Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 5
Grátkórinn hækkar raddirnar GÓÐÆRIÐ HORFIÐ * Utgeröar- og fiskvinnsluadallinn krefst gengisfellingar og launalækkunar. Skammar sjálfan sig fyrir ofmikinn ferskfiskútflutning og krefst þess aö samfélagiö axli ábyrgöina. Síðustu dagana hefur rjómi hins íslenska útgerðar- og fiskvinnsluaðals safnast saman til að meta liðið ár heildarsamtaka sinna. Það er augljóst á orðum for- svarsmanna þessara samtaka að allt er við það sama í íslenskum sjávarútvegi: Verð og afli sveiflast — í fyrra var góðæri lengst af en nú blasa skyndilega við ör- birgð og örvænting, gjaldþrot og ónýtir markaðir. Dagbjartur Einarsson, stjórnarformaöur Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda, lýsti þannig sídasta ári sem einhverju því allra besta í manna minnum, en samt væri útlitiö dökkt. Ísídustu viku var haldinn aö- alfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, SH, þar sem áhyggjurnar réöu feröinni. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND JIM SMART íslenskur fiskur í hamborgarakeðju a la USA Eftir mikla velgengni og ört hækkandi verð í Bandarikjunum viröist Ijóst að menn hafa teygt sig of langt. Tap SH á síðasta ári stafaði hins vegar af hruni í Bretlandi þangað sem alltof mikill óunninn fiskur fór fyrir of lítið og of mikinn tilkostnað. Nú eru það bresku fiskvinnsluhúsin sem bjóða úrvals íslenskt unnið hráefni. Fyrir útgerðar- og fiskvinnslu- aðalinn í SH er það fastgengis- stefna ríkisstjórnarinnar sem alla er að drepa. í einfaldleika sínum lítur dæmið þannig út að gjaldeyr- istekjurnar snarminnka við þetta ástand á sama tíma og tilkostnað- urinn vex óðfluga í verðbólgunni og launaskriðinu. Nú kalla þessir aðilar hástöfum á gengisfellingu til að tekjurnar aukist, en af sam- tölum við aðalfundargesti SH að dæma er jafnmikilvægt í þeirra augum að það leiði ekki til verð- bólgu og launahækkunar. Þessu má aðeins koma heim og saman, sagði einn fundarmanna, með því að segja hreinskilnislega að launin verði að lækka. Það verður ekki hjá því komist að skerða kaup- máttinn. En það er fleira en of lágt gengi og of hátt kaup sem svekkir þessa menn. Það fór ekki framhjá neinum að utan fastgengistefnunnar bar mest á óánægju með mjög aukinn út- flutning á óunnum fiski inn á Bret- landsmarkað. Jón tnguarsson, stjórnarformaður SH, fullyrti í skýrslu sinni að þessi útflutningur hefði undanfarið keyrt um þver- bak, sérstaklega í ljósi þess að allt að 90% þessa fisks færi til frysting- ar ytra, sem leiddi til verðlækkun- ar vegna undirboðs hinna erlendu aðila. „Sannast best að segja finnst manni að nægur sé munurinn fyr- ir á samkeppnisstöðu breskra og íslenskra fiskvinnslufyrirtækja án þess að Islendingar sjálfir auki hann enn frekar með því að selja þangað ódýrt hráefni til vinnslu til þess síðan að breskar fiskvinnslu- stöðvar geti undirboðið okkur á markaðinum. Lítið vit sýnist í slíku háttalagi og hittir það að sjálfsögðu okkur sjálfa fyrst og fremst í bakið," sagði Jón. Þessar yfirlýsingar stjórnarfor- mannsins og fleiri talsmanna úr röðum SH hafa vakið mikla at- hygli. Jón er þarna sem fulltrúi frystihúsa