Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 25
af ber að hafa nokkurn fyrirvara á slíku. Ég get ekki séð að „þrár og vonir samtímans" endurspeglist í Búðar- dalstextanum, Draumaprinsinum eða Gamla Grána, sorrí. Og mér er ómögulegt að sjá „lifandi gerjun" í lagi og texta um The Yellow Sub- marine. Og svona má lengi telja. Klausa Kristjáns er ekkert annað en órökstutt snakk eins og margt fleira í skrifum hans. Þetta er því miður alltof algengt í blaðamennsku nú á tímum. Kristján talar um að nútímatónlist sé lítt aðgengileg. Það er ekki rétt. Hún er aðgengileg þeim sem vilja kynnast henni. Og þá þurfa menn að leggja eithvað á sig sjálfir, líkt eins og þegar þeir taka sér bók í hönd. Það er hins vegar rétt að hún er alltaf lítið flutt, t.d. í Ríkisútvarp- inu. En þar á bæ hefur löngum verið mikil andúð í garð alvarlegrar fag- urtónlistar nútímans, ekki síst hjá óhæfum tónlistarstjórum með skoð- analausan útvarpsstjóra sér við hlið. Hins vegar hefur hún vakið mikla athygli erlendis og raunar höfum við hinir alvarlegu aldrei verið þar í sextánda sæti, svo talað sé í tákn- um. En það rýrir ekki gildi fagurtón- listar þótt hún drynji ekki í eyrum manna sí og æ. Við megum ekki halda það, að boðskapur okkar verði sannari þótt við öskrum, að hann verði STÓRI SANNLEIKUR þótt hann sé magnaður upp í hátöl- urum. Við megum ekki halda að skoðanir okkar og tilfinningar komi öllum við og „endurspegli" þrár og vonir annarra, þó þeim sé komið á framfæri með slíku brambolti að enginn komist hjá því að heyra þær. Þessi fjóstrú er harmleikur popps- ins. Poppið er iðnaður sem hefur skjótan gróða að markmiði. Fagur- tónlist nútímans er huglæg sköpun. Hér mun ég ekki gera upp á milli, hvað er betra og hvað er verra. En við skulum bara ekki blanda þessu saman. Lofum því fagurtónlistinni að hafa Tónlistarverðlaun Norðurlanda fyr- ir sig, og poppinu að hafa sitt júró- visjón. Kannski mætti bæta við norðurvisjón. Ég held ekki að að því yrði menningarauki, því hér er ekki um menningu að ræða heldur sak- lausan samkvæmisleik með gróða- bralli í bland. En af hverju ekki það? Ruglum þessu bara ekki saman við list. Krukka og vasi eru tvenns konar búsáhöld, hvor tveggja nauðsynleg til síns brúks. Við geymum sultutau í krukkunni og blóm í vasanum, og þannig gegna þessir hlutir hlutverki sínu, hvort sem það er merkilegt eða ómerkilegt. Reynum að ræða um þessa hluti að hætti siðaðra manna, en ekki á plani illgirni, útúrsnúninga og lág- kúru, eins og Kristján Kristjánsson gerði í síðasta Helgarpósti. „Áhorfendur mega í raun lesa þad sem þeir vilja út úr myndinni. Útgangspunkturinn er skynjun fólks, skynjun sem skapar dularfull- ar myndir og mikilsverdar minning- ar. Hugmyndin er augnablikid þeg- ar fólk sér eitthvad í umhverfinu sem verdur ógleymanlegt af ástœö- um sem adrir skilja ekki vegna þess aö þeir sjá ekki sömu sýn. Vinur minn var einu sinni staddur á strönd og sá þrjá fugla á flugi fyrir ofan sig. Allt í einu skárust línur þeirra í ein- um punkti, örsnöggt augnablik og þrír fuglar urðu ad einum." Axel Björnsson, leikstjóri og höf- undur myndarinnar, er 25 ára gam- all, og hefur dvalið erlendis í 18 ár af ævi sinni. HAPPAÞRENNA er 25 mínútna löng vídeómynd sem fjall- ar um frekar óvenjulegan ástarþrí- hyrning: unga konu, sambýlismann hennar sem hneigist til beggja kynja (bisexual) og homma, vin hans, sem kemur í heimsókn. Mynd- in segir frá lífi þeirra og atvikum daginn sem homminn birtist. „Það er erfitt að lýsa augnabliks- skynjun einstaklings í kvikmynd, svo ég ákvað að snúa hlutunum við og reyna að gera mynd þar sem möguleiki á slíkri