Helgarpósturinn - 24.03.1988, Síða 10

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Síða 10
VETTVANGUR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Helgi Már Arthursson og Ólafur Hannibalsson Blaðamenn: Prófarkir: Ljósmyndir: Útlrt Framkvæmdastjóri: Anna Kristine Magnúsdóttir, Freyr Þormóðsson, Friðrik Þór Guðmundsson, Jón Geir Þormar, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Páll Hannesson. Sigríður H. Gunnarsdóttir Jim Smart Jón Óskar Hákon Hákonarson Dreifingarstjóri: Sölu- og markaðsstjóri: Auglýsingar: Áskrift: Afgreiðsla: Aðsetur blaðsins: Útgefandi: Setning og umbrot: Prentun: Birgir Lárusson Hinrik Gunnar Hilmarsson Slgurrós Kristinsdóttir, Sigurður Baldursson. Guðrún Geirsdóttir Bryndís Hilmarsdóttir er í Ármúla 36, Reykjavík, simi 91-681511. Goðgá hf. Leturval sf. Blaöaprent hf. Enn sterkari konur Hér á þessum vettvangi hefur stundum verið bent á það, að ríkisstjórnin sem nú situr sé ekki rökrétt framhald kosningaúrslitanna fyrir ellefu mánuðum. Þau úrslit voru almennt mistúlkuð, eða rangtúlkuð út og suður, og reynt að gera lítið úr sigurvegurum kosninganna, eða gleyma þeim. Þrátt fyrir þetta verða tilhneigingar þær, sem fram komu í kosningunum, sífellt sterkari í skoðanakönnun- um sem gerðar eru. í HP-könnun lyrir skemmstu og nú aftur í DV-könnun sýnir það sig, að Samtök um kvenna- lista — Kvennalistinn — hafa enn styrkt stöðu sína. í HP- könnuninni mældist Kvennalisti næststærsti stjórnmála- flokkurinn, og í DV-könnuninni mældist hann sá stærsti. Þetta er ítrekun á úrslitum kosninganna 1987, — ítrekun á því að aðspurðir hafa snúið baki við fjórflokkakerfinu gamla. Þetta er merki þess að nýr raunveruleiki er að fæðast í íslenskum stjórnmálum. Talsmenn gamla flokkakerfisins munu vitaskuld halda því fram, að ekkert mark sé á slíkum könnunum takandi, eða jafnvel Ieggja til þegar lengra líður fram á árið, að skoðanakannanir verði gerðar skv. „ákveðnum reglum“ eða á annan hátt draga úr trúverðugleika þeirra. Þeir munu áfram skýra og skilgreina fylgisaukningu Kvenna- listans á hefðbundinn hátt. Telja sér trú um að fylgi kvenna muni dala, að í rauninni sé það gott að konur komi vel út úr könnun á fyrrihluta kjörtímabils því þá muni þeim ganga verr þegar nær dregur kosningum, að draga muni úr vinsældum kvenna þegar nálgast kosn- ingar og stund alvörunnar nálgast. Allar þessar skýring- ar hafa menn heyrt síðan konur buðu fram fyrst 1982, þá í bæjarstjórnarkosningum. En þessar skýringar halda ekki. Kvennalistinn bætir stöðugt við sig og eftir því sem vinsældir kvennanna aukast verða þær rólegri. Og eftir því sem fréttamenn pirrast meira á þeim verður það deg- inum Ijósara, að þær hafa undirtökin. Styrkur þeirra breytist í öfugu hlutfalli við taugaveiklunina í gamla fjór- flokkakerfinu. Þegar fjórflokkakerfið „víbrar" af tauga- veiklun styrkja konur stöðu sína. Og af hverju þarf þetta að fara svona, spyrja menn sem sjá heimsmyndir hrynja saman. Stóra leiðtoga gömlu flokkanna koðna niður. Menn sem sjá hverja sögulegu stundina á fætur annarri ganga sér úr greipum. Fulltrúar Kvennalista eru samstæður hópur. Einstakl- ingar sem hafa svipaðan bakgrunn. FuIItrúar nýrrar miðstéttar sem samanstendur að