Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 30
KROSSGÁTA „Hver vor svikinn og hver sveik hvern?## Ragnar Aðalsteinsson haestaréttarlögmaður um kaffibaunamálið. „Ef ég heföi drepist í þessu bílslysi, sem brá nú til beggja vona því ég lá tvo sólarhringa á gjörgœslunni, þá heföi glœpnum verid stoliö frá Helgarpóstinum.“ „Ávöxtun lífeyrissjóðanna er nú með því allra besta sem hún hefur verið í sögu almenna lífeyrissjóða- kerfisins." Ásmundur Stefánsson. forseti ASÍ, um húsnaeðisvanda launafólks. „í miðjum barsmíðunum stundi sá handtekni upp að þetta væri þá allt satt sem sagt væri um lögregluna. Lögreglumaðurinn svaraði að bragði að það væri það og á eftir fylgdi fast högg." sme á DV. „Ég læt kanna þetta mál." Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykja- vik. „Stjórnmálamenn mega aldrei missa sjónar á almenningi." Ingólfur Margeirsson, ritstjóri Alþýðu- blaðsins, um skyldur stjórnmálamanna. „Úlfar missti takið á bandinu, sem hann var dreginn í, þannig að hann lá eftir á jörðunni alelda. Hjálpar- menn geystust inn í salinn með handslökkyitæki og slökktu sam- stundis í Úlfari sem lét sér hvergi bregða." ej á DV um sýningu hestamanna í Reið- höll. „Halla Margrét söng hægt og hljótt böðuð eltiljósum." ej á DV. Ragnar Júlíusson, stjórnarformaður Granda. „Þessi bilakaup eru þvílíkur sið- ferðisbrestur að allir þeir sem tóku þessa ákvörðun verða að vikja, allir sem einn, og þá skiptir ekki máli þótt Þröstur Ólafsson, félagi okkar í Alþýðubandalaginu, hafi verið einn þeirra." Kristín Ólafsdóttir, borgarstjórnarfulltrúi Alþýðubandalagsins. „Máliö er ekki svo einfalt aö hægt hafi verið að afgreiða það með einu jái eða neii." Þröstur Ólafsson, stjórnarmaður i Granda. „Þetta tvennt tengist alls ekki upp- sögnum fólksins. Það er vélvæð- ingin sem þarna er á ferðinni." Ragnar Júlíusson, stjórnarformaður Granda. „Sá bjór, sem ég er hræddastur við, er veiki bjórinn, sá sem er aðeins sterkari en pilsner." Jón Magnússon Sjálfstæðisflokki, stuðn- ingsmaður bjórs á Alþingi. „Þetta er dapurleg lífsreynsla fyrir mig, bæði sem foreldri og þing- mann." Svavar Gestsson Alþýðubandalagi, and- stæðingur bjórs á Alþingi. „Það eru tímamót í íslenskum stjórnmálum. Fólk hafnar i æ ríkari mæli firringu og sambandsleysi hefðbundinna stjórnmálaforingja." Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvenna- lista. STJÖRNUSPÁ HELGINA 13.-15. MAÍ nm TURINN (21/3-20/4 Þú lýkur verki sem hefur tekið langan tíma að leysa. Nú kemur það sér vel hversu sjálf- stæður þú ert og frumlegheitin vekja at- hygli. Þú ert á réttri leið í fjármálunum og ef þér býðst að fjárfesta skaltu ekki hika. Láttu öfundsjúka persónu ekki slá þig út af laginu með árásargirni sinni. NAUTIÐ (21/4-21/5 Reyndu að komast að kjarna málsins en varastu yfirgang. Óvænt uppákoma setur svip sinn á helgina. Þér verður hoðin þátt- taka í óvenjulegum félagsskap. Þiggðu boð- ið því í raun er það viöurkenning á störfum þínum. Yngri persóna mun sýna þér að hún er vinur í raun og þú verður bjartsýnni en ella á framtíðina. Þú færð ástæðu til að fagna. TVÍBURARNIR (22/5-21/6 Hafðu augun opin — föstudagurinn gæti orðið mesti happadagurinn þinn! Farðu eftir því sem þér finnst við fyrstu kynni. Einhver sem hefur verið þér hjálplegur áður er aftur kominn inn í myndina. Vinir þínir leyna ekki tilfinningum sínum í þinn garð og þérfinnst þú auðugri en nokkru sinni áður. KRABBINN (22/6-20/7 Vertu ekki of