Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 2
Verðurðu í stæði? ■ Magnús V. Pétursson heildsali „Nei, ég er mjög nálægt heiðursstúkunni þar sem fyrir- menn sitja, svo til alveg fyrir miðju á þeim stað sem leik- mennirnir hlaupa upp til þess að taka á móti verðlaunun- um. Ef einhverjir hafa áhuga geta þeir séð mig þar og ég skal gefa þeim V-merki." Svo þú ert vel staðsettur? „Mjög vel." Fjarlægðin frá vellinum er ekki það mikil að þú þurfir að hafa kíki með þér? „Nei, nei. Maður er alveg á besta stað, þetta er svona svipuð fjarlægð og að sitja efst í stúkunni á Laugardalsvell- inum." Er góð stemmning á vellinum? „Ákaflega mikil stemmning. Það er sérstaklega gaman að vera viðstaddur. Þetta er ekki eins og að horfa á leikinn í sjónvarpi, maður er með alla hluti þarna, áhangendur lið- anna til sitt hvorrar handar með flögg, syngjandi og trall- andi." Þú ert ekkert hræddur um að týnast innan um þennan fjölda sem verður þarna? Nei, maður týnist ekkert. Þetta tekur tíma, maður fer af stað frá hóteli 11 um morguninn og kemur til baka 7 um kvöldið. Leikurinn tekur tvo tíma, tvo og hálfan ef það þarf að framlengja hann." Ekkert hræddur um að fá innilokunarkennd? „Ég hef staðið á velli sem dómari með 70 þúsund áhorf- endur. Það er ekkert merkilegt, þ.e. ég hef aldrei fengið inni- lokunarkennd." Heldurðu að það verði skrílslæti á vellinum? „Ég vona ekki. Yfirleitt er það ekki á Wembley, enda mjög ströng öryggisgæsla. Það hefur þó þá veriö áður en leikur hefst, svona smápústrar." Þú ætlar ekki að taka þátt i slíku? „Nei, en ég dreg nú taum Liverpool. Ég hef dæmt hjá þeim leik í Evrópukeppni og þeir eru í hæsta gæðaflokki í íþróttaheiminum, miklir höfðingar heim að sækja. Liver- pool verður nú samt að spara sig betur en Arsenal ef þeir ætla að vinna Wimbledon, þeir eru ansi sprækir í dag. Eg spái því að ef Wimbledon tekst að skora fyrsta markið þá vinni þeir leikinn. Liverpool er hins vegar það miklu sterk- ara að þeir eiga ekki að þurfa að láta þá komast upp með það." Viltu spá einhverju um úrslit leiksins í tölum? „Óskaúrslit eru 3—2 fyrir Liverpool en til vara spái ég 1—0 fyrir Wimbledon." En leikurinn stendur og fellur með dómaranum, er það ekki? „Jú, hann gerir það. Þeir standa sig yfirleitt vel dómar- arnir, það eru ekki valdir nema góðir menn í þetta." Að lokum, viltu spá einhverju um 1. deildina hér heima í sumar? „Ég held að KR-ingarnir séu sterkastir, síðan komi Vík- ingar og svo Frammararnir. Öll hin liðin geta fallið. Þetta segi ég eftir því sem mér hefur virst í vor." Á laugardaginn keppa Liverpool og Wimbledon til úrslita í ensku bikarkeppninni á Wembley í Lundúnum, en sá völlur rúmar' 100 þúsund manns. Magnúsi Péturssyni, millirikjadómara í knatt- spyrnu um árabil og umboðsaðila Mitre á íslandi, barst snögglega boð um að vera gestur fyrirtækisins á leiknum. Magnús hefur oft- sinnis séð leiki á Wembley og HP ræddi við hann um leikinn og stemmninguna. FYRST OG FREMST I DV fyrir nokkru skrifaði Þorsteinn Högni Gunnars- son plötudóm um fyrstu breiðskífu Sykurmolanna, Life’s too good. Hann segir meðal annars: ...óyfirstíganlegt vandamál háir mér við þessi skrif: mig skortir orð. Ég er búinn að sitja fyrir framan autt blaðið í ritvélinni dágóða stund, bíða eftir því að einhver ódauðleg lýsingarorð spretti upp úr hugarfylgsnum mínum til þess að binda blek- fjötrum þær tilfinningar sem hlustun á þessa plötu vekur hjá mér. Ekkert gerist. Aldrei áður hefur hið ritaða orð opinberað fyrir mér á jafnaugljósan hátt annmarka sína þegar lýsing á tón- list er viðfangsefnið." Sykurmol- arnir voru afskiptir hjá íslenskum almenningi og í íslenskum fjöl- miðlum fram að erlendri frægð. Nú keppast allir við að hæla þeim, líkt og í þessu dæmi svo rosalega að engin orð fá snilld þeirra lýst. Plötugagnrýnandinn er að kremjast við ioftið í heyfullri hlöðu, hann kemst ekki hærra. Hvað gerir hann ef næsta plata verður betri?... ÞAÐ ER er undarlegur