Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 22
UM HELGINA BÍÓ O úff ★ sæmileg ★★ góð ★★★ ágæt ★★★★! Regnboginn Siðasti keisarinn (The Last Emperor) ★★★★ Hættuleg kynni (Fatal Attraction) ★★★ Brennandi hjörtu (Flamberede hjerter) ★★ Hentu mömmu af lestinni (Throw Momma from the Train) ★★ Banatilræði (Assassination) ★ Gættu þin kona (Lady Beware) ★ Bíóhöllin Spaceball ★★★ Þrir menn og bam (Three Men and a Baby) ★★ Nútímastefnumót (Can't Buy Me Love) ★ Hættuleg fegurð (Fatal Beauty) ★ Bíóborgin Fullt tungl (Moonstruck) ★★ Wall Street ★★ Sjónvarpsfréttir (Broadcast News) ★★ Stjörnubíó lllur grunur (Suspect) ★★ Skólastjórinn (The Principal) ★ Laugarásbíó Hróp á frelsi (Cry Freedom) ★★★★ Rosary-morðin (The Rosary Murders) ★★ Nú er leikáriö langt komið og fyrir þá sem ekki hafa drifið sig í leikhúsið í vetur fara að verða siðustu forvöð. Á sunnudags- og þriðjudagskvöldið sýnir Gránufjelagið í allra allra allra síðasta sinn Endatafl eftir Samuel Beckett. Verkið er sýnt á Laugavegi 32b og hefjast sýningar klukkan 21.00. Þettaerrómuðsýningogættu menn ekki að láta hana fram hjá sér fara. í Þjóðleikhúsinu verða sýningar á Lygaranum og Vesalingunum um helgina. Fyrrnenfnda sýningin er sýnd fimmtudags- og laugardags- kvöld kl. 20 og eru það 8da og 9da sýning á verkinu. Verk þetta er eftir ítalann Goldoni sem er einn þekkt- asti gamanleikjahöfundur ítala fyrr og síöar. Verkið fjallar um flagarann og lygarann Lelio, leikinn af Sigurði Sigurjónssyni, sem er sífellt að fá það sem hann kallar snjallar hug- dettur en aðrir kalla hreinræktaðar lygar. Enda þýðir þetta endalausan misskilning og uppákomur sem reyndar eru flestar fyrirsjáanlegar. Ekki þarf að rekja mikið efnisþráð Vesalinganna sem eru á góðri leið með að verða vinsælustu fátækling- ar á islensku leiksviði. Sýningar verða á Vesalingunum föstudags- og sunnudagskvöld og hefjast klukkan 20.00. Aðeins eru tíu sýningar eftir á verkinu og það er futlkomlega Ijóst að það verður ekki tekið upp á næsta hausti. „it's now or never". Það er Egill Olafsson sem syngur stærsta hlutverkið í þessum söngleik en af öðrum má nefna Jóhann Sigurðar- son, Sigrúnu Waage, Sigurð Sigur- jónsson, Lilju Þórisdóttur, Ragn- heiði Steindórsdóttur og Sverri Guðjónsson auk margra annarra. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur standa nú sem hæst sýningar á Hamlet eftir Shakespeare. Þetta er rómaðasta sýning leikársins, að öllum öðrum góðum ólöstuðum, aðstandendur, einkum þeir Kjartan Ragnarsson leikstjóri og Grétar Reynisson sem gerði leikmynd, hafa unnið geysilega vel saman og skapað verulega eftir- minnilega uppfærslu. Það er Þröstur Leó Gunnarsson sem fer með hið erfiða hlutverk Hamlets en aðrir leik- arar í stórum hlutverkum eru Sig- urður Karlsson og Guðrún Ás- mundsdóttir sem leika stjúpföður hans og móður (alvöru alltsvo), Steindór Hjörleifsson og Sigrún Edda Björnsdóttir sem leika feðgin- in Pólóníus og Ófelíu. Næstu sýn- ingar á verkinu eru á föstudagskvöld og þriðjudagskvöld og hefjast klukkan 20.00. En þó Hamlet sé stutt