yfirgnæfandi meiri- hluta af konum, skólagengnum og yfirleitt í þjónustu- störfum hjá hinu opinbera. Á lágum launum í saman- burði við yfirmenn, sem í flestum tilvikum eru karl- menn. Vinnubrögð kvenna í pólitík eru öðruvísi en karla, áherslur aðrar og framganga öll önnur. Ekkert bendir til annars en konur muni enn auka vinsældir sín- ar, m.a. vegna þess að flokkakerfið gamla kann ekki svör við framsókn þeirra. Þær eru ógn við valdkerfin í þjóðfé- laginu — valdkerfi sem byggjast á viðhorfum karla. Valdbeiting á sundstöðum Á því eina kjörtímabili, sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur verið í minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, beittu ýmsir valinkunnir einstaklingar innan hans sér fyrir undirskriftasöfnunum gegn tilteknum ákvörðunum vinstri meirihlutans. Forystu fyrir slíkri undirskriftasöfn- un hafði meðal annarra borgarlögmaður og fékk hann að leggja fram undirskriftalista á sundstöðum borgarinn- ar. Nú hefur íþrótta- og tómstundaráð úrskurðað að sams konar undirskriftasöfnun samtakanna „Tjörnin lifi“ stofni pólitískri geðheilsu samborgara okkar í voða og skuli bönnuð. Það eru vinnubrögð af þessu tagi, vald- hroki og valdníðsla, sem endurspeglast í fylgi Sjálfstæðis- flokksins og formanns hans, Þorsteins Pálssonar, í skoð- anakönnunum um þessar mundir. 10 HELGARPÓSTURINN FORSETI EÐA AÐALRITARI SÞ 1992? Það er kannski of mikið sagt, að Steingrímur Hermannsson hafi látið hendur standa fram úr ermum, síð- an hann tók við embætti utanríkis- ráðherra, en bullan í gómastrokkn- um hefur gengið án afláts og hver smjörskakan annarri vænni borist þaðan inn á hillur fjölmiðia. Steingrímur heillaði erlent fjöl- miðlafólk á blaðamannafundi og í einkasamræðum meðan á Höfða- fundinum stóð. Steingrímur hóf kosningabarátt- una á síðastliðnu ári með blaða- mannafundi í Moskvu. Steingrímur hefur „viðrað þá skoðun, að á íslandi yrði staðsett miðstöð, starfrækt í þeim tilgangi að bæta sambandið milli austurs og vesturs" og vill „viðra þessa hug- mynd betur við bæði stórveldin, en þegar hann ræddi hana við Gorbat- sjov varð hann hrifinn og sagði Rússa tilbúna að leggja peninga í þetta“. Steingrímur telur að ratsjárstöðv- arnar hér á landi megi í framtíðinni samnýta af NATO og Varsjárbanda- laginu. Steingrímur vildi að forseti ís- lands færi til Moskvu á boðuðum heimsóknardegi þótt samstarfs- flokkunum fyndist boðið með ókurteislega skömmum fyrirvara. Steingrímur fordæmir harðneskju ísraelsmanna gagnvart arabíska minnihlutanum í ræðu á Alþingi og rýfur með því áratuga hefð fyrir nær skilmálalausum stuðningi við gyðinga. Steingrímur iýsir yfir samstöðu með PLO í útvarpi „Rót” og býður Jasser Arafat reiðubúinn til við- ræðna við sig hvar sem er og hve- nær sem er og forsætisráðherrann hristir loks af sér slyðruorðið og þvertekur fyrir að slíkt muni gerast á vegum þessarar ríkisstjórnar. Hvað er að gerast? Er Steingrímur bau-a að storka meðráðherrum sín- um í ríkisstjórninni, sem vilja halda fast við niðurnjörvaða hálfrar aldar hefð í meðferð utanríkismála? Sæk- ir hann í sviðsljósið með yfirveguð- um glannaskap, sem vekur mikla at- hygli, en er ekki alvarlega meintur? Eða eins og Alþýðublaðið segir í gær: „Verið gæti, að hann hafi að- eins sagt of mikið, eins og honum hefur oft hætt til og oft fylgt miklar umræður í kjölfarið." Eru menn ekki enn einu sinni að vanmeta Stein- grím og hæfileika hans til að sjá lengra nefi sínu og nokkuð fram í tímann? I mjög athyglisverðu viðtali, sem Herdís Þorgeirsdóttir átti við Stein- grím í nóvember sl. fyrir tímaritið „Heimsmynd", og vitnað var til hér að framan, segir í inngangi: „Nú eru uppi vangaveltur um að Steingrím- ur sækist eftir að verða forseti ís- lands í framtíðinni... eða að hann langi hugsanlega í enn stærra embætti á alþjóðavettvangi...“ Og skömmu síðar í greininni: „Sumir starfsmenn á fimmtu hæðinni (utan- ríkisráðuneytinu) hvísla því, að tal- að sé um Steingrím Hermannsson sem hugsanlegan forsetaframbjóð- anda. Einn segir það með brosi diplómatsins. Hvað þýdir hinn nýi tónn hans í utanríkismálum? Aö hann hefur hug á ad hasla sér völl á alþjóda- vettvangi? Langar hann í toppstödu hjá Sameinuöu þjódunum, þegar Peres de Cuellar lœtur af embœtti framkvœmdastjóra þar? Þaö vilja fleiri vera málsvarar friðar á al- þjóöavettvangi en Ólafur Ragnar Grímsson." Hugleiðum þetta aðeins nánar. Peres de Cuellar er nú á öðru ári síð- ara kjörtímabils síns og lýkur því í árslok 1992. Hálfu ári fyrr er kosið til forseta íslands. Gera má ráð fyrir að búið verði að útkljá ráðningu að- alritara fyrir þann tíma. Reynist að- alritarastarfið ekki á iausu er hægt að keppa að forsetatign og ekki ónýtt að vera með það veganesti í baráttuna að hafa komið sterklega til greina í æðsta embætti, sem býðst á alþjóðavettvangi. Semsagt engu að tapa þótt keppt sé að hvoru tveggja. Hvað þarf til að ná kosningu aðal- ritara? Slíkur maður þyrfti að hafa annaðhvort Vestur- eða Austur- biökkina bak við sig og síðan stuðn- ing ýmissa milliblakka þriðja heims- ins. Gerum ráð fyrir að vinfengið við Gorbatsjov tryggi Austurblökk- ina þegar þar að kemur. Ummælin um Palestínu og Arafat gætu opnað möguleika í arabablökkinni. Heppi- leg ummæli að gefnu tilefni í fyll- ingu tímans með fordæmingu á of- beldisverkum og kúgun hvíta minnihlutans í S-Afríku gætu unnið stuðning svörtu Afríkuríkjanna. Þegar við bætist, að Norðurlöndin hlytu að telja sér skylt að styðja frambjóðanda þaðan og gefa þann- ig góða viðspyrnu í Vesturblökk- inni, verður að telja horfur Stein- gríms á að láta slíkan kapal ganga upp býsna álitlegar. En þetta krefst miklu virkari utanríkispólitíkur en við íslendingar höfum átt að venjast og óvenjulegra útspila í kreppu- ástandi í fjörrum heimshornum. í áhættuspili með svo hárri vinnings- von þýddi lítið að vera að gera sér rellu út af því, hvort forstjóri Long John Silvers heiti Rosenthal og reki ættir sínar tii spámanna Gamla testamentisins. Eigi þessar hugleið- ingar sér stoð í veruleikanum má því búast við miklu meira lífi og fjöri í utanríkisþjónustunni en verið hef- ur, en hingað til hefur það þótt bera vott um óvenjulegt lifsmark á þeim bæ, hafi mönnum orðið það á að geispa. Og ætli ekki sé hætt við að Þorsteini Pálssyni mundi þykja það kappnóg léttúð í virðuiegum lafa- frakkaheimi diplómatís og við- kvæmra viðskiptahagsmuna. Ólafur Hannibalsson

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.