Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 36
SJAIO! Á HIMNINUM!
ÞAO ER FU6L!
PM> ER FUI6VEL!
ÞAO ER SIJPERMANN!
Súpermann hefur á
endanum betur þó illa
horfi.
EN ÞAO EH EKKI GOTT VIÐ
ÞESSU AÐ GERA MEOAN ÉG UEI
TVÖFÖLDU LÍFI....
MÉR GEÐJAST EKKI AO ÞV! A£) VERA
HRANALEGUR VIO V'OLK, Á SAMA HÁTT OG
ÉG VARVIöALICE. m
STUNDUM HVARFLAR AO MER.
HVORT ÞAÐ SÉ RÉTT AÐ VIÐHALDA
ÞESSARI LEYND YFIR TILVERU '
MINNI r<$
'STOCÍt
ROOM
lummulegur og leið fyrir það að
fallegustu stelpurnar virtust ann-
aðhvort ekki vita að ég var til eða
þeim stóð á sama um það. Ég
hugsaði... hvað ef ég hefði eitt-
hvað sérstakt til að bera, eins og
að hoppa yfir byggingar eða
fleygja bílum í kringum mig. Hvað
ef ég gæti til dæmis flogið...? Það
sem einu sinni þótti fáránleg hug-
mynd skólastráks er nú hálfrar
aldar gömul stofnun, óteljandi
átök Súpermanns við makt
myrkranna sem að auki hafa birst
í yfir 250 dagblöðum, 13 útvarps-
dagskrám, þrem skáldsögum, 17
teiknimyndum, tveimur þáttaröð-
um smákvikmynda, 104 þátta
sjónvarpsútfærslu, 1 Broadway-
söngleik auk fimm kvikmynda í
fullri lengd og sú sjötta á leiðinni.
Þá höfum við ekki talið nærbolina,
sængurverin, nælurnar, hringina
og brúðurnar.
BIAÐAMADURINN CIARK
KENT
Hvar sem Súpermann fer er hin
hlið hans ekki langt undan, blaða-
maðurinn og meinleysinginn
Clark Kent sem aldrei skiptir skapi.
Heimspekingurinn Umberto Eco
hefur sagt að lesendur Súper-
manns samsami sig Clark Kent og
Súpermann sjálfur sé þá draumur
lesandans um að vera annað en
hann er, draumurinn um fullkomn-
un. í raun er það ameríski draum-
urinn um frægð og frama sem
raungerist þegar lummulegur og
óþekktur Clark Kent breytist í al-
heimshetjuna Súpermann.
Súpermannssögurnar snúast
að miklu leyti um blaðamennsku
Clarks Kent og lífið á dagblaðinu
Daily Planet, sem reyndar hét áð-
ur Daily Star. Vandræðin sem
Súpermann þarf að leysa upp-
götvast oft með starfi blaða-
mannsins. Clark Kent er líka af-
kastamikill blaðamaður og þekkir
hliðar mála, i gegnum Súper-
mann, sem aðrir myndu aldrei
hafa aðgang að. Þannig nýtist
Clark Kent Súpermanni og öfugt.
Súpermannssögurnar verða
þannig oft fréttaskýringar í
dramatískum búningi.
SUPERMANN 06 JESÚS
KRISTUR
En hvað er Súpermann? Hvaö-
an er hann? Hann hefur alltaf haft
yfir sér goðsagnalegan blæ. Sag-
an segir frá Krypton, fjarlægri
kristalplánetu sem sprakk í loft
upp, og einungis einn sonur
kryptonsks vísindamanns sleppur
á undraverðan hátt í hylki sem
skýst út í geiminn. Við smáþorpið
Smallville í miðvesturríkjum
Bandaríkjanna uppgötva eldri
hjón geimhylkið og fóstra dreng-
inn, sem smám saman uppgötvar
ofurmennishæfileikana á sama
tíma og jafnaldrar hans eru upp-
teknir af kynþroska sínum. Fóstur-
foreldrarnir sjá að hæfileika sína
verður drengurinn að nota mann-
kyni til góðs og hann þróar á með-
an tvöfalt sjálf svo leyndarmálið
opinberist ekki.
k
Þessi saga hefur óneitanlega
biblíulegt yfirbragð, sagan af upp-
runa og hlutverki Súpermanns er
eins og „speis"útgáfa af Jesú
Kristi. Við höfum Maríu og Jósef,
kærleiksboðskapinn, og þetta ut-
anaðkomandi ofurmenni sem er
með öllu hafið yfir mannlegan
breyskleika. Báðir eru einir og
hljóta alltaf að vera einir vegna
hæfileika sinna og hlutverks á
jörðu. Lokatakmark beggja er þús-
und ára ríki guðs á jörðu, þar sem
öllu illu hefur verið úthýst og
menn lifa með hreina sál í rétt-
lætisanda og bræðralags. Súper-
mann er vörður samfélagsins í
einföldustu mynd, í andstöðu við
myrkravöld skúrka og misindis-
manna.
TVÖFALT LÍFERNI
Kynferði Supermanns hefur
mikið verið rætt, hann birtist ætíð
sem kynlaus vera, áhugalaus um
gagnstæða kynið. Hann hefur
virst óspjallaður, jafnvel kynlaus.
