Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 17
EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYND JIM SMART alltaf myndm er I llfshættu Karl Kvaran minnir kannski ad einhverju leyti á Organistann í Atómstöð- inni. Ilítilliíbúö á fjórðu hœö býr hann og fersjaldan út. Ró hans ogsú innri fullnœgja sem málverkiö veitir gera hann taóískan. Málverkið er hans heimur. Litir, línur og form. Hann segist ekki hafa hugsaö út í hvaö sé heill- andi viö línuna. Pað sé erfitt aö skýra. Samt er hann búinn aö há viö hana einkastríö í fjóra áratugi. Hefur sveigt hana og beygt. En hún gefur alltaf jafnmikiö til baka. Endalaust svarar línan listamanninum, en sjaldnast á skýran hátt. Pað vakna margar spurningar viö gerö hverrar myndar. Karl sýnir um þessar mundir blýantsteikning- ar á pappír í Gallerí Svörtu á hvítu. Þetta eru myndir sem hann gerdi sumar hverjar fyrir tuttugu árum. Hefur aldrei sýnt þœr og reyndar aldrei sýnt slíkar myndir fyrr á ferlinum. Af hverju? „Ég veit það ekki,“ segir hann, „þær hafa bara legið þarna." Hann er ekki einu sinni viss um ad fara á opnunina: „Ég er búinn að sjá þessar myndir,“ svarar hann þegar hana ber á góma. Hann hefur í gegnum tídina fengist vid einföld form, fáa liti og línur. Og myndirnar sem hann er med í takinu sem stendur eru keimlíkar. Hann er að prófa sig áfram med litina, prófa þanþol þeirra. Þannig hefur hann alltaf unnid. „Ég er lengi með myndirnar, breyti þeim mikið þangað til ég er sæmilega ánægður með þær. Maður reynir að útiloka allt sem er ónauðsyn- legt í myndinni og stendur uppi með eitt, tvö form og fáa liti. Og ég held að litunum hafi fækk- að með árunum. Mér sýnist það á öllu.“ LÍNUR OG FORM Það hefur verið sagt um Karl að hann sé óvenjukröfuharður listamaður. Nákvæmur og gífurlega agaður í vinnubrögðum. „Ég held ég sé ekki kröfuharðari en aðrir. Ég hef þetta vinnulag. Mér veitist oft erfitt að mála í byrjun, þekki ekki meðbyr í upphafi, og er þess vegna lengi að mála. Kannski er það vegna þess að ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að mála... það er sennilegt. Það er ekki hægt að hugsa mynd tii enda. Það er svo margt sem kemur upp á í hverri mynd. Margar spurningar sem vakna. Myndin er alltaf í lífshættu." Er það lífsháski málarans? „Nei, og þó... ég veit það ekki. Það hefur kannski einhvern tíma verið það. En maður er löngu kominn yfir að láta það hafa áhrif á sig þó mynd gangi ekki upp. Og reyndar sleppur hún ekki svo billega. Ég legg hana þá til hliðar og læt þorna. Reyni að fá fjarlægð á hana. Tek hana svo fram aftur.“ Hvar enda þessi átök þín við línuna og formið. I hvítum fleti og einni línu niður eftir honum miðjum? „Ég veit það ekki. Það er ómögulegt að segja. Enda skiptir það ekki máli." / gamla daga var Karli stundum legið á hálsi fyrir að vera alltaf að mála sömu myndina en hann kímiryfir slíkum dómi: „Það er ábyggilega eitthvað til í því,“ segir hann, en bœtir við: „Það er samt mikill munur á þeim myndum sem ég er að gera núna og þeim sem ég gerði fyrir tíu ár- um. Myndirnar breytast hægt en þær breytast." Naumhyggja er orð sem listfrœðingar hafa not- að yfir myndirnar hans. „Ég hef nú aldrei skilið það orð og veit ekki hvað vakir fyrir þeim sem það nota. Þetta er undarlegt orð finnst mér, það er fyrir þessa orðabókarmenn að fást við.“ Einhver hefur líka minnst á að myndirnar hafi öðlast trúarlegt inntak með tímanum, sömu- leiðis aðþœr séu frekar innhverfar og lokaðar... „Ég held ekki að það sé neitt trúarlegt inntak í mínum myndum. Ég málaði einu sinni kross fyrir vin minn Leif Þórarinsson tónskáld. Gott tónskáld Leifur. Hann er kaþólskur og gat vel hugsað sér að eiga mynd af krossi. Það var ekk- ert sjálfsagðara en mála fyrir hann mynd. Ekk- ert sjálfsagðara. Svo hætti ég að fást við krossa. En ég veit ekki hvað fólk á við þegar það segir að myndirnar séu innhverfar. Það er alltaf skemmtilegt þegar manni er komið á óvart.