skynjun er fyrir hendi. Þannig er myndmálið mjög mikilvægt í Happaþrennu." Axel hefur stundað nám í arkí- tektúr, en fann sig betur í kvik- myndagerð og fór að vinna við hana í London, auk þess að sinna myndlist. Hann segist nú vera kom- inn heim til að vera, eins langt og merking þess nær, og leggur stund á myndlist í víðum skilningi. Happa- þrenna verður hugsanlega sýnd í ríkissjónvarpinu bráðlega. „Mig langar að fara til Frakklands, ég tel Frakka gera bestu kvikmynd- irnar í dag, og þar er líka áherslan á myndmálið, að skapa frásögn með myndum. Það er heilmikið mál í þessari mynd hvernig fólk hreyfir sig og hvernig svipbrigði það sýnir. Og umhverfið er jafnmikilvægt." Persónur myndarinnar eru þrjár; María, Símon og Ali. Samband þeirra þriggja er aldrei ljóst, það er ekki víst að Símon eiski annað eða bæði. Veit María um straumana á milli hinna? Það er ekkert ljóst á yf- irborðinu, allt gerist óbeint og áhorfandinn verður að skálda í eyð- urnar. „Kvikmynd er gerð úr þremur þáttum; handriti, það sem sagt er, myndaröð, það sem þú sérð, og hljóði, það sem heyrist annað en tal. Þetta geta verið sjálfstæðar einingar en tengjast síðan á ákveðnum stöð- um og það eru þessir staðir sem skapa kraft og mikilvægi myndar- innar. Það er mat listamannsins hvernig hann tengir þetta þrennt saman, en viðj>að skapast sinfónia myndarinnar. Ég nota tvö lög Sykur- molanna í myndina, Cold Sweat og Birthday. Ég reyndi að nota Deus, en það gekk alls ekki, lagið var of sterkt og sjálfstætt. Ég nota tónlist- ina bæði sem bakgrunn og áhrifa- vald í myndinni. Læt kannski söng- inn ríma við eitthvað sem gerist í myndinni..." Myndin er tekin á Betacam-upp- tökuvél, en tækin leigði Axel frá Sýn og Myndbandagerð Reykjavík- ur. Síðan er rauðbrúnn litur settur yfir svo myndin virkar dálítið eins og gamlar ljósmyndir. Þetta hjálpar til við að skapa dulúð í myndinni. •Axel ber sjálfur allan kostnað við gerð hennar. Með hlutverkin í myndinni fara Ragnhildur Helga- dóttir, nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík, Jaret, bassaleikari í hljómsveitinni Nýdönsk, og Sveinn Jónasson, sem leikur Höllu (Linker?) í leikritinu Hið átakanlega og dular- fulla hvarf..., sem Hugleikur sýnir á Galdra-loftinu. „Ég held áfram við listsköpun, hvort sem það verður í þessu formi eða öðru. Ég hef nóg af hugmynd- um.“ FÞ LEIKLIST Ef ég vœri ríkur... Leikfélag Akureyrar Fiölarinn á þakinu Höf: Stein, Harnick og Bock Leikstj: Stefán Baldursson Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Lýsing: Ingvar Björnsson Það er spurning, eins og það hlýt- ur alltaf að vera, hvers vegna verið er að setja upp ákveðnar leiksýning- ar. Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að Fiðlarinn á þakinu sé næstum eingöngu settur á svið til að fá mikla aðsókn. Ekki af neinum listrænum metnaði. Efnið er vel þekkt. Söngvarnir eru vel þekktir (Róbert Arnfinnsson og óskalög sjúklinga í tuttugu ár kvikna í hausnum á manni), leikritið er kím- ið, góðlátlegt og hlýlegt. Ekkert sem styggir eða hræðir, þar sem sorgin er til staðar er henni yfirleitt drepið á dreif. Átökin eru gamalkunn, hefðin tekst á við nýja tíma og lýtur í lægra haldi, Guð getur ekkert gert fyrir smælingjann og í bland smá- ungmennauppreisn. Mikil tónlist, mikið dansað og mikið fjör. Semsagt HELGARPÓSTURINN 25 SJÓNVARP Danskar kosningar heima í stofu UTVARP Allir í stuöi Komiði sæl þetta er Pétur Steinn á laufléttum mánudegi, allir í stuði og vorið farið að gæla við okkur hérna á Snorrabrautinni, Guðrún hringdi og sagðist eiga á fjóra kettlinga sem hún vill gefa, síminn hjá henni er 36602 36602, ef