Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 9
SIÓRKOSTLEG HÆKK- IIN HÚSALEIGU Breytingar á húsaleigugrunni hjá borginni, sem tóku gildi 1. mars, hafa í sumum tilfellum ualdid helm- ingshœkkun á leigu fyrir íbúðarhás- nœdi í eigu borgarinnar. Medaltals- hœkkunin nemur 43%. Eftir þessa hœkkun á leigan ad standa undir rekstrarkostnadi við húsnœðið. Þeir sem helst búa í húsnœði borgarinn- ar eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar og einstœðir foreldrar, aðilar sem ekki hafa úr miklu að spila, og hlýtur þessi hœkkun að koma illa við þá. Samfara hœkkuninni var því fram- fœrslukvarði hjá borginni hækkað- ur og á að koma til mótvœgis. Fyrir 1. mars var húsaleigugrunn- inum hagað þannig að íbúðum borgarinnar var skipt í fjóra verð- flokka eftir aldri þeirra og mismun- andi leiga greidd eftir því hve íbúð- irnar voru gamlar, burtséð frá því hve góðar þær voru. 4. flokkur var íbúðir sem byggðar voru 1947 og fyrir þann tíma, 3. flokkur íbúðir byggðar á árunum 1947—62, 2. flokkur íbúðir byggðar 1963—77 og 1. flokkur íbúðir sem byggðar hafa verið eftir 1978. Breytingarnar felast í því að þessi flokkun var aflögð og allar íbúðirn- ar settar í einn flokk. Það þótti ósanngjarnt að þeir sem búa í ný- legum íbúðum væru að borga tölu- vert miklu meiri leigu en þeir sem búa í gömlum íbúðum. Þetta kann að virðast undarlegt sjónarmið þar sem reikna má með því að nýrri íbúðirnar séu í mun betra ástandi. Birgir Ottósson, húsnæðismálafull- trúi hjá Félagsmálastofnun, sagði hins vegar að leiguíbúðirnar væru sambærilegar að gæðum, óháð aldri. Að vísu tilheyrðu nokkrar íbúðir borgarinnar (54 leiguíbúðir af 882) svonefndu annars flokks hús- næði, t.d. húsnæði sem uppfyllti ekki kröfur heilbrigðiseftirlitsins, vantaði bað eða þvíumlíkt, og væru þær íbúðir leigðar á hálfvirði. En hvernig er þá leiguverðið reiknað út í dag? Jú, frá og með 1. mars greiðir leigjandinn borginni 120 kr. á hvern fermetra íbúðarinn- ar, sama hvar hún er í bænum og óháð því hvort húsnæðið er nýtt eða gamalt. Þessi tala hækkaði um 6% þann 1. maí því leiguverðið fylgir verðbótaþætti húsnæðiskostnaðar sem Hagstofa íslands reiknar út. Þessi nýi húsaleigugrunnur hefur það í för með sér að ieiga á gömlum íbúðum, sem tilheyrðu 4. flokki, hækkar um helming í mörgum til- vikum. Sem dæmi má nefna að í ákveðnu tilviki hækkaði leiga úr 5.500 kr. í rúmlega 10.000 kr. á mán- uði. Hins vegar stendur leiga á nýj- um íbúðum nokkurn veginn í stað og þær sem voru í 2. og 3. flokki lenda þarna á milli. Hækkunin er auðvitað mjög breytileg frá einu húsnæði til annars vegna þess að nú er miðað við stærð íbúðar. Meðal- talshækkunin er 43% og er það stór- kostleg hækkun, að minnsta kosti í prósentum talið. Um það hvort komið hefðu fram kvartanir vegna þessara hækkana sagði Bjarni Ottósson að sumir hefðu kvartað, og þá helst þeir sem væru í elstu og bestu íbúðunum. Hann taldi hins vegar að þetta hefði skap- að meiri ánægju en hitt, því þeir hjá Félagsmálastofnun hefðu átt erfitt með að svara fyrir hvers vegna ný- legar íbúðir í Breiðholtinu voru helmingi dýrari í leigu en íbúðir í rótgrónum hverfum í vesturbæn- um, sem ekki væru verri íbúðir. Hins vegar er augljóslega ekki bara um „jöfnun" á leigu að ræða þegar meðaltalshækkunin er 43% og sumar íbúðir hækka ekkert. Ef einungis hefði verið ætlunin að jafna kostnað væri eðlilegast að þær ódýrustu hefðu hækkað minna og þær dýrustu lækkað í verði á móti. Við breytinguna eins og hún er framkvæmd er verið að auka tekjur borgarinnar af leiguhúsnæði verulega. Tillaga um pessa breytingu á húsaleigugrunninum kom frá Fé- lagsmálastofnun, hlaut umfjöllun í félagsmálaráði og var vísað áfram til borgarráðs. Á öllum þessum víg- stöðvum var samstaða um málið, enginn borgarráðsmaður greiddi at- kvæði gegn þessari breytingu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, full- trúi Kvennalistans í borgarráði, sagði menn almennt