Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 36
hagsýslustjóra hefur vakiö umtal og miklar getgátur ganga um ástæð- una. Meginskýringin hefur verið tal- in erfið samskipti hans og Jóns Baldvins Hannibalssonar fjár- málaráðherra. Þetta mun ekki vera alls kostar rétt, því vel hefur farið á með þessum mönnum. Hins vegar kynnti Jón Baldvin nýlega nýtt „skipurit" fyrir ráðuneyti sitt, þar sem verkefni voru færð til, og mun það einkum hafa verið markmið Jóns að lagfæra ákveðinn veikleika í kerfinu sem rakinn er til Sigur- geirs Jónssonar ráðuneytisstjóra. Gunnar Hall mun hins vegar hafa af- ráðið að nota tækifæri þetta til að segja upp og ganga að ítrekuðu til- boði frá Vinnuveitendasambandi Islands. Jón og Gunnar munu hafa átt vinsamlega fundi saman á mánu- dag og þriðjudag, en það breytir því ekki að væntanlega heyrist næst af Gunnari á kontórum VSÍ. . . A aðalfundi Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna í síðustu viku gat að líta nær tvö hundruð fulltrúa helstu útvegsrisa landsins. Þegar augunum var rennt yfir sal- inn þegar mætingin var hvað best mátti telja alls 6 konur inn á milli jakkafatanna. Aðrar konur á staðn- um voru þjónar karlveldisins. En konur eru nú samt alls staðar að sækja á og jáfnvel hin þykkasta vörn kemur fyrir ekki. Það gerðist á þess- um aðalfundi að í fyrsta skipti í 46 ára sögu SH var kona kjörin í stjórn — í varastjórn að vísu, en mjór er mikils vísir. Konan er Rakel Olsen, hluthafi í Hraðfrystihúsi Sigurðar Ágústsonar hf. á Stykkishólmi. Nú mega þeir fara að vara sig stórlax- arnir í aðalstjórninni, Jón Isbjarn- arbróðir, Alli ríki á Eskifirði og Guðfinnur Einarsson, ,,eigandi“ Bolungarvíkur. . . Þ að er merkilegt tak sem Samvinnuferðir-Landsýn hafa á fréttastofu sjónvarpsins. Þekkt er dæmið um það þegar fréttamaður- inn Sigrún Stefánsdóttir, sem áð- ur var með þáttinn Mann vikunnar, gerði sér ferð upp í Breiðholt til að sjónvarpa frá því þegar Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða, bauð manni vik- unnar í sumarhús til Hollands, en gárungarnir sögðu að það hefði þurft „doktor í fjölmiðlafræði” til að útbúa auglýsinguna. Og nú heyr- um við að þegar hafi verið gengið frá samningum á milli setts frétta- stjóra, Helga H. Jónssonar, og Samvinnuferða-Landsýnar um gerð „fréttaskýringaþáttar” um túr- isma. Samningar munu felast í því skv. heimildum HP að S-Landsýn kosti ferðir og annað sem tengist gerð þáttarins. Það sem mesta at- hygli vekur er að í samningum er gert ráð fyrir að boðsmiðar fyrir maka þeirra sem gera eiga þáttinn fylgi með í kaupunum. Það verður ekkki annað sagt en yfirmenn fréttastofu ryðji fréttamennskunni nýjar brautir . . . Q 5 5 cc Hin einu sönnu Frönsku smábrauð eru frá Myllunni. Þú finnur þau í frystiborðum verslananna í bláum, hvítum og rauðum pokum. Frönsku smábrauðin frá Myllunni eru einstaklega ljúffeng og setja skemmti- legan svip á hvaða máltíð sem er. Þú ættir endilega að bragða á þeim við fyrsta tækifæri því betri brauð eru vandfundin. Frönsk smábrauð fást bæði gróf og fín og eru auðvitað sykurlaus. P. S. Gott ráð: Af gefnu tilefni mælum við með að þú takir tvo poka, einn er svo lygilega fljótur að klárast. Nýjung. Farþegar Sögu fá í hend- ur sérstakt afsláttarkort sem gildir í fjölda verslana og veitingastaða. DAGFLUG Á FIMMTUDÖGUM CostaDelSol Við leggjum ,áherslu á 1. flokks fjölskylduíbúðir á völdum gististöðum, eins og jPRINCIPITO SOL og SUNSET BEACH CLUB, sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. 2-3 vikur, íslenskur fararstjóri. Verð frá 31.950 kr.» 4 í íbúð 39.600 kr. 2 í íbúð 42.400 kr. FERDASKRIFSTOFAN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.