Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 3
jurti-sf. sonar, hins landskunna leikara, skemmtikrafts, hagyrðings og pistlahöfundar, er að vera settur á frímerki, því þannig myndi þorri ís- lendinga sleikja á honum bakhlut- ann. Heitasta ósk konu hans, Lilju Margeirsdóttur, er að vera með Flosa á frímerki. Þetta og margt fleira kemur fram í viðtali við þau hjónin sem prýða næstu forsíðu tímaritsins Mannlífs, en það kemur út um helgina. Þau turtildúfurnar láta gamminn geisa í viðtalinu eftir því sem fréttist, eru lausmálg um kynlíf og annað sem ekki er venja að spjalla um. Það þarf ekki að taka það fram að þau hjónin eru á frí- merki á forsíðunni. . . iSftir því sem HP heyrir standa nú fyrir dyrum veigamiklar breyt- ingar á dagskrá rósar 2. Búið er að segja upp nokkrum starfsmönnum, þar á meðal tvíeykinu Skúla Helga- syni og Snorra Má Skúlasyni, en þeir hafa starfað við rásina frá upp- hafi. Þá ku Jón Olafsson sömuleið- is vera að hætta. Sagan segir að það standi til að miða rásina framvegis við aldurshópinn 30 til 60 ára ára, um leið og áherslu á landsbyggðina er við haldið, og láta vera að standa í samkeppni við síbyljustöðvarnar. Eftir því sem heyrist hefur og verið ákveðið að taka inn talmálsþætti á kvöldin með haustinu og er það einn liðurinn í því að höfða til eldri hlustenda en tónlistarstöðvarnar gera almennt. Það hefur sömuleiðis heyrst að brúnin hafi lyfst á þeim rásarmönnum að undanförnu; Dægurmáladeildin hefur skilað aukinni hlustun sem þýðir auknar auglýsingar og hafa þær sögur gengið um stofnunina að rásin sé rekin með hagnaði um þessar mundir. . . E ins og menn muna skipaði út- varpsstjóri, Markús Örn Antons- son, þriggja manna nefnd til að gera úttekt og leggja til breytingar á fréttareglum ríkisútvarpsins fyrir stuttu. Menntamálaráðherra og flokksbróðir útvarpsstjóra, Birgir ísleifur Gunnarsson, upplýsti síðan á Alþingi þegar hann lagði fram Tangen-skýrslu Þórs White- heads, að útvarpsstjóri hefði skipað í nefndina í framhaldi af þessu máli, sem er afskaplega merkileg yfirlýs- ing þótt hún láti lítið yfir sér. Nefnd- in sem útvarpsstjóri fékk til starfans er skipuð Baldri Guðlaugssyni, bankaráðsmanni í Útvegsbankan- um hf., Margréti Heinreksdóttur lögmanni og Ólafi Þ. Harðarsyni, lektor í félagsvísindadeild Hl. Menn undrast ekki mjög veru bankaráðs- mannsins í endurskoðunarnefnd fréttareglna rikisútvarpsins, en þyk- ir hinir tveir nefndarmenn hafa látið „platá' sig til nefndarstarfans, sér- staklega þegar hafðar eru í huga út- skýringar menntamálaráðherra sem hér var drepið á að ofan. . . i Meistaraverk er eina orðið sem hægt er að nota yfir þetta margslungna og fjölhæfa myndbandstæki. Gæði ofar öllu var það sem Panasonic stefndi að með þessu tæki og var ekkert til sparað við hönn- un tækisins. Enda er útkoman tæki í algerum sérflokki sem t.d. hið virta tæknirit "What Video“ valdi besta tæki ársins í sínum verð- og gæðaflokki. Sömu sögu er að segja frá Þýskalandi, þar trónir tækið í fyrsta sæti í sínum gæðaflokki hjá fagritinu “Video“. SENDIPENNINN Þessi stórkostlega heimsnýj- ung gerir upptökurfram í tím- ann að barnaleik. Á nokkrum sekúndum stillir þú upptöku- klukkuna, með 100% ná- kvæmni, engirlitlir, leiðinlegir takkar, aðeins nokkur penna- strik. Einfaldara getur það ekki verið. FJÓRIR MYNDHAUSAR Til að tryggja hreina kyrrmynd og hraðastillanlega truflunar- lausa hægmynd notar NV-G21 fjóra myndhausa. Nú er hægt að skoða hvert smáatriði í myndinni af mikilli nákvæmni. ÞÁ BÝÐUR ÞETTA TÆKI EINNIG UPPÁ: Alfullkomna fjarstýringu. HQ myndgæði (High Quality). Hraðanákvæmni 99,999%. Rafeindastýrða snertitakka. Tvöfaldan hraða. Mánaðarupptökuminni með 8 prógrömmum. 24 tíma skynditímatöku. Stafrænan teljara sem telur klukkutíma, mínútur og sek- úndur. Sjálfvirka bakspólun. Sjálfvirka gangsetningu við innsetningu spólu. PS. Ef þú átt gamalt BETA eða VHS myndbandstæki þá tökum við það upp í á 7.000 kr. burtséð frá tegund, aldri eða ástandi. JAPISS BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SiMI 27133 99 rásir. 32 stöðva minni. Sjálfvirkan stöðvaleitara Læsanlegan hrað- leitara með mynd. Leitara með mynd áfram. ■ Leitara með mynd afturábak. Myndskerpustillingu. Fjölvísi sem leyfir þér að fylgj- ast með öllum gjörðum tækis- ins. Fjölþætta tengimöguleika. Tækið er byggt á steyptri ál- grind. Og ótal margt fleira. Nú býðst þetta tæki á kosta- boði, aðeins kr. 52.800,- Staðgreitt, aðeins kr. 49.890,- ENNEITT MEKTflRAVERKI FRÁ PANASONIC ►HEAD Auto Operation System Supet Stál & DoutSe Supet Ftrte í imer Prograroroa Panasonic Vídeo Cassette Recorder NV-G21 HQ Superl-H^d JJöUÍÉ! gyp. pj^ gjQW illlllll Digitd Scanner | || 11 ms Adaptabie tor VP8 c» D i ■ n j L i ■ u L. n ■ n zt Zi c U U L. J D HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.