Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 32
H aminaja var til umrœdu á tveggja daga málþingi sem samtök félagsmálastjóra stóöu fyrir um síðustu helgi. Flestir skjólstœöingar þeirra leita sér aöstoöar vegna einhvers konar „óhamingju “ þannig aö þaö er eölilegt aö félagsmálastjórarnir hugsi um þessa hluti. Ekki var viö því aö báast aö neinar ,,konkret“ hamingjuuppskriftir kœmu fram, enda ekki cetlunin. Aö öllum líkindum eru þœr ekki til. Aö lokinni þessari ráöstefnu um hamingjuna má þó líklega velta þeim möguleika upp aö óhamingja manna felist í því aö elta ólar viö ímyndaöa eöa misskilda hamingju. Dr. Broddi Jóhannesson, fyrr- verandi skólastjóri Kennaraskóians og rektor Kennaraháskóla ísiands, gerði hamingjuna og lífsreynsluna að umtalsefni sínu. Hann ræddi þá spurningu hvað gamlingi vissi í raun um lífsreynslu sína og kom inn á þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi á einum mannsaldri, framþróun alls. Hann minntist þess er fyrstu dráttarvélarnar komu, svo skurð- gröfurnar og loks flugvélar. Tún bændanna stækkuðu, skurðirnir lengdust og vísindin efldust. Ný fyrirheit vöknuðu af hverjum draumi sem rættist. Að mati Brodda spyr lífið sjálft erfiðustu spurninganna og úrslitaspurningin væri hvort að maðurinn væri líf- fræðilegt slys. Það væri sú spurn- ing sem hans kynslóð skildi eftir sig. Broddi taldi að góður vinnu- dagur væri hamingja manns. Hann minntist á gönguferðir og taldi þær góðar, bæði fyrir heilsuna og sálina. Hann hefði gert sér grein fyrir því of seint að það eina sem hann hefði átt að minnast á í erindi sínu væri gönguferðir. Broddi kom einnig inn á hæfni ellinnar til að njóta lífsins. Að lokum sagði hann að sín hamingja væri fólgin i því að eiga föðurland með skýr landa- mæri, i landinu byggi einsleit þjóð sem talaði eina tungu, og hann hefði átt góða ástvini. H ugmyndir heimspek- innar um hamingjuna eru ákaflega áhugavert efni og voru þeim gerð góð skil af Eyjólfi Kjalari Emils- syni, starfsmanni Heimspeki- stofnunar HÍ. Hann byrjaði á því að ræða hugmyndir Forn-Grikkja í þessum efnum og minntist á þá skoðun þeirra að engan mann skyldi halda hamingjusaman fyrr en hann væri allur. Hamingjan væri eitt meginatriði siðfræðinnar, jafnvel heimspekinnar allrar. Þetta væri í raun spurningin um á hvern hátt lífinu yrði best lifað. Eyjólfur sagði að við viidum hamingju — við vitum bara ekki hvað hamingja er — og þess vegna vissum við ekki hvað við 32 HELGARPÓSTURINN vildum. Að vísu mætti líta þannig á málið að við vissum hvað hamingja væri en hins vegar ekki hvar við gætum fundið hana. — Við vitum ekki heldur hvernig hamingjan lítur út. — í vissum skiln- ingi mætti því segja að við vissum hvað það væri sem við vildum, við vissum bara ekki hvernig það liti út eða hvar það væri að finna. Eyjólfur Kjalar varpaði fram þeirri spurningu hvort hamingjan væri ekki margslungin og mismunandi fyrir hvern einstakling. Ef svo væri, þá væri ekki hægt að taia um skilgreiningu á hamingju. Þó svo að hamingjan felist ekki í nákvæmlega því sama fyrir alla, þá þýðir það ekki að hugmyndir okkar um hamingjuna séu í grund- vallaratriðum ólíkar. Hann tiltók