Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 8
Barátta Grænfriðunga BANDARNUAMENN MEST- IR HVALADRÁPARAR Af hverju skyldu íslendingar hætta að veiða hval? Sennilega er einfaldast að svara þessu á þá leið að hvalastofnarnir séu í hættu. Sú var a.m.k. niðurstaðan á þingi Al- þjóðahvalveiðiráðsins á sínum tíma. Eins og alkunna er samþykktu að- ildarríki ráðsins algjört bann við hvalveiðum til fjögurra ára. Það gef- ur augaleið að ekki er gripið til svo afdrifaríkra ráðstafana nema í ýtr- ustu neyð. í Alþjóðaráðinu eiga sæti allar helstu hvalveiðiþjóðir heims ásamt ýmsum „áhugamönnum" eins og t.d. Bandaríkjamönnum. í þessu sambandi er vert að hafa í huga að Alþjóðaráðið er ekki nein venjuleg hagsmunasamtök. Al- þjóðaráðið er nefnilega í mikilvæg- um skilningi líka hvalverndunarráð. Þetta getur komið óviðkomandi að- ilum spánskt fyrir sjónir. Stangast ekki hér hagsmunir á? Hvernig get- ur veiðimaðurinn líka verið vernd- unarmaður? Nei, alls ekki! Hér stangast engir hagsmunir á. Það eru að sjálfsögðu hagsmunir veiði- mannsins að hvalastofnunum sé ekki stefnt í hættu með ofveiði. Því eru verndunaraðgerðir nauðsynleg- ar ef unnt á að vera að stunda veiðar í framtíðinni. Þetta viðhorf hafa ís- lendingar alla tíð skilið manna best, og þeir hafa þannig verið atkvæða- miklir „verndunarmenn" í áratugi. Þeir hafa hvatt til hófsamlegrar — og um fram allt skynsamlegrar — nýtingar á hvalastofnunum og sjálfir sýnt gott fordæmi í þeim efnum. Það sætir tíðindum að þessa dag- ana skuli hvalveiðar íslendinga vera fordæmdar á alþjóðavettvangi og landsmenn úthrópaðir sem hinir verstu „hvalfjendur". í stórborgum heims sér ungt fólk ástæðu til að standa í mótmælaaðgerðum út af framferði íslendinga meó slagorð eins og „kaupið ekki íslenskar af- urðir" á takteinunum. Svo alvarleg- um augum er þetta mál litið að ein stærsta þjóð heims — þ.e. Banda- ríkjamenn — hefur jafnvel haft í hót- unum um að setja viðskiptabann á okkur. Þar með er efnahagslegu öryggi og sjálfum tilverugrundvelli íslensku þjóðarinnar stefnt í hættu. Hvernig stendur á þeirri kergju sem hlaupin er í þetta — að því er virðist , — tiltölulega lítilfjörlega mál? Al- mennt talað verður varla sagt að Is- lendingar hafi mjög mikinn áhuga á hvalveiðum. Til dæmis er hvalkjöt enginn sérstakur eftirlætisréttur meðal landsmanna. Hvalveiðar eru heldur ekki neinn undirstöðuat- vinnuvegur á íslandi. Samt virðast Iandsmenn reiðubúnir til að verja „rétt" sinn með oddi og egg; jafnvel þótt mikilvægustu viðskiptahags- munir þeirra séu í veði. Ekki vekur síður furðu afstaða „hvalavinanna". Viðhorfið í þeim herbúðum er einfaldlega það, að í þessu máli skuli hvergi eirt. Verði hvalurinn ekki alfriðaður — eins og þeir kalla það — skulu íslendingar undir torfuna! Slíkur er ofsinn! Ekki er annað sýnna en að tilvist hvalsins sé verndunarmönnum hjartfólgnari en tilvist mannsins. Lítum nánar á málið frá öðru sjón- arhorni. Er ekki freistandi fyrir ís- lendinga að láta undan? í fyrsta lagi er ástæða til að spyrja sig, hvort sú þrákelkni sem Islendingar hafa sýnt borgi sig. Við eigum alls ekki svo ýkja mikið undir hvalveiðum. Eins og áður segir eru efnahagslegir hagsmunir í þessu máli hverfandi. Hins vegar