Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 6
Nýbygging Álþingis STÆKKUN ÞINGHUSSINS Nýbygging AIþingis er nú í undirbúningi, risavaxiö hús sem mun ryðja öðrum burtu af Kirkjustrœtinu nema sjálfu Alþingishúsinu og Dómkirkjunni og þekja að auki bílastœðin neðst við Tjarnargötu, allt niður í Vonar- stræti. Húsið verður nœrri þrefalt stœrra en umdeilt ráð- hús á tjarnarhorni í nágrenninu. Húsið verður útihús Alþingishússins, allsherjar skrifstofu- og þjónustubygg- ing, tengd með jarðgöngum til að vernda betur sérstöðu gamla hússins og dómkirkju þjóðarinnar. Húsið verður hins vegar það stórt að gamla alþingishúsið mun frekar minna á bíslag við hlið þess en móðurhús. Nýbygging- unni er ætlað að bœta úr húsnæðisþörf Alþingis, sem nú rekur starfsemi sína í nokkrum smœrri húsum í miðborg- inni. Sérstaka athygli vekur fullkominn eróbikksalur fyr- ir þingmenn í vesturhorni byggingarinnar. EFTIR FREY ÞORMOÐSSON í húsinu fá þingmenn og þing- flokkar skrifstofur saman í hnapp, þingnefndir fá fundarherbergi, forsetar þingsins fá rúmgóða að- stöðu og öll skrifstofustarfsemi þess. Skjala- og gagnavarsla Alþingis verður í nýbyggingunni, prent- smiðja og ritvinnsla Aiþingistíð- inda, bókasafn og tölvudeild með sérstakri kennslustofu. íslandsdeild Norðurlandaráðs fær góða aðstöðu fyrir fundi og talsamband við út- lönd, fréttamönnum er ætlað tölu- vert rými og síldarbrauðs- og hafra- grautsmötuneyti gamla hússins breytist í veitingastað í nýja húsinu sem þjónusta skal hundrað manns í einu með heita rétti. Þó er gert ráð fyrir sjálfsafgreiðslu nema í sérstök- um sal þar sem veitt verður íburðar- meiri þjónusta við ýmis tilefni. Auk þessa hefur húsvarsla alþingis að- stöðu í húsinu, í fyrsta og öðrum kjallara verða nærri tvö hundruð bílastæði, en þar mun hugsanlega gæta sjávarfalla líkt og í Morgun- blaðshúsinu, sem ristir þó ekki eins djúpt. Tvöfaldur kjallari þýðir að dýpt grunnsins verður ekki minni en sjö metrar. Sjö metrar beint ofan í jörðina. Síðast en ekki síst verður í nýbyggingunni fullkomin aðstaða fyrir líkamsrækt þingmanna og Forsalurinn verður með glæsilegra móti. Li starfsfólk alþingis; eróbikksalur, tæki til vaxtarræktar, gufuböð, sturtur, búningsklefar og hvíldar- herbergi. Hvíldarherbergi. Þá eru ótaldir fundar- og samkomusalir með almyrkursmöguleika, mót- tökurými, setustofur, gangar, for- hallir og glergöng í lausu lofti sem stytta þingmönnum leið á milli álma. LEIKFANGABORGIN Fundir þingdeilda og sameinaðs þings munu áfram verða í gamla húsinu samkvæmt hefð, og kringlu- meldingar munu væntanlega ekki líða undir lok. Það sem hins vegar mun ekki aukast að rúmmáli er áhorfendastúkan í leikhúsi þjóð- málaumræðunnar. Forhallir, salir og brýr í útihúsi alþingis minna um margt á nýreista verslunarmiðstöð í miðbæ sem sjálf pSÍpÍP§#IÍ I minnir meira á sandköku en nafnið gefur til kynna. Hún er annars at- hyglisverð áráttan á síðari árum að vilja byggja stórhýsi og hallir. í þeim efnum er ekki logið um stórhug ís- lendinga. Flugstöð, verslunarmið- stöð, þjóðarbókhlaða, ráðhús, veit- ingahús sem snýst, nýbygging al- þingis og átta þúsund manna íþróttahöll. Reykjavík hættir bráðum að vera leikfangaborg, „toytown", eins og ferðamenn kalla hana. Liður í að uppræta minnimáttarkenndina? Brátt förum við að súpa hveljur á götum Reykjavíkur eins og íslands- barn í bandarískri stórborg eða norðanmaður sem ekki hefur kom- ið í lengri tíma á Selfoss og gýtur óviðbúnum augum frá Tryggva- skála til Ársala eða frá gamja kaup- félaginu til þess nýja. Ölfusbrú Tryggva virkar allt í einu smá. HÁTT í ÞRJÚ RÁÐHÚS Það fyrsta sem athygli vekur er turn á austurenda byggingarinnar, sem greinilega er svar við varðskýl- inu sem leikur hlutverk Dómkirkju- turns. Turn nýbyggingarinnar er öðru fremur tákn hennar. Bygging- in rís að öðru leyti ekkí hærra en Alþingishúsið og Dómkirkjan, en er þeim mun þykkari og niðurgrafnari, auk þess sem hún beygir fyrir horn. Samkvæmt grunnfleti komast fimm Alþingishús inn í nýbygging- una, þversum hlíð við hlið. Með ný- byggingunni vérður rýmisaukning Alþingis hins vegar tíföld. Frum- áætlun gerir ráð fyrir að brúttó- stærð ofanjarðar verði 6.645 fer- Nýbygginyin séð frá sjónarhorni Jóns Sig urössonar. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.