sérstaklega tvo „kandídata" þegar talað væri um skilgreiningu á hamingju, ánægju og velgengni. Ýmsir leggja ánægju að jöfnu við hamingju þ.e., hamingja væri að vera ánægður yfirleitt. Eyjólfur sagði þetta ófullkomið lokasvar og ýmsa annmarka á því, ánægja væri svo margbrotin, gæti jafnvel byggst á lífslygi. Um tengsl hamingju og velgengni, þ.e. hvort hamingja væri það að ganga raunverulega vel að ná þeim markmiðum sem maður setur sér sjálfur, að gera það gott, takast eitthvað, sagði hann að velgengn- in væri ófullkominn valkostur i þessum efnum og gæti byggt á falsgrunni. Þegar allt kæmi til alls væri styttra á milli sannleikans og hamingjunnar en menn kynnu að halda, þ.e. sannleikans um mann sjálfan og um hvað skiptir máli í lífinu. Þessi sjálfskilningur fæli í sér skilning eða þekkingu á því hvers konar vera maðurinn er. Mikilvægustu staðreyndirnar um manninn eru þær að hann er ófullkomin vera sem lifir og dafnar á tvennu, þ.e. sannleikan- um og ástinni. Það er nauðsynlegt skilyrði hamingjunnar að menn lifi samkvæmt þessum staðreynd- um, sagði Eyjólfur Kjalar. H ugmyndir sálfræð- innar um hamingjuna voru reifað- ar af Önnu Valdimarsdóttur sál- fræðingi. Þetta erindi var í „praktískari" kantinum og fjallaði meðal annars um leitina að hamingjunni og hvernig mætti auka hamingju þeirra sem hafa andiegt heilbrigði. Anna sagði erfitt vera að mæla hamingjuna beint, þetta yrði alltaf huglægt mat. Þegar rannsóknir færu fram á líðan fólks og hamingju væri almenn tilhneiging hjá fólki að ýkja hve hamingjusamt það væri. Einnig hefði skapið sem fólk væri í mikil áhrif á niðurstöðuna; ef fólk væri í góðu skapi þá rifjuðust frekar upp fyrir því góðar minn- ingar. í könnunum hefði komið í ljós að fjölskyldulíf og hjónaband skiptu mestu máli fyrir ánægju eða almenna vellíðan í daglegu lífi. Þetta væri meðaltalsniður- staða. Hjá sumum væri það starfið eða fjárhagurinn. Anna fjallaði um hvað sálfræðin getur lagt af mörkum til þess að auka ánægju eða vellíðan, hvernig hægt væri að koma fólki í gott skap. Tilraunir hefðu verið gerðar með að láta fólk lesa jákvæða lýsingu á skapi sínu og komast með því móti í gott skap. Þetta hefði sjaldan langvinn áhrif, dygði í 10—15 mínútur. Þá væri það bíóaðferðin sem fælist í því að koma fólki í gott skap með því að horfa á gamanmyndir. Það hefði gefið heldur betri árangur en hin fyrri. Einnig var tónlistaraðferðin og svo það að fólk var fengið til að tala við sjálft sig fyrir framan spegil á hverjum morgni eftir ákveðinni formúiu. Að lokum ræddi Anna um hvað einkenndi fólk sem nyti mestrar hamingju samkvæmt könnunum og taldi niður 10 algengustu sjálfs- lýsingar þessa hamingjusama fólks: 10. Ég er yfirleitt ekki haldin ótta. 9. Ég er ekki hörundsár eða viðkvæm fyrir gagnrýni. 8. Ég er glaðvær. 7. Ég á marga vini. 6. Ég er ástfangin og ást mín er endurgoldin. 5. Ég er ánægð með persónulegan þroska minn. 4. Ég hef þegar náð mörgum langtímamarkmiðum er skipta máli. 3. Mér finnst sjaldan að lífið hafi svikið mig eða valdið mér von- brigðum. 