eigum við allt undir fisk- veiðum og fiskmörkuðum erlendis. Ef hvalveiðar okkar stofna raun- verulega viðskiptahagsmunum okkar í hættu, hvers vegna þá „mökkum við ekki rétt"? Hvers vegna ekki að koma til móts við hvalavini og hætta öllum hvalveið- um; líka í vísindaskyni? f öðru lagi: Er ekki ástæða til að taka tillit til ástands mála í alþjóðmálum? Það sem fyrst og fremst einkennir ástandið á þeim vettvangi er sú mikla óbilgirni sem hagsmunaaðil- ar sýna. Einkunnarorðin eru alls staðar hin sömu: Ég og mínir hags- munir; mitt land og mín þjóð: EG. Hvernig er hægt að ætlast til að frið- ur haldist með mönnum, þegar allir tefla þannig fram sínum hagsmun- um af fullkominni óbilgirni? Það er kunnara en frá þurfi að segja að ef hin stríðandi öfl láta raunverulega sverfa til stáls, þá er heimsbyggð öll í hættu: ekki aðeins öll menning og allt siðmenntað líf, heldur og sjálf tilvera mannsins. Maðurinn á sér engan óvin... nema sjálfan sig. Með gegndarlausum ágangi á auölindir náttúrunnar er mannin- um að takast að kippa grundvellin- um undan eigin tilveru. Við erum í bókstaflegum skilningi að drukkna í eigin skít. Það skyldi því engan undra þótt hreyfingar vakni sem vilja sporna við þessari óheillavæn- legu þróun. Þessar hreyfingar eru mestmegnis skipaðar ungu fólki sem hefur þá hugsjón að leiðarljósi að berjast á móti eyðileggingaröfl- unum með öllum tiltækum ráðum — hvað sem það kostar. Því verður heldur ekki neitað að þessi barátta hefur átt töluverð ítök með megin- þorra fólks í iðnríkjunum — og líka hér heima á íslandi. Við íslendingar erum stoltir af landinu okkar. Við erum stoltir af fegurð landsins og höfum mikla samúð með náttúruverndarsjónar- miðum almennt talað. Einn angi af starfsemi náttúruverndarmanna hefur verið að berjast á móti útrým- ingu þeirra dýrategunda sem taídar eru í hættu. Við íslendingar höfum líka í þessum efnum verið hliðhollir aðgerðum andófsmanna. Því furðu- legra má það teljast að þessir miklu náttúruunnendur sem Islendingar eru — eða þykjast vera — skuli raun- verulega eiga í illdeilum við einhver stærstu náttúruverndarsamtök heims; þ.e. þau samtök sem kenna sig við grænan frið, Greenpeace- samtökin. Gætir ekki tvískinnungs í afstöðu okkar í þessum efnum? Er ekki hægt að segja um íslendinga að þeir hagi sér í þessu máli samkvæmt formúlunni: Náttúruverndarmenn þegar svo ber undir; eyðileggingar- menn þegar eigin hagsmunir eru í veði. Þótt allt séu þetta sjálfsagt góð og gild rök verður því vart neitað að ákveðnar efasemdir láta á sér bæra. Skýtur í rauninni ekki dálítið skökku við, þegar náttúruverndar- samtök á borð við Grænfriðunga beina spjótum sínum að Islending- um? Við hljótum að spyrja: Hvar á byggðu bóli er náttúran minna spjölluð en hér á landi? Iðnþjóðir heims spúa eldi og brennisteini yfir heimsbyggð alla. Grænfriðungar bregðast hart við og hefja hat- rama baráttu... gegn íslendingum! Það eru m.