Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 20
DAGBOKIN HENNAR DULLU Kæra dagbók. Ferlega er ég reið yfir einu, sem ég las í Mogganum um daginn. Það sannar sko í eitt skipti fyrir öll, að við krakkarnir erum álitin eitthvað „annars flokks" í þessu klikkaða þjóðfélagi okkar. Fyrir mörgum, mörgum, mörgum mánuðum lækk- Teygjanleg frottélök STRAUFRÍ SÆNGURVERA! Margartegundir. Margir litir. Teyjuríhornunum. Mjúk.hlýog slitsterk. Mikið úrval í ýmsum litum og mynstrum. Saenguruer stærð 140x200 cm KociJuver slærð 60x63 cm KOÞÞAR ■flcfurbLanda. tcB. ■fibcrfyUa. SÆHGUR. Gicz9cdún&(-fi& HANt>K LÆPI KASSQRUtf Iþ SUPEH KftRLA Ólökkuð - lökkuð - lútuð Stærðir 85x200,140x200 og 170x200 cm Hún u* mssiFM foru 8crtZ>ftRurv£) 6U tum aLn ctynR. SPR IN<? Sendum i póslkrölu um land alll Opið er: Mán.-fim.kl. 09.30-18.00 Föstud.kl. 09.30-19.00 Laugard. kl. 10.00-16.00 i miklu urvali Margar mismunandi gerðir. Stærðir: 70x190, 70x200, 85x190,85x200,90x200 Heimkeyrsla Plar-gaf -jjegoncLtt' tfeteri/tn Prá Skemmuvegi 4a, 200 Kópavogur Símar 76522 og 76532 RtiMFHin- aði nefnilega ríkisstjórnin skattinn (eða voru það kannski tollarnir?) á sælgæti um tólf prósent, en svo var verðið kannað og þá hafði gotteríið sama og ekkert lækkað!!! Þessir út- smognu barnaræningjar (ja, barna- arðræningjar a.m.k.) stinga bara mismuninum í vasann. Ég meina það... Svona lagað er alltaf verið að bjóða okkur vesalings krökkunum upp á. Svindl og svínarí! Og það er náttúrulega fullorðna fólkið, sem stendur fyrir þessu á milli þess að það siðar okkur til. Glætan... Það væri mátulegt á þetta lið að maður færi í sjoppuverkfall! Manni dettur stundum í hug, að fullorðið fólk haldi að unglingar séu einhver stórhættuleg dýrategund. Þeir þora ekki að koma of nálægt okkur, ef við skyldum nú bíta, og þess vegna kynnast þeir okkur held- ur aldrei. Það er t.d. alveg ógeðslega fyndið að sjá hvað margt fólk verður stressað, þegar svolítið hressir ungl- ingar mæta á svæðið. Maður sér þetta svo oft í strætóbiðskýlum og í bíó og út um allt. Fullorðna fólkið frýs sko á nóinu, ef nokkrir krakkar koma kjaftandi og hlæjandi inn. Ætli það haldi ekki að við séum öll uppdópuð, með beitta hnífa og túss- penna í vösunum til að meiða fólk og eyðileggja verðmæti! Núna er amma á Einimelnum t.d. að deyja úr stressi yfir því að ein- hverjir trylltir eiturlyfjaunglingar brjótist inn og steli öllum matnum og ávísanaheftunum, sem hún hamstraði fyrir verkfallið. (Hún var svo hrædd um að afgreiðslumenn- irnir í „ríkinu" og bankamennirnir færu í samúðarverkfall, að hún keypti sex kassa af sérríi og helling af ávísanaheftum.) En hún amma „kjarnorka" er ekki týpan til að sitja skjálfandi úti í horni og bíða eftir innbrotsþjófum. Núna er hún sko á fullu að leita sér að góðu þjófavarna- kerfi, svo hún geti slakað á! Það er bara verst, að ég er viss um að hún amma getur aldrei lært að nota svoleiðis kerfi. Hún er alveg vonlaus, þegar takkar eru annars vegar. Pabbi er búinn að reyna svo rosalega oft að kenna henni á þessi tæki, sem hún er alltaf að kaupa sér — en það þýðir barasta ekkert. Hún kann t.d. ekki ennþá á vídeóið, sem hún er búin að eiga i þrjú ár. Þegar hún leigir sér spólur verður hún þess vegna alltaf að hringja í okkur og láta segja sér nákvæmlega hvað hún á að gera. Og ennþá er hún skít- hrædd um að spólan komi aldrei aft- ur út úr vídeóinu. (Hún öskrar í hvert skipti: „Tækið er búið að gleypa myndina!!") Ef hún vissi, að maður gæti tekið upp efni úr sjón- varpinu, yrði örugglega ekki stund- legur friður fyrir kellingunni — enda er það hernaðarleyndarmál í fjölskyldunni. (Við mamma fáum nú pínu sektarkennd yfir þessu, þegar amma byrjar að bölva því að bestu sjónvarpsþættirnir séu alltaf á sama tíma á báðum stöðvunum.) Verð að hætta núna, því ég er komin í alveg ömurlegt skap við að hugsa um unglingahatrið í þessu þjóðfélagi. Núna er Stebba systir líka öskrandi frammi af því að hún finnur ekki ilmvatnið sitt. Hún er búin að umturna herberginu mínu undir því yfirskini að vera að leita, þó ég harðneitaði að hafa tekið ilm- vatnið. En unglingunum er alltaf kennt um allt... (Ég sá reyndar mömmu stinga þvi í töskuna sína áður en hún fór út.) Bless, Dúlla. — Örugg ferd — Ódýr ferd f ♦ r 1 /} 10 VESTMANNAEYJUM nl ttlJt1 !/1 F SÍMI 98-1792 & 1433 W I'VI Wf REYKJAVÍK SÍMI 91-686464 FERJA FYRIR ÞIG— 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.