að skamma útgerðarfé- lög landsins fyrir að sigla með afla sinn eða flytja út í gámum í of miklum mæli. Sú staðreynd hefur hins vegar farið framhjá fáum, að mjög stór hluti fiskvinnslunnar er í beinum tengslum við útgerðina, afar víða er eignarhaldið á hönd- um sömu aðilanna. Sjálfur Grandi hf. hefur sent togara sína í gríð og erg til Bretlands, Þýskalands og jafnvel Frakklands. Þeir sem dug- legastir hafa verið að sigla með afla eða flytja út í gámum eru Vest- manneyingar, sem öflugastir eru í SH. Nýlega mátti lesa í Fiskifrétt- um að eina vikuna hefðu 45 gám- ar farið frá Vestmannaeyjum út, og þar af 40 til Bretlands. Það fylgdi sögunni, að enginn í Eyjum virtist hafa yfirsýn yfir heildarafla bátanna, en ekki virðist ástæða til að ætla að í útflutningi á óunnum fiski skeri sig úr stóru aðilarnir í SH, eins og Hradfrystistödin og FiskmjöIsuerksrnidjan, sem gera út ófá fiskiskipin. Sömu sögu er að segja af Völusteini i Bolungarvík, sem er útgerðaraðili Einars Guð- finnssonar hf. Nefna má og að tog- arinn Guðmundur Kristinn fer reglulega út með afla, en hann er í eigu Pólarsíldar á Fáskrúösfirði, sem er aðili að SH. Afram mætti telja: Það ætti að vera hægur vandinn fyrir slíka aðila að hafa stjórn á útflutningi sínum á óunn- um fiski. GRANDI ER STÆRSTUR Þá skýringu fékk HP helst, að verið væri að „kaupa frið“, því út- gerðirnar/frystihúsin kæmust ekki hjá því að leyfa skipverjum að stunda þetta og skipti þá ekki máli hvort aðilarnir væru í SH, í SÍS- veldinu eða sjálfstæðir. Eina leiðin sem fannst út úr ógöngun- um var að grípa til meðals, sem að- standendurnir geta alla jaf na — að banna ferskfiskútflutning. Eftir sameiningu BÚR og ís- bjarnarins í hlutafélagið Granda er þetta fyrirtæki, sem að þremur fjórðu hlutum er í eigu borgarbúa, stærsti einstaki eignaraðilinn í SH með rúmlega 9,8 prósent 1987. Hins vegar fengu BÖR og ísbjörn- inn hluti sína greidda út við sam- eininguna og má heita að Grandi sé árið 1988 lítill aðili í SH en skjót- vaxandi vegna mikillar fram- leiðslu. Grandi leggur enda til stjórnarformann SH, sem er Jón Ingvarsson „fsbjarnarbróðir". Næststærsti eignaraðilinn er Út- geröarfélag Akureyringa með 7,1 prósent og leggja norðanmenn til Gísla Konráðsson forstjóra í stjórn- ina. Ekki er kvartað yfir stöðunni á þeim bæ! Þeir þriðju í röðinni eru synir Einars Guðfinnssonar í Ishúsfélagi Bolungarvíkur með 5,1 prósent og með Guðfinn Ein- arssori í stjórn SH, en hann er einnig stjórnarformaður Cold- water. Það eru hins vegar Vestmann- eyingar sem til samans eru öflug- astir í SH. Isfélag Vestmannaeyja er með 4,84 prósent, Vinnslustöð- in hf. með 4,84 prósent, Fiskiðjan hf, með 4,54 prósent, Hraðfrysti- stöð Vestmannaeyja með 0,63%, Fiskmjölsverksmiðjan í Eyjum með 0,37 prósent og Baldur hf. með 0,21 prósent. Samtals gerir þetta hlut Vestmanneyinga um 15,43%. I ársskýrslu SH fyrir 1987 eru skráðir alls 79 eignaraðilar, en eignarhluturinn er mjög misjafn. 