andskoti að sitja í stjórninni hjá Granda hf. Þar er svotil ekkert á hreinu og enginn veit í raun og veru hvað gerist á stjórnarfundum. Heilu bílarnir fara framhjá mönnum. Sumir stjórnarmenn hafa aldrei heyrt á það minnst að stjórnin hafi samþykkt að kaupa bíl handa vesalings stjórnarformanninum. Aðrir kannast mætavel við það. Sumir segjast ekki hafa verið byrjaðir í stjórninni þegar kaupin voru samþykkt, en þá segir einhver að það geti ekki passað. Samkvæmt því sem hann minni hafi- málið ekki verið tekið upp fyrr en eftir að sá sem ekki sagðist hafa verið í stjórninni var byrjaður. Enginn veit hver lagði þetta til, hvort það var lagt til, hvernig tillagan hljóðaði og hvort hún var samþykkt ef hún kom þá nokkurn tíma fram. Allir kannast þó stjórnarmennirnir við að vera í stjórninni, a.m.k. enn, livað sem síðar gerist. Er það jafnframt það eina sem áreiðanlegt getur talist í málinu . . . ÞEIR Porsteinn Pálsson forsætis- ráðherra og Jón Balduin Hannibalsson fjármálaráðherra hafa báðir lýst því yfir að rétt sé að framkvæmdir á vegum Varnar- lidsins verði boðnar út á almennum markaði — að einokun Islenskra aöalverktaka verði aflétt. Þeim á Morgunbladinu þótti að vonum við hæfi að leita álits forstjóra ÍA, Thors Ó. Thors, á þessum ummælum. I Mogganum lýsti Thor því yfir að það væri ekki sitt að koma með andsvör eða athugasemdir við ummæli forráðamanna þjóðarinnar. ,,Hins vegar er sjálfsagt að svara öllum efnislegum spurningum um þessi efni, hér höfum við engin leyndar- mál,“ bætti hann við. Og vaknar þá upp spurningin: Hafði blaða- maður engar efnislegar spurningar á takteinunum, úr því hann var með forstjórann í talfæri — gat hann t.d. ekki spurt hreint út: Telur þú rétt að fram- kvæmdirnar verði boðnar út á almennum markaði? NEMENDUR geta verið utan við sig í prófum eins og margir eflaust þekkja. Hins vegar fannst kristinfræðikennaranum eftirlætis- nemandinn sinn meira en lítið utan við sig þegar hann átti í kristinfræðiprófi að nefna annað orð yfir „kirkja". Hálstak var svarið. Var einhver að tala um að sakamálamyndir í sjónvarpi hefðu áhrif á börn?! MARGIR hafa á orði að börnum sé sagt of snemma frá öllum hlutum og þau eigi ekki lengur sínar draumamyndir af lífinu og tilverunni. Barnaskóla- kennara einum þótti nóg um fyrir páskana þegar hann var að segja börnunum til í kristnum fræðum. Einn nemandinn spurði hvort guð hefði alltaf haft hlutina svona. ,,Já,“ svaraði kennarinn og bætti við: „Líka þegar hann bjó þig til.“ Fimm ára guttinn horfði stórum augum á kennarann og svaraði: „Abbabbbabb, guð bjó mig ekkert til. Mamma mín og pabbi höfðu samfarir og svoleiðis varð ég til..." MIKIÐ ands... er gaman að auglýsingunni frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar þar sem Sigurður Sigurjónsson er að selja upptakara. Óllum auglýsingum er ætlað að vekja athygli á einhverju, þessi á að leiða hugann að nýju dósagosi frá ölgerðinni. Það er bara eitthvað undarlegt við hana. Auglýsingin gengur öll út á dósa- upptakara. Það væri í lagi ef þeir hefðu nú nýverið fundið upp aðferð til þess að opna gosdósir en ég held að það hafi verið gert fyrir löngu síðan. Það er vægast sagt skrítið að taka upp á því að auglýsa eitthvað sem allir vita að er til. Gos kemur sáralítið við sögu auglýsingarinnar. Það læðist að manni sá vægast sagt andstyggi- legi grunur að framleiðendurnir geri sér grein fyrir því að dósa- gosið þeirra sé ekki það gott að hægt sé að slá sér upp á því. Þess vegna auglýsi þeir upptakara í staðinn... FRRINU HELGARPÚSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR HOMO SAABIENS Þó viö megum þola tap og þjóðhagslegan vanda, aurar fyrir einum Saab verð' alltaf til hjá Granda. Niðri ,,Rökin fyrir nýja númerakerfinu voru tœtt í sundur á þingi, en meirihlutinn veröur víst ad fá ad ráda." PÁLL PÉTURSSON, ÞINGMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKS, H-1500. 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.