Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 21
'múlnÍDft ’mtilmm tiMlníliff hættur að blanda það ofan í sjálfan mig og tel mig vera búinn með minn skammt. Ég lifi áfengislausu lífi. Slíkt er að sjálfsögðu mál hvers og eins. Astæður þess að ég tók sjálfur upp á að fara í áfengismeðferð fyrir nær sjö árum voru þær sömu og all- ir þekkja sem þurft hafa á þessari hjálp að halda. Ég get sagt það hreinskilnislega að ég hef lifað mjög ánægjulegu lífi síðan. Reyndar svo, að ég vildi því síst breyta. Talandi um þá hluti vil ég gjarnan koma því að, að íslendingar hafa unnið mjög merkilegt verk í að aðstoða áfengis- sjúklinga og vinna að áfengisvand- anum hér í þessu landi. Reyndar er það skoðun mín, að ef við athuguð- um þau mál vel væri margt sem við gætum miðlað öðrum og það er svo sannarlega ekki að ástæðulausu að íslendingar hafa tekið til við að reka meðferðarstofnanir erlendis. Ég hef áhuga á að leggja þessum málum allt það lið sem ég get á alþjóða- vettvangi." En er ekki erfitt ad gegna stödu sendiherra og bragda ekki áfengi, ef tekid er tillit til allra þeirra sam- kvœma sem stödu þinni óhjá- kvœmilega fylgja? „Nei, ég hef stundum verið spurð- ur að því hvort það sé ekki óttaleg plága að vera diplómat og drekka vatn. Það er það alls ekki og það skiptir sér enginn af því. Ég man varla eftir því að fólk hafi verið með spurningar vegna þess að ég læt hella gosdrykk eða vatni í mitt glas.“ SAMKVÆMIN ERU HEFÐ — HVORT SEM FÓLKI LÍKAR BETUR EÐA VERR / framhaldi af því: Veislur í sendi- rádum. Eru þœr naudsynlegur hluti af starfinu? „Já ég vil taka fyrir allan misskiln- ing um að þessar veislur í sambandi við alla alþjóðastarfsemi, sem teng- ist utanríkisþjónustunni, séu haldn- ar í þeim tilgangi einum að gera vin- um glaðan dag, eins og tíðkast meðal fólks á heimilum. Það er alls ekki svo. Flestir þeirra gesta sem koma til okkar eru fólk sem við þekkjum ekki mikið. Hvort sem manni líkar betur eða verr er sú hefð í kringum sendiráð að þar er töluvert af samkvæmum, sem hald- in eru beinlínis í þeim tilgangi að skapa tengsl milli fólks, og sendi- herrar gera mikið af því að ræða starfsskyld mál í hádegis- og kvöld- verðum. í Brussel höfum við ekki gert mikið af því að vera með „kokkteilboð" og ég sæki reyndar slíkar veislur eins og er fremur lítið. Bæði er að ég hef ekki mikinn tíma til þess og að auki finnst mér ég starfslega séð ekki hafa mikið upp úr þeim. Þó þarf svo alls ekki að vera, og ég minnist þess til dæmis frá Genf að þar þótti með öllu nauð- synlegt að sækja slíkar móttökur til að hitta menn, spyrja frétta og koma sjónarmiðum áleiðis, þannig að ég dreg ekki úr þýðingu þeirra." MEÐ FEGURÐARDÍSUM I ÍSLENSKUM FATNAÐI V'/ð vendum okkar kvœdi í kross. Einar Benediktsson sendiherra hef- ur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar prýtt síður dagblaða, um- kringdur íslenskum fegurðardísum. Varla er þetta ástœðan fyrir dugn- aði Einars í útflutningsmálum? „Nei, ekki alveg!" segir hann og skellihlær. „Ég, eins og allir aðrir í utanríkisþjónustunni, hef starfað mjög mikið að útflutningsmálum og því sem tengist okkar útflutningi. Það er eðlilegt starf á sendiráðum. Þegar ég var sendiherra í Bretlandi hófst þar mikið og ánægjulegt sam- starf íslensku fyrirtækjanna í Bret- landi og sendiráðs íslands þar. Við vorum með íslandskynningar í Englandi og Skotlandi, sem voru ánægjulegar og, að ég held, mjög gagnlegar. Það kom til dæmis fram í því að við fengum oft mikla fjöl- miðlun, sem hefði verið dýrt að kaupa. Varðandi íslensku sýningar- stúlkurnar, sem margar hafa verið