sammála um þessa hækkun vegna þess að húsa- leigan eins og hún var hetði ekki einu sinni staðið undir hreinum rekstrarkostnaði leiguíbúðanna, þ.e. kostnaði við ræstingu, húsvörslu og viðhald. Eftir þessa hækkun ætti leigan hins vegar að gera það. Full- trúar minnihlutans í félagsmálaráði, hún og Guðrún Ágústsdóttir, hefðu látið bóka þar að þær teldu eðlilegt að íbúðirnar stæðu undir rekstrar- kostnaði vegna þess að með því móti væri meiri möguleiki á að borgin fjölgaði leiguíbúðum. Hún viðurkenndi að hækkunin væri mikil í prósentum en stærstu íbúð- irnar væru leigðar á um 10.000 krónur á mánuði. Ástæðan fyrir því að hún hefði samþykkt þetta væri sú að samhliða hefði „framfærslu- kvarði“ Félagsmálastofnunar verið hækkaður, þ.e. útreikningar á því hvað fólk þarf til framfærslu, og væri sú hækkun hugsuð beint til mótvægis við hækkun húsaleig- unnar. JGÞ ERLEND YFIRSYN Keppinautur Mitterrands gerdur væntanlegur arftaki hans Fyrsta verk Francois Mitterrand á öðru kjörtímabili á forsetastóli Frakklands var að hefja sig yfir áralangar erjur og tilnefna helsta keppinaut sinn í sósíalista- flokknum forsætisráðherra. Með því er Michel Rocard ótvírætt skipað fremstum til að taka við merki sósíal- ista að sjö árum liðnum, þegar Mitterrand lýkur kjör- tímabilinu 78 ára gamall að öllu eðlilegu. EFTIR MAGNÚS TORFA ÓLAFSSON Michel Rocard (t.v.) og Jacques Chirac, þegar sá fyrrnefndi tók við embættistáknum forsætisráðherra Frakklands af hinum síðarnefnda. Eins og vera ber í Frakklandi eru þeir skólabræður úr einum af skólum ríkisins fyrir afburðanemendur. Með vali forsætisráðherra sýnir Mitterrand að fyrir honum vakir öðru fremur að búa frönskum stjórnmálum nýtt mót. Sósíalistar hafa undir forustu hans náð yfir- burðastöðu til vinstri og gert kommúnistaflokkinn áhrifalaus- an. Nú er svo tækifærið komið til að skapa tengsl milli sósíalista og miðjumanna, sem fram til þess hafa hneigst til að leita samstarfs til hægri. Rocard er tilvalinn að koma slíku í kring. Hann var þegar 1971 kunnur og vinsæll foringi eins af smáflokkun- um sem það ár gengu til samein- ingar í núverandi sósíalistaflokki undir forustu Mitterrands. Brátt varð hann fyrir þeim armi nýja flokksins sem mest á sameiginlegt með þýskum og norrænum sósíal- demókrötum. Hefur því margsinn- is kastast í kekki út af stefnumál- um með honum og foringjanum Mitterrand, sem hefur jafnan leit- ast við að veita flokknum forustu frá miðju. í tvennum síðustu forsetakosn- ingum hefur Rocard þar að auki gert sig líklegan til að sækjast eftir framboði fyrir sósíalista, þegar Mitterrand dró á langinn að láta uppi fyrirætlanir sínar. Eftir kosn- ingasigurinn 1981 varð Rocard ráðherra, en hann dró ekki dul á að hann taldi mjög misráðið að grípa til þjóðnýtingar og fjár- magnshafta. Þegar sú stefna beið skipbrot og skipta varð um stjórn- arforustu hefði verið rökrétt að Rocard yrði kallaður til að bæta skaðann, sem hann hafði sagt skýrast fyrir að mundi ske. En þá valdi Mitterrand tæknikratann Fabius til að þjálfa sósíalista að stjórna meö markaðsöflunum en ekki á móti þeim. Þegar svo kosn- ingafyrirkomulaginu var breytt úr meirihlutakosningum í tveim um- ferðum í einmenningskjördæm- um í hlutfallskosningar gerði Rocard ágreining við flokksforust- una og sagði af sér ráðherraemb- ætti. Þegar þetta er ritað hefur Roc- ard ekki birt ráðherralista sinn, en Ijóst er að meðal ráðherra verður að finna fólk utan raða sósíalista, jafnvel einhverja úr miðflokkunum. Reyndar gæti hann myndað hreina flokksstjórn, því Valéry Giscard d'Estaing, fyrrum forseti, lét verða sitt fyrsta verk eftir að úrslit forsetakosninganna lágu fyr- ir að kunngera að miðflokka- bandalagið UDF myndi ekki greiða atkvæði með vantrausti á minnihlutastjórn sósíalista. Miðflokkamenn gráta þurrum tárum ófarir Jacques Chirac í forsetakosningunum. Þar hafði hann með bolabrögðum troðið sér fram fyrir forsetaefni þeirra, Raymond Barre, þótt