11 stærstu eignaraðilarnir eiga þannig yfir helming eignanna þetta árið. Flestir þeir sem ein- hverju máli skipta innan SH eru bæði í útgerð og fiskvinnslu og því beggja vegna borðsins. Þetta gild- ir um Granda í Reykjavík, Út- gerðarfélag Akureyringa, íshúsfé- lag Bolungarvíkur og flesta aðra í SH. í tilfelli aðila eins og Granda, Hraðfrystistöðvarinnar í Reykja- vík og Hraðfrystistöðvarinnar í Vestmannaeyjum er það eitt og sama fyrirtækið, sem skráð er fyr- ir skipunum og vinnslunni, en í öðrum tilfellum, eins og hjá íshús- félagi Bolungarvíkur, Ishúsfélagi ísfirðinga og Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar, eru stofnuð sérstök hluta- félög um útgerðina. í síðara tilfell- inu getur þá forstjóri fiskvinnsl- unnar skammað útgerðarstjórann fyrir að flytja of mikið út í gámum og stuðla þannig að verðfalli á unnum fiski á erlendum mörkuð- um. í hinum tilfellunum skammar forstjórinn sjálfan sig. VALDAHLUTFÖLLUM BREYTT í mörg ár hafa bæði stórir aðilar og litlir í SH starfað saman í sátt og samlyndi um þá reglu, að eitt at- kvæði gilti fyrir hvert hraðfrysti- hús. Þetta hefur þýtt að fulltrúar lítilla fyrirtækja með takmarkað útflutningsverðmæti hafa vegið jafnt við afgreiðslu mála og hinir stóru á borð við Útgerðarfélag Akureyringa, Vestmanneyinga og Vestfirðinga. Nú var hins vegar samþykkt breyting á, þannig að dregið var talsvert úr vægi hinna smáu. Þetta virðist hafa verið gert að mestu hávaðalaust, þótt margir hafi um leið misst talsvert af áhrifamætti sínum. Hin nýsam- þykkta regia er á þá leið að 20% atkvæða skuli skiptast jafnt á milli félagsmanna, 40% á milli félags- manna í hlutfalli við útflutnings- verðmæti fyrir liðið starfsár og 40% á milli félagsmanna miðað við eignarhlutfall félagsmanna um næstliðin áramót. Sem fyrr gildir þó sú almenna takmörkun að enginn fundarmanna geti farið með meira en 20% atkvæða. I samtali við HP bar einn tals- maður smæstu eignaraðilanna á móti því að þetta væri þungbær breyting og sagði hana að mörgu leyti mjög skiljanlega. Staðreynd- in væri sú að smáum aðilum hefði fjölgað talsvert og sumir stofnaðil- anna jafnvel óvirkir í verðmæta- sköpuninni. Viðmælandinn lagði enda áherslu á að hópurinn í SH væri samstæður og stjórnendurn- ir góðir. „Maður hefur alls ekki orðið var við að maður sé ekki tekinn sem fullgildur aðili, þótt eignarhluturinn sé ekki ýkja stór. SH er rekið með myndarskap, það ríkir agi og regla á hlutunum." SH er annað veltuhæsta fyrir- tæki landsins, á eftir SÍS, er. á hinn bóginn er SH mesta útflutnings- fyrirtæki landsins. Coldwater Seafood í Bandaríkjunum, lce- landic Freezing Plants í Bretlandi og Verkaufszentrale í Þýskalandi eru 100% í eigu SH og er nafnverð hlutabréfa í þessum dótturfyrir- tækjum um 55 milljónir króna. Eignir þessara dótturfyrirtækja voru hins vegar metnar í árs- skýrslu upp á 4,5 milljarða króna, þar af tæpur milljarður í eignum og tækjum. SH á meirihluta hluta- bréfa í tveimur öðrum hlutafélög- um, Jöklum hf. (95%) og Umbúða- miðstöðinni hf. (71%). I ársreikn- ingi þeim sem lagður var fram á aðalfundinum í síðustu viku var að finna svokallaðan samstæðu- reikning yfir rekstur og eignir móðurfyrirtækisins og dótturfyr- irtækjanna. Svo reiknað hljóða eignir SH 1987 upp á 5.554 milljónir króna og höfðu aukist um 20% frá árinu áður. Af þessu töldust eignir