ein- hver hefur áhuga á köttum bara hringja eitt símtal og kisi bíður, við skulum heyra bráðskemmtilegan smell með Prefab Sprout, þeir gera það gott piltarnir þessa dag- ana í góðu lagi á fimmtudegi, voru í þrítugasta og níunda sæti í síð- ustu viku en hækka sig nú um ell- efu sannkallaðir hástökkvarar Bjarni Dagur hér enginn á línunni en í millitíðinni heyrum frábært lag með Michael Jackson, en fyrst... auglýsingar, allir í stuði heyrum... bylgjustef, gefmérbé gefméry gefmérell gefmérgé þetta er Bylgjan, effemmníuáttaníu... hæ, þetta er ég aftur, Eva fyrir þá sem voru ekki að hlusta, yndislegt kvöld, viltu dansa við mig í kvöld... skemmtilegt hvað bassinn er orðinn áberandi í lögum nú til dags, klukkan er fimmtán mínútur gengin í tíu hér á frábærum þriðju- degi, vor í lofti, ég verð með ykkur til klukkan tólf til miðnættis en þá tekur Bjarni við og verður með ykkur á rólegu nótunum til fyrra- máls duglegur drengur Bjarni, elskurnar fariði varlega í umferð- inni, allir í stuði og vor í lofti nú þegar klukkan er sextán minútur gengin í tiu hér á frábærum þriðju- degi tími fyrir hresst lag en fyrst... stjörnufréttir, þetta var Cock Rob- in, ég skil ekki af hverju hann vill ekki vera Kennedy, en fólk hefur sínar ástæður, enginn hlustandi á línunni heyrum eitt lauflétt vor- lag, en fyrst... Babababylgjan, er á níuáttaníu effemm, í dag er tólfti maí og sumarið alveg að koma, ástin fylgir oft sumrinu heyrum eitt lauflétt ástarlag, yndislegt vorkvöld rómantíkin blómstrar, fólk helst í hendur hérna á Snorra- brautinni, fáum góða gesti i stúdí- óið eftir næsta lag, allir i stuði og vor í lofti, en fyrst auglýsingar, Gunnlaugur Helgason hér og verð með ykkur... Freyr Þormóðsson Það skal fúslega viðurkennt að undirritaður er veikur fyrir „det danske", eins og sagt er í Dan- mörku. Og gleðst sérstaklega í hvert skipti sem Ögmundur Jónas- son, fréttamaður sjónvarpsins, miðlar fréttum úr Frændgarði, eins og hann kýs að kalla þætti sína. En það er ekki bara veikleiki minn fyrir því sem danskt er sem hér skiptir máli. í fyrsta lagi hefur Ögmundur lag á að segja skemmtilegar fréttir á hefðbund- inn hátt og i öðru lagi er mikill fengur að því að fá ítarlegar fréttir og fréttaskýringar frá nálægum löndum — öðrum en angló-saxn- eskum. Þeir atburðir standa okkur oft nær — koma okkur frekar við en það sem gerist í frábrugðnari samfélögum. Fyrir stuttu sýndi Ögmundur Jónasson okkur inn í Kristjáníu í Kristjánshöfn nærri miðborg Kaupmannahafnar. Þetta var áreynslulaus sýning. Vel gerð og fordómalaus, án þess að Ögmund- ur léti undir höfuð leggjast að upp- lýsa okkur áhorfendur um þá gagnrýni sem andstæðingar Kristjáníu hafa haldið á lofti. Og það sem e.t.v. skipti mestu. Hann lét fólkið sjálft tala, en hélt sig í bakgrunni sýningarinnar sjálfur. Það sama má í rauninni segja um fréttir og fréttaþætti þá sem Ögmundur hefur verið að senda heim síðustu daga af kosningum sem haldnar voru í fyrradag í Dan- mörku. Hann sendir okkur dönsku kosningarnar heim í stofu. Þar er hvorki of mikið sagt né of lítið. Aðalatriðin eru tínd til og aukaatriðum sleppt. Myndir og menn látin tala sinu máli, án þess að fréttamaðurinn sjálfur sé í sífellu að trana sér fram á skjáinn. Sjónvarpsfréttamenn geta mikið lært af frammistöðu Ögmundar Jónassonar í Kaupmannahöfn, einkum og sér í lagi virðinguna fyrir áhorfendum sem kemur fram í því, að hann kastar ekki höndun- um til þess sem hann er að gera. Hann kemur kosningunum heim í stofu til okkar án þess sjálfur að vera yfirþyrmandi með óþarfa kjaftæði og gjamm. Helgi Már

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.