s.k. alþjóða- stúdentsprófi í London og er nú að verða búinn með BA-gráðu við há- skólann þar. Þau hafa öll, eftir því sem ég best get séð og dæmt, samt sem áður sterkar rætur á íslandi. Vafalaust eiga þau ekki þann hóp vina sem við Elsa áttum þegar við vorum ung og ólumst upp hér í Reykjavík. Það eru væntanlega þeir vinir einir, sem maður eignast til alls lífsins og bestir verða, þegar krakk- ar tengjast vinaböndum. En okkar börn eiga að sjálfsögðu vini annars staðar líka og ég held, þegar öllu er á botninn hvolft, að þeirra hlutskipti sé mætagott þótt þau séu alin upp í fleiri en einu landi og hafi sótt skóla í fjórum löndum. Þau eru á heima- vettvangi í franskri menningu og menningarheimi annarra landa, að því marki sem ég eða aðrir sem alist hafa upp hér heima getum senni- lega aldrei orðið. Krakkarnir okkar tala oft saman á frönsku — þótt þau tali að sjálfsögðu meira saman á ís- lensku — og mér finnst oft að þau séu töluverðir Frakkar í sér. En það er bara gott“, bætir hann við og brosir. HLUTVERK KONUNNAR ER HETJUHLUTVERKIÐ Einar segir hlutverk eiginkonu sendiherra oft á tíðum ekki nægi- lega metið. „Það er á engan hátt létt verk fyrir eiginkonu að stofna til nýs heimilis á fjögurra, fimm ára fresti, eins og verður með þær konur sem giftast mönnum í utanríkisþjónust- unni. Það verður að segjast eins og er að hlutur konunnar í utanríkis- þjónustunni er mjög mikill og merk- ur, þótt minna beri á. Það eru ekki bara þær blessaðar, sem velt hafa því fyrir sér hvernig bæta megi hag þeirra og stöðu, og vissulega þarf að hugsa fyrir því. Störf íslenskra kvenna við hlið manna sinna í gegn- um árin á íslensku sendiráðunum eru vissulega mikil og merkileg. Það mætti kalla þeirra hlutverk „hetjuhlutverkið”. Við sem fjöl- skylda eigum því láni að fagna að hafa haldið hópinn vel og haldið innbyrðis vinfengi og skilningi, en grundvöllur þess hefur verið heim- ilið. Fyrir það er ég sannarlega þakklátari en þá vissu velgengni í starfi sem ég hef átt að fagna. Sú velgengni er líka einkum verk góðra starfsfélaga í utanríkisþjón- ustunni, sem ég hef unnið með, því góð útkoma á litlu sendiráði fæst einungis með samstilltu átaki allra.” Hann segist ekki geta séð fyrir sér það líf, sem hann hefur lifað, án eiginkonu og fjölskyldu: „Satt að segja hef ég ekki hugleitt það svo mjög. í íslensku utanríkisþjónust- unni og utanríkisþjónustu annarra landa eru auðvitað bæði menn og konur sem ekki hafa kvænst, og virðist ganga það vel. Þó held ég ekki að slíkt líf hefði átt við mig. Fjölskyldan er mikilvæg í mínu lífi og eftir því sem árin líða verður sá þáttur lífsins miklu þýðingarmeiri en annað.” DIPLÓMAT OG DREKKUR VATN Pú sagdist hafa starfad sem bar- þjónn í Bandaríkjunum og lœrt að btanda kokkteila. Nú hefurðu snúið blaðinu við og hefur tekið nýja stefnu í áfengismálum, ekki rétt? „Jú, það er svo með vínið að ég er GÆÐI = HAGNAÐUR Plastkörin, vörupallarnir og aðrar umbúðir frá Borgarplasti stuðla að auknum gæðum. ★ Fisskör, 310 - 1000 lítra. ★ Vörupallar, þrjár stærðir. ★ Línubalar, tvær stærðir. ★ Humartunnur. ★ Lýsistankar. ★ Fiskeldisvörur. ★ Fjölmörg önnur ílát. í allar okkar vörur eru notuð efni viður- kennd af U.S. F.D.A. undir matvæli. Vesturv5r27 200 Kópavogur, island Slmi4ö9€6 Tele*3000SimtexlSSímnefni:Borgarp!8St Linubalar Fiskikar 1000 litrar 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.