“ Eruö þið Leifur skyldir í list ykkar? „Ja, það veit ég ekki, en ég held að það séu miklar taugar milli málverksins og tónlistar- innar. Nútímatónlistin höfðar sterkt til mín. Hún er kannski ekki ósvipuð því sem maður sjálfur er að gera. Annars er eitt sem er ólíkt með tón- listarmanninum og myndlistarmanninum. Ein- leikarinn menntar sig ákaflega vel áður en hann fer að halda tónleika, myndlistarmennirnir eru aftur á móti óþolinmóðari. Finna sig knúna til að halda sýningar strax og þeir eru skriðnir út úr sínum fyrsta skóla. En kannski er það vegna þess að menn vilja sjá það sem þeir eru að gera við góðar aðstæður." MYNDLIST OG FISKUR Guðbergur Bergsson sagði einhvern tíma efnislega að Karl Kvaran vœri yndislega óskilj- anlegur. „Guðbergur segir svo margt andskoti skemmtilegt, en ég veit ekkert hvað hann á við þarna. Þetta er þverstæða, hvað segja krakkarn- ir, að eitthvað sé ógeðslega fallegt, ég held ég hafi heyrt það einhvers staðar. Ég hef aldrei hugsað út í það hvort ég sé óskiljanlegur. Það skiptir engu máli... Kannski má segja að staða málarans sé dálítið í lausu lofti — ekki í nægjan- legum tengslum við samfélagið. Við erum dálít- ið einangraðir í vinnu okkar. Það er spurning hvort við ættum að koma okkur upp kontór, eins og þeir fyrir austan... svona til að vita í hvaða átt uppbyggingin á að fara. Líklegast myndum við þá allir fara að mála fiska og það er svosem allt í lagi. Hingað til höfum við bara étið þá. En fisk- ar eru fallegir, sumir sléttir, aðrir ávalir, þeir eru fallegir í forminu og allt í lagi að mála þá, þó býst ég við að maður fengi leið á því. Scheving mál- aði allar þessar beljur. Það heyrir kannski meira undir Búnaðarfélagið en myndlist. Svo breyttist þetta allt. Bændum fækkar og nú eru þeir búnir að fá á sig kvótann. Kannski var það allt Schev- ing að kenna... En hann var góður málari, mjög góður málari. Þegar ég er að tala um kontór þá á ég ekki við að menn eigi að fara að mála sósíal- realísk verk. Hins vegar lifum við á fiski, enda er hann helvíti góður á bragðið. En það er kannski ekki nóg ástæða til að mála fiska... og þó. Kannski ætti maður að hjálpa Halldóri eitthvað við þetta." MYNDLIST OG PÓLITÍK Voru ekki uppi neinar kröfur um að listin gegndi hlutverki innan hinnar sósíaltsku bylt- ingar þegar þú varst að byrja. Og hvernig fór það saman við að mála geometrískt abstrakt? „Nei, það var engin krafa um sósíalíska list. Enda kom afskapiega lítil list frá sósíal-realistun- um. Ég hef ekki orðið var við nokkurt málverk í þeim dúr. Hitt er annað að það er hægt að skapa góða mynd af mönnum við vinnu en póli- tískar myndir sem málverk eru einskisnýtar. Það eina sem gildir er hvernig til tekst á léreftinu. Það er það eina.“ Hvað með átök þegar abstraktmálverkið kom fram? „Jú, það voru einhver átök. Menn létu okkur vita að það væri ekki glóra í því sem við vorum að gera. En við létum það ekki á okkur fá því það var svo gaman að mála.“ Þig hefur aldrei langað að fara að mála eitt- hvað allt annað? „Nei, það hefur aldrei hvarflað að mér, hvað ætti það að vera? Landslag kannski, ég veit það ekki. „Nei. Mér þykir gaman að fara í bíltúr á Þing- velli eða eitthvað þvíumlíkt. Horfa á landslagið. En ekki mála það. Það þýðir ekki að ætla að flytja landslagið inn í stofu. Annars höfum við auðvitað átt afbragðsgóða málara í landslagi. Menn sem máluðu landslag allt sitt líf. Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrím. En margir kollegar mínir mála ekki lengur geometrískt abstrakt eins og þeir gerðu áður fyrr. Ég hef hins vegar keyrt þetta áfram. Ætli ég breyti því nokkuð úr þessu.“ MYNDLIST OG RÓMANTÍK Þekkirðu einhverja „inspírasjón?" „Nei, hana þekki ég ekki. Ég þekki bara það að mála dagtega. Það þýðir ekki að bíða eftir því karl kvaran listmálari i hp-viðtali um linur, form og liti

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.