2. Ég hef orðið fyrir vonbrigðum á fullorðinsárum og getað tekist á við þau. 1. Líf mitt hefur merkingu og stefnu. Anna sagði persónubundið í hverju fólk fyndi tilgang og merk- ingu og nefndi góðgerðar- og líknarmál, ennfremur listiðkun, fjölskyldulíf og vináttu. Þetta væri fólgið í manneskjunni, í því sem hún tæki sér fyrir hendur, og hún __ gæti ræktað þetta með sjálfri sér. I þessu efni væri þörf nærgöngulla spurninga um hvert manneskjan stefndi. Enginn fær hamingju upp í hendurnar, það er hörkuvinna að vera hamingjusamur, sagði Anna. A ráðstefnunni voru lesnir bútar úr ritgeröum 8.-bekk- inga við Gagnfræðaskólann á Akureyri sem þeir sömdu í kennslustund nú í vor, en yfirskrift ritgerðanna var: Hvaö er ham- ingjan og hvernig á aö öölast hana? Það er erfitt að finna samnefnara fyrir ritgerðirnar en þær hafa einföld ráð um hvar og hvernig á að öðlast hamingjuna. Þegar unglingar — og aðrir svo sem líka — skrifa ritgerðir undir tímapressu komast þeir oft að niðurstöðu á skemmtilega einfaldan hátt og detta niður á góðar lausnir. Það er best að taka dæmi úr þessum ritsmíðum: „Hamingja er þaö bara ást eöa eitthvaö annaö? Auðvitaö kemur hamingja úr ást. En hamingja er ekki bara ást þó svo aö ást komi kannski eitthvaö til sögu. T.d. getur maöur sem aö er ofboðslega óhamingjusamur oröið hamingju- samur á til dœmis bara einni mínútu ef hann kannski vinnur í happaþrennu eina milljón, en þaö mundu ekki allir óhamingjusamir menn verða hamingjusamir, þó svo aö þeir vinni mikla peninga... Tökum sem dœmi aö fallegt fólk getur veriö alveg ofboöslega óhamingjusamt og vangefiö fólk er oft alveg ótrálega hamingju- samt þó aö þaö eigi alveg rosa- lega bágt... Sumir vilja vera ööru- vísi en þeir eru og líöur illa aö vera eins og þeir eru og búa því til óhamingju. T.d. er hœgt aö segja svo að stelpa og strákur séu saman, eöa maöur og kona, og svo hætta þau saman og þá veröur kannski annar aöilinn mjög reiöur og fremur kannski sjálfsmorö. En þá kemur stóra spurningin hvaöa vanda bœtir þaö eöa hvaöa vanda leysir þaö. Maður veröur aö hugsa áöur en maöur gerir svona. Og hugsa fram í tímann." „Ég held aö ég sjálf sé ham- ingjusöm eins og er, allavega er ég glöö og þess vegna hamingjusöm. Ég held aö mín hamingja felist í lífinu, því ég lifi góðu lífi og er þess vegna hamingjusöm... Mín merking á oröinu hamingja er sú aö vera gjöö og ánœgö meö allt og alla. Eg hef samt ekki mikiö pœlt í oröinu hamingja og ég held aö ungt fólk hugsi yfirleitt ekki mikiö um þetta. Annaöhvort er þaö hamingjusamt og gerir sér varla grein fyrir því eöa þaö er óhamingjusamt og gerir sér þá sjálfsagt grein fyrir því." „Ég held aö ég veröi hamingju- samur ef ég reyni aö gera vel og láta gott af mér leiöa. Og maöur veröur aö kunna sig og láta ekki eins og hálfviti alls staöar." u m samband hamingj- unnar við örlögin fjallaði Jón Björnsson, félagsmálastjóri á Akureyri. Hann sagði að margt í lífinu væri á valdi hvers manns, sjálfrátt og frjálst. Hins vegar væri afar margt sem væri mönnum ósjálfrátt og þeir yrðu að ganga að sem gefnu, hvort sem þeir hefðu skuldbundið sig sjálfir fyrir margt löngu eða að hlutirnir væru fastákveðnir án þess að mennirnir réðu nokkru þar um. Það fyrir- fram ákveðna, að manninum for- spurðum, skilgreindi