Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 15
„Gleymi þessu aldrei." Valgeröur Sverrisdóttir, þingmaöur Framsóknarflokks, var önnur tveggja kvenna sem lögðu bíln- um sínum á bflastæði Alþingis meðan njósnastarfsemin fór fram. UM í VINNUNA „Ég gæti alveg eins mætt á nærbux- unum í vinnuna og að gleyma að kveikja á Ijósunum eða spenna belt- iðl" sagði Eiður Guðnason, og bætti við að langt væri síðan hann vandi sig á þessa hluti. Lögreglunni fannst hugmyndin ágæt, þangað til við óskuðum eftir að fá lánaða lögreglubún- inga. Þá hætti þeim að þykja þetta sniðugt. Þeir voru heldur ekki á því að „lána okkur" lögregluþjón. Þegar hugmyndin fæddist var enn ekki farið að sekta menn sem virtu ekki nýju lögin um notkun bílbelta og Ijósa, og eitthvað vafðist það fyrir þeim hvernig lögreglan ætti að stöðva alþingismenn fyrir að virða ekki lögin, en sekta þá samt ekki. Okkur fannst þetta hins vegar ágætis hugmynd. Nú skyldu þeir sem lögleiddu notkun Ijósa og belta gripnir. Alþingismenn á leið í vinnu snemma morguns muna ábyggilega ekkert eftir Ijósunum —hvað þá beltunum. Þegar við vorum mætt á bílastæði alþingismanna í úrhellisrigningu á þriðjudagsmorguninn töldum við víst að næstu mínúturnar kæmu þingmannabílar í röð- um, sumir með Ijós, aðrir ekki. En hvað gerðist? Jú í fyrsta lagi voru þingmennirnir annaðhvort seinir fyrir þennan síðasta dag þingsins eða að þeir leggja alls ekki í bílastæði Alþingis. Þriðji möguleikinn er auðvitað sá að einhver aki þeim í vinnuna og sleppi þeim út við dyr Alþingis. Óheppilegt eða ekki þá var fyrsti bílstjórinn ekki núverandi alþingismaður heldur fyrrver- andi, Guðmundur Einarsson. Hann kom akandi með Ijósin á, beltið spennt. Sagði eftir á þegar hann hafði lagt bílnum að hann myndi reyndar ekkert hvort hann hafði verið með beltið, en væri alveg viss um að hafa haft Ijósin kveikt. Mundi það vegna þess að hann hafði þurft að opna bílhurðina aftur til að slökkva á Ijósunum. Kristín Einarsdóttir Kvennalistakona sagðist alltaf muna bæði eftir Ijósunum og beltinu, en erfiðara gengi að muna að slökkva Ijósin þegar hún færi úr bílnum. Fleiri bar að. Allir með Ijós. Allir með belti. Við sáum fram á algjöra lofgrein um löghlýðna alþingismenn. Þá loksins kom HANN. Eini alþingis- maðurinn sem hægt var að hanka á einhverju. Hann var ekki með beltið spennt. Ætlaði að fara að blóta en steinhætti við: „Mér finnst fólk eiga að ráða því sjálft hvort það ekur með belti eða ekki," sagði Ingi Björn Albertsson. „Það á ekki að vera kvöð." Þú ert þó með Ijósin kveikt, bentum við á. „Já, það er nú aðallega út af skyggninu!" sagði hann brosandi. Stefán H. Guðmundsson kom næstur, með Ijós og belti á hreinu, og Valgerður Sverrisdóttir segist aldrei gleyma að kveikja á Ijós- unum, né heldur að spenna beltið. Eiður Guðnason sagðist fyrir löngu búinn að venja sig á Ijós og belti, löngu áður en það hefði orðið að lögum. „Ég gæti eins farið á nærbuxunum