kominn, sýningafjöldi rétt að fylla tuginn, er ekki svo með aðrar sýning- ar hjá LR. Aðeins eru 5 sýningar eftir á Djöflaeyjunni, leikgerð Kjartans á skáldsögum Einars Kárasonar, Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjunni. Verkið verður sýnt næst sunnudag- inn 15/5 í Leikskemmu LR við Meist- aravelli. Það eru sömuleiðis fáar sýn- ingar eftir á söngleiknum Síldin er komin, sem m.a. státar af tónlist eft- ir Valgeir Guðjónsson. Aðeins eru 12 sýningar eftir og sýnt er nú um helgina, bæði fimmtudags- og laug- ardagskvöld, klukkan 20.00. Fleiri sýningar eru að sigla inn í síðasta viðlagið. Þar má meðal ann- arra nefna Don Giovanni i íslensku óperunni. Aðeins eru tvær sýningar eftir, föstudags- og laugardags- kvöld, klukkan 20.00. Það er svo sannarlega sjón að sjá Don Gio á sviðinu með hvítan fjaðrahatt á höfði leggja meyjar að fótum sér. Leikstjóri þessarar sýningar er Þór- hildur Þorleifsdóttir, kvennalista- kona auk þess að vera leikstjóri. Söngurinn er allur mjög góður en leikurinn minnir á Bildudals grænar baunir. Hér er þó sýning sem alltaf gengur jafnvel og hefur að því er fréttist allt- af jafnþakkláta áhorfendur. Þetta er sýning Leikfélags Hafnarfjarðar á Emil í Kattholti. Það kannast allir krakkar við ævintýri og uppátæki þessa þokkapilts, sem er sá ódælasti í samanlagðri sænsku bókmennta- sögunni. Sýningar eru á fimmtudag- inn, laugardaginn og sunnudaginn og uppselt á þær allar. Vonandi verða fleiri. Nýjasta leikverkið í borginni er sýnt á Hótel islandi og er þar á ferð Gríniðjan með leikinn NÖRD. Þetta á að heita grínleikur, er það án efa, hvernig gæti annað veriö. Laddi og allt. Hann býr örugglega til nýja persónu. Fullt af kjaftstóru fólki meö gervitennur og -góma og hvað þetta allt saman heitir. Næstu sýn- ingar eru fimmtu-, sunnu- og mánu- dagskvöld og hefjast allar klukkan 21.00. Fólki er bent á að því er ekki hleypt inn eftir að sýning er hafin, jafnvel þó svo það sé með miða. Ennfremur er rétt að taka fram að um þessar mundir stendur yfir mál- verkasýning á Hótel íslandi, þó ekki sé vitað hvort hún er í tengslum við leikritið. Það er Ásta Eyvindardóttir sem sýnir verk sín á hótelinu, en þetta er sama sýningin og hékk uppi í Hafnargalleríi fyrir skemmstu. Þeir sem misstu af henni þar eiga þvi kost á að sjá hana á öðrum staö. Norður yfir heiðar. Leikfélag Akureyrar hefur að undanförnu sýnt Fiðlarann á þakinu í leikstjórn Stef- áns Baldurssonar. Næstu sýningar verða fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30. og á sunnudaginn kl. 16.00. Leikritiðsegir frá gyðingnum Tevje sem býr í litlu þorpi i Rússlandi, gleði hans og sorg- um, sambúð gyðinganna og Rúss- anna, frá því hvernig honum gengur að koma dætrum sínum í hendur almennilegra manna og síðast en ekki síst frá eintölum hans við Guð, sem eru hin kostulegustu. Það er Theódór Júlíusson sem fer með hlutverk Tevje. Myndlistin. Og höldum okkur við Akureyri áfram. í Gallerí Gluggan- um sýnir um þessar mundir Einar Hákonarson og að venju er hann með málverk, væntanlega risastór ef