ö.o. ekki hinir stóru eitur- framleiðendur heimsins sem eru hinn Mikli óvinur. Óvinurinn mikli — það erum við íslendingar! Hvern- ig ætli standi á þessari furðulegu þversögn? Því verður vart neitað að erfitt er að verjast þeirri hugsun að atlaga Grænfriðunga gegn Islendingum sé alls ekki reist á raunsönnu hug- sjónalegu inntaki, heldur eigi hún rætur að rekja til þeirrar staðreynd- ar að við erum lítil þjóð. Það er auð- veldara að koma lagi á hinn smá- vaxna. Auðvitað berum við íslend- ingar fulla siðferðislega ábyrgð þótt við séum lítil þjóð. Á hinn bóginn viljum við ekki vera auðveldur skot- spónn fyrir áburð af þessu tagi vegna þess að við erum lítil þjóð. En það eru fleiri hliðar á þessu máli. Island er harðbýlt land. A öld- um áður gengu mikil harðindi yfir landið. Það hefur komið í hlut okkar að byggja þetta hrjóstruga land, og það eru eingöngu við sem vitum hvað til hefur þurft til þess að þrauka á þessum hjara veraldar. Ætli Grænfriðungar viti, hvað harð- indi eru? Á 18. öld féll þriðjungur landsmanna — úr ófeiti. Því er það, að á þessum tíma þótti hvalreki eng- in smáræðis búbót. Skyldu Græn- friðungar vita, hvað hugtakið „hval- reki" merkir á íslenskri tungu? Nei, þeir vita það ekki. Þeir vita það ekki, einfaldlega vegna þess að það hefur ekki komið í hlut þeirra að kljást við íslensk náttúruöfl. Við ís- lendingar höfum hins vegar þurft að laga okkur að aðstæðum og færa okkur í nyt gæði landsins eftir bestu föngum. Þótt hvalveiðar séu tiltölu- lega ung atvinnugrein eru þær eigi að síður tengdar siðmenningu landsmanna á órjúfanlegan hátt. Auðvitað erum við Islendingar eng- in undantekning hvað það varðar, að siðmenning hverrar þjóðar mót- ast ætíð af staðháttum. Því er spurn- ingin, hvort Bandaríkjamenn og Grænfriðungar ætla sér virkilega þá dul að fara að kenna íslendingum, hvernig eigi að fara að því að lifa í þessu landi? Það hefur a.m.k. ekki verið á ábyrgð þessara aðila hingað til. íslendingar skrifuðu undir veiði- bann Alþjóðhvalveiðiráðsins. í sam- ræmi við það hafa þeir skorið niður veiðarnar að þrem fjóru hlutum. Vísindamenn þjóðarinnar álíta hins vegar að ekki sé unnt að takmarka veiðarnar meira ef vísindarann- sóknir eigi að bera nokkurn árang- ur. Eigi að síður hamra Grænfrið- ungar á því sýknt og heilagt, að Is- lendingar hafni allri samvinnu og þverbrjóti allar samþykktir, en „gleyma" að geta þess hver raun- veruleg staða mála er. Það kostar Bandaríkjamenn ekki ýkja mikið að hætta hvalveiðum. Þeir eru ekki hvalveiðiþjóð.1' Það væri hins vegar mikið áfall fyrir okkur Islendinga — ekki síst í menn- ingarlegu tilliti — ef verkmenning landsmanna félli í gleymsku. Ég endurtek: íslendingar eru hvalveiði- þjóð og hafa ekki hugsað sér að hætta því fyrir einhverja „dynti" í „hugsjónafólki" sem einna helst hefur áhuga á því að fórna þeim hagsmunum, sem á engan hátt eru þeirra. Örlæti af þessu tagi er raunar lítils vert — svo að ekki sé meira sagt. Á hinn bóginn mundi það kosta Bandaríkjamenn töluvert að verða að láta af túnfiskveiðum. Það er erf- itt fyrir okkur Islendinga að trúa því að Grænfriðungar viti ekki af þeirri staðreynd — þótt grænir séu — að Bandaríkjamenn eru mestu hval- dráparar heims. Hér er ekki átt við að Bandaríkjamenn séu svo mikil hvalveiðiþjóð, heldur er verið að benda á það staðreynd að þeir stunda gegndarlaust og tilgangs- laust dráp á hvölum í sambandi við túnfiskveiðar sínar. Þetta veit hvert mannsbarn á íslandi. Því finnst okk- ur íslendingum það skjóta vægast sagt skökku við, þegar Bandaríkja- menn