allar skoð- anakannanir sýndu að sá væri mun betur settur til að fást við- Mitterrand í úrslitaumferðinni en foringi RPR, flokks nýgaullista. Staða Chiracs er nú afar slæm. Tilraun hans til að bæta hlut sinn í forsetakosningunum með því að kaupa lausa franska gísla í Líban- on með milligöngu Iransstjórnar varð honum lítt til framdráttar við kjörborðið, og eftirmálin eftir það tiltæki geta reynst óþægileg. Ljóst er að utanríkisráðuneytið var þar hvergi látið koma nærri, heldur voru allir þræðir í höndum Charles Pasqua innanríkisráð- herra og leyniþjónustumanna á hans vegum. Þar að auki á margur áhrifamað- ur í röðum frönsku borgaraflokk- anna Chirac grátt að gjalda. Hann brást gömlu gaullistunum 1974, þegar hann sveik merkisbera þeirra, Jacques Chaban-Delmas, í aðdraganda forsetakosninganna og tryggði þar með miðflokka- manninum Giscard d’Estaing forsetatignina. Að launum þáði Chirac embætti forsætisráðherra, en þegar hann varð að víkja úr því fyrir Barre sneri hann við blaðinu og studdi Giscard aðeins að nafn- inu til í viðureigninni við Mitter- rand í forsetakosningunum 1981. Með því vildi hann ryðja sjálfum sér til rúms sem forsetaefni hægri manna í kosningunum sem nú eru nýafstaðnar, en reyndist þá á ferli sínum hafa vakið vantraust sem stuðlaöi að ósigrinum þegar mest á reyndi. Eitt af verkum ríkisstjórnar Chiracs var að breyta lögum um kosningar til Frakklandsþings í fyrra horf. Hlutfallskosningar voru afnumdar en teknar upp á ný meirihlutakosningar í tveim um- ferðum í einmenningskjördæm- um. Það fyrirkomulag hefur löng- um þjónað kosningahagsmunum gaullista, sem verið hafa sterkastir margra hægri flokka og því staðið best að vígi að koma sínum mönn- um í úrslit í síðari umferð. Nú er altalað meðal franskra stjórnmálamanna, að stjórnin sem Rocard myndar muni sitja út sum- arið, en verði svo breikkuð með haustinu með formlegri þátttöku miðflokkanna, þannig að hún hafi formlegan þingmeirihluta. Þá verði hafist handa að breyta kosn- ingalögunum á ný úr því horfi sem Chirac sneið gaullistum í hag. Ekki er þó búist við að teknar verði upp hreinar hlutfallskosningar, nema ef til vill í stærri borgum. En Ijóst má vera að sósíalistum er ósárt um að gaullistar eigi um það að velja að einangrast eða ganga í bandalag við Þjóðfylkingu hægri- öfgamannsins Jean-Maries Le Pen. Rocard forsætisráðherra sagði eftir fyrri umferð forsetakosning- anna, að fylgi Le Pens bæri vott um ríkjandi þjóðfélagsvanda, þar sem mörgum Frökkum þættu þeir hafa orðið útundan og afskiptir í örri tækniþróun og þjóðfélagsbreyt- ingum og ungt fólk ætti erfitt með að finna sér fótfestu. Kveðst hann nú ætla að gera það að fremsta markmiði stjórnar sinnar að búa í haginn fyrir ungu kynslóðina og ráða bót á atvinnuleysi. Rocard tekur við stjórnartaum- um einmitt þegar í ljós er að koma árangurinn af endurnýjun franskra atvinnuvega, sem stjórn Fabius hófst handa um. Horfur eru á að hagvöxtur tvöfaldist milli ára, fjárfesting er ör í nýtæknifyrir- tækjum, greiðslustaða gagnvart umheiminum er góð og verðbólga er að komast niður í tvo hundraðs- hluta á ári. Ekki fer á milli mála, að forustuhópar Frakka hyggjast gera Frakkland að ótvíræðu for- usturíki, þegar Evrópubandalags- löndin verða eitt markaðssvæði 1992. Gömlu keppinautarnir Mitter- rand og Rocard taka nú höndum saman að ávaxta þann pólitíska arf sem sá fyrrnefndi lætur eftir sig, þegar löngum og sviptinga- sömum stjórnmálaferli hans lýkur, hvort það sem það verður eftir sjö ár eða forsetinn gerir alvöru úr hugmynd sinni að stytta kjörtíma: bil Frakklandsforseta í fimm ár. í stað varanlegs hægri meirihluta utan um gaullistahreyfinguna er kominn vísir að varanlegum vinstri meirihluta með þunga- miðju í öflugum og víðfeðmum sósíaiistaflokki. Kommúnista- flokkurinn skiptir ekki lengur máli. Hægriöflin eru sundruð og forustulaus eftir ósigur Chiracs. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.