sýning þessi er í sama anda og sú sem hann setti upp á Kjarvalsstöð- um fyrir nokkru. Einar sýnir verk sem hann hefur unnið á þremur síðstliön- um árum og stendur sýningin til sunnudagsins 15. mai. í FÍM-salnum v/Garðastræti sýnir um þessar mundir Margrét Reyk- dal. Hún sýnir 15 olíumálverk, flest- öll ný. Þetta er 6ta einkasýning Margrétar í Reykjavík en hún hefur undanfarin ár búið í Noregi og stund- aði þar nám. FÍM-salurinn er opinn frá 14—19 alla daga og sýning Margrétar stendur til 22. maí. Á Kjarvalsstöðum verður á sunnudaginn opnuð sýning á verk- um ítalskra barna. Sýningin ber yfir- skriftina Börn hafa hundrað mál og í tengslum við sýninguna heldur Sviinn Karin Wallin fyrirlestra með sömu yfirskrift. Sá fyrri er í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 17.00 og er ætlaður kennurum og uppeldisstétt- um. Sá siðari verður á Kjarvalsstöð- um degi síðar, mánudaginn, kl. 20.00 og er hann almennur sá fyrirlestur, fjallar um sýninguna og hugmynda- fræði hennar, ætlaður foreldrum og áhugafólki. Karin flytur fyrirlestrana á sænsku. í Gallerí Svörtu á hvitu sýnir Karl Kvaran og í Gallerí Grjóti er það Örn Þorsteinsson. í Norræna húsinu sýn- ir einn fremsti málari Finna i gegnum tíðina. Akseli Gallen Kallela heitir sá. Þarna er hins vegar ekki verið að kynna málverk þessa manns, heldur eru til sýnis myndskreytingar hans við Kalevala-kvæðin, sem eru þjóðararfur Finna, á svipaðan hátt og íslendingasögurnar fýrir Islend- inga. Þetta eru myndskreytingar sem hann gerði síðustu ár ævi sinn- ar. Og i Galleri Borg sýnir Sigurður K. Árnason, opnar í dag þann 12., og stendur sýningin til 24. maí. Sigurð- ur er landslagsmálari af gamla skól- anum og sýnir olíu- og pastelmyndir. Síðustu áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands verða haldnir í kvöld, fimmtudagskvöld, í Háskólabíói að venju. Flutt verður verkið Missa Solemnis eftir Beethoven. Tónleikarnir eru sem- sagt helgaðir einu verki og auk hljómsveitarinnar taka þátt í flutn- ingi þess fjórir einsöngvarar, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Viöar Gunnarsson og þýski tenórinn Albert Kraus. 95 manna kór tekur þátt i flutningnum og er hann samsettur af kór Lang- holtskirkju og Mótettukór Hall- grímskirkju. Kórstjórar eru þeir Jón Stefánsson og Hörður Áskelsson. Aðalstjórnandi tónleikanna verður hins vegar þjóðverjinn Reinhard Schwarz, en á hausti komanda mun hann taka við starfi sem aðaltónlist- arstjóri Ríkisleikhússins í Múnchen. Schwarz þessi er virtur hljómsveit- arstjóri, hefur stjórnað víða um Evrópu, unnið með mönnum eins og Herbert von Karajan og Franco Ferrara og leiðir um þessar mundir námsbraut í hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskóla Vinarborgar. Missa Solemnis er stærsta og viðamesta verk Beethovens, flutt hérlendis síð- ast árið 1970, og tók það tónskáldið um þrjú ár að Ijúka því. Sjálfur á Beethoven að hafa sagt að verkið væri fullkomnasta verk sitt. Örn með einn af álskúlptúrunum stnum. Þennan kallar hann Trjónu. FURÐUVEROLD FÍGÚRANNA Skodunarferö