Kynleysið gerir hann einmitt ofur-
mannlegan, hann er laus við „lág-
kúrulegar" líkamlegar girndir
dauðlegra manna, sem þá virðast
af hinu illa. Þetta gerir hann um
leið guðlegan og þar er komið enn
eitt biblíustefið og um leið skyld-
leiki við púritanisma. Þrátt fyrir
þetta hafa þónokkrar konur bland-
að sér í líf Súpermanns. Þar er Lois
Lane, samstarfskona Clarks,
fremst í flokki en hún þekkir bæði
Clark og Súpermann og var fyrir
meira en tuttugu árum farið að
gruna að þeir væru einn og sami
maðurinn. Samt hefur henni ekki
tekist að sanna það. Eitt sinn
fleygði hún sér fram af fossi til að
Ijóstra upp leyndarmáli Clarks
sem stóð hjá henni og Clark
neyddist til að opinbera hæfileika
sína á elleftu stundu. Uppljóstrun-
inni var þó eytt svipað og dauða
Bobs í Dallas. Lois var látin
dreyma atburðinn og heilt Súper-
mann-blað varð þá einungis
draumur Lois Lane um samruna
Clarks og Súpermanns. Vegna
tvöfalds lífernis neyðist Súper-
mann stundum til að vera hrana-
legur við Lois og líkar það stórilla.
í annað sinn átti hann vingott við
hafmeyju, átti með henni róman-
tískt ástarævintýri þó ekki gætu
þau elskast líkamlega, bæði vegna
viljaleysis (getuleysis?) Súper-
manns og sporðs hafmeyjunnar. í
seinni tíð er eins og Súpermann sé
að bráðna lítið eitt því hann er far-
inn að sýna fulltrúa Daily Planet í
Chicago vaxandi áhuga auk þess
að halda Lois Lane sívolgri. Þriðja
konan er Ijóskan Catherine Grant
sem Clark fór eitt sinn með í skíða-
ferð til Kanada í lopapeysu, þau
kysstust í lyftunni og fóru saman
út að borða á rómantískan ham-
borgarastað.
Samband Clarks/Súpermanns
við Lois er nauðalíkt sambandi
Maríu Magdalenu og Jesú Krists,
ást þeirra getur einungis verið
platónsk, andleg. Að auki hafa
.margir skrifað um það lærðar
greinar að Súpermann hljóti að
vera gyðingur. í seinni tíð hefur
Súpermann átt í vaxandi erfiðleik-
um með að skilja sundur hið tvö-
falda sjálf sitt, Clark og Súper-
mann ruglast æ oftar saman.
FUUKOMIN
RÉTTLÆTISVrrUND
Súpermann hefur fyrirmyndar-
skapgerð hins góða og hjarta-
hreina. Hann er heiðarlegur, segir
alltaf satt, hann er hugsjónamað-
ur og endalaust bjartsýnn. Hann
hjálpar fólki í nauðum og má ekk-
ert aumt sjá. Hann berst við
glæpamenn af öllum gerðum og
fellur aldrei fyrir freistingum sem
afvegaleiða okkur hin. Þrátt fyrir
yfirburði sína er hann ekki hroka-
fullur, hann er miklu frekar lítillát-
ur. Súpermann er ekki gráðugur.
Hann er aldrei stjórnandi og „dýri-
keyrir" ekki fólkinu í kringum sig.
Hann þráir ekki völd. Og Súper-
mann er ekki bara góður, heldur er
hann uppmálaður sakleysingi í
ofanálag.
Súpermann hefur barist við
óteljandi skúrka í gegnum árin,
bjargað hrapandi flugvélum, gert
kjarnaflaugar óvirkar, stöðvað
stríð og guð veit hvað. Helsti
fjandi hans er Lex Luthor, sem
upphaflega var brjálaður vísinda-
maður rauðhærður en er nú sköll-
óttur bissnessmaður og vopna-
sali, eins konar mafíósi. Lex hefur
sama mottó og Sykurmolarnir,
heimsyfirráð eða dauða. Súper-
mann hefur að auki barist við
óteljandi verur sem ekki eru af
kynstofni manna, heldur hafa tek-
ið sér bólfestu á jörðu með drottn-
un í huga. Þannig breytist Súper-
mannssaga stundum í geimævin-
týri, þó oftast sé umhverfið borg-
aralegur nútími. Ofbeldi er afar
áberandi í Súpermannssögunum
og af einhverjum orsökum hefur
friðelska hetjan leyfi til að beita
ofbeldisaðferðunum sem hann
fyrirlíturgegn andstæðingum sín-
um. Súpermann hefur einnig ver-
ið gagnrýndur fyrir að láta samfé-
lagsmein sig litlu skipta. Það er
eins og fátækt, atvinnuleysi, eitur-
lyfjavandamál og slíkt hvarfli
aldrei að kærleiksríkri réttlætisvit-
und hans.
SVTTAIYKT ÚR SÖ6UNNI
Þegar átakasaga Súpermanns
er skoðuð kemur í Ijós að óvinir
hans fylgja ákveðinni heimstísku
Vesturlanda. Á fyrstu árunum,
þegar kreppan var á undanhaldi,
átti Súpermann oft í höggi við
bruggara og smyglara en þegar
seinni heimsstyrjöldin braust út
urðu nasistar áberandi sem óvinir
hetjunnar. Það kom jafnvel fyrir að
Súpermann blandaðist í stríðs-
reksturinn með bandamönnum,
gegn nasistum. Eftir stríð urðu
Rússar algengir meðal óvina og
síðar Víetnamar. Undir það síð-
asta hafa arabar verið áberandi í
hlutverki skúrkanna, auk herfor-
ingja í Suður-Ameríku. Menn eins
og Idi Amin og Ghaddafi hafa oft
verið persónugerðir sem skúrkar í
Súpermannsblöðum og eflaust er
ekki langt að bíða uppvakningar
36 HELGARPÓSTURINN