Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 7
 Milljarðafram- kvæmd við Austurvöll • Eróbikksalur og gufa • Veitinga- og samkomusalur • Yfirbyggð göngugata og grískt hof Nýbyggingin mun þekja mestan part svæðisins sem hér sést að Alþingishúsi. metrar og neðanjarðar 6.425 fer- metrar. Þetta þýðir að það sem sést ofanjarðar verður rúmur helmingur byggingarinnar. Heildarstærð húss- ins er þá 13.070 fermetrar. Til sam- anburðar má geta þess að ráðhúsið umdeilda telur 5.300 fermetra. Ný- bygging Alþingis er þá hátt í þrjú ráðhús að stærð. Stærðin segir okk- ur lika að um 207 fermetrar hýsi hvern þingmann þó vitaskuld vinni fleiri í húsinu en þingmenn einir. Starfsliði Alþingis mun væntanlega fjölga, það þarf fleiri en tvo til að halda húsinu hreinu og fleiri en þrjá til að vísa utanaðkomandi til vegar um sali byggingarinnar. 52.600 rúm- metrar hússins gera það enn stærra. Þetta er há tala, hún skapast af þeirri hugmynd arkitekts hússins, Sigurdar Einarssonar, að húsið verði eins konar yfirbyggð göngu- gata milli tveggja húsalengja, aðra kallar hann gardhýsi, hina götuhýsi. Þetta þýðir að lofthæð verður tölu- verð innanhúss, í forhöll og á göng- um sem fá töluvert rými og gera húsið tilkomumeira. lnni í húsinu miðju stendur síðan nánast sjálf- stæður kubbur, eins konar grískt hof, fundarsalur með útveggi sína að göngugötunni. I EINUM RYKK Nýbyggingin tekur mið af þak- kanti og öðrum línum á úthliðum Alþingishússins. Úthliðar, miðrými og göngugata verða klædd flísum. Þök verða klædd fölsuðum álplöt- um og allir gluggar verða úr áli. Grunnflötur hússins, flatarmál jarð- hæðar, verður 2.555 fermetrar, 2. hæð 2.178 og 3. hæðin 1.912 fer- metrar. Annar kjallari verður 3.106 fermetrar, en fyrsti kjallari 3.316. Mismunurinn á stærð kjallaranna skapast af jarðgöngum úr fyrsta kjallara yfir í Alþingishúsið, undir kringluna, ásamt þjónusturými þar á leiðinni. Það verður innangengt á milli húsanna, þó utanfrá séu húsin greinilega aðskilin. Hæðarlínur Al- þingishússins og nýbyggingarinnar samræmast þó stærðarmunurinn sé tífaldur. Halli þaksins tekur mið af Alþingishúsinu. Húsið er ein samfelld blokk, utan hvað glergangar brjóta það upp svo það lítur út fyrir að vera þrjár tengd- ar byggingar. Kostnaðaráætlun er ekki tilbúin og framkvæmdaáætlun ekki heldur. Nú er unnið að áætlanagerð og verða niðurstöður lagðar fyrir þing- forseta í sumar og Alþingi í haust. Þá munu þingmenn taka afstöðu til þess hvort þetta hús skuli byggt yfir þá sjálfa og athafnir tengdar lög- gjafarstarfinu. í samkeppni um hönnun hússins var lögð áhersla á að hægt yrði að byggja húsið í tveimur áföngum. Nú er það hins vegar ráð þeirra sem að skipulagningu standa, að húsið verði byggt í einu lagi. Þannig verði framkvæmdin ódýrari og umrót í viðkvæmum miðbæ muni takmark- ast af styttri byggingartíma. Engin ákvörðun hefur verið tekin um þetta atriði. TVEIR MILUARÐAR? Til að gera okkur einhverja grein fyrir hugsanlegum kostnaði við byggingu hússins tökum við meðal- tal af byggingarkostnaði Seðla- banka, Kringlu, bráðabirgðamati Flugstöðvar, sem er langt undir kostnaðarverði, og kostnaðaráætl- un við ráðhús Reykjavíkur. Meðaltal er síðan reiknað með tilliti til mis- munandi stærða og þess má geta að stuðningstölur eru opinbert fast- eignamat. Hér er hvorki hægt að miða við venjulegt skrifstofuhús- næði, ráðstefnuhús né hótel, vegna sérhæfingar nýbyggingarir.nar. For- dæmi er ekki til fyrir byggingu slíks húss hér á landi. Rökstuðningurinn fyrir því að taka íburðarmiklar byggingar eins og Kringlu og Flug- stöð inn í töluna er sú að nýbygging Alþingis er mjög sérhæft hús sem krefst mikils tækjabúnaðar og ótelj- andi fleiri þátta, líkt og áðurnefnd hús. Svo má að auki geta þess að miðað við stærð verður ráðhús Reykjavíkur umtalsvert dýrara en Leifsstöð. Hrá kostnaðartala við byggingu þinghúss verður samkvæmt þessu 1.307.000.000, einn komma þrír milljardar rúmir. Þá er ekki tekinn í töluna kostnaður við að rífa og greiða fyrir þau hús sem þegar eru á lóðinni, verðmæti sjálfrar lóðar- innar á einum dýrasta stað á land- inu og kostnaður við að grafa tvö- faldan kjallara sem er átakameira en segja það. Að auki er ekki tekinn í töluna f jármagnskostnaður á bygg- ingartíma. Því er ekki óvarlegt að nefna tölu á bilinu 1,7 til 2 milljarö- ar sem kostnaðartölu við byggingu stórhýsis Alþingis. Það skal tekið fram að hér er ekki um opinberar tölur að ræða, heldur marktæka viðmiðun. Kostnaðaráætlun verður lögð fram í haust. STÓRHÝSAFÁR Með nýbyggingu Alþingis rís enn eitt stórhýsið í landinu, opinber bygging í höfuðstaðnum sem hýsir starfsemi löggjafans. Við íslending- ar búum í einu rúmbesta húsnæði á hvern einstakling sem þekkist í heiminum og fjárfesting í verslunar- og atvinnuhúsnæði hefur verið gíf- urleg í landinu að undanförnu. Á allra síðustu árum hafa stjórnvöld talað mikið um aðhald í útgjöldum og opinberum framkvæmdum til að „stemma stigu“ við verðbólgunni. Á sama tíma verður sprenging! Keppst er við að byggja stærri bygg- ingar en áður hafa þekkst í ísiands- sögunni og ppinberir aðilar ganga þar fremstir. 1 sjálfu sér ekkert að því ef fjármagn og þörf eru fyrir hendi. Nú skal byggja stórhýsi fyrir marg- þætta funda- og skrifstofustarfsemi Alþingis — sundurliðuð í sautján þætti í starfsemislýsingu — fyrir eitt- hvað undir tveimur milljörðum króna. Er þörfin það brýn? Á yfirlitsmynd sést vel staðsetning hússins í miðborginni og einnig stærðar- munur nýbyggingar og Alþingis. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.