fegurðardrottningar, er það að segja að óneitanlega beindist athyglin að þeim og íslenska fatnaðinum, enda þykir kvenfólkið okkar afar glæsi- legt. Af því sem áorkað var á fs- landskynningum í Bretlandi vil ég koma því á framfæri að þau mál gengu okkur svo sannarlega miklu betur en verið hefði ef ekki hefði notið við mikillar hjálpar þess ágæta manns, Magnúsar Magnús- sonar. Hans framlag í fjölmiðlun fyr- ir ísland í Bretlandi er ómetanlegt." Það var á þessum tíma sem um- ræða vaknaði um að betra væri að hafa að bakhjarli útflutningsráð, eins og tíðkast í öðrum löndum, þegar starfsemi af þessu tagi átti í hlut. „Vísir þess var til í Utflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins," segir Einar. „Ég var því þakklátur þegar ráðherrar gáfu mér tækifæri til að taka þátt í umræðum um stofnun Útflutningsráðs íslands og setu í stjórn þess í tvö ár, sem nú er ný- lokið.“ GET AÐ MINNSTA KOSTI LEIKIÐ GOLF VIÐ AÐRA! Hlutskipti Einars í lífinu hefur ver- ið að búa erlendis og starfs síns vegna hefur hann verið á ferð og flugi um allan heim. En hvernig skyldi hann slappa af? Yrkir hann kannski ljóð eins og afi hans? „Nei, ljóð hef ég aldrei samið," segir hann. „Aðaláhugamál mitt er bóklestur, þótt ég geri minna af því núna en oft áður að taka mér bók í hönd. Það stafar af því að ég hef haft það mikinn þunga á mér af öðru lestrarefni. Annað áhugamál mitt er golf, sem ég tók upp á að læra þegar við fluttumst til Bretlands. Þó árang- urinn sé ekki ýkja merkilegur get ég fylgst með á vellinum og leikið við aðra, mér til mestu ánægju. í fram- haldi af því vil ég segja það að ég held að golfið eigi mikla framtíð fyr- ir sér hér á landi og tengist því að þróa hingað ferðamannastraum. í veðurfari eins og hefur verið hér tvö undanfarin sumur eru golfvellirnir í ágætu ásigkomulagi og vissulega samkeppnisfærir við það sem mað- ur á að venjast í grannlöndunum. Annars hef ég miðað áhugamál mín við þá staði þar sem við höfum búið hverju sinni. í London gerðum við mikið af að fara í leikhús og á hljóm- leika, jafnframt því að sækja mál- verkasýningar og heimsækja söfn. Ég hef reynt að fylgjast nokkuð með í menningarlegu tilliti á dvalarstöð- unum og verð að segja að ég hef reynt að halda mig svolítið frá sjón- varpi, nema frétta- og stjórnmála- Þvotthefdni og styrkfeiki í hámarki í fjórum gljástigum • Kópaí Innlmáíntngln fæst nú í fjórum gljástlgum. * Nú velur pú þann gljáa sem hentar þér best og málnlngln er tilbúln belnt úr dóslnnl, • Nú heyrir það fortíðlnnl tll að þurfa aö blanda málnlnguna með herðl og óðrum gljáefnum. VELDU KÓPAL í FJÓRUM GLJÁSTIGUM: ■ Æi: m WMm P P wsqmS. 3* V n *■ 1500 Þegar hugað er að bílakaupum.vakna margar spurningar, m.a. hver er tilgangur bílsins, hverjar eru aðstæðurnar o.s.frv. Hér að neðan gefur að líta nokkrar staðreyndir um Lada Samara. Sem dæmi má nefna framúrskarandi fjöðrun, hátt undir lægsta punkt, kraftmikill og sparneytinn. Sé einhverjum spurningum ósvarað, ræddu þá við sölumenn okkar, sem gefa nánari upplýs- ingar um Lada Samara og ath. að verðið er engin spurning. Stærri vél, 1500 Tannstangarstýri Léttur i stýri. Stórír hliðarspeglar báðum megin. Hliðariistar. farangursrými NýttgrW. r*' Bnstok pðrun. Hjólkoppar. Opið á laugardögum frá kl. 10—16. Beinn sími í söludeild: 31236. Framdrifsbíllá u¥ ajq aaa algjöru undraverði: 01 Ö.UvUj' BIFREIÐAR & LANDBÚNABARVÉLAR Suðurlandsbraut 14. Sími 681200. Umbodsaðilar: Bílás, Akranesi. S. 93-12622. Jóhannes Kristjánsson, Akureyri. S. 96-23630. Bilaleiga Húsavíkur. S. 96-41888. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.