vanafastur. Það getur hindr- að að þú náir markmiði þínu í ákveðnu mál- efni. Horfðu til allra átta áður en þú tekur ákvörðun um hvaða leið þú vilt fara. Grasið er ekki grænna hinum megin, mundu það. Varastu að treysta fólki um of fyrir ráðagerð- um þínum, það eru ekki allir traustsins verð- ir. Þú þarft að byrja á verkefni alveg frá grunni ef það á að takast á þann veg sem þú óskar. LJÓNIÐ (21/7- Þú þarft að endurskoða áætlun varðandi ferðalag. Persóna úr Vatnsberamerkinu reynir að hafa áhrif á þig og leiða þig af þeirri braut sem þú ert nú á. Haltu þínu striki og þá munu viðurkenningarnar ekki láta á sér standa. Þú skiptir um skoðun á ákveðnum málaflokki og það getur orðið til þess að breyting verði á störfum þínum. Foreldrar eða aðrir nákomnir þurfa á meiri athygli að halda frá þér. MEYJAN (24/8-23/9 Tilfinningaleg tengsl við einhvern af gagnstæðu kyni leiða til breytinga á lífi þínu. Þú brýst úr viðjum vanans og tekur allt aðra stefnu en þú hefur þorað hingað til. Geymdu ekki áhyggjurnar innra með þér, leitaðu svara við því sem angrar þig. Þú þarft á ein- veru að halda um stundarsakir til að ná átt- um. Blekktu ekki sjálfan þig hvað varðar raunverulegar tilfinningar (jínar. VOGIN (24/9-22/10 Þú lætur þér annt um annarra hagi og get- ur nú komið á framfæri skoðunum þínum um hvernig hægt er að gera lífið auðveldara. Aðili innan fjölskyldunnar styður við bakið á þér og býður jafnframt fjárhagsaðstoð. Þér verður boðið upp á óvenjulegan samning. Haltu málunum í biðstöðu meðan þú kannar sannleiksgildi þeirra. SPORÐDREKINN (23/10—22/H Hafðu hugfast að enginn er fullkominn, ekki einu sinni maki þinn eða ástvinur! Gerðu því ekki of miklar kröfur. Leitaðu svar- anna sjálfur og reiddu þig ekki um of á að aðra. Láttu ekki binda þig við gömul loforð sem enginn grund völlur er fyrir að efna. Vin- um þínum hættir til að lifa i eigin heimi og gleyma raunveruleikanum. BOGMAÐURINN (23/11-21/12 Þú sérð lífið í réttu Ijósi og nýtir þér að- stæður til að koma á framfæri góðum hug- myndum. Byrði sem þú hefur borið síðustu vikurnar verður af þér létt og þú getur notið þess að vera til. Leitaðu nýrra leiða til að bæta heilsuna. Ástarsamband kemst á al- varlegt stig og þú getur ekki lengur ýtt því frá þér að taka ákvarðanir um framtíðina. STEINGEITIN (22/12-21/1 Einhver innan fjölskyldunnar espar þig upp með íhaldssömum skoðunum sínum. Að vanda snýstu gegn allri afskiptasemi og gerir þveröfugt við það sem krafist er af þér. Haltu þig að fólki sem metur þig að verðleik- um. Þér mun takast að skapa það sem þú vilt ef þú aðeins manst að horfa á heildar- myndina. Sýndu sjálfstæði í framkvæmd- VATNSBERINN (22/1-19/2 Nýtt upphaf bíður þin. Gleymdu ekki hver þú ert þótt velgengnin geti villt þér sýn um stundarsakir. Þú nýtur lífsins um þessa helgi og bjartsýnin ræður ríkjum, enda fyllsta ástæða til. Það verður margt sem vekur áhuga þinn en ef þú gætir ekki að þér áttu á hættu að falla í þá gryfju að komast ekki yfir allt sem þú þarft að gera. FISKARNIR (20/2-20/3 Hugsaðu fyrst og fremst um öryggið. Eyddu ekki um ef ni f ram, leggðu fy rir svo þú eigir peninga þegar erf iðleikar steðja að. Ein- hver sem vill þér vel hringir til þín með ráð- leggingar. Hugmyndaflug þitt nýtur sín og helgin einkennist af samkvæmislifi og ferða- lögum. Þúfinnur nauðsyn þess að vera f rjáls þegar rómantíkin skýtur upp kollinum. 30 HELGAFSPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.