Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 10
VETTVANGUR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Helgi Már Arthursson og Ólafur Hannibalsson Blaöamenn: Prófarkir: Ljósmyndir: Útlit: Framkvœmdastjóri: Anna Kristine Magnúsdóttir, Freyr Þormóðsson, Friðrik Þór Guðmundsson, Jón Geir Þormar, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Páll Hannesson. Sigríður H. Gunnarsdóttir Jim Smart Jón Óskar Hákon Hákonarson Dreifingarstjóri: Sölu- og markaðsstjóri: Auglýsingar: Áskrift: Afgreiðsla: Aðsetur blaðsins: Útgefandi: Setning og umbrot: Prentun: Birgir Lárusson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurrós Kristinsdóttir, Sigurður Baldursson. Guðrún Geirsdóttir Bryndís Hilmarsdóttir er í Ármúla 36, Reykjavík, sími 91-681511. Goðgá hf. Leturval sf. Blaðaprent hf. Fréttastofa eða greiðaþj ónusta Á allra næstu dögum mun Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri ráða fréttastjóra sjónvarps í stað Ingva Hrafns Jónssonar. Leikreglur gera ráð fyrir því að útvarpsráð fjalli um umsóknir og gefi mönnum prik eða punkta, en endanleg ákvörðun er í höndum útvarpsstjóra sem ber samkvæmt lögum ábyrgð á rekstri Ríkisútvarps og þar með fréttastofu sjónvarps. Fréttastofu sjónvarps, sem ætti að vera flaggskip Ríkisútvarpsins, en er það ekki. Þegar einkaréttur Ríkisútvarpsins til sendinga var afnuminn breyttust aðstæður allar á fjölmiðlamarkaði. Nýjar stöðvar hófu útsendingu. Ný fyrirtæki urðu til. Ríkisstofnun þurfti skyndilega að þola samkeppni og til hennar voru gerðar aðrar kröfur. Á pappírunum leit dæmið vel út. I yfirstjórn Ríkisútvarps voru samkeppnis- menn — margir úr Sjálfstæðisflokki — sem gáfu yfirlýs- ingar út og suður um kosti samkeppni og yfirburði Ríkis- útvarpsins. Hans Kristján Árnason og Jón Óttar Ragnars- son tóku áskoruninni, settu í félagi við ágætt starfsfólk upp litla áskriftarstöð og viti menn. Þeir settu Ríkisút- varpið, einkum fréttastofu sjónvarps, á hliðina. Áskriftar- stöðin hafði betur í samkeppninni. Og hefur að sumu leyti enn hvað fréttir varðar. Skýringin er sá slappleiki sem viðgengist hefur á fréttastofu sjónvarps. Slappleiki, mistök og taugaveiklun sem einkennt hafa yfirstjórn Ríkisútvarpsins í kjölfar þess að einkaréttinum var kippt úr sambandi. Það hefur enda komið í ljós að samkeppnis- mennirnir sem ætluðu Ríkisútvarpinu stóran hlut á nýj- um opnum fjölmiðlamarkaði misreiknuðu sig. Þeir mis- skildu hlutverk sitt og hlutverk Ríkisútvarps. Þeir héldu að samkeppni fælist í því að ná til sín auglýsendum — að auka auglýsingatekjur RÚV. Og löguðu starfsemina að þörfum auglýsenda. Þeir héldu að samkeppnin fælist í umbúðum, en ekki efni. Þeir héldu að þeir gætu tryggt sig í sessi með því að byggja yfir sig, eða mála tæki stofn- unarinnar og tól í Flugleiða- og Eimskipslitum. Svo ein- falt var það ekki. Nú ræða menn um nýjan fréttastjóra sjónvarps. Um- ræðan snýst skiljanlega um einstaklinga sem sótt hafa um starfið. Og víst er hún spennandi, en mestu skiptir að ræða það nú hvernig fréttastofa sjónvarpsins skuli vera. Hvaða almennu reglur skuli gilda um þessa stofnun sem færir okkur horn af raunveruleikanum inn í stofu á kvöldin og er kannski raunveruleikinn sjálfur í hugum margra. Sú almenna stefna Ríkisútvarpsins að laga sig að hags- munum auglýsenda hefur oftar en ekki komið fram í fréttum sjónvarpsins. Þessi stefna er brot á „reglum um fréttaflutning Ríkisútvarpsins". Þrátt fyrir það hefur út- varpsstjóri ekki vísað brotunum til siðanefndar Blaða- mannafélags Islands að því er best er vitað, eins og hann gerði af öðru tilefni, enda samræmdist slíkt illa „aðlög- unarstefnunni“. Dæmin um auglýsingafréttir eru mý- mörg. Hewlett Packard, Flugieiðir, Lottó 5/32 og Sam- vinnuferðir-Landsýn eru dæmi um fyrirtæki sem fengið hafa gratís auglýsingar í fréttatímum, að ekki sé talað um áður útsenda fréttaþætti og þá sem fyrirhugað er að gera í náinni samvinnu við fyrirtæki í landinu. Það er mikilvægt fyrir yfirstjórn Ríkisútvarpsins að átta sig á því að þessi fréttastefna beið skipbrot undir stjórn fyrrum fréttastjóra. Og fréttastofa sjónvarpsins mun sökkva endanlega, ef aðlögun að hagsmunum aug- lýsenda á áfram að vera yfirsterkari virðingunni fyrir áhorfendum. Þess vegna þurfum við mann í stól frétta- stjóra sem getur hafið fréttastofuna til virðingar á ný — meðal áhorfenda — burtséð frá því hvort þeir eru auglýs- endur eða ekki. Fréttastofa sjónvarps á að miðla fréttum en ekki vera greiðaþjónusta. 