Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 33
EFTIR JÓN GEIR ÞORMAR MYND: JIM SMART reddast einhvern veginn, þó allt væri í kalda koli. Þetta væri stór- hættulegt viðhorf, byði óforsjálni heim. Páll sagði lausnina á þessu vera að auka hlut sköpunar og skyldu, þau tvö viðhorf yrðu að fá meira gildi. Það sem væri kannski rétt í þessu í þessu leik- eða lotteríhugarfari íslendinga væri að líta mætti á lífið að vissu marki sem ævintýri þar sem kraftaverk og undarlegir atburðir gerast og eitt þessara kraftaverka væri hamingjan. s tjc tjórnmálafræðingurinn Suanur Kristjánsson flutti erindi þar sem hann gerði hamingjuna og stjórnmálin að umtalsefni. Hann gat þess að í sjálfstæðisyfir- lýsingu Bandaríkjanna frá 18. öld væri kveðið á um rétt manna til lífs, frelsis og til að leita sér ham- ingju. Hlutverk stjórnvalda væri samkvæmt henni að sjá um að mönnum væri þetta kleift, skapa ytri skilyrði. Hlutverk þeirra ætti ekki að vera annað og meira og því voru sett skilyrði til þess að hamla gegn valdníðslu stjórnvalda. Þetta væri svokallað einstaklings- viðhorf, þ.e. hver er sinnar gæfu smiður og að mennirnir vilja fá að vera í friði. Á hinn bóginn væri um að ræða svokallaða heildar- hyggju, en sú afstaða lýsir sér í því að mennirnir Iifa saman í þjóðfé- lagi og hafa skyldur og ábyrgð hver gagnvart öðrum. Svanur sagði ekki vera hægt að kenna þessi tvö viðhorf beint við hægri og vinstri í stjórnmálum og rakti fyrir því söguleg rök. Svanur sagði að allir stjórnmála- flokkar á Islandi væru einhvers konar miðjumoð, þar sem ríkjandi skoðanir væru mismunandi sam- bland af þessum tveimur viðhorf- um. Afstaðan væri sú að við teld- um að póltískt vald spillti, en jafn- framt teldum við að þeim mark- miðum sem þjóðfélagið setur sér yrði ekki náð nema með pólitísk- um úrræðum. í raun teldum við að vernda þyrfti einstaklingshags- muni betur og nefndi Svanur í því sambandi tilgang hins nýtilkomna umboðsmanns Alþingis og frum- varp um aðskilnað umboðsvalds og dómsvalds í héraði. Hins vegar hefðum við jafnframt tilfinningu fyrir því að það vantaði heildar- hyggju. Þetta sýndi sig í því að við teldum stjórnmálaflokkana vera í molum. Svanur sagði að aldrei hefði verið grundvöllur fyrir fjöldaþátttöku í stjórnmálum hér á landi og ekki væri gert ráð fyrir því í uppbyggingu flokkanna. Lítil þátttaka almennra flokksmanna væri innan flokkanna og fólk leit- aði ekki hamingjunnar á þessum vettvangi stjórnmála. „Stjórnmála- flokkarnir eru hornsteinn lýð- ræðisins og þess vegna er nauð- synlegt að virkja fólk til starfa," sagði Svanur. KRA l| Vt IIA KCYKJAVIK T> 7. r».HB FÖ5TUDAGUR 6. MAl 13.00 Móttaka, skranmg. 13.15 01 öf Thoraren_sen: 5■ • t 14.00 Broddi dóhannesson: H og lífsreynslan. 14.45 Eyjólfur..Kja myndir heimi mgjs%a. Anna V< t»>l: r*«l .«<]»»»»*> I • |i*r.« IffT: Hamnigjati ^rifii.sdóttir: hiQU! 16.45 .áldsins. Matarhlé. 14 00 Pál.l. SkúU.son: Hammgjan m v- 14*45 ' H,3iriT' 15.15 Kaffihlé. . ; ( r 16.45 P.anborjUj^' ^ur. setningu. 17.00 RáðstefnusUt. Ka* r. : Eftir hvert. erindi eru nckRr^ / ... Heiti erindanna sem hér eru y ^ .. - x í-b i 1 nr'A '

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.