Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 29
KAMPAKÁTIR KR-INGAR * — Sigur á Reykjavíkurmótinu og hver veit nema Islandsmótiö fylgi — Engir útlendingar í körfunni, gott — Alvara í konunum Já, nú er ég kampakátur. KR-ingar uröu meistarar höfuðborgarinnar og sýndu svo ekki verður um villst að þeir eiga góða möguleika á að verða Islandsmeistarar eins og ég spáði á þessari síðu minni fyrir ein- hverjum vikum. Glæsilegur sigur þeirra á Fram hjálpar þessu gamia veldi væntanlega til að bera höfuðið hátt þegar keppnistímabilið hefst um helgina og hugsanlega enda þeir með höfuðið í skýjunum og með Islandsmeistarabikarinn í höndunum. Keppinautarnir munu þó ekki láta þá sleppa auðveldlega í gegnum mótið. Fram, Valur og hugsanlega Víkingar verða skæðir keppinautar og ekki má gleyma „utanbæjarliðunum" sem verulega eiga eftir að láta að sér kveða. Það er þessi trú KR-inganna á sjálfa sig sem virðist hafa gert þeim skráveif- ur á undanförnum árum og svo má ekki gleyma þætti þjálfarans. Und- anfarin ár hafa KR-ingar haft gæða- blóð-án-hörku-þjálfara og það hefur farið þeim illa, enda liðið ekki ýkja heilsteypt. Ian Ross hefur hins vegar verið þekktur hér á landi fyrir að ná upp baráttu og samstöðu á meðal leikmanna sinna og hans lið hafa spilað leikkerfið allir-fyrir-einn-og- einn-fyrir-alla, sem er nauðsynlegt hér á landi eigi árangur að nást. En KR-ingar hafa sem sagt náð í titil strax í fyrstu tilraun með Ross-inum og sú spilamennska sem liðið sýndi á móti Fram lofaði góðu um fram- haldið. Hver veit nema ég eigi eftir að hafa rétt fyrir mér varðandi Islandsmeistarana þegar upp er staðið. Það yrði þó saga til næsta bæjar!!! ENGIR ÚTLENDINGAR Um síðustu helgi fór fram ársþing Körfuknattleikssambands íslands og gekk á ýmsu. Það mál sem einna hæst bar var tillaga fráfarandi stjórnar þess efnis að leyfa bæri hverju liðið að hafa innan vébanda sinna einn erlendan leikmann. Til- lagan var felld nokkuð örugglega og virðist einsýnt að körfuknattleiks- forsprakkar í hverju félagi ætli að treysta starfið og byggja á eigin kröftum, ekki innfluttum. Er það vel. Það hafa margir spurt sig þeirr- ar spurningar hvort körfuknattleik- urinn eigi nokkra möguleika á að ná hylli áhorfenda á næsta vetri, þegar um nánast enga endurnýjun verður að ræða innan raða þeirra og þegar handknattleikurinn mun væntan- lega standa með slíkum blóma að varla verði þverfótað fyrir honum á síðum blaðanna og í öðrum fjölmiðl- um. Mitt svar er að sennilega muni körfuknattleikurinn ekki bæta við sig neinum áhorfendum. Spurning er hvort áhorfendafjöldi hefði nokk- uð aukist þó erlendir körfusnillingar hefðu komið til landsins. Hefðu skotglaðir Kanar t.d. nokkuð í Sigga Sveins, Alfreð og Palla að gera þeg- ar kemur að skemmtanagildi fyrir áhorfendur — ég hugsa ekki — og það er þess vegna sem ég fagna þeirri ákvörðun sem tekin var á þingi KKÍ að leyfa ekki erlenda leik- menn hér á landi næsta vetur. Það horfir hins vegar öðruvísi með erlenda þjálfara. Mér þykir lík- legt að þeim fjölgi jafnvel á næsta ári. Góðir þjálfarar liggja ekki á lausu hér á landi og ekki er það gott að tveir af okkar bestu leikmönnum þurfi að leggja á sig bæði þjálfun og keppni. Þrátt fyrir að þeir hafi náð góðum árangri í hvoru tveggja vil ég samt halda því fram að 'þeir gætu nýst liðum sínum enn betur með þvi að leika eingöngu en vera jafnframt undir stjórn færra þjálfara. Því segi ég að körfuknattleikurinn á íslandi verður nú að leggja í púkk og reyna að tæla til landsins mjög hæfa þjálf- ara (einn er reyndar kominn) sem hjálpa til við að skapa góða körfu- knattleiksmenn fyrir framtíðina — og þann tíma er handknattleikurinn leggst í dvala. Ný stjórn tók við á ársþinginu og eru þar samankomnir gamlir refir úr körfunni svo sem Kolbeinn, Einar Bolla og Kristinn Stef. Þessara manna bíða erfið verkefni svo sem í sambandi við landsliðið. Ég hef hins vegar tröllatrú á þeim og vona