10 HELGARPÓSTURINN HRÓP Á FRELSI Um daginn heyröi ég á einhverri útvarpsstöðinni ummæli Jóns Magnússonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, varðandi tillögu um viðskiptabann á Suður-Afríku og Namibíu. Þetta var upptaka frá Al- þingi og var þingmaðurinn að lýsa viðhorfum sínum til tillögunnar, sem hann er andvígur. Astæða þess að þingmaðurinn er tillögunni andvíg- ur — a.m.k. ein þeirra því upptakan var fremur stutt og líklegast aðeins bútur úr ræðu hans — er einkum sú að viðskiptj landanna í millum (S-Afríku og islands) séu í svo smáum stíl að það hafi ekki nein áhrif að setja á viðskiptabann. Jón vitnaði til skýrslna um þessi viðskipti og gerði á allan hátt lítið úr þeim. Einhver ávaxtainnflutningur, gull og eitt- hvert smotterí í viðbót sagði hann efnislega. Útflutningur sömuleiðis lítilvægur, eitthvað til fiskveiða sem ég man ekki hvað var. Enda skiptir það ekki máli. Þetta viðhorf er undarlegur and- skoti. Hver hefði afstaða þing- mannsins verið ef viðskiptahags- munir okkar væru verulegir? Hefðu þeir þá ekki verið of dýrmætir til að fórna þeim? Ef S-Afríka væri okkar helsti viðskiptaaðili í saltfiski? Hvað hefði þá gerst? Er ekki einmitt, vegna þess að viðskipti okkar eru svo lítil við þessar þjóðir, auðveld- ara fyrir okkur að taka afstöðu? Engir hagsmunir í veði. Annars skiptir þetta auðvitað engu máli heldur. Hér er um sið- ferðislega spurningu að ræða, hreint ekki viðskiptalega. Það skipt- ir engu hversu mikil viðskipti okkar eru við þessar þjóðir. Það sem skipt- ir máli er að sýna hug okkar í verki. Sýna að við erum andsnúnir því stjórnarfari sem ríkir i Suður-Afríku. Viðskiptabann er leið til þess. Það er styrkur svarta meirihiutanum sem er kúgaður af hinum hvíta minni- hluta. Fulltrúar svartra í Suður- Afríku hafa margoft lýst því yfir að þeir vilji að sett sé á viðskiptabann. Tutu biskup og margir fleiri. Nægir að minna á ummæli Donalds Wood hér í HP fyrir nokkru, þar sem hann segir m.a.: „Þeir (fjölmiðlar vest- rænna ríkja) geta líka þrýst á stjórn- völd síns ríkis að hætta viðskiptum við Suður-Afríku, svelta þá inni. Margaret Thatcher, Ronald Reagan og fleiri leiðtogar Vesturlanda hafa sagt að efnahagsþvinganir bitni verst á svörtum íbúum iandsins og því ónothæft tæki. Þetta er rangt. Svartir lifa hvorki á innfluttum lúx- usvörum né útflutningi, þeir lifa á grjónum og öðrum fátækramat sem ræktaður er í landinu. Annað eiga þeir ekki. Það myndi hins vegar skipta þá gífurlegu máli ef Vestur- lönd hættu að selja stjórnvöldum Suður-Afríku vopn.“ Þegar maður mætir slíkum manni sem Donald Woods er, manni sem flúði heimaland sitt við illan leik vegna þess að hann hafði aðra skoð- un en yfirvöld á málefnum blökku- manna, verður það ekki annað en grátbroslegt að íslenskur alþingis- maður mæli í krónum og aurum hvort setja eigi viðskiptabann á Suður-Afríku. Eins og ósmekklegur brandari. Það er í rauninni ótrúiegt að slík rödd skuli heyrast á hinu háa Alþingi — að menn sem þjóðin hef- ur valið til að fara með sín mál skuli vega og meta siðferðislegar spurn- ingar sem þessa á mælistiku við- skipta. Það er einhvers staðar pottur brotinn í slíku verðmætamati. Á meðan fimm milljónir hvítra kúga þrjátíu og fimm milljónir svartra stendur íslenskur þingmaður upp og segir að viðskiptabann skipti engu máli af því að viðskiptin séu hvort eð er ekki veruleg. Meðan þrjátíu og fimm milljónir manna hrópa í örvæntingu sinni á jafnrétti og frelsi er íslenskur þingmaður að velta fyrir sér, sennilegast í fullri al- vöru, hvenær viðskipti eru nægi- lega umfangsmikil til að hafa áhrif og þar með réttlætanlegt að hætta þeim. Við slíkar vangaveltur og út- reikninga þurfa menn næði. Loka að sér. Til allrar hamingju hafði Alþingi aðra skoðun en áðurnefndur þing- maður. Það breytir því hins vegar ekki að fyrrnefnt viðhorf er hryggi- legt. Þyngra en tárum taki. Kristján Kristjánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.