meö Erni Porsteinssyni um sýningu hans í Gallerí Grjóti Um þessar mundir sýnir Örn Þorsteinsson skúlptúra í Gallerí Grjóti vid Skólavördustíg. Þetta er lítiö gallerí, í eigu nokkurra mynd- listarmanna, þar á meöal Arnar. GaUeríiö er nú aö veröa fimm ára gamalt og þar meö eitt þaö langlíf- asta í íslenskri galleríasögu og auö- vitaö eitt þaö elsta í borginni sem stendur. Örn hefur fengist við margt á myndlistarferli sínum. Hann segir frá því að sem ungur maður í olíu- málverki hafi hann kynnst Sigurjóni Ólafssyni, sem hafi hvatt hann til að fara út í þrívíddina. Segist eiga Sig- urjóni margt að þakka. Og Örn hef- ur unnið með Thor eins og alkunna er. Saman gerðu þeir ljóðabækur, gott ef ekki bæði á ísiensku og ensku. Thor orti, Örn myndskreytti úr Þúsund mynda safninu. Myndir sem hann hefur teiknáð og eru eins og skrifaður texti að því ieyti að þær eru unnar á sama hátt og menn skrifa texta. Eftir blaðinu frá vinstri tii hægri, ein mynd í senn sem er eins og orð og svo koll af kolli. Nú er hann mættur með skúiptúrana sína í Gallerí Grjót. Þeir eru litlir, flestir, húsakynnin gefa enda ekki mögu- leika á öðru. Þegar komið er að gaileríinu blasa við manni Sigur- bogar sem hafa verið settir í sand- hrúgur í gluggunum. Örn segir að hann hafi hugsað sér þessa boga stærri. Jafnvel manngenga og standandi í tjörn. Líkt er um fleiri verk. Þau eru hugsuð stærri en sú gerð þeirra sem hann sýnir að þessu sinni. Verkin eru ýmist unnin í ál, járn, stein eða þá mótuð í froðuplast og yfirdregin með blöndu af lími og sagi. Þetta eru oft á tíðum kynjaver- ur. Sumar eins og fuglar, aðrar eins og tvíhöfða forsögulegir forverar nashyrninga eða eitthvað í þeim dúr. Samkenni þeirra er trjóna sem rís upp úr þeim mörgum. Örn segir hana lengi hafa fylgt sér. Og eitt froðuplastsverkið — en hugmyndin er sú að vinna þau í varanlegri efni síðar — heitir Hamlet og Rómeó. Samankomnar þessar tvær stærstu tragísku hetjur bókmenntasög- unnar. Annar hallar sér upp að hin- um og trjónur á höfðum þeirra vísa upp til himins. Undarleg tilviljun að Helgi Gíslason sýndi fyrir skömmu höggmyndir í Gallerí Borg þar sem ein hét Rómeó. Virðist sem íslenskir myndhöggvarar hafi tekið sig sam- an um að gera hinum ógæfusama elskhuga skil. Samt segja þeir báðir að nafngiftin sé tilviljun, svo ekki sé nú minnst á að þessi tvö verk skuli verða til á sama tíma. Skúlptúrar Arnar eru fjölbreyttir að efni og formi en eiga ávala línuna sameiginlega. Mýkt og margræði. Gefa tilefni til hugleiðinga, bæði jarðbundinna og ekki. Samt er í þeim eitthvað sem alltaf brýtur upp tengslin við hið jarðbundna. Hann segist líka alltaf vera að reyna að komast inn í einhverja furðuveröld. Að auki sýnir Örn agnarsmáa skúlp- túra úr silfri. Sömuleiðis ýmsar fígúrur, eða fígúrulíki, og svo undur- fallega hringa sem sæma myndu sér á hendi hvurrar konu og gott betur. Sýning Arnar í Gallerí Grjóti stendur til 19. maí og galleríið er opið frá 12—18 daglega. KK Hamlet og Rómeó saman á stalli. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.