setja sig á háan hest og hóta HMHeftir þór rögnvaldssonNMMNH að setja viðskiptabann á okkur ef við hættum ekki að veiða hval. Vissulega eru íslendingar hvalveiði- þjóð, en við stundum ekki tilgangs- laust dráp á hvölum — sem að um- fangi er margfalt, og raunar þúsund- falt, borið saman við veiðar Islend- inga — eins og Bandaríkjamenn gera. Hvers vegna beina bandarísk- ir Grænfriðungar ekki spjótum sín- um að þessum hvaladrápurum? Það er auðvelt að vera örlátur á auðæfi annarra... Hitt er líka vitað að það væri eng- inn smáræðis hvalreki fyrir banda- ríska nautakjötsframleiðendur ef al- gert hvalveiðibann yrði samþykkt. Að minnsta kosti væri ekkert slor fyrir þessa hagsmunaaðila ef hval- kjöt hyrfi af Japansmarkaði — og þannig myndu opnast alveg nýir möguleikar fyrir nautakjötið á þeim slóðum. Allir vita að hvalkjöt er þjóðarréttur Japana. Ja, hvílik hátíð fyrir bandaríska nautakjötsfram- leiðendur! Á sama hátt yrði það enginn smá- hvalreki fyrir kjúklingaframleiðend- ur í Bandaríkjunum ef hægt væri að koma í veg fyrir innflutning á ís- lenskum fiski til landsins. í Banda- ríkjunum þykir íslenskur fiskur slíkt lostæti að helstu veitingahús lands- ins hafa helst ekki annan fisk á boð- stólum. Því er ekki að undra þótt kjúklingaframleiðendur sjái ofsjón- um yfir þessari velgengni íslenskra framleiðenda. Sá orðrómur hefur kvisast alla leiðina til þessa fjar- lægja eylands, að bandarískir kjúkl- ingaframleiðendur séu einhverjir dyggustu stuðningsmenn Grænfrið- unga — líka í efnalegu tilliti. Óhugnanlegust af öllu er sú stað- reynd að með aðgerðum sínum leggja Grænfriðungar raunverulega til atlögu við sjálfan tilverugrund- völl íslensku þjóðarinnar. Óbilgirnin vekur undrun; ofsinn dýpstu andúð; hrokinn og vanþekkingin eru ugg- vænleg. Hér er nefnilega um ná- kvæmlega sömu vinnubrögð að ræða og þegar þessi sömu samtök hófu áróður sinn á móti selveiðum Grænlendinga. Engin ástæða er að fara mörgum orðum um þá harm- sögu. Siðmenning Grænlendinga er að mörgu leyti einstök. Öldum sam- an höfðu þeir lifað í litlum byggðum á víð og dreif um ísmöttulinn. Varla er ástæða til að geta þess að sel- stofnunum stafaði engin hætta af veiðum þessa fólks. Barátta Græn- friðunga á móti „seldrápi" Græn- lendinga bar þann árangur einan að leggja þessar fátæku byggðir í eyði. Svo mörg orð um „inntakið" í bar- áttu Grænfriðunga hér á norður- slóðum! Grænfriðungar eru í rauninni ekkert annað en hópur af ungu fólki sem notar stór orð — og hefur þörf fyrir að láta bera á sér. Eigi að síður hvarflar ekki að höfundi þessara lína, að starfsemi Grænfriðunga sé ætíð af hinu illa — og raunar fjarri því. Hitt er svo annað mál, að bar- átta fyrir náttúruvernd á það sam- eiginlegt með baráttunni fyrir friði, að hún er raunverulega almenns eðlis; snertir okkur öll. Sérhver sá er á villigötum, sem heldur að hann geti slegið sig til riddara fyrir að vera sérstakur boðberi friðar- og verndunarviðhorfa. Málin líta t.d. ekki þannig út að til sé eitthvert „gott" fólk sem kallar sig Grænfrið- unga, og hins vegar sé „vont" fólk og óvinir hvalsins sem heita íslend- ingar. Ekkert er fjær sanni en að Is- lendingar vilji hvalinn feigan. Is- lendingar eru hvalveiðimenn —■ en