Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 27
albúmi hafi verið tveimur of margar. Vafalaust eru ekki allir sammála þessu og ég veit um fólk sem álítur Sandinista það besta sem The Clash gerðu. Það sýnir bara hversu mis- jafn smekkur fólks getur verið. Á Story... eru svo líka lög af Give ’Em Enough Rope og Combat Rock. Auk þess er einnig að finna lög sem ýmsum hefur revnst erfitt að ná í, svo sem Complete Control, White Man in Hammersmith Palais, Capi- tal Radio, Bank Robber, This is Radio Clash og síðast en ekki síst I Fought the Law. Af allri þessari upptalningu má ljóst vera að The Story of the Clash Volume 1 er ekki aðeins eiguleg plata fyrir þá sem ekkert eiga fyrir með The Clash. Gamlir aðdáendur ættu ekki síður að gefa því gaum hvort hér sé ekki á ferðinni gripur sem er þess virði að eiga. Fyrir mitt leyti átti ég öll þessi lög fyrir en ég er viss um að ég á engu að síður eftir að spila þessa Clash-sögu töluvert í framtíðinni. Gunnlaugur Sigfússon MYNDLIST Klakinn grœnn af öfund — eda hvaö? Um sýningu Astu Gudrúnar Eyvindardóttur Galleríum hefur fjölgað nokkuð í gamla miðbænum að undanförnu. Eitt þeirra, Hafnargallerí, hefur orð- ið dálítið útundan í umræðunni og umferðinni. Vera má, að skýringar sé að leita í því að galleríið er ekki í augnhæð og getur ekki beitt útstill- ingum á öngul sinn. Önnur ástæða kann að vera sú að í galleríinu við höfnina hafa einkum sýnt óþekktar listspírur með torfæran aðgang að listamafíunni og fjölmiðlum. Svona var þetta, a.m.k. fram til síðustu ára- móta, en þá tóku forráðamenn gallerísins uppá því að taka hátt leigugjald af sýnendum. Afturámóti virðist listrænn metnaður gallerís- ins ekkert hafa breyst, þrátt fyrir þá ábyrgð sem leigugjaldið óneitanlega veitir. Salurinn hefur frá áramótum ýmist staðið auður eða að þar hafa verið settar upp í flaustri sýningar á peningalyktandi skeinipappír. Nú fyrir stuttu varð þó breyting til batnaðar þegar Ásta Guðrún Ey- vindardóttir opnaði málverkasýn- ingu í Hafnargalleríi. Þetta er fyrsta einkasýning Ástu eftir sólarmerkj- um að dæma — svo Hafnargallerí virðist ekki vera alveg hætt að spíra. í þann mund sem við göngum inní Bókaverslun Snæbjarnar kemur kona í hvítum pels gangandi upp Hafnarstrætið og hrópar, að því er virðist græn af öfund: „ísland er best ískalt!" Pað er einsog við manninn mælt: Við göngum inn i höll klakadrottningar og öfundar- grænkan liggur Ijós fyrir. Regnboga- litir selir, sem liggja í makindum niðri í versluninni, segjast öfunda okkur af fótleggjunum, þvi fótalaus- ir komist þeir ekki upp stigann í galleríið. Dimmalimm situr í efsta stigaþrepinu og plokkar gleim- mérei: ,,Je t’aime Degas — ég elska bleiugas — je t'aime...” Sjálf er Dimmalimm með bleiu og það eru bleiur á borðum. Stiginn hringast um borðfæturna og svartur köttur hringar rófuna. Við borðið situr konan í hvíta pelsinum, en pelsinn er horfinn og í hans stað kominn sjaldséður hrafn. Konan er ekki heldur græn af öfund heldur rjóð, enda upptekin við að háma í sig sviðakjamma, epli og frosk sem var of lengi að breytast í prins. Hún brosir og lætur sig dreyma um öll raunverulegu dýrin í sveitinni og hunangsflugurnar sem elta hana á röndum. En hún hefur íshaf í æðum og raunveruleikinn er við höfnina í Reykjavík á íslandi sem öllum klakadrottningum finnst best ískalt. Það hefur löngum þótt góð vísa meðal listmiðlara og -sala að kyrr- setja listamenn í ákveðnum stíl og búa til um þá stikkorð til markaðs- hagræðingar. Þannig getur „mark- aðshópurinn" sett vísu-kortið sitt í makindum inní listmiðlunartölvuna án þess að eiga það á hættu að fá eitthvert krúsídúlluklikkelsi uppá stofuvegg hjá sér. Hann getur alls óhræddur pikkað inn nafnið á sín- um eigin gælustíl, hvort sem það er Electrolux BW 310 uppþvottavélin náði ekki bara prófinu... hún „DÚXAÐI” ! A kröfuharðasta neytendamarkaðinum, fékk hún eftirfarandi ummæli frá Svenska Konsumentverket: * Hæsta einkunn (5) fyrir uppþvott og þurrkun * Hæsta einkunn (5) fyrir að vera hljóðlát * Hæsta einkunn (5) fyrir sparneytni Aðeins 49.523, stflr. Eigum einnig fyrirliggjandi 4—6 manna uppþvottavélar á aðeins kr. 28.900,- stgr. Láttu ekki uppþvottinn angra þig lengur- ,,KÝLDU” Á ELECTROLUX ! iTJÖRNUBÆR EIÐISTORGI SÍMI 611120 „sínýr fljótfærnisstíH", „gamaldags I irnar eru að vísu misgamlar og I að hitta fyrir listamenn sem vita að og þjóðlegur hraun- og stuðlastíll", vinnubrögðin ungæðisleg á köflum, þeir geta og verða að spanna yfir „alþjóðlegt atómafstrakt" eða eitt- en þau tilvik virka frekar einsog allt stafróf listarinnar í stað þess að hvað annað notalegt og fljótlegt. prakkaralegt hnerriduft heldur en festast í bókstafstrú markaðsafla. Galdur sýningar Ástu Guðrúnar er kryddskortur. Sýningin er í senn Þar fyrir utan er ekkert sem bannar ekki síst fólginn í samkrulli hinna sundurlaus og heilsteypt, ljóðræn, fólki að búa til ný stafróf — eða óliku stílbrota sem hún virðist alls öguð og agalaus, en umfram allt hvað? óhrædd við að tileinka sér. Mynd- | persónuleg. Það er alltaf uppörvun | Ólafur Engilbertsson ALLIR í RÉTTA RÖÐ Allir í rétta röð. Nýtt og fullkomið tölvustýrt símaborð tryggir snögga símsvörun og afgreiðslu eftir réttri röð. Þegar þú hringir í Hreyfil og heyrir lagstúf, veistu að þú hefur náð sam- bandi við skiptiborðið og færð afgreiðslu von bráðar. islensk gædaframleiúsla ágódii veríL qA wtr J gpugg mggmimggsmm bSA Réttarháls 2 s. 84008 & 8á009 • Skipholt 35 s. 31055 HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.