Jón sem örlög. Menn hafa löngum talið að ör- lögin væru yfirnáttúrulegt fyrir- bæri. Eftir að vísindin efldust hölluðust margir að því að það væri náttúran sjálf sem öllu réði, maðurinn væri einungis lítill hiekkur í keðju hennar. Þriðja örlagavaldinn hefur fólk séð í samfélaginu sjálfu, því sem gerist milli fólks, t.d. áhrif umhverfis og menningar á hlutskipti manna. Eftir að hafa rætt hvernig örlögin skerða frelsi mannsins kom Jón inn á hvernig maðurinn skerðir frelsi örlaganna. Hann vitnaði í franska heimspekinginn Sartre sem sneri við þeirri setn- ingu að örlögin sköpuðu manninn. Vegna þess að maðurinn væri vitundarvera var hann skelfilega frjáls að mati Sartre. Maðurinn væri sífellt að taka ákvarðanir um líf sitt sem enginn annar gæti tekið, maðurinn skapaði sér sjálfur tilgang eða tilgangsleysi og væri ábyrgur fyrir því. Næst ræddi Jón tvær kenningar um það hvernig örlögin snerta hamingju manna. Önnur segir að sérhver maður ráði sjálfur sinni hamingju. í hinni felst að ham- ingjan sé óháð tilverknaði mann- anna, sumum hlotnist hamingja en öðrum ekki. Jón taldi ekki vera eins mikið bil milli þessara kenningja og virtist við fyrstu sýn. Kæmi þar til að hamingjan væri hugarástand og einnig að lífið væri sambland af því sem menn fá ráðið og ekki ráðið. Það skipti máli fyrir hamingju manna væri hvernig þeim tekst að laga sig að lífinu og lífið að sér. Stundum eiga menn að sætta sig við lífið en í annan stað að reyna að breyta því sér í hag. Hvenær hvort á við er erfitt úrlausnar. „Æðruleysi, hófsemd, þor og vit þarf til að finna hamingju í þessum heimi, þar sem maðurinn samtímis og hverja eina stund er skapaður af örlögum sínum og skapar örlög sín sjálfs," sagði Jón Björnsson. P áll Skúlason, prófessor í heimspeki, fjallaði um hamingjuna og verðmætamatið. Hann ræddi í þessu sambandi um fjögur við- horf, til hamingjunnar. Tvö huglæg viðhorf, þ.e. sköpunarviðhorf, sem hann tengdi við gleði, og löng- unarviðhorf, sem tengist fullnægju og vellíðan, og tvö hlutlæg við- horf þ.e. skylduviðhorf, sem tengist farsæld, og leikviðhorf, sem hann tengdi gæfunni. Þau hlutlægu eru ekki breytileg frá manni til manns. Löngunarvið- horfið krefst þess af mönnum að þeir temji sér sjálfsstjórn og menn þurfa að hafa hugrekki. Sköpunar- viðhorfið gerir þær kröfur að menn séu heilsteyptir og fórnfúsir. Skylduviðhorfið byggist á visku, trúmennsku og iðjusemi og leik- viðhorfið krefst þess af mönnum að þeir kunni sér hóf, séu æðru- lausir og lítillátir. Páll varpaði fram þeirri spurningu hvort spilltir menn gætu verið hamingjusamir. Sjálfur taldi hann óhugsandi að maður sem stuðlar að óhamingju annarra gæti verið hamingju- samur. Páll sagði að löngunar- og leikviðhorfin væru ríkjandi meginviðhorf íslendinga. Sam- kvæmt því fælist hamingja íslend- inga í nautn, hömlulausu nautna- lífi. Þegar þessi tvö viðhorf færu saman yrði útkoman skelfileg, íslenska þjóðin væri sem „hálf- trylltur veiðimannaþjóðflokkur". Þegar leikviðhorfið færi út í öfgar, menn færu að treysta um of á gæfuna, þá færu þeir að hugsa sem svo að hlutirnir hlytu að

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.