í vinnuna og að gleyma þessum atriðum!" sagði hann. Skúli Alexandersson sagðist alltaf muna eftir þessum hlutum og bætti við: „Og svo fáum við að halda bílnúmerunum!" K K L E Y S A OPIIXIBERAR: life’s too good ANNAÐ UPPLAG AF LIFE'S TOO GOOD KEMUR Á MORGUN FÁANLEG Á LP, KA OG CD . Tímamótav&rk ííslenskri rokktónlist. Lögin eru flest hver mel - ódísk, kraftmikil, frumleg og umfram allt skemmtileg. “ — Ásgelr Sverrlsson — Mbl. „Life’s too good sveiflast frá ögrandi fyndni að fallegum tónlistarleg- um hillingum. Hljómsveitin ber ávallt uppi Ijóörænar hugmyndir, sem ætti að koma megin þorra breskra lagasmiða til að skammast sín. “ - 30/04 38 Shaun Phllllps - Sounds „ Þau eru allt að þvíeinstök. “ Einkunn 50 af 10 mögulegum. - 30/04 88 Steven Wells - IMMB „ . . .Það er nokkuð sem ég get sagt ykkur án minnstu eftirsjár, að Life ’s too good er ein af stórkostlegustu plötum sem ég hef nokkru sinni heyrt. “ « 83/04 88 S. Sutherland — Melody Meker .........."V" ' F«iii Copi tu (kjt ERASURE - THE INNOCENTS LP&CD The Innocents, 3. LP plata Erasure, þaut beint í 1. sæti breska vinsældalistans og kemur það engum á óvart, sem heyrt hefur þennan gæðagrip. STÓRVIÐBURÐUR THE WOODENTOPS ÁÍSLANDI THE WOODENTOPS - WOOÐEN FOOT COPS ON THE HIQHWAY Htjómsveitin Woodentops mun heimsækja fstand 19. mai nk. og halda eina tónleika á Hótel islandi. Woodentops er af mörgum álitin ein besta hljómsveit Breta í dag. FORSALA AÐGÖNGUMIÐA ERI GRAMMINU, LAUGAVEG117 BÓKAKAFFINU, GARÐASTRÆTI HÓTEL ÍSLANDI SMITHEREENS - GREEN THOUGHTS önnur plata Smithere- ens er nýútkomin. Kraftmikil og grípandi rokkplata frá einni af fremstu sveitum bandaríska nýrokksins. Smithereens ættu að vera íslendingum að góðu kunnir eftir heim- sókn þeirra (fyrra. Megas - HÖFUÐLAUSNIR LP, KA&CD ÚTGÁFUD. 13. MAÍ The Jesus & The Mary Chain - Barbed Wire Kisses LP & CD Microdisney - 39 minutes LP Pere Ubu - The Tentement Year LP Robbie Robertson - LP & CD 10.000 Maniacs - In My Tribe LP&CD OMD - Best og OMD LP Joni Mitchell - Chaik Mark In A Rain Storm LP & CD Ziggy Marley -Conscious Party LP & CD Martin Stephenson & The Daintess - Gladsome, Humour & Blue LP&CD Ennio Morricone - Ur kvikmyndum LP&CD Eric Clapton - Crossroads (6 LP Box) Morrisey - Viva Hate LP & CD Talking Heads - Naked LP & CD Prefab Sprout - From Langley To Memphis LP & CD The Clash - The Story Of The Clash Vol1 LP&CD The Godfathers - Birth School Work Death They Might Be Giants LP Jerry Harrison - Casual Gods LP & CD The Pogues - If I Should Fall From Grace With God LP Gæðatónlist á góðum stað Salvation - New Order o.fl. Timbuk 3 - Eden Alley Leonard Cohen - Pm Your Man LP &CD Feargal Sharkey - Wish LP & CD Iron Maiden - Seventh Sod Of A Seventh Son LP & CD Saxon - Destiny LP & CD Krokus - Heart Attack LP Magnum - Wings Of Heaven LP & CD Sendum i póstkröfu samdægurs LAUGAVEGUR 17, SÍM112040. Í5> HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.