stunda ekki tiigangslaust hvaladráp. Þetta skilja Grænfriðungar ekki: Þeim er öldungis fyrirmunað að setja sig í fótspor annarra. Inntakið í baráttu þeirra er, þegar öllu er á botninn hvolft, ekkert nema þetta: „Sjáðu mig; hvað ég er góður!" lnntakið í baráttu Grænfriðunga verður ætíð fullkomlega handahófs- og tilviljanakennt, svo framarlega sem þeir geta ekki gefið henni al- mennt gildi. Ugglaust á barátta sam- takanna oft rétt á sér — fyrir tilvilj- un. Þad getur enginn skilyrt — eöa eignaö sér — þú baráttu sem eöli sínu samkvœmt er eingöngu hœgt aö heyja á skilyröislausum grund- velli. Þannig verður friður heimsins — ef einhvern tíma verður friður með mönnum — aldrei friður Græn- friðunga. Þeir eru á engan hátt þess umkomnir að stuðla að friði og sátt- fýsi milli manna. Það hefur reynslan sýnt. Þeirri spurningu, sem í upphafi þessa máls er hreyft; þ.e.a.s. hvers vegna við íslendingar ættum að hætta að veiða hval, er sennilega best svarað á eftirfarandi hátt: Við íslendingar viljum vernda hvala- stofnana vegna þess að við erum hvalveiðiþjóð. Á sama hátt og við höfum stuðlað að verndun fiskstofn- anna með því að færa út landhelg- ina og koma á fót kvótakerfi, sem gerir okkur kleift að stjórna fisk- veiðum við landið; á sama hátt munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að hvalastofnarnir deyi ekki út. Þetta er ástæðan fyrir því að við skrifuðum undir sáttmála Alþjóðahvalveiðiráðsins um veiði- bann á hvölum. Hitt er svo annað mál — og það er eins gott að öllum sé það ljóst — að þetta veiðibann er sett til reynslu. Enginn veit ennþá hvað við tekur að þessu tímabili loknu. Það sem málið snýst um er nefni- lega alls ekki vísindaveiðar íslend- inga; hvað svo sem Grænfriðungar segja. Það sem málið snýst raun- verulega um er hins vegar, hvort veiðibannið skuli gilda um aldur og ævi eða ekki. Við íslendingar mun- um aldrei sætta okkur við alfriöun hvalsins í þeirri merkingu sem „verndunarmenn" leggja í það orð; að minnsta kosti ekki nema að vís- indarannsóknir sýni, að engra ann- arra kosta sé völ, ef hvalastofnarnir eiga ekki að verða útrýmingu að bráð. Auösœtt er aö Grœnfriöungar gera sér ekki grein fyrir þeirri ein- földu staöreynd aö íslendingar sœkja lífsbjörg sína í hafiö. Vernd- unarviðhorf okkar eru þess vegna af allt öðrum toga spunnin en sjálf- umglöð „barátta" þessa fólks. Til dæmis eru viðhorf okkar á engan hátt tengd einhverri viðleitni til að þröngva lífsviðhorfum okkar upp á aðrar þjóðir. Við höfum heldur enga tilhneigingu til að slá okkur til ridd- ara, þótt við viljum stuðla að friði og sáttfýsi og búa manninum þannig athvarf í þessum heimi. Hins vegar erum við sjálfstæð og fullvalda þjóð og áskiljum okkur rétt til að byggja þetta land í samræmi við sið- og verkmenningu landsmanna, sem og almennt talað í samræmi við þá lifn- aðarhætti, sem reynslan hefur sýnt að best duga í landinu. 1) Þetta er þó ekki alls kostar rétt, því að Alaskabúar veiða hval. Tvískinnungur Bandaríkjamanna í þessu máli er meö eindæmum. Auðsætt er að Grænfriðungar aera sér ekki arein fyrir peirri einfölau staðreynd að ísiendingar sækia lifsbjörg sína I hafið 8 HELGARPÓSTURINN f

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.