að þeir eigi eftir að koma landsiiðs- málunum á réttan kjöi þannig að við getum skroppið á landsleik í körfu og búist við einhverjum árangri, líkt og á C-keppninni hér á landi fyrir nokkrum árum — þá var gaman. EÐLILEGT í UNGVERJALANDI íslenska landsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Ungverjum í vináttu- landsleik í knattspyrnu í Ungverja- landi í síðustu viku. Reyndar þykir mér 0—3-ósigur ekkert tiltökumál og í reynd næsta eðlileg úrslit. ís- lenska liðið kom, eins og ævinlega, sundurlaust til leiks. Helmingur leikmannana var í lítilli leikæfingu og leikmenn höfðu engan tíma haft til að hita upp saman fyrir þennan leik. Ungverjar eru með sterkt lið Og léku þar að auki á heimavelli með leikmenn sem allir eru atvinnu- menn og í mjög góðu formi eftir keppnistímabilið þar í landi. Við fengum reyndar á okkur ódýr mörk eftir klaufaleg mistök en þannig koma nú ævinlega mörkin — ein- hverjir gera mistök. Það má síðan alltaf deila um það hvort tefla hafi átt fram því liði er lék þennan leik eða hvort ekki hefði verið rétt að leyfa leikmönnum ÓL-liðsins, ásamt þeim leikmönnum sem voru erlend- is og áttu auðvelt með að komast í leikinn, að leika. Tók því að vera að senda eftir leikmönnum í viðbót alla leið hingað á Klakann þegar jafngóðir (að mínu mati) leikmenn voru fyrir í ÓL-hópnum? Þessari spurningu er auðvitað erfitt að svara og vissulega verða menn, stjórn sem landsliðsþjálfari, að standa við sína bestu sannfæringu og velja menn í landslið eftir henni. Úrslitin voru að mínu mati nokk- uð eðiileg og óþarfi að vera að fjasa mikið yfir þeim. Við íslendingar erum einfaldlega ekki betri — nema í leik og leik á þriggja ára fresti. KRAFTUR í KONUNUM Það hefur vakið nokkra athygli mína hversu mikill kraftur virðist vera í landsliði kvenna í handknatt- Ieik um þessar mundir. Undir tryggri stjórn Júgóslavans Bambir hafa landsliðskonur og stúlkur lagt á sig mikið erfiði til að komast í góða þjálfun. Svo rammt hefur kveðið að þessu að nokkrar stúlkn- anna hafa ákveðið að segja skiiið við „hina“ íþróttina sína til að geta helgað sig handknattleiknum. Er hér komið í sama horfið og hjá karlalandsliðinu — handknattleik- urinn númer eitt, allt annað númer tvö. Hingað til hafa landsliðsmál kvenna verið í hinum mesta ólestri, enda vantað bæði þjálfara og fé til að gera eitthvað í málunum, og það sem einnig hefur vantað er áhugi stúlknanna sjálfra. Þær hafa gjarn- an haft handknattleikinn sem hobbý svona til að komast í skemmtilegan hóp og ekki hafa þær lagt hart að sér í æfingum. Nú er að verða breyting á en sú breyting á sennilega eftir að skaða aðrar kvennaíþróttir, svo sem knattspyrn- una. Það verður þá það sama að gerast í kvennaknattspyrnunni! Leggja verður aukna áherslu á hana og þær stúlkur sem vilja helga sig knattspyrnunni verða að gefa upp aðrar íþróttir og leggja hart að sér — eins og handknattleiksstöllur þeirra gera nú. KSI verður auðvitað að koma til móts við stúlkurnar með því að ráða góðan og drífandi lands- liðsþjálfara sem heldur stúlkunum við efnið. Síðan þarf að útvega mörg og viðráðanleg verkefni. Talandi um viðráðanleg verkefni þá er kvennalandslið í blaki að taka þátt í NM-móti um þessar mundir. Fyrirfram búast stúlkurnar við að vinna kanski eina hrinu — það er allt og sumt. Þær hafa hins vegar lagt á sig mikla vinnu við æfingar fyrir þetta mót, en því miður þykir mér líklegt að grunninn vanti. Hér á landi er blak ekki í hávegum haft og þær stúlkur (og reyndar karlar líka) sem skipa landsliðið í blaki hafa ekki stundað reglulegar æfingar eða keppni frá blautu barnsbeini — undirstöðu vantar. Það má samt ekki hætta með landslið þó ekki sé mikils árangurs að vænta. Landslið verður alltaf að verða markmið og keppikefli allra íþróttamanna sem stunda keppnisíþróttir. Það hvetur til betri árangurs einstaklingsins. lEFTIR ÞÓRMUND BERGSSON HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.