Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 21
Gœöin gœtu veriö meiri GEISLADISKAR Þegar hin svokallada „digital-tækni“ í tónlist, geisla- plötuspilarar og geisladiskar, kom fyrst á markadinn fyr- ir nokkrum árum voru þessi fyrirbrigöi kynnt þannig aö hér væri tekid risastökk frá gamla plötuspilaranum hvað vardadi endingu og tóngœdi. Þad mátti hoppa ofan á geislaplötunum, draga lykil eftir þeim, nota þœr sem glasabakka í partíum og enginn heyranlegur munur átti ad koma í Ijós þegar hlustad var á þær að nýju. Hljóm- gœðin áttu öll að vera önnur og miklu meiri en áður þekktist, suð skyldi heyra sögunni til. Einhvern veginn fékk maður það á tilfinninguna af þessari auglýsinga- herferð að mannkynið hefði nú loksins framleitt hlutsem entist að eilífu, þessi tækni vœri fullkomin. Líklega var það tilgangurinn. En töluverð gagnrýni hefur komið fram á hvernig að framleiðslu geisladiska er staðið. EFTIR JÓN GEIR ÞORMAR Það sem málið snýst um er að mörgum þykir gróðahugsjónin hafa ráðið helst til miklu varðandi fram- leiðsluna. Ef rétt er á spöðunum haldið og menn vanda srg standa geisladiskarnir fyrir sínu og hafa gert það. Diskarnir eru umtalsvert dýrari en venjulegar hljómplötur og því er eðlilegt að kröfur séu gerðar um að gæði þeirra séu meiri en gæði hljómplatna. Flaustursleg vinnubrögð, jafnvel hjá stórum og virtum útgáfufyrirtækjum, valda því hins vegar að í sumum tilfellum eru gæði diskanna síst meiri en hljómplatnanna og neytendur kaupa köttinn í sekknum. Þegar tónlist er tekin upp í hljóð- veri er hvert hljóðfæri tekið upp sér- staklega, a.m.k. er oftast svo nú síð- ustu tvo áratugi. Síðan fer sérstök hljóðblöndun fram þegar hljóðfær- unum er blandað saman. Þegar þessum upptökum, sem oftast eru hliðrænar (analog), er breytt yfir í stafræn hljóðmerki (digital-merki) til þess að unnt sé að setja tónlistina á geisladisk gefst gott tækifæri til að iappa upp á upprunalegu upptök- una með nútímaaðferðum þannig að hún hljómi betur. Ef upptökunni er aftur á móti breytt í stafræn merki án þess að nokkuð sé átt við hana koma fram allar þær takmark- anir sem voru á upprunalegu upp- tökunum, t.d. suð og vöntun há- tíðnitóna. Vegna þess hve fullkomin digital-tæknin er í eðli sínu — hefur t.d. mjög vítt tíðnisvið — verður miklu meira vart við þetta á geisla- diskum en venjulegum gömlum plötum. Hér við bætist að á árum áður varð áheyrandinn ekki var við þetta á sama hátt vegna þess að ,,græjurnar“ voru ekki nógu góðar til að skynja hvað var að. Það að lag- færa og betrumbæta gamlar upp- tökur er hins vegar vandaverk og tekur tíma og kostar þar af leiðandi peninga. Framleiðendur hafa ekki verið tilbúnir til þessa. Markaður fyrir geisladiska hefur verið gríðar- mikill og eftirspurn ekki fullnægt, þangað til nýlega. Því hefur verið hægt að setja svo til hvað sem er á markaðinn. Að vísu skal viðurkennt að það er ákveðið sjónarmið að hrófla ekki við upprunalegu upptökunum þeg- ar tónlistin er gefin út á geisladisk. Það viðhorf réð að nokkru þegar ákveðið var að fyrstu 4 Bítladiskarn- ir skyldu gefnir út í ,,mono“ en ekki reynt að endurhljóðblanda þá í „stereó". Þetta veldur því hins vegar að diskarnir njóta sín ekki eins vel og þeir gætu gert. Aftur á móti er hægt að bæta hljóminn verulega án þess að ráðist sé í þvílíkar aðgerðir sem að breyta úr mono í stereó. Þetta er alls ekki það versta. Fyrir hefur komið, þegar breytt hefur ver- ið yfir í stafræn merki, að reynt hef- ur verið að auka gæðin í flýti, óhönduglega, og útkoman eftir því, hrein hörmung, tónlistin á diskun- um hefur orðið „þung og mónótón- ísk“. Jafnvel hefur ekki verið haft fyrir því að leita eftir frumupptökum til þess að færa á stafrænt form heldur notuð afrit af þeim. Þessi afrit hafa oft minna tíðnisvið og henta því mun síður í þessum tilgangi. Allt annar póll í þessu máli er hvernig diskarnir eru gerðir. Þeir eru úr áli og plasthúðaðir að utan. Framleiðendurnir hafa sumir hverj- ir leiðst út í að spara með því að hafa álið sem þynnst. Eftir því sem disk- arnir eru þynnri er meiri hætta á að í álinu séu holur og þeir diskar eru líklegri til að valda vandræðum. Þetta stafar af því að holurnar eru í raun ekkert annað en glataðar upp- lýsingar. Þegar holóttur diskur er spilaður getur ýmislegt gerst og fer það nokkuð eftir gæðum spilarans. Þegar verst lætur neitar geislaspil- arinn að spila diskinn og það getur líka verið að hann hlaupi yfir skemmdina eða verði snælduvit- laus. Þegar um litlar holur er að ræða reynir stóilarinn að fylla upp í eyðuna, skálda inn í, og notar til þess þau gögn sem komin eru á und- an og koma næst á eftir. Einnig eru allar upplýsingar geymdar á tvö- faldan hátt á diskunum þannig að með flókinni tækni er mögulegt að bjarga þessu við. Hins vegar er al- veg ljóst að þetta verður aldrei eins nákvæmt og hljómgæði glatast við þetta. Dr. Alfred Bok, aðalframkvæmda- stjóri hjá PDO (samvinna milli Philips og Du Pont), segir í viðtali við tímaritið „Which compact disc?“ að diska sem gætu verið gallaðir á þennan hátt megi finna með því halda geisladiskum móti ljósi, og ef blekið sem skrifað er á hina hliðina sést í gegn sé það merki um að disk- urinn geti valdið vandræðum. A sama hátt má sjá holur í álið. Hvað sem svona vangaveltum líð- ur eru geisladiskarnir í mikilli sókn og munu verða allsráðandi innan fárra ára. Það er því vonandi að vandað verði betur til þessarar framleiðslu þannig að menn sjái ekki alltof mikið eftir „gamla, góða“ plötuspilaranum. Til gamans má nefna að sala á geisladiskum meira en tvöfaldaðist í Bretlandi á síðasta ári, fór úr 8,5 milljónum diska árið 1986 í 18 milljónir 1987. Kassett- urnar og plöturnar hafa þó enn yfir- höndina, 74 milljónir kassetta seld- ust í Bretlandi 1987 og 52 milljónir hljómplatna. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.