og tæki vera um 1.300 milljónir króna, en birgðir um 2.700 millj- ónir. Á árinu voru seldar vörur fyrir 11,5 milljarða króna. Það kostaði hins vegar 10 milljarða að framleiða vöruna og „sölu- og stjórnunarkostnaður" hljóðaði upp á heilan milljarð. í heild tapaði SH samkvæmt ásskýrslunni 1987 rúmlega 21 milljón króna á móti rúmlega 81 milljónar króna hagn- aði 1986. Ástæða þessa er fyrst og fremst rúmlega 65 milljóna króna tap dótturfyrirtækisins í Bretlandi, enda var flest annað hjá SH réttu megin við núllið margumtalaða. ÞRÆÐIR LIGGJA VÍÐA SH á síðan allstóra hluti i Plast- prenti hf, Sjóeldi hf, Vogalaxi hf. og Icecon hf., en auk þessa hefur SH lagt fé í Útvegsbankann nýja, Verslunarbankann, Isfélag Þor- lákshafnar og Frumkvœði hf. Þá má heita að Tryggingamiðstöðin sée.k. dótturfyrirtæki SH, þar sem flestir þeir sem eiga tryggingafé- lagið starfa einnig saman í SH, en í stjórn Tryggingamiðstöðvarinn- ar hafa síðustu árin setið menn eins og Guðfinnur Einarsson frá Bolungarvík, Haraldur Sturlaugs- son frá Akranesi, Jón lngvarsson, stjórnarformaður SH, útgerðarris- arnir úr Vestmannaeyjum, Har- aldur Gíslason og Sigurður Ein- arsson, og Ólafur B. Ólafsson í Miðnesi hf. í Sandgerði. Ólafur og Guðfinnur áttu báðir sæti í stjórn Hafskips á sínum tíma og má geta þess að Tryggingamiðstöðin öðl- aðist meirihluta í Reykvískri end- urtryggingu með því að kaupa upp hluti Hafskipsforstjóranna Ragn- ars Kjartanssonar og Björgúlfs Guðmundssonar. Þá hafa einstaklingar innan vé- banda SH verið mjög virkir í stjórnum olíufélaganna. I stjórn Skeljungs hafa undanfarið setið Jónatan Einarsson, Haraldur Sturlaugsson og Sigurður Einars- son, en í stjórn Olíufélagsins þeir Haraldur Gíslason, Kristján Lofts- son (í Hval) og Karvel Ógmunds- son, Keflavík. Á sínum tíma áttu sæti í stjórn OLÍS þeir feðgar í ís- birninum Ingvar Vilhjálmsson og Vilhjálmur Ingvarsson, en það breyttist þegar Óli Kr. Sigurðsson keypti félagið. Þó hafa margir öfl- ugustu aðstandendur SH ekki síð- ur verið virkir við stjórnvöl stærstu flutningafyrirtækja lands- ins. HVER BER ABYRGÐINA? Að öllu upptöldu liggur ljóst fyr- ir aö aðstandendur fyrirtækjanna innan SH eru einhverjir þeir öflug- ustu í þjóðfélaginu, þar sem áhrifamáttur þeirra nær víða og í mörgum tilfellum „eiga“ þeir sín bæjar- eða sveitarfélög. Þessir menn hafa ásamt SÍS-veldinu haft einokun á fiskútflutningi um ára- tugaskeið, á því sem máli skiptir. Það eru þeir sjálfir sem ráða því, hvort hinir erlendu markaðir vaxa eða hrynja. Það er á þeirra ábyrgð að jafna hinar ofvöxnu sveiflur í sjávarútvegi, með því að jafna sveiflurnar með sérstökum að- gerðum og jrar til gerðum sjóðum á borð við verðjöfnunarsjóð og aflatryggingasjóð. Það er á þeirra ábyrgð að semja við fiskvinnslu- fólk og sjómenn um laun og ann- arra í atvinnurekendastétt að hleypa tilkostnaðinum ekki blint út í verðlagið. Mótsagnakenndar kröfur um gengisfellingu, verð- hjöðnun, bann við ferskfiskút- flutningi og áframhaldandi ein- okun heildarsamtakanna á fiskút- flutningi verða hjáróma